Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kirkjuskólinn í Mýrdal Kirkjuskólinn í Mýrdal hóf vetr- arstarf sitt um síðustu helgi og er næsta samvera í Víkurskóla í dag, kl. 11.15-12. Í vetur verður notað kennsluefni sem heitir: Kirkjubókin mín – sagan af Danna og Birtu. Í bókinni eru sögur og myndir auk þess sem á hverri opnu er kynnt eitt lag sem samið hefur verið fyrir barnastarf kirkjunnar. Einnig er von á heimsóknum brúðanna frá fyrri árum, svo sem Rebba refs, Guðfinnu spæjara, Sólveigar, Engil- ráðar, Fróða gamla, Mýslu og Músa- pésa. Í hverri samveru er hlustað á biblíusögu dagsins og framhalds- sögu. Þá er brúðuleikrit, söngur o.fl. Tólf sporin í Vídalínskirkju Farið verður af stað með Tólf sporin – Andlegt ferðalag í Vídal- ínskirkju, þriðjudaginn 9. október kl. 20 -22, í kirkjuskipinu. Fjórir opnir kynningarfundir verða þar til hópunum verður lokað. Í þessu ferðalagi er fólk samferða við að deila reynslu sinni, styrk og von og markmiðið er að verða hæfari í sam- skiptum og öðlast meiri tilfinn- ingagreind ásamt betri andlegri líð- an. Starfið verður á þriðjudagskvöldum í vetur og er undir nafnleynd. Fjölskylduguðsþjón- usta í Vídalínskirkju Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ví- dalínskirkju sunnudaginn 7. októ- ber kl.11. Ármann H. Gunnarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Jó- hanna Guðrún Ólafsdóttir djákni leiða stundina ásamt kór Vídal- ínskirkju undir stjórn Jóhanns Bald- vinssonar organista. Ferming- arbörn þjóna í guðsþjónustunni ásamt félögum úr æskulýðsfélagi Vídalínskirkju. Stóra sunnudaga- skólastelpan Lolla leiða kemur i heimsókn og reynir að kaupa já- kvæðni og trú af sunnudaga- skólabörnunum. Að lokinni guðs- þjónustunni er hressing í safnaðarheimilinu og verða sýndar myndir úr fermingarferðalögum í Vatnaskóg. Messað verður Garðakirkju þenn- an sama dag kl.14. Sr. Friðrik J. Hjartar predikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt Nönnu Guðrúnu Zöega djákna. Þar mun einnig kór Vídal- ínskirkju leiða lofgjörðina undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Boð- ið verður upp á akstur frá Vídal- ínskirkju kl.13.30 og frá Hleinum kl.13.40. Orgelandakt og fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju Í vetur verður orgelandakt fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 12 í Hallgrímskirkju. Í dag leikur Björn Steinar Sólbergsson verk eftir J.S. Bach og Sigfried Karg-Elert á Kla- is-orgel kirkjunnar og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson annast ritningarlestur og bæn. Fræðslumorgnar hefjast að nýju í suðural á morgun, sunnudag kl. 10, með erindi dr. Sigríðar Þorgeirs- dóttur dósent í heimspeki við Há- skóla Íslands, erindið nefnir hún: Guð sem karl eða kona – eða hvor- ugt? Guð hefur í sögu kristinna kenninga lengst af verið karl og fað- ir og Jesús sonur, bróðir og vinur. Á eftir er messa þar sem sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirs- syni og hópi messuþjóna. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og fé- lagar úr Mótettukórnum leiða söng. Samskot eru tekin til safn- aðarstarfsins. Börnin eiga stund í norðursalnum undir leiðsögn Magn- eu Sverrisdóttur, djákna. Tólf spora vinna í Neskirkju Í haust fór í gang, fimmta árið í röð, tólf spora vinna - andlegt ferðalag og verður fjórði og síðasi kynning- arfundurinn í Neskirkju mánudag- inn 8. október kl. 20. Tólf spora vinna hentar þeim sem vilja vinna með tilfinningar sínar, öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu. Aðferðin er sprottin upp úr starfi AA- hreyfingarinnar en í hinu kirkju- lega samhengi er hún unnin í fra- vegi kristinnar trúar og ætluð öll- um. Biskupsmessa í Neskirkju Biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, vísiterar Nesprestakall um þessar mundir og lýkur sinni heimsókn með messu á sunnudaginn þar sem hann prédikar og útdeilir sakramenti, færir börnum gjöf og blessar söfnuð og safnaðarstarf. Prestar Neskirkju þjóna fyrir altari. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Ritning- arlestra annast Benedikt Sigurðs- son og Auður Styrkársdóttir. Barnastarf verður á sama tíma und- ir leiðsögn Sigurvins Jónssonar og Bjargar Jónsdóttur. Meðhjálparar Úrsúla Árnadóttir og Rúnar Reyn- isson. Kaffi og spjall á Torginu að messu lokinni. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju fundar Haustfundur Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju verður haldinn í safn- aðarsal kirkjunnar mánudaginn 8. október kl. 20. Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og fyrirlesari hjá Þekkingarmiðlun ehf., flytur fyr- irlestur um tilfinningagreind. Ey- þór fer yfir helstu atriðin sem varða stjórnun eigin tilfinninga og hvern- ig við getum á einfaldan hátt aukið skilning okkar á því hvernig við bregðumst við í samskiptum við aðra. Kaffiveitingar og fyr- irspurnir. Málþing í Breiðholtskirkju Málþing um samband kirkju og skóla verður haldið í Breiðholts- kirkju fimmtudaginn 11. október kl. 17. Framsögumenn verða sr. Sig- urður Pálsson, frv. sóknarprestur og kennari, Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla og sr. Sigfús Kristjánsson, prestur í Hjallakirkju. Þau munu miðla af reynslu sinni, sem bæði lýtur að grunn- og framhaldsskólum. Eftir veitingar verða pallborðsumræður. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram í síma 567-4810 eða á netfanginu profaust@centrum.is Tvennir fiðlutónleikar í Grafarvogskirkju Einn skemmtilegasti og athygl- isverðasti fiðluleikari samtímans Gilles Apap ásamt Íslensku kamm- ersveitinni – Barduka og Hjörleifi Valssyni. halda fiðlutónleika sunnu- daginn 7. október kl. 16 og kl. 20. Miðaverð kr. 3.300 og kr. 1.750 fyrir börn. Miðasala við innganginn og á midi.is Sjóvá styrkir tónleikana, en allur aðgangseyrir mun renna til UNI- FEM á Íslandi. Erindi um veraldlega list í Laugarneskirkju Næstu þrjú þriðjudagskvöld, 9., 16. og 23. október, mun Ólöf I. Davíðs- dóttir guðfræðinemi flytja erindi í gamla salnum í Laugarneskirkju kl. 19. Þar varpar hún ljósi á viðleitni myndlistarmanna til að tjá trúar- lega meðvitund í verkum sínum. M.a. mun Ólöf varpa upp mynd- verkum margra þekktra lista- manna, greina táknmál þeirra og leiða umræður um það hvernig trúarsýn og andlegt líf höfunda kemur fram með margvíslegu móti. Aðgangur er ókeypis, en gengið er inn um dyr á bakhlið Laugarnes- kirkju. Kvöldsöngur verður kl. 20, þar leiðir Þorvaldur Halldórsson söngv- ari sálmasönginn en sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Kl. 20.30 er boðið til trúfræðslu í umsjá sr. Bjarna Karlssonar um leið og 12 spora hópar ganga til sinna verka. Gerðubergskórinn í Laugarneskirkju Reglubundnar samverur eldri borg- ara eru annan hvern fimmtudag kl. 14, þar sem kunningja- og vina- tengslin eru styrkt. Fimmtudaginn 11. október kemur Gerðubergskór- inn í heimsókn ásamt stjórnanda sínum Kára Friðrikssyni. Umsjón með starfinu hefur sóknarprestur ásamt þjónustuhópi kirkjunnar og kirkjuverði. Kaffiveitingar eru í boði hverju sinni og þátttaka er ókeypis. Tónlistarmessa í Hjallakirkju Fyrsta sunnudag hvers mánaðar ef fyrirhugað að hafa sérstaka tónlist- armessu í Hjallakirkju. Að þessu sinni verður tónlistin við messuna úr ýmsum áttum. Séra Íris Krist- jánsdóttir þjónar, félagar úr Kór Hjallakirkju syngja, einsöngvari er Kristín R. Sigurðardóttir. Organisti og söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðs- son. Flutt verður miskunnanrbæn eftir Orlando di Lasso, frumfluttur verður nýr Dýrðarsöngur við tónlist eftir Rolf Karlsen í íslenskri aðlög- un Jóns Ólafs Sigurðssonar. Einnig verður flutt Gratias agimus tibi eftir Sigurð Þórðarson Op. 9 nr. 5, Dona nobis pacem eftir Eyþór Stefánsson, Allsherjar Drottinn eftir César Franck, O Salutaris hostia eftir Franz Schubert. Auk þessa er almennur safn- aðarsöngur. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is undir tónlist Haustfundur Safnaðar- félags Grafarvogskirkju Haustfundur Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju verður haldinn í safn- aðarsal kirkjunnar mánudaginn 8. október kl. 20. Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og fyrirlesari hjá Þekkingarmiðlun ehf., flytur fyr- irlestur um Tilfinningagreind. Í fyr- irlestri sínum fer Eyþór yfir helstu atriðin sem varða stjórnun eigin til- finninga og hvernig við getum á ein- faldan hátt aukið skilning okkar á því hvernig við bregðumst við í sam- skiptum við aðra. Kaffiveitingar og fyrirspurnir. Mætum vel og tökum með okkur gesti. Léttmessa í Árbæjarkirkju Fyrsta léttmessa haustsins í Árbæj- arkirkju verður morgun, á sunnu- daginn 7. október kl. 20. Þar flytja Margrét Eir ásamt Róberti Þórhall- syni bassaleikara ljúfa tónlist. Grét- ar H. Gunnarsson, guðfræðinemi og æskulýðsfulltrúi í Árbæjarkirkju mun flytja hugvekju. Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar. Kirkjudagur Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði Sunnudagurinn 7. október er Árleg- ur kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður á morgun, sunnudaginn 7. október og hefst með sunnudagaskólanum kl.11. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 13 og þar mun hljómsveit og kór Fríkirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Að lok- inni guðsþjónustu er kaffisala Kven- félagsins í Safnaðarheimilinu. Allur ágóði af kaffisölunni fer til kirkju- starfsins en Kvenfélagskonur hafa fært kirkjunni gjafir og alltaf stutt vel við barnastarf kirkjunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vídalínskirkja. FRÉTTIR INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra, og Ágúst Sigurðs- son, rektor Landbúnaðarháskóla Ís- lands, hafa undirritað þriggja ára verksamning um uppbyggingu al- þjóðlegs landgræðsluskóla til þjálf- unar fólks frá þróunarríkjum í land- græðslu og jarðvegsvernd. Í fréttatilkynningu segir að stefnt sé að því í samvinnu við Háskóla Sameinuðu þjóðanna (United Nations University) að Land- græðsluskólinn verði að loknu þessu verkefni hluti þess skóla, með líku sniði og jarðhita- og sjávarútvegs- skólar SÞ, sem reknir eru hér á landi. Bóklegi hluti námsins fer að mestu leyti fram í Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri en starfs- þjálfun hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og í framtíðinni verður leitað eftir samvinnu við fleiri aðila sem vinna að þessum málum. Nú er að ljúka fyrsta sex vikna námskeiði á vegum verkefnisins, og hafa dvalið hér á landi í starfsþjálfun fimm nem- endur með tilheyrandi undirbún- ingsmenntun frá Egyptalandi, Mongólíu, Túnis og Úganda. Næsta ár verður námstíminn lengdur upp í sex mánuði. Undirbúningur verkefnisins hefur verið unninn í nánu samráði við Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Formað- ur undirbúningsnefndar er Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, en Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófess- or við Landbúnaðarháskólann, veitir verkefninu forstöðu. Jarðvegsvernd Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún- aðarháskóla Íslands, ásamt nemendum skólans sem voru í starfsþjálfun. Alþjóðlegur landgræðsluskóli OPINN hláturjógatími verður í Maður lifandi, Borgartúni 24 í dag, laugardaginn, 6. október, kl. 10.30- 11.30. Umsjón hafa hláturjóga- leiðbeinendurnir Ásta Valdimars- dóttir og Kristján Helgason. Að- gangseyrir er 1.000 kr. Allir eru velkomnir og eru áhugasamir hvattir til að taka með sér gesti. Hláturjóga er aðferð sem ind- verski læknirinn dr. Madan Kataria hefur þróað. Í hláturjóga getur hver sem er hlegið í hópi, án til- efnis, án þess að segja brandara, án húmors eða fyndni. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð við- brögð líkamans eru þau sömu hvort sem hláturinn er sjálfsprottinn eða kallaður fram án tilefnis. Hláturjógatímar verða fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur í Maður lifandi. Kynning á hláturjóga OPIÐ verður í æfingaaðstöðunni í Básum við golfvöllinn í Grafarholti í dag, laugardag. Golfkennsla og allir æfingaboltar verða í boði Pro Golf. Einnig verða ýmis tilboð í gangi eins og t.d. 40% viðbót á öll boltakort sem keypt eru svo og ýmsir leikir. Opið hús í Básum UNG vinstri-græn halda lands- fund sinn í dag, laugardag og sunnudag, 6. og 7. október, á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Fund- urinn verður settur kl. 9. Í fréttatilkynningu segir að áð- ur en landsfundurinn verður sett- ur, á laugardagsmorguninn kl. 8, munu Ung vinstri-græn halda friðsæla og táknræna mótmælaat- höfn við Laugardalshöllina þar sem ársfundur NATO-þingsins verður haldinn dagana 5.-9. októ- ber. Kveikt verður á 58 kertum, sem tákna eiga þau ár sem Ísland hefur verið aðili að NATO. „Með þessu vill hreyfingin minnast óteljandi fórnarlamba hernaðaraðgerða NATO og minna þannig þingfulltrúa á alvarleika hernaðar og hvetja íslensk stjórn- völd til að segja sig tafarlaust úr slíkum stríðsmangarasamtökum sem NATO eru. Það væri íslensk- um stjórnvöldum til meiri sóma að nýta þær fjárhæðir sem lagðar eru í uppihald 340 NATO- þingmanna til þess að taka á móti 340 flóttamönnum frá stríðs- hrjáðum löndum eða í aðstoð við fólk í stríðshrjáðum löndum,“ seg- ir í tilkynningu frá UVG. Auk kjörs nýrrar stjórnar munu tveir liðir bera hæst á landsfund- inum. Á honum verður lögð fram ný stefnuyfirlýsing hreyfing- arinnar. Þá verður haldin kynja- skipt smiðja tengd kvenfrelsi, femínískar sjálfsvarnaríþróttir fyrir stelpur og umræða um kven- frelsi fyrir stráka. Dagskrá landsfundarins má nálgast á vefsíðunni www.vinstri- .is Landsfundur UVG og frið- söm mótmæli í Laugardal SJÚKRAÞJÁLFUNARDEILD Reykjalundar stendur fyrir náms- stefnunni: „Hlutverk sjúkraþjálfara í heilbrigðisþjónustu á 21. öldinni; heilsa, hreyfing og fræðsla“ 14. október næstkomandi. Aðalfyrirlesari verður dr. Eliza- beth Dean, sjúkraþjálfari og pró- fessor við Háskólann í Bresku Kól- umbíu, Kanada, en henni hefur verið boðið að halda fyrirlestra í 25 löndum um allan heim. Hún hefur mikla þekkingu á sviði súrefn- isflutningsgetu líkamans hjá heil- brigðum og sjúkum. Námsstefnan er öllum opin og er þátttökugjald 17.000 krónur. Skráning fer fram í síma 585-2162 og á netfanginu: unalilja@reykja- lundur.is. Námsstefnan verður haldin í Hátíðarsal Reykjalundar milli kl. 9 og 16.25, sunnudaginn 14. október næstkomandi. Námsstefna sjúkraþjálfara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.