Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 63 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 -1 0 7 3 NÝ ÍSLENSK DAGSKRÁRGERÐ Í SJÓNVARPINU – Á HVERJUM DEGI Í VETUR LAUGARDAGSLÖGIN Nýr skemmtiþáttur með flottu fólki og fjörugri tónlist. Hvaða lag verður ofan á í Söngvakeppni Sjónvarpsins? Umsjónarmenn eru Gísli Einarsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. KL. 20.15 Í KVÖLD LEIKKONAN Michelle Pfeiffer hefur veðjað við leikarann George Clooney um líkurnar á því að hann muni kvænast á ný. Segist Pfeiffer vera sannfærð um að Clooney eigi eftir að kynnast hlýju hjónasængur á ný en fjárhæð veðmálsins er komin í 100 þúsund dali. Segir Pfeiffer að í upphafi hafi veðmálið hljóðað upp á 100 dali en Clooney sé sífellt að hækka fjárhæðina. Hún segist samt ekki hafa skipt um skoðun: „Ég held að hann eigi eftir að kvænast, hann er skratti myndarlegur,“ segir Pfeiffer. Að sögn Clooney voru það Pfeiffer, sem lék á móti honum í kvikmyndinni One Fine Day árið 1996, og leikkonan Nicole Kidman sem lögðu hvor um sig 10 þúsund dali undir um að hann yrði bæði kvæntur og faðir fyrir árið 2000 en það gekk ekki eftir. Þær borguðu honum þá upphæðina en hann skilaði peningunum með þeim orðum að hann yrði enn ókvæntur og barnlaus um fimmtugt. Enn er Clooney ókvæntur og barnlaus en leikkonurnar tvær eru hins vegar sannfærðar um að hann verði faðir fyrir fimmtugt þannig að hann hefur fjögur ár upp á að hlaupa en hann er 46 ára gamall. Kærasta hans um þessar mundir er Sarah Larson. Clooney var eitt sinn giftur Taliu Balsam á árunum 1989 til 1993. Veðjað um ástarmálin Reuters George Núverandi unnusta Clooney er Sarah Larson og sést hún hér með honum. GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Gunnar Skarphéðinsson íslenskukennari og Kristófer Már Kristinsson há- skólanemi. Á milli þess sem þeir velta fyrir sér m.a. „pörupiltum“ og „fetaosti“ botna þeir þennan fyrri- part, ortan um eitt af heimsmetum Íslendinga: Vaxtastigið veldur mér verulegum kvíða. Um síðustu helgi var fyrripart- urinn ortur í orðastað Ahmad- inejads, forseta Írans: Það finnast engir hommar hér og heldur engin sprengja. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Engir strákar á eftir mér, enga þarf að hengja. Gunnar Eyjólfsson: Kynvís þjóðin einmitt er, svo engan þurfi að hengja. Davíð Þór Jónsson spann áfram um mannréttindamál í Íran: En kynstur hér af konum er sem kúga má og flengja. Ólafur Teitur Guðnason: Nei, láttu mig ekki ljúga að þér. Lygarann ber að rengja. Hér gefst aðeins færi á að birta brot af viðbrögðum hlustenda, en Anna Sigurðardóttir lék sér með bragarhátt: Á Íslandi var hulduher þeir flúðu land og flýttu sér því afhommunaraulager þá alla vildi hengja. Á Íslandi er heldur engin sprengja. Halldór Halldórsson: Ég læt skera undan þér ef ætlar mig að rengja. Jónas Frímannsson: Því annars, segja mætti mér, hann mundi okkur hengja. Sigurþór Heimisson m.a.: En Kóraninn skipar: kjarnorkuver, og kynvillinga skal hengja. Hann lygaramerki á báðum ber og brátt fer nefið að lengja. Björg Elín Finnsdóttir m.a.: Landshöfðingjann ljóta mér líkaði að flengja. Daníel Viðarsson: Talíbanar treysta mér en trúlausir mig rengja. Páll Tryggvason: Og svo er enginn, sýnist mér, Saddam til að hengja. Sigrún Erla Hákonardóttir: Í Íran er bara englaher ungra glaðra drengja. Loks Benedikt Gestsson m.a.: Sæluríki sýnist mér sódómískra drengja. Orð skulu standa Umsjónarmaðurinn Karl Th. Birg- isson sér um þáttinn sem fyrr. Pörupiltar og fetaostur Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.