Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skammt handan hafs austur af Grikklandi var önnur þjóð, sem á fornum öldum lifði líka ríku og átakamiklu lífi, eignaðist stórbrotna sögu og hefur haft djúp og víðtæk áhrif. Þá þjóð kennir íslensk tunga við Guð, Gyðinga nefn- ir hún hana, því að líf og hugsun hennar snerist um Guð eða var meðvituð glíma við hann og auðkenndist mest af því. Enda leiddi hún sjálf nafn sitt af heiti forföður síns, sem var gefið nafnið Israel vegna þess að hann glímdi við Guð (1. Mós. 32, 29, Hós. 12, 4). Heitið Ísrael merk- ir: „Sá sem glímir við Guð“, eða: „Sá sem Guð glímir við“. Þar kom, að sá Guð varð kunnur og tilbeðinn á Ís- landi og um allan heim – í þeirri mynd, sem birtist af honum í lífi, orðum og verkum þess sonar þessarar þjóðar, sem kom þegar tími hennar var „fullnaður“, eins og hann sagði sjálfur. Þá átti hann við það, að honum væri ætlað að þreyta glímu hennar til úrslita, fullna köllun hennar. Það var sannfæring hans. Fyrir hana fórnaði hann lífi sínu. Þessi Gyðingur var Jesús frá Nasaret. Þjóð hans hafði lifað mikla sögu, orðið fyrir mörgum stórum áföllum. Landið, sem hún náði á sitt vald í hörðum átökum, var berskjalda fyrir herskáum ná- grönnum og stórveldum í grennd, sem hvert af öðru stefndu til heimsyfirráða. Og innbyrðis sundrung varð henni mjög að meini. Sjálfstæðis naut hún ekki að fullu nema á skömmu skeiði. En andleg saga hennar var með einkennum, sem mörkuðu henni sérstöðu í fornöld og síðan meðal þjóða heims. Það var Jesús, sem olli úrslitum um áhrif þeirrar sérstöðu á sögu mannkyns. Hann stóð föstum fótum á andlegum grunni þjóðar sinnar og byggði boðskap sinn á arfhelgum forsendum og uppistöðum í hugsun hennar, sem mjög óvenjuleg mikilmenni hennar höfðu mótað. Þau sérstæðu stórmenni fengu ósjaldan kaldan and- byr í samtíð sinni. Sífellt og æ að nýju kom það í ljós, að menn létu blekkjast, sáu það eitt og heyrðu, sem féll þeim í geð, neituðu að horfast í augu við sjálfa sig og veruleikann eða endurskoða neitt í fari sínu og við- horfum. Þessu er vel til skila komið í ritum þessarar þjóðar, í þeim ritningum, sem „Bækurnar“ geyma, „Biblía“á grísku. Það gríska nafn varð alþjóðlegt heiti þessara rita. En þótt svo færi fyrir þessari þjóð sem öðrum, að hver samtíð sæi illa eða ekki sína bestu menn, voru ævinlega einhverjir, sem vöknuðu við mál þeirra, tóku sér stöðu með þeim og ávöxtuðu arfleifð þeirra. Og nýjar kynslóðir sáu menn og viðburði í nýju ljósi. Það er sérstætt auðkenni á miklum hluta af helgum ritum Gyðinga, að þar eru þeir sífellt að endurskoða sjálfa sig, játa mistök sín og sakir. Engar þjóðarbókmenntir heimsins hirta sína eigin þjóð eins harðlega og helgirit þeirra gera. Hatursmenn þeirra fyrr og síðar hafa átt hægt með að tína til úr Biblíu þeirra sjálfri óvægilegri umsagnir og dóma um þá en annað fólk hefur mátt þola. Þetta stafar af því, að mikilmenni þessarar þjóðar miðuðu við það, að hún væri undir guðlegri smásjá. Hún stendur fyrir sjónum þeirra í leiftrandi skini heil- agrar köllunar. Og um leið sjá þeir hana sem fulltrúa mannkyns: Hún er útvalin til þess að vera mynd þess, endurspegla hvernig það er og hvernig því ber að vera og er ætlað að verða. Skuggarnir í fari hennar eru end- urspeglun og opinberun þeirrar myrkvunar, sem dylst í hugskoti manneskjunnar og segir til sín í hrakföllum sögunnar. Sá Adam og sú Eva, sem einn hinna ónefndu snillinga þessarar þjóðar leiðir fram á sviðið, eru ég og þú og allt hið mennska kyn, sem er skapað til mikils góðs en lætur véla sig, fellur fyrir blekkingu, steypir í óráði yfir sig ófarnaði, sem það hefði síst vilj- að sæta eða baka niðjum sínum. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (7) Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að hagsmunir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur skipti mestu máli. Það séu hags- munir Reykvíkinga að fyrirtækinu sé vel stjórnað og hann hafi haft hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi í sambandi við aðkomu OR að Reykjavík Energy Invest (REI). Kynnt kaup á hlutafé í fyrirtæk- inu séu ekki að sínu skapi og hann hafi þegar beint þeim tilmælum til REI að starfsmenn OR og starfs- menn REI sitji við sama borð hvað þetta varði. Eftir að greint var frá samein- ingu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) ásamt fleiri aðilum undir merkjum hins fyrrnefnda síðast- liðinn miðvikudag hefur verið gagnrýnt að Orkuveita Reykjavík- ur skuli leggja fjármagn, 5,2 millj- arða króna, í hið nýja einkafyr- irtæki og ekki síst þar sem um áhætturekstur sé að ræða. Framhald en ekki tímamót Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og stjórnarmaður í OR, bendir á að ekki sé um stefnubreytingu að ræða, því OR hafi lagt mörg hundruð milljónir króna í útrásarverkefni í tvo ára- tugi, meðal annars í orkufyr- irtækið Enex. Þetta séu því ekki nein tímamót heldur framhald á útrásinni í 20 ár og hún hafi verið öllum kunn. „Ég vil ítreka að með þessu er verið að nýta þá þekk- ingu, reynslu og þann mannauð, sem hefur orðið til í Orkuveitunni á undanförnum áratugum og ekki hafa verið gerðar athugasemdir við það.“ Borgarstjóri segir að menn geti greint á um hve mikla fjármuni eigi að leggja í útrásina hverju sinni og sjálfsagt sé að ræða það eins og önnur álitamál. Hins vegar segist hann ekki vilja fullyrða að rekstur REI sé meiri áhættu- rekstur en til dæmis að byggja virkjanir. „Menn geta þá velt því fyrir sér hvort fyrirtæki eins og Orkuveitan eigi að standa í því að byggja virkjanir í þeim tilgangi að selja rafmagn til stóriðju,“ segir Vilhjálmur og áréttar að með stofnun REI sé verið að beina út- rásarverkefnum í þann farveg að losa Orkuveituna undan frekari ábyrgð og þar með borgarsjóð sem beri bakábyrgð á öllum fjár- festingum OR. Rétt sé að halda því til haga að í samningnum hafi vörumerki Orkuveitunnar verið metið á 10 milljarða króna. Með samningnum starfi allir á viðkomandi vettvangi undir sama merki og það sé mjög gott fyrir íslenska þjóð. Eins sé það jákvætt fyrir hags- muni Orkuveitu Reykjavíkur að þessir aðilar ætli að vinna saman að verkefnum erlendis. Á und- anförnum árum hafi Orkuveitan ekki farið í verkefni nema að vel ígrunduðu máli og því hafi OR ekki orðið fyrir skellum vegna þessa heldur þvert á móti. Á und- anförnum árum hafi verið pólitísk sátt um starfsemi OR nema hvað fulltrúar Vinstri grænna hafi verið á annarri skoðun upp á síðkastið, en þegar þeir hafi verið í R- listanum hafi þeir samþykkt nær allar framkvæmdir Orkuveit- unnar. „En allt er þetta áhætta og þetta er mál sem við þurfum að fara yfir. Eigi Orkuveitan ekki að koma nálægt neinu fyrirtæki sem snýr að útrás verður það nið- urstaða sem verður til eftir um- ræður í borgarstjórn Reykjavík- ur.“ Áhersla á kynningu Björn Bjarnason dóms- málaráðherra spyr á heimasíðu sinni hvort það sé hluti stjórn- arhátta innan OR að stjórnarmenn í minnihluta eigi erfitt með að fá upplýsingar um gang mála innan fyrirtækisins „og finnst sér stillt upp við vegg við töku ákvarðana? Þannig var þetta þann stutta tíma, sem ég sat í stjórn fyrirtækisins. Ég taldi víst, að þetta mundi breytast með nýjum herrum. Þá töldum við einnig eðlilegt, að mál- efni OR væru rædd í borgarráði og borgarstjórn. Skyldi andstaða meirihluta stjórnar við það vera hin sama og hún var þá?“ Borgarstjóri segir að nýr meiri- hluti hafi lagt mikla áherslu á að kynna öll mál fyrir allri stjórninni og það eigi einnig við um stofnun REI. Minnihlutinn hafi nánast aldrei kvartað fyrr en nú og þá yf- ir því að hafa ekki fengið upplýs- ingar um þetta mál nógu tím- anlega. Því sé til að svara að honum hafi verið kynnt málið fyrir stjórnarfund og sama eigi við um mörg önnur mál sem R-listinn hafi kynnt illa fyrir stjórninni. Stjórn- armenn hafi enda haft á orði að um ný og bætt vinnubrögð væri að ræða. Hins vegar beri að hafa í huga að sjaldan hafi verið mikil umfjöllun um málefni OR í borg- aráði en af og til í borgarstjórn. Þar sem OR sé stórt fyrirtæki og miklir hagsmunir í húfi sé eðlilegt að ræða málefni fyrirtækisins á þessum vettvangi, þegar tilefni sé til og eftir því sé óskað, en stjórn- endur séu kosnir til að fjalla um þessi mál, rétt eins og hjá til dæmis Strætó, Sorpu, Slökkvilið- inu og Faxaflóahöfnum, sem séu ýmist byggðarsamlög eða sam- eignarfyrirtæki. Fara vel með almannafé Í ályktun Heimdallar um mál- efni OR segir að það sé óskilj- anlegt að OR standi í útrásarverk- efnum í gegnum REI og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn eru hvattir til að vinna að því að hlutur OR í REI verði seldur „enda ekki hlutverk borgarinnar að standa í útrásar- og samkeppn- isrekstri“. Með því að setja 10 milljarða verðmiða á vörumerki OR í sam- eiginlegu félagi segist Vilhjálmur hafa verið að gæta hagsmuna Reykvíkinga í þessu máli en hann sé tilbúinn að ræða þá stefnu- mörkun hvort OR eigi að draga sig út úr útrásinni og láta aðra sjá um hana. „Við eigum að gera það sem þjónar best hagsmunum eig- enda fyrirtækisins,“ segir hann. Vilhjálmur áréttar að OR sé eitt helsta fyrirtækið á Íslandi sem búi yfir einstakri reynslu og þekk- ingu á nýtingu jarðvarma. Fulltrúar ríkja, sveitarfélaga og fyrirtækja hafi í mörg ár óskað eftir samstarfi við OR við upp- byggingu erlendis. Mikilvægt sé að nýta þessa reynslu, þekkingu og þann mannauð sem búi innan OR til að skapa tekjur en með hvað hætti það verði gert verði framtíðin að leiða í ljós. „Ég er ekki talsmaður þess að við stöndum í bullandi samkeppni og þannig hefur það ekki verið en aðalatriðið er að tryggja hags- muni eigenda Orkuveitunnar og fara vel með almannafé.“ OR ekki einkavædd Vilhjálmur segir að ekki komi til greina að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur. Segja megi að sumir þættir eins og kalt og heitt vatn falli undir einokunarstarfsemi en rafmagnið sé komið inn á sam- keppnismarkað. „En Orkuveita Reykjavíkur verður ekki einka- vædd og hún á að vera í eigu okk- ar Reykvíkinga. Hún framleiðir vöru, sem er svo mikilvæg fyrir okkur og varðar öryggi okkar og lífsskilyrði, og á að vera í okkar eigu.“ Möguleg kaup á hlutafé í REI hafa verið gagnrýnd, en sumum býðst að kaupa töluvert meira en öðrum. Starfsmönnum OR býðst að kaupa allt að 300 þúsund króna hlutafé í nýja fyrirtækinu en nokkrum starfsmönnum REI frá 3,6 til 7,8 milljóna króna að nafnvirði. Vilhjálmur segir að hann hafi óskað eftir fundi eigenda vegna þessa „enda vil ég að þarna sé gætt jafnræðis,“ segir hann. „Ég hef þegar beint þeim tilmælum til REI að ég ætlist til þess að þetta verði ekki gert og að starfsmenn OR og starfsmenn REI sitji við sama borð, að hámark kaupa allra verði 300 þúsund krónur.“ Starfsmenn sitji við sama borð Morgunblaðið/Frikki Ákveðinn borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vill ekki að einstakir starfsmenn Reykjavík Energy Invest fái að kaupa meira en aðrir í REI.  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að hagsmunir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur skipti mestu máli  Verið að nýta þá þekkingu, reynslu og þann mannauð, sem er í Orkuveitunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.