Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldór Ingi-mundur Eyþórs- son fæddist í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi við Djúp 12. mars 1924. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 21. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Eyþór Guðmundsson, f. 19.2. 1894, d. 19.1. 1979, og Pálína Sal- óme Jónsdóttir, f. 9.2. 1889, d. 14.12. 1975. Alsystkini Halldórs eru Guð- mundur, f. 17.6. 1914, d. 26.12. 1982, Kjartan Blöndal, f. 19.12. 1915, d. 23.6. 1974, Elín Ingibjörg f. 19.9. 1917, d. 1. júlí 1973, drengur sem fæddist andvana 1920, Jóhann, f. 17.2. 1921, d. 2.9. 2005, Haraldur Róbert, f. 6.8. 1927, og Haukur Líndal, f. 18.10. 1929. Haraldur og Haukur dvelja nú báðir á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Áður átti Eyþór dótturina Unni, f. 18.9. 1909. Halldór kvæntist 1947 Guð- björgu Sveinsínu Ágústsdóttur, f. 21.8. 1923, d. 2.2. 1974. Dóttir þeirra er Birgitta Hrönn Hall- dórsdóttir, f. 20.6. 1959, maður hennar er Sigurður Ingi Guðmundsson, f. 16.1. 1957. Börn þeirra eru: Halldór Ingi, f. 13.10. 1992, og Guðbjörg Pálína, f. 1.1. 2000. Halldór ólst upp í Fremri-Hnífsdal til 12 ára aldurs en þá flutti hann með for- eldrum sínum í Húnavatnssýsluna þar sem þau bjuggu á nokkrum stöðum. Árið 1947 keyptu Halldór og Guðbjörg jörðina Syðri-Löngumýri í Blöndudal og hófu búskap þar ásamt foreldrum Halldórs. Halldór var allan sinn starfsaldur bóndi á Syðri- Löngumýri, nema nokkur ár en þá vann hann sem hirðir hjá Fáki í Reykjavík á veturna en var á sumrin vörður við sauðfjárveikiv- arnargirðingu á Kili. Frá árinu 1986 bjó Halldór á Syðri- Löngumýri ásamt dóttur sinni og tengdasyni en dvaldi síðustu mánuðina á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi sökum heilsu- brests. Útför Halldórs fer fram frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég kveð þig minn faðir nú komin er stund sem kveið ég svo fyrir að lifa. En þú ert nú horfinn á feðranna fund með fögnuði tekið á himneskri grund. Í söknuði sit ég og skrifa. Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð og gæska úr hjartanu sprottin. Mig langar að þakka þér farsæla ferð með friðsælli gleði ég kveðja þig verð. Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn. Elsku pabbi. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn og ég veit að við hér litla fjölskyldan þín á Löngumýri eigum eftir að venjast því að þú sért ekki sá hluti af okkur sem þú hefur alltaf verið. En við eigum þig í hjarta okkar og þar mun þinn staður ávallt vera. Ég man þegar ég var lítil stelpa hvað mér fannst gott hvað þú hafðir stóra hönd. Þegar stóra höndin þín umlukti litla lófann minn fann ég alltaf fyrir svo miklu öryggi og full- vissu um að allt væri gott. Allt mitt líf hef ég fundið öryggi hjá þér og alltaf hefur þú verið mín stoð og stytta hvað sem gengið hefur á. Við áttum mikla og djúpa sorg saman þegar mamma dó, en þá fórum við líka að passa hvort annað og þannig hefur það alltaf verið. Þakka þér fyrir hvað þú hefur verið góður við mig, manninn minn og börnin sem hafa verið augasteinarnir þínir síð- ustu ár. Við eigum öll yndislegar minningar og vitum að þú ert og verður alltaf besti pabbi og afi í heimi. Það er svo lítið að segja á svona stundum, enda þekkir þú allar mín- ar hugsanir og orð eru óþörf. Við skynjum líka ást þína áfram þó að þú hafir kvatt okkur nú. Ég vildi bara óska þess að allt fólk elskaði börnin sín eins og þú elskaðir okk- ur, þá væri heimurinn betri. Hjartans þakkir, elsku pabbi, fyrir allt. Þín dóttir, Birgitta. Það haustar og ,,Laufþreytu trjánna leggur inn til þín“ (Ól. Jóh. Sig). Þetta flaug í huga minn þegar andlátsfrétt vinar og frænda Hall- dórs Eyþórssonar barst mér í gær. Ég man þau hjónin á Syðri-Löngu- mýri búandi myndarbúi, virkir þegnar í samfélaginu ásamt því að byggja upp jörðina sína með sóma. Þessi góðu hjón eignuðust yndis- lega dóttur sem svo sannarlega veitti birtu og yl. En svo kom áfall- ið. Guðbjörgu, bjargi sem aldrei brást, var allt í einu kippt í burtu af illvígum sjúkdómi. Þá brast undir- staðan og lífið breyttist. En „allt fram streymir“ og „aftur kemur vor í dal“ ortu menn. Unga dóttirin hóf búskap með sínum frábæra manni á Syðri-Löngumýri og Halldór var aftur kominn heim. Að S-Löngu- mýri var og er gaman að koma, raunar meira en gaman, aðdáunar- vert. Hitta Halldór, sem aldrei brást sem vinur og félagi, gleðigjaf- inn orðheppni sem gaf perlur í minningasjóðinn. „Það er alltaf gott veður í göngum“ og „Það þýðir ekk- ert að vera fyndinn ef maður hefur engan húmor.“ Hvað hann gaf manni mikið, ekki aðeins stundir þar sem mikið var hlegið, heldur líka og nú skulum við staldra við, þetta og margt fleira sem hann sagði og er minnisstætt, tel ég vera heimspeki og vissulega þess virði að festa í huga sér til útlegginga. Hugur manns fer sínar leiðir og afar eðlilegt er að hann fljúgi fram á Auðkúluheiði þegar Halldórs er minnst. Þar er ég nú stödd. Það er sól, tíbráin titrar og gangnamenn eru á leið fram til Hveravalla. Framundan hillir uppi sólroðinn sandinn og ríðandi mann á bláhvít- um hesti. Maður og hestur eins og berast á bylgjum hillinganna, til- sýndar sést strax að þar fer Halldór á gæðingi sínum Hæringi, fjár- hundur hans er með í för. Þeir vin- irnir þrír koma haust eftir haust á móts við gangnamenn á þessum stað. Þá eru þeir búnir að vera sum- arlangt á fjöllum. Forða ám og lömbum Húnvetninga og Árnesinga frá dauðadómi sem óumflýjanlegur er línubrjótum. Þessir félagar eru glaðir og reifir eftir sumarið, allir sjá að Halldór hefur, þá sem endra- nær, hugsað vel um ferfætlingana sína. „Svo er hestur sem hann er hafður“ og „Sá á hund sem elur“ Þannig var það, hjá Halldóri. Fögn- uður er í brjóstum manna við þess- ar aðstæður og ekki fellur á hann þarna er Halldór kemur til móts við þá. Vinir heilsast, uppi eru gleðimál og spaug. Einhverjir glampar kvikna, það er sólin sem kveikir þá. Stundin er ævintýr. Og nú rennur önnur mynd á tjaldið. Við erum enn í hópi gangnamanna, stundum á Hveravöllum, stundum á Kolkuhól, það er sungið, það húmar, það dimmir og enn er sungið. Enginn endist til að syngja lengi ef söng- urinn hljómar ekki. Í lok eins fyrsta lagsins segir Halldór „Það hljómar maður“. Þar með hefur hann eins og slegið okkur söngruddana töfra- sprota og hvert lagið af öðru hljóm- ar út yfir heiðina. Þetta var líf. Einu sinni sagði Húnvetningur staddur í göngum „Svona kvöld á öræfunum er / ævintýri líkast töfra-galdri. Halldór, við þökkum þér vináttu og viðkynningu alla tíð. Ég kveð með sígildu íslensku kveðjunni Vertu ávallt blessaður og sæll. Bryndís Júlíusdóttir. Halldór Eyþórsson var ekki fæddur með silfurskeið í munni. Foreldrar hans voru fátækir frum- býlingar. Faðir hans var Húnvetn- ingur en móðirin var frá Hnífsdal. Þau hófu búskap við þröngan kost á hluta Eiðsstaða í Blöndudal, fluttu síðan til Hnífsdals og bjuggu þar í nokkur ár. Fjölskyldan flutti síðan til baka í heimasveit Eyþórs og bjuggu þar á ýmsum leigujörðum. Halldór ólst upp í stórum systkina- hópi og þurfti fljótlega að vinna fyr- ir sér. Hann var röskur verkmaður og laginn og kom sér allstaðar vel þar sem hann stundaði vinnu. Hall- dór var fríðleiksmaður, einkar geð- felldur og hafði ljúfmannlega fram- komu. Bráðmyndarleg og merk stúlka í sveitinni, Guðbjörg Ágústsdóttir og Halldór festu ráð sitt. Í fyrstu voru þau leiguliðar en tókst 1948 að festa kaup á jörðinni Syðri-Löngumýri í Blöndudal. Man ég vel hve glaður ég var þegar ljóst varð að þau yrðu nágrannar okkar á Höllustöðum til frambúðar. Gaman var að fylgjast með þessum ungu hjónum koma undir sig fótum, rækta, byggja og verða bjargálna. Foreldrar Hall- dórs og faðir Guðbjargar urðu einn- ig heimilismenn. Heimilið var glað- vært og fólkið samhent og ætíð var þar mjög gestkvæmt, enda var þar alltaf gott að koma. Þau voru úrvals nágrannar, ákaflega greiðvikin og tillitssöm. Fáir voru skemmtilegri ferðafélagar en Halldór eða betri að vera í verki með. Samhjálp og sam- vinna var almenn og alltaf var Hall- dór tilbúinn að hjálpa til við verk, skreppa á fund eða í ferðalag á bíl eða hestum. Minnist ég ótal ánægjustunda er við áttum saman, ekki síst í göngum, fjárragi eða réttastússi. Guðbjörgu og Halldóri varð lengi vel ekki barna auðið. Þau ólu upp að mestu tvo drengi, Birgi og Þorstein H. Gunnarssyni. Birgir fórst með vitaskipinu Hermóði og var það þeim hjónum mikið áfall. 1959 eignuðust þau kjördóttur, Birgittu Hrönn, og þar kom mikill sólargeisli á heimilið. Hún óx úr grasi glæsileg og hæfileikarík. Hún er þjóðkunnur rithöfundur glæpa- sagna. Ský dró fyrir sólu er Guðbjörg sýktist af krabbameini er dró hana til dauða eftir miklar þjáningar. Halldór hætti fljótlega búskap og leigði Þorsteini uppeldissyni sínum jörðina um skeið. Gerðist Halldór hrossahirðir hjá hestamannafélaginu Fáki á vetrum en var flest sumur sauðfjárveiki- vörður á Kili. Gat hann sér hið besta orð þar sem annarstaðar. Þegar Syðri-Langamýri var laus úr ábúð, hóf Birgitta þar búskap ásamt manni sínum Sigurði Inga Guðmundssyni en þau höfðu þá bú- ið um nokkur ár á Leifsstöðum í Svartárdal. Halldór kom þá aftur heim, aðstoðaði við búskapinn með- an heilsa leyfði og átti gott ævi- kvöld í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar og barna þeirra. Nú er Halldór á Löngumýri allur og ég kveð þennan góða vin og sam- ferðamann með söknuði og bestu þökkum. Páll Pétursson. Halldór Eyþórsson snerti líf okk- ar fjölskyldunnar á margan hátt og var okkur afskaplega kær enda ein- stakur maður þar á ferð. Fyrstu kynni mín af Dóra voru fyrir tæpum fimmtíu árum þegar ég mætti í sveitina sjö ára gamall til dvalar hjá Dóra og Guðbjörgu frænku minni. Tóku þau hjón vel á móti mér, til marks um það leyfðu þau mér að sofa í svefnherbergi þeirra hjóna ásamt Birgittu dóttur þeirra sem þá var nýfædd. Ég dvaldi hjá þeim á sumrin um átta ára skeið svo að þau hjón höfðu mikil áhrif á uppeldi mitt. Þarna hófst samband sem átti eftir að styrkjast með árunum. Dóri var mikill vinnuþjarkur og ætlaðist til að aðrir væru það líka. Hann var um leið góður og traustur vinur og félagi og gerði ekki grein- armun á aldri fólks í þeim efnum. Á meðan ég bjó erlendis datt sambandið niður en 1996 urðu fagn- aðarfundir þegar við fjölskyldan komum við á Löngumýri á hring- ferð okkar um landið og hittum þar fyrir Halldór, Birgittu og Sigurð Inga. Var það upphafið að ómetan- legu sambandi okkar allra enda náðum við einsaklega vel saman. Eftir það var brunað norður í land hvenær sem færi gafst og oftast var rennt fyrir fisk á meðan Dóri hafði heilsu til. Dóri var alltaf jafnsæll þegar við lögðum af stað með veiðigræjurnar. Við veiðar áttum við til að gleyma bæði stað og stund og fyrir kom að það var farið að hilla undir morgun þegar við snerum heim á bæ. Ef Dóri hafði veitt fleiri fiska þá marg- spurði hann mig hvað ég hefði veitt marga en ef ég veiddi fleiri þá spurði ég hann þess sama, það var smástríðni í okkur báðum. Linda Björk, dóttir mín, var síð- an í sveit á Löngumýri ári eftir að Dóri hafði eignast sitt fyrsta barna- barn og þá fékk hún að kynnast hversu barngóður og nærgætinn hann var. Hún hafði gaman af að fylgjast með honum þegar „Nafni“ eins og hann kallaði Halldór Inga og Guðbjörg, barnabörnin hans, voru komin til sögunnar enda var hann afskaplega stoltur af þeim. Oft sat hann á bæjartröppunum eða við gluggann í herberginu sínu og fylgdist með þeim þegar þau léku sér úti, þá átti hann það til að skella upp úr yfir uppátækjum þeirra, hann virtist skemmta sér konung- lega. Dóri fór ekki af bæ að óþörfu enda leið honum best heima á Löngumýri. Þegar hann átti erindi til Reykjavíkur gisti hann stundum hjá okkur og þótti okkur vænt um að hafa hann á heimilinu. Hann leit ekki á okkur sem gesti þegar við vorum á Löngumýri og það sama var upp á teningnum hjá okkur þeg- ar hann kom suður, hann var einn af fjölskyldunni. Okkur þótti öllum afskaplega vænt um Dóra á Löngumýri enda var hann okkur alltaf góður. Hann hafði góða nærveru og var gæddur þeim fágæta eiginleika að það var hægt að þegja með honum án þess að það væri vandræðalegt. Eins og við Hrafnhildur og Linda Björk söknum hans mikið erum við um leið þakklát fyrir að vita að hon- um líður vel núna og er loks kominn til Bubbu sinnar eftir langan að- skilnað. Elsku Dóri, takk fyrir sam- fylgdina í lífinu, Guð blessi þig. Oddur Gunnarsson. Halldór Eyþórsson ✝ AðalheiðurMaggý Péturs- dóttir fæddist í Ólafsfirði 27. mars 1930. Hún andaðist á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 26. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 22. apríl 1908, d. 6. júní 1964 og Pétur Sig- urðsson bakara- meistari, f. 22. maí 1906, d. 26. júní 1984. Síðar giftist Sigríður Bernharði Ólafssyni vélstjóra. Hálfsystkini Heiðu, eins og hún var alltaf kölluð, eru Þórður, d. 7. janúar 1950, Freydís, Óli Sveinn, Hreinn og Aðalsteinn, d. 8. mars 1998. Hinn 25. desember 1948 giftist Heiða Sveini Hjörleifssyni skip- stjóra og útgerðamanni í Vest- mannaeyjum, f. 1. ágúst 1927, d. 4. janúar 2004. Þau eiga fimm börn, þau eru: 1) Þóra Sigríður, f. 27. september 1948, gift Henry Ágúst Erlendssyni, börn þeirra eru Sveinn, Helga Henrietta og Arnþór. 2.) Þórey, f. 1. september 1951, gift Einar Sveinbjörnssyni, börn þeirra eru Heiðar, Erla og Björk. 3.) Hjörleif- ur, f. 27. desember 1954, sonur hans er Sveinn. 4.) Ólafur Pétur, f. 30. maí 1958, d. 12. febrúar 2004. 5.) Kristbjörg, f. 21. maí 1965, gift Pétri Fannari Hreins- syni, börn þeirra eru Hreinn, Sæþór Ólafur og Aðalheiður Maggý. Barnabörn Heiðu eru 12. Heiða verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, þú varst yndisleg móðir, alltaf svo blíð og góð. Þú saumaðir og prjónaðir á okkur krakkana. Og alltaf þegar við fór- um í háttinn þá breiddir þú yfir okkur og söngst fyrir okkur Ó Jesú bróðir besti. Þú last alltaf fyrir okkur úr blöðunum, þótt við vorum orðin læs. Fyrir jólin bak- aðir þú margar sortir af smákök- um og límdir svo límband fyrir stampana, en við stálumst oftast í þá og límdum svo varlega aftur fyrir. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson.) Kveðja, börnin þín. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel- ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Kveðja, Þóra Fríða, Henrietta og Aríanna Ósk. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar, en nú er hún búin að fá hvíldina eftir erfið og mikil veikindi og ég trúi því að hún sé nú komin til afa og Óla Péturs. Þegar ég var lítil og mamma var mjög mikið útivinnandi þá fór maður alltaf upp á Höfðaveg. Þar var sko gaman og alltaf líf og fjör, alltaf nýbakaðar kökur og kræsingar og ekki má gleyma matargerð og handavinnunni sem þú gerðir. Þú kenndi mér að prjóna og sauma út. Þú varst alltaf í svo góðu skapi þegar maður var hjá þér, alveg sama þó maður gerði eitthvað sem var bannað þá hækkaðir þú aldrei róminn við mig. Ég sakna þín mjög mikið en ég hugga mig við það að nú ertu ekki lengur kvalin. Við Óli keyptum húsið ykkar afa og það er oft gert grín að því hvort að það fylgi bara eldhúsinu hér á Höfðaveginum að húsmóðir sé allt- af á fullu í eldhúsinu. Við geymum vel minningarnar sem við áttum með þér og við viljum þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman og biðjum góðan Guð að geyma þig Kveðja, Helga og Ólafur. Aðalheiður Maggý Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.