Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Ölfus | „Við höfum fengið mikil viðbrögð við þessari hugmynd og það eflir okkur í framhaldinu. Þetta verður heilt þorp sem þarna verður til á milli Hvera- gerðis og Selfoss og væntanlega lítið og gott samfélag sem fólk skapar í kringum sig,“ sagði Sig- urður Másson, einn þriggja eig- enda að 200 hektara landi í Ölf- usi, austan Suðurlandsvegar við Kotströnd. Svæði með góða tengingu Sigurður og viðskiptafélagar hans, Sigurður Fannar Guð- mundsson og Guðmundur Sig- urðsson í hlutafélaginu Fjallasöl- um, keyptu landið út úr jörðunum Kotströnd og Akurgerði og eru að vinna deiliskipulag þar sem gert verður ráð fyrir 300 stórum einbýlishúsalóðum með 2 til 3.000 fermetra lóðum. Einnig er gert ráð fyrir 20 lóðum næst Suður- landsveginum fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Þær lóðir verða um 15 þúsund fermetrar að stærð og gera þeir félagar ráð fyrir að byggingar þar verði mjög áberandi. „Í því efni erum við að hugsa um aðila sem þurfa mikið pláss og vilja vera sýnilegir,“ sagði Sigurður Másson. „Við erum í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus og gerum ráð fyrir að sjá um alla uppbyggingu gatna í einkaframkvæmd en þjón- usta við íbúana verður á hendi sveitarfélagsins Ölfuss, svo sem skólar, leikskólar og fleira. Nú er- um við að samræma skipulagið og vegtengingu vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar en samkvæmt drögum er gert ráð fyrir vegteng- ingu nálægt Kotströnd. Okkar áætlanir gera ráð fyrir því að hefja framkvæmdir síðla vetrar og hefja sölu lóða á vormánuðum 2008. Byggðin hefur fengið nafnið Fjallaskjól og göturnar munu bera heiti trjáa og enda á hvammur svo sem Reynihvamm- ur og Birkihvammur,“ sagði Guð- mundur Sigurðsson. „Við eignuðumst þetta land og sáum að mikið framboð er af venjulegum lóðum í þéttbýli, 700 fermetra lóðum fyrir íbúðarhús. Svo er líka mikið framboð af mjög stórum lóðum til sveita sem eru allt að 10 þúsund fermetrar að stærð. Við viljum með þessu hverfi eða þorpi fara mitt á milli í þessu framboði og bjóða 2 til 3.000 fermetra lóðir þar sem heimilt verður að byggja 800 til 1.000 fermetra hús. Með þessu býðst fólki einnig að hafa mjög rúmt um sig, sumir vilja ekki endilega vera í stóru húsi en geta skapað sér sitt manngerða um- hverfi með fallegum garði. Þannig verður þetta að spennandi val- kosti fyrir fólk sem er í þeim hug- leiðingum að búa aðeins utan við þéttbýlið og vill losna frá umferð- arþrönginni sem þar er oft á tíð- um. Þetta svæði er í góðri teng- ingu við þéttbýlisstaðina Hveragerði og Selfoss og verður síðan í þjónustutengingu við Sveitarfélagið Ölfus. Tvöföldun vegarins gerir það að verkum að svæðið er bara steinsnar frá þess- um stöðum og Reykjavík,“ sagði Sigurður Fannar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fjallasala ehf., um ástæðu þess að þeir félagar stefna á að reisa heilt þorp á milli Hveragerðis og Selfoss og hræð- ast ekki offramboð á bygginga- möguleikum. Öflugt sveitarfélag „Sveitarfélagið Ölfus er gríð- arlega öflugt sveitarfélag og þar er margt spennandi að gerast í atvinnumálum og mikil uppbygg- ing framundan í þeim efnum og sveitarstjórnin er mjög virk þeg- ar kemur að nýjum möguleikum og öll ákvarðanataka hefur geng- ið hratt og vel fyrir sig. Við erum með mjög góðan möguleika fyrir þá sem vilja búa svona aðeins úti í sveit en njóta samt kosta þétt- býlisins og þess að vera í öflugu sveitarfélagi. Sveitarstjórn Ölfus skilur mjög vel að nauðsynlegt er að í boði séu sem fjölbreytileg- astir búsetukostir hér á Árborg- arsvæðinu sem er í reynd eitt þjónustusvæði af sjónarhóli þeirra sem sækjast eftir búsetu hérna,“ sagði Sigurður Másson, stjórnarformaður Fjallasala ehf., í samtali við Morgunblaðið. Fjölbreytni eykst í búsetukostum á Árborgarsvæðinu Þorpið Fjallaskjól mun rísa við Suðurlandsveg í Ölfusi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nýtt þorp Sigurður Másson, stjórnarformaður Fjallasala, Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Fannar Guðmundsson framkvæmdastjóri. Selfoss | Samningur um samstarfsverk- efni varðandi samstarf þriggja stofnana um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi var und- irritaður á dögunum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands greiðir fyrir 60%, Svæðis- skrifstofa um málefni fatlaðra á Suður- landi fyrir 20% og Skólaskrifstofa Suður- lands fyrir 20%. Mun iðjuþjálfi sjá um greiningu, ráðgjöf og meðferð barna á aldrinum eins til átján ára á Suðurlandi. Samninginn undirrituðu Magnús Skúla- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands, Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Laufey Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðra á Suðurlandi. Samið um fullt starf iðjuþjálfa Hveragerði | Sig- urður Dagur Hjaltason, 5 ára strákur í Hvera- gerði, veiddi fyrsta laxinn, svo- nefndan Maríulax, fyrir skömmu. Hann sýndi laxinn sinn og var ánægður með dagsverkið. Sigurður Dagur veiddi undir hand- leiðslu afa síns, Sigurðar Þórs Sigurðs- sonar, í Laxá í Nesjum. Laxinn var 5 pund að stærð. „Þetta var mjög gaman. Stráksi vildi fá eitthvað að gera og kastaði útí og skömmu síðar kallaði hann og sagði að það væri fast hjá sér en þá var laxinn kominn á. Sá stutti dró fiskinn og tókst á við hann nokkra stund og síðan aðstoðaði ég hann við löndunina eins og háttur er hjá veiði- leiðsögumönnum. Auðvitað var ánægja okkar beggja mjög mikil í lokin,“ sagði Sigurður Þór. Fimm ára strákur fékk Maríulaxinn STARFSEMI Norðanflugs á Akur- eyri liggur niðri um þessar mundir vegna þess að Flugmálastjórn setti bann á það, af öryggisástæðum, að flugvélin, sem fyrirtækið hefur not- að, athafni sig hér á landi. Um er að ræða rússneska AN-12 vél, sem komin er nokkuð til ára sinna. Norðanflug hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Flug- málastjórn og er hún nú til meðferð- ar í samgönguráðuneytinu. Þaðan fengust ekki upplýsingar um það í gær hvar málið væri statt í kerfinu. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upp- lýsinga- og kynningarfulltrúi Flug- málastjórnar Íslands, vildi í gær ekki tjá sig um þetta einstaka mál en staðfesti þó að stjórnsýsluskæra hefði borist ráðuneytinu. Flugu fram á sumar Ekki náðist í forsvarsmenn Norð- anflugs í gær en haft var eftir Unnari Jónssyni, forstöðumanni flutningasviðs Samherja og stjórnar- formanni Norðanflugs, í Vikudegi að þetta hefði komið sér mjög illa fyrir Samherja og sett allar áætlanir úr skorðum. Starfsemi Norðanflugs hófst í árs- byrjun þegar AN-12 vélin hóf sig til flugs í fyrsta skipti frá Akureyrar- flugvelli með 11 tonn af ferskum fiskflökum frá Samherja, en flogið var til Oostende í Belgíu. Vélin flaug síðan reglulega þessa sömu leið, þrisvar í viku, fram á sumar. Í haust, þegar flug átti að hefjast á nýjan leik að loknu sumarleyfi í fisk- vinnslu Samherja á Dalvík, ákvað Flugmálastjórn að veita ekki leyfi fyrir því að vélin fengi að lenda hér á landi. Þegar starfsemin hófst sögðust forsvarsmenn Norðanflugs sjá mikil tækifæri í fragtflugsrekstri um Ak- ureyrarflugvöll og vélin, AN-12, ætti sér langa sögu í fragtflugi og hentaði aðstæðum á Akureyri vel með tilliti til skjótrar hleðslu og afhleðslu. Bann sett á vél Norðanflugs af öryggisástæðum Morgunblaðið/Skapti Á loft Vél Norðanflugs hefur sig til flugs í fyrsti skipti á Akureyri í vor. Í HNOTSKURN »Fyrsta ferð Norðanflugs fráAkureyri var 3. janúar á þessu ári, nákvæmlega 70 árum eftir að Flugfélag Akureyrar var stofnað. Flogið var með 11 tonn af fiski til Belgíu. »Stofnendur Norðanflugs ogeigendur eru Samherji, Eim- skip og Saga Capital. LÖGREGLAN á Akureyri hefur fylgst með hjálmanotkun nemenda við Glerárskóla undanfarið og í ljós kom að henni er mjög ábótavant. Hafa skólayfirvöld hvatt foreldra til að brýna fyrir börnum sínum mik- ilvægi þess að vera með hjálm þegar stigið er á bak reiðhjóli. Nú síðast í vikunni kom hjálmur í veg fyrir að barn slasaðist alvarlega á höfði. Samkvæmt landslögum er óheim- ilt að vera á hjóli nema með hjálm fram að sextán ára aldri og það var eins gott að þrettán ára stúlka í Glerárskóla hafði lögin í heiðri í vik- unni. Hún var á hjóli sínu á leið niður brekku þegar annar fóturinn flækt- ist í hjólinu með þeim afleiðingum að hún steyptist fram fyrir sig. Stúlkan handleggsbrotnaði og skrámaðist í andliti en fullyrt er að hjálmurinn hafi komið í veg fyrir að hún slas- aðist alvarlega á höfði. Þorsteinn Pétursson, lög- reglumaður á Akureyri, hefur sinnt forvarnarmálum af miklum krafti síðustu ár og hann segir í bréfi til foreldra að þótt allir geti lært að hjóla og börn séu fljót að ná góðu valdi á hjólinu séu börn undir tíu ára aldri að jafnaði ekki fær um að meta allar aðstæður í umferðinni „og yngri en sjö ára eiga aldrei að hjóla þar nema í fylgd fullorðins.“ Þeim tilmælum hefur verið beint til for- eldra að börn í 1. til 4. bekk komi ekki í skólann á hjóli og segir Þor- steinn að foreldrar hafi virt það. En hvers vegna er svona mik- ilvægt að nota hjálm? Þorsteinn – Steini Pje – svarar því: „Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiða- slysum. Notkun hlífðarhjálms kem- ur ekki í veg fyrir slysin en dregur úr alvöru þeirra og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum um allt að 80%. Hjálmur getur skilið á milli heilahristings og höfuðkúpubrots og jafnvel lífs og dauða. Sérstaklega er mikilvægt að börn noti hlífðarhjálm við hjólreiðar enda eru höfuð þeirra minni og viðkvæmari en þeirra sem eldri eru. Þar sem okkur er umhugað um öryggi barnsins þíns og vitum að svo er um þig einnig hvetjum við þig ein- dregið til að stuðla að því að barnið noti framvegis hlífðarhjálm,“ segir hann í bréfinu til foreldranna. Of fáir krakkar með hjálm Hjálmur forðaði barni frá alvarlegum meiðslum í vikunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Með allt á hreinu! Þessir strákar voru á hjólunum sínum við Síðuskóla í rigningunni síðdegis í gær og auðvitað allir með hjálm, enda sögðu þeir það nauðsynlegt. Þetta eru, frá vinstri, Haukur, Ómar, Sævar og Hrannar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.