Morgunblaðið - 06.10.2007, Síða 46

Morgunblaðið - 06.10.2007, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kirkjuskólinn í Mýrdal Kirkjuskólinn í Mýrdal hóf vetr- arstarf sitt um síðustu helgi og er næsta samvera í Víkurskóla í dag, kl. 11.15-12. Í vetur verður notað kennsluefni sem heitir: Kirkjubókin mín – sagan af Danna og Birtu. Í bókinni eru sögur og myndir auk þess sem á hverri opnu er kynnt eitt lag sem samið hefur verið fyrir barnastarf kirkjunnar. Einnig er von á heimsóknum brúðanna frá fyrri árum, svo sem Rebba refs, Guðfinnu spæjara, Sólveigar, Engil- ráðar, Fróða gamla, Mýslu og Músa- pésa. Í hverri samveru er hlustað á biblíusögu dagsins og framhalds- sögu. Þá er brúðuleikrit, söngur o.fl. Tólf sporin í Vídalínskirkju Farið verður af stað með Tólf sporin – Andlegt ferðalag í Vídal- ínskirkju, þriðjudaginn 9. október kl. 20 -22, í kirkjuskipinu. Fjórir opnir kynningarfundir verða þar til hópunum verður lokað. Í þessu ferðalagi er fólk samferða við að deila reynslu sinni, styrk og von og markmiðið er að verða hæfari í sam- skiptum og öðlast meiri tilfinn- ingagreind ásamt betri andlegri líð- an. Starfið verður á þriðjudagskvöldum í vetur og er undir nafnleynd. Fjölskylduguðsþjón- usta í Vídalínskirkju Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ví- dalínskirkju sunnudaginn 7. októ- ber kl.11. Ármann H. Gunnarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Jó- hanna Guðrún Ólafsdóttir djákni leiða stundina ásamt kór Vídal- ínskirkju undir stjórn Jóhanns Bald- vinssonar organista. Ferming- arbörn þjóna í guðsþjónustunni ásamt félögum úr æskulýðsfélagi Vídalínskirkju. Stóra sunnudaga- skólastelpan Lolla leiða kemur i heimsókn og reynir að kaupa já- kvæðni og trú af sunnudaga- skólabörnunum. Að lokinni guðs- þjónustunni er hressing í safnaðarheimilinu og verða sýndar myndir úr fermingarferðalögum í Vatnaskóg. Messað verður Garðakirkju þenn- an sama dag kl.14. Sr. Friðrik J. Hjartar predikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt Nönnu Guðrúnu Zöega djákna. Þar mun einnig kór Vídal- ínskirkju leiða lofgjörðina undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Boð- ið verður upp á akstur frá Vídal- ínskirkju kl.13.30 og frá Hleinum kl.13.40. Orgelandakt og fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju Í vetur verður orgelandakt fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 12 í Hallgrímskirkju. Í dag leikur Björn Steinar Sólbergsson verk eftir J.S. Bach og Sigfried Karg-Elert á Kla- is-orgel kirkjunnar og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson annast ritningarlestur og bæn. Fræðslumorgnar hefjast að nýju í suðural á morgun, sunnudag kl. 10, með erindi dr. Sigríðar Þorgeirs- dóttur dósent í heimspeki við Há- skóla Íslands, erindið nefnir hún: Guð sem karl eða kona – eða hvor- ugt? Guð hefur í sögu kristinna kenninga lengst af verið karl og fað- ir og Jesús sonur, bróðir og vinur. Á eftir er messa þar sem sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirs- syni og hópi messuþjóna. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og fé- lagar úr Mótettukórnum leiða söng. Samskot eru tekin til safn- aðarstarfsins. Börnin eiga stund í norðursalnum undir leiðsögn Magn- eu Sverrisdóttur, djákna. Tólf spora vinna í Neskirkju Í haust fór í gang, fimmta árið í röð, tólf spora vinna - andlegt ferðalag og verður fjórði og síðasi kynning- arfundurinn í Neskirkju mánudag- inn 8. október kl. 20. Tólf spora vinna hentar þeim sem vilja vinna með tilfinningar sínar, öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu. Aðferðin er sprottin upp úr starfi AA- hreyfingarinnar en í hinu kirkju- lega samhengi er hún unnin í fra- vegi kristinnar trúar og ætluð öll- um. Biskupsmessa í Neskirkju Biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, vísiterar Nesprestakall um þessar mundir og lýkur sinni heimsókn með messu á sunnudaginn þar sem hann prédikar og útdeilir sakramenti, færir börnum gjöf og blessar söfnuð og safnaðarstarf. Prestar Neskirkju þjóna fyrir altari. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Ritning- arlestra annast Benedikt Sigurðs- son og Auður Styrkársdóttir. Barnastarf verður á sama tíma und- ir leiðsögn Sigurvins Jónssonar og Bjargar Jónsdóttur. Meðhjálparar Úrsúla Árnadóttir og Rúnar Reyn- isson. Kaffi og spjall á Torginu að messu lokinni. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju fundar Haustfundur Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju verður haldinn í safn- aðarsal kirkjunnar mánudaginn 8. október kl. 20. Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og fyrirlesari hjá Þekkingarmiðlun ehf., flytur fyr- irlestur um tilfinningagreind. Ey- þór fer yfir helstu atriðin sem varða stjórnun eigin tilfinninga og hvern- ig við getum á einfaldan hátt aukið skilning okkar á því hvernig við bregðumst við í samskiptum við aðra. Kaffiveitingar og fyr- irspurnir. Málþing í Breiðholtskirkju Málþing um samband kirkju og skóla verður haldið í Breiðholts- kirkju fimmtudaginn 11. október kl. 17. Framsögumenn verða sr. Sig- urður Pálsson, frv. sóknarprestur og kennari, Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla og sr. Sigfús Kristjánsson, prestur í Hjallakirkju. Þau munu miðla af reynslu sinni, sem bæði lýtur að grunn- og framhaldsskólum. Eftir veitingar verða pallborðsumræður. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram í síma 567-4810 eða á netfanginu profaust@centrum.is Tvennir fiðlutónleikar í Grafarvogskirkju Einn skemmtilegasti og athygl- isverðasti fiðluleikari samtímans Gilles Apap ásamt Íslensku kamm- ersveitinni – Barduka og Hjörleifi Valssyni. halda fiðlutónleika sunnu- daginn 7. október kl. 16 og kl. 20. Miðaverð kr. 3.300 og kr. 1.750 fyrir börn. Miðasala við innganginn og á midi.is Sjóvá styrkir tónleikana, en allur aðgangseyrir mun renna til UNI- FEM á Íslandi. Erindi um veraldlega list í Laugarneskirkju Næstu þrjú þriðjudagskvöld, 9., 16. og 23. október, mun Ólöf I. Davíðs- dóttir guðfræðinemi flytja erindi í gamla salnum í Laugarneskirkju kl. 19. Þar varpar hún ljósi á viðleitni myndlistarmanna til að tjá trúar- lega meðvitund í verkum sínum. M.a. mun Ólöf varpa upp mynd- verkum margra þekktra lista- manna, greina táknmál þeirra og leiða umræður um það hvernig trúarsýn og andlegt líf höfunda kemur fram með margvíslegu móti. Aðgangur er ókeypis, en gengið er inn um dyr á bakhlið Laugarnes- kirkju. Kvöldsöngur verður kl. 20, þar leiðir Þorvaldur Halldórsson söngv- ari sálmasönginn en sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Kl. 20.30 er boðið til trúfræðslu í umsjá sr. Bjarna Karlssonar um leið og 12 spora hópar ganga til sinna verka. Gerðubergskórinn í Laugarneskirkju Reglubundnar samverur eldri borg- ara eru annan hvern fimmtudag kl. 14, þar sem kunningja- og vina- tengslin eru styrkt. Fimmtudaginn 11. október kemur Gerðubergskór- inn í heimsókn ásamt stjórnanda sínum Kára Friðrikssyni. Umsjón með starfinu hefur sóknarprestur ásamt þjónustuhópi kirkjunnar og kirkjuverði. Kaffiveitingar eru í boði hverju sinni og þátttaka er ókeypis. Tónlistarmessa í Hjallakirkju Fyrsta sunnudag hvers mánaðar ef fyrirhugað að hafa sérstaka tónlist- armessu í Hjallakirkju. Að þessu sinni verður tónlistin við messuna úr ýmsum áttum. Séra Íris Krist- jánsdóttir þjónar, félagar úr Kór Hjallakirkju syngja, einsöngvari er Kristín R. Sigurðardóttir. Organisti og söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðs- son. Flutt verður miskunnanrbæn eftir Orlando di Lasso, frumfluttur verður nýr Dýrðarsöngur við tónlist eftir Rolf Karlsen í íslenskri aðlög- un Jóns Ólafs Sigurðssonar. Einnig verður flutt Gratias agimus tibi eftir Sigurð Þórðarson Op. 9 nr. 5, Dona nobis pacem eftir Eyþór Stefánsson, Allsherjar Drottinn eftir César Franck, O Salutaris hostia eftir Franz Schubert. Auk þessa er almennur safn- aðarsöngur. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is undir tónlist Haustfundur Safnaðar- félags Grafarvogskirkju Haustfundur Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju verður haldinn í safn- aðarsal kirkjunnar mánudaginn 8. október kl. 20. Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og fyrirlesari hjá Þekkingarmiðlun ehf., flytur fyr- irlestur um Tilfinningagreind. Í fyr- irlestri sínum fer Eyþór yfir helstu atriðin sem varða stjórnun eigin til- finninga og hvernig við getum á ein- faldan hátt aukið skilning okkar á því hvernig við bregðumst við í sam- skiptum við aðra. Kaffiveitingar og fyrirspurnir. Mætum vel og tökum með okkur gesti. Léttmessa í Árbæjarkirkju Fyrsta léttmessa haustsins í Árbæj- arkirkju verður morgun, á sunnu- daginn 7. október kl. 20. Þar flytja Margrét Eir ásamt Róberti Þórhall- syni bassaleikara ljúfa tónlist. Grét- ar H. Gunnarsson, guðfræðinemi og æskulýðsfulltrúi í Árbæjarkirkju mun flytja hugvekju. Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar. Kirkjudagur Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði Sunnudagurinn 7. október er Árleg- ur kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður á morgun, sunnudaginn 7. október og hefst með sunnudagaskólanum kl.11. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 13 og þar mun hljómsveit og kór Fríkirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Að lok- inni guðsþjónustu er kaffisala Kven- félagsins í Safnaðarheimilinu. Allur ágóði af kaffisölunni fer til kirkju- starfsins en Kvenfélagskonur hafa fært kirkjunni gjafir og alltaf stutt vel við barnastarf kirkjunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vídalínskirkja. FRÉTTIR INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra, og Ágúst Sigurðs- son, rektor Landbúnaðarháskóla Ís- lands, hafa undirritað þriggja ára verksamning um uppbyggingu al- þjóðlegs landgræðsluskóla til þjálf- unar fólks frá þróunarríkjum í land- græðslu og jarðvegsvernd. Í fréttatilkynningu segir að stefnt sé að því í samvinnu við Háskóla Sameinuðu þjóðanna (United Nations University) að Land- græðsluskólinn verði að loknu þessu verkefni hluti þess skóla, með líku sniði og jarðhita- og sjávarútvegs- skólar SÞ, sem reknir eru hér á landi. Bóklegi hluti námsins fer að mestu leyti fram í Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri en starfs- þjálfun hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og í framtíðinni verður leitað eftir samvinnu við fleiri aðila sem vinna að þessum málum. Nú er að ljúka fyrsta sex vikna námskeiði á vegum verkefnisins, og hafa dvalið hér á landi í starfsþjálfun fimm nem- endur með tilheyrandi undirbún- ingsmenntun frá Egyptalandi, Mongólíu, Túnis og Úganda. Næsta ár verður námstíminn lengdur upp í sex mánuði. Undirbúningur verkefnisins hefur verið unninn í nánu samráði við Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Formað- ur undirbúningsnefndar er Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, en Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófess- or við Landbúnaðarháskólann, veitir verkefninu forstöðu. Jarðvegsvernd Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún- aðarháskóla Íslands, ásamt nemendum skólans sem voru í starfsþjálfun. Alþjóðlegur landgræðsluskóli OPINN hláturjógatími verður í Maður lifandi, Borgartúni 24 í dag, laugardaginn, 6. október, kl. 10.30- 11.30. Umsjón hafa hláturjóga- leiðbeinendurnir Ásta Valdimars- dóttir og Kristján Helgason. Að- gangseyrir er 1.000 kr. Allir eru velkomnir og eru áhugasamir hvattir til að taka með sér gesti. Hláturjóga er aðferð sem ind- verski læknirinn dr. Madan Kataria hefur þróað. Í hláturjóga getur hver sem er hlegið í hópi, án til- efnis, án þess að segja brandara, án húmors eða fyndni. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð við- brögð líkamans eru þau sömu hvort sem hláturinn er sjálfsprottinn eða kallaður fram án tilefnis. Hláturjógatímar verða fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur í Maður lifandi. Kynning á hláturjóga OPIÐ verður í æfingaaðstöðunni í Básum við golfvöllinn í Grafarholti í dag, laugardag. Golfkennsla og allir æfingaboltar verða í boði Pro Golf. Einnig verða ýmis tilboð í gangi eins og t.d. 40% viðbót á öll boltakort sem keypt eru svo og ýmsir leikir. Opið hús í Básum UNG vinstri-græn halda lands- fund sinn í dag, laugardag og sunnudag, 6. og 7. október, á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Fund- urinn verður settur kl. 9. Í fréttatilkynningu segir að áð- ur en landsfundurinn verður sett- ur, á laugardagsmorguninn kl. 8, munu Ung vinstri-græn halda friðsæla og táknræna mótmælaat- höfn við Laugardalshöllina þar sem ársfundur NATO-þingsins verður haldinn dagana 5.-9. októ- ber. Kveikt verður á 58 kertum, sem tákna eiga þau ár sem Ísland hefur verið aðili að NATO. „Með þessu vill hreyfingin minnast óteljandi fórnarlamba hernaðaraðgerða NATO og minna þannig þingfulltrúa á alvarleika hernaðar og hvetja íslensk stjórn- völd til að segja sig tafarlaust úr slíkum stríðsmangarasamtökum sem NATO eru. Það væri íslensk- um stjórnvöldum til meiri sóma að nýta þær fjárhæðir sem lagðar eru í uppihald 340 NATO- þingmanna til þess að taka á móti 340 flóttamönnum frá stríðs- hrjáðum löndum eða í aðstoð við fólk í stríðshrjáðum löndum,“ seg- ir í tilkynningu frá UVG. Auk kjörs nýrrar stjórnar munu tveir liðir bera hæst á landsfund- inum. Á honum verður lögð fram ný stefnuyfirlýsing hreyfing- arinnar. Þá verður haldin kynja- skipt smiðja tengd kvenfrelsi, femínískar sjálfsvarnaríþróttir fyrir stelpur og umræða um kven- frelsi fyrir stráka. Dagskrá landsfundarins má nálgast á vefsíðunni www.vinstri- .is Landsfundur UVG og frið- söm mótmæli í Laugardal SJÚKRAÞJÁLFUNARDEILD Reykjalundar stendur fyrir náms- stefnunni: „Hlutverk sjúkraþjálfara í heilbrigðisþjónustu á 21. öldinni; heilsa, hreyfing og fræðsla“ 14. október næstkomandi. Aðalfyrirlesari verður dr. Eliza- beth Dean, sjúkraþjálfari og pró- fessor við Háskólann í Bresku Kól- umbíu, Kanada, en henni hefur verið boðið að halda fyrirlestra í 25 löndum um allan heim. Hún hefur mikla þekkingu á sviði súrefn- isflutningsgetu líkamans hjá heil- brigðum og sjúkum. Námsstefnan er öllum opin og er þátttökugjald 17.000 krónur. Skráning fer fram í síma 585-2162 og á netfanginu: unalilja@reykja- lundur.is. Námsstefnan verður haldin í Hátíðarsal Reykjalundar milli kl. 9 og 16.25, sunnudaginn 14. október næstkomandi. Námsstefna sjúkraþjálfara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.