Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.cubatravel.cu www.vivacuba.se Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BÚIÐ er að setja kúabú í Eyjafirði í einangrun eftir að hringskyrfi greindist í nautgrip frá bæn- um. Sjúkdómurinn hefur greinst í aðeins einum grip en verið er að gera ítarlega skoðun á ná- grannabæjum og dýralæknar um allt land hafa verið beðnir um að vera á varðbergi gagnvart sjúkdómnum. Hringskyrfi er smitandi húðsjúkdómur í búfé sem orsakast af sveppum (Tricophytus verrucos- um). Oft smitast fólk af sjúkum dýrum og mynd- ast hárlausir blettir á líkama sjúklings en einnig fylgir kláði smitinu. Hefur þrisvar greinst hér á landi Hringskyrfi hefur aðeins greinst í fáein skipti hér á landi, árið 1933 í Þerney, 1966 á Grund í Eyjafirði og 1987 á Mið-Grund í Vestur-Eyja- fjallahreppi. Bæði í Eyjafirði og undir Eyjafjöll- um barst smitið á marga bæi þrátt fyrir var- úðarráðstafanir. Að lokum tókst þó í öllum tilfellum að útrýma smitinu með róttækum að- gerðum. Landbúnaðarstofnun hefur lagt til við land- búnaðarráðuneytið að það fyrirskipi víðtækari aðgerðir til að hindra útbreiðslu og útrýma sjúk- dómnum á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og hefur lagt fram ákveðnar tillögur í því efni. Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir í Eyjafirði, sagði eftirlitsdýralækni hafa komið auga á blett á nautgrip í sláturhúsi og rannsóknir á Keldum og á Dýralæknarannsóknarstofunni í Danmörku hefðu staðfest að um hringskyrfi var að ræða. Hann sagði að sjúkdómurinn væri skaðlaus eða skaðlítill, en ef ekki væri gripið til aðgerða leiddi hann til varanlegra breytinga á húð. Sjúkdóm- urinn væri smitandi og gæti borist í menn. Í þeim tilvikum sem sjúkdómsins varð vart hér á landi á árum áður barst hann í menn. Telja sig hafa stjórn á málum Ólafur sagði að það væri vissulega alvarlegt mál að þessi sjúkdómur skyldi hafa greinst hér á landi. „En við teljum okkur hafa stjórna á þessu.“ Ólafur sagði að ekkert annað tilvik hefði greinst á bænum og ekkert benti til þess að heim- ilisfólk á bænum hefði smitast af þessum sjúk- dómi. Hann sagði að engin skýring hefði fundist á því hvernig sjúkdómurinn hefði borist í fjósið. Gripið hefur verið til aðgerða á bænum til að koma í veg fyrir smit. „Aðgerðirnar fela í sér sótthreinsun, þrif, lífdýrabann og takmarkanir á aðgengi að búinu og frá því,“ sagði Ólafur og bætti við að þessar aðgerðir gætu varað í tals- verðan tíma. Á bænum sem um ræðir er talsvert stórt kúabú og nýlegt fjós. Ólafur tók fram að gott heil- brigðisástand væri á bænum og umgengni góð. Bær settur í einangrun eftir að smit greindist  Sjúkdómurinn hringskyrfi hefur greinst í sláturgrip frá bæ í Eyjafirði  Alvarlegt mál að mati dýralæknis sem gripið hefur til víðtækra aðgerða Í HNOTSKURN »Árið 1966 var heimilisfólk að Grund íHrafnagilshreppi vart við hring- skyrfi í kúm. Talið var að smitið hefði borist með erlendum vinnumanni. Smitið breiddist hratt út í hreppnum vegna sam- gangs nautgripa á fleiri bæjum. Auk þess varð vart við hringskyrfi í sauðfé og hrossum og stór hópur manna fékk út- brot. »Hringskyrfi er í B-flokki, þ.e. flokkisjúkdóma sem koma á eftir alvarleg- ustu sjúkdómunum. Í nágrannalöndum okkar er barist gegn sjúkdómnum með bólusetningu. IKEA á Íslandi og Garðabær, fyrir hönd Hönnunarsafns Íslands, hafa gert með sér samning um að IKEA kosti stöðu kennslu- ráðgjafa og kynningarfulltrúa í list-, verk- og iðnhönnun. Markmið samningsins er að stuðla að aukinni vitund hjá skóla- og menning- arstofnunum Garðabæjar á þróun hönn- unar og gildi hennar fyrir ímynd bæj- arfélagsins. Garðabær mun ráða sérstakan kennsluráðgjafa og kynning- arfulltrúa til að vinna að markmiðum samningsins. IKEA á Íslandi greiðir allan kostnað sem til fellur vegna verkefnisins. Aðilar eru sammála um að með ráðningu kennsluráðgjafa og kynningarfulltrúa og byggingu nýs húsnæðis fyrir Hönn- unarsafn Íslands í nýjum miðbæ Garða- bæjar, verði til ákjósanlegar aðstæður til að skapa jákvætt umhverfi fyrir list-, verk- og iðnhönnun í bænum, segir í fréttatilkynningu. IKEA kostar starf kennsluráðgjafa í skólum í Garðabæ Samkomulag Samningur um kostnað við starf kennsluráðgjafa undirritaður í gær. Morgunblaðið/G.Rúnar GUÐMUNDUR B. Ólafsson, fyrrv. for- stjóri, lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni að- faranótt 14. september. Guðmundur fæddist hinn 12. september árið 1924 á Valshamri í A- Barðastrandarsýslu. Hann var sonur Ólafs Elías Þórðarsonar, bónda og Bjarneyjar S. Ólafsdóttur. Guðmundur varð stúdent frá MA árið 1944 og lauk kandídats- prófi í viðskiptafræði frá H.Í. árið 1948. Hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga árið 1948 en árin 1951 til 1953 starfaði hann hjá Alþjóðabankanum í Wash- ington. Eftir komuna til Íslands starf- aði Guðmundur um áratugaskeið hjá Framkvæmdabanka Ís- lands, Seðlabanka Ís- lands og Framkvæmda- stofnun Íslands. Guðmundur gegndi starfi forstjóra Fram- kvæmdasjóðs Íslands frá árinu 1985 til 1992. Guðmundur sat í ýmsum stjórnum. Hann sat m.a. í stjórn Álafoss h.f., Fjárfestingarfélags Íslands og Norður- stjörnunnar hf. Hann var um tíma fulltrúi Ís- lands í stjórn Viðreisn- arsjóðs Evrópuráðsins. Guðmundur var félagi í Frímúrara- reglunni og Lionsklúbbnum Frey. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Hrefna Ásgeirsdóttir. Þau eignuð- ust þrjú börn: Hlyn Geir, Karólínu Björk og Ólaf Reyni. Andlát Guðmundur B. Ólafsson GÍSLI Rafn Ólafsson, einn af fulltrúum Slysa- varnafélagsins Lands- bjargar í UNDAC, er nú á leið til Ghana til þess að aðstoða stjórnvöld í að meta umfang mikilla flóða sem þar hafa verið undanfarið, skoða að- stæður á vettvangi og samhæfa viðbrögð al- þjóðasamfélagsins auk þess að styðja við bakið á almannavörnum landsins. UNDAC (United Nations Disaster As- sessment and Coordination) teymi Sam- einuðu þjóðanna var kallað út vegna flóð- anna í Vestur-Afríku. Ástandið er slæmt, sér í lagi í Ghana, þar sem um 275 þúsund manns eru á vergangi. Talið er að um 20 manns hafi þegar látist í flóðunum. Nú eru fimm sérþjálfaðir UNDAC-liðar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar reiðu- búnir til útkalls. Aðstoðar við mat á flóðunum í Ghana Gísli Rafn Ólafsson „ÉG lít á þetta sem líkamsrækt. Þetta er svolítill göngutúr og far- inn í öllum veðrum,“ segir Anna Þóra Karlsdóttir myndlistarmaður sem ber út Morgunblaðið á Blika- stíg á Álftanesi, en hún varð hlut- skörpust í blaðberakapphlaupi ágústmánaðar. Anna Þóra hlaut 25.000 krónur frá Icelandair í við- urkenningarskyni fyrir fram- úrskarandi blaðburð í mánuðinum. „Ég er mjög ánægð með að rífa mig af stað á morgnana og bera út,“ segir Anna Þóra, en eig- inmaður hennar aðstoðar hana stundum við blaðburðinn. Það sé mikil upplifun að bera út blöðin við Blikastíg á morgnana, enda sé náttúrufegurðin mikil á Álftanesi. Anna Þóra hyggst láta viðurkenn- ingarféð renna upp í ferð sem þau hjónin ætla að fara til Hamborgar í haust, en þar ætla þau að heim- sækja æskuvinkonu Önnu Þóru. Á myndinni er Anna Þóra, t.v., og María L. Viðarsdóttir, frá dreif- ingardeild Árvakurs. Blaðberi mánaðarins fékk 25.000 króna gjafakort hjá Icelandair Góð morg- unganga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.