Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 39 ✝ SigtryggurKristjánsson fæddist í Naustavík 2. október 1924. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Húsavík 26. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Björn Sigurjónsson frá Vargsnesi, f. 23.4. 1901, og Fanney Friðbjarnardóttir frá Naustavík, f. 14.8. 1901. Sig- tryggur var elstur fimm systkina. Hin eru Friðbjörn Sigurjón, f. 16.8. 1926, tvíburarnir Sigurbjörn Ósk- ar, f. 10.4. 1931, d. 3.10. 1988 og Hólmgeir, f. 10.4. 1931, d. 16.2. 1932 og Kristbjörg, f. 6.5. 1937. Sigtryggur kvæntist 12.4. 1952 Bergljótu Sigurðardóttur, f. 13.5. 1927. Foreldrar hennar voru hjón- in Sigurður Torfason frá Birnings- stöðum í Laxárdal og Jóhanna Guðrún Hálfdánardóttir, ættuð úr Suðursveit. Sigtryggi og Bergljótu varð fimm barna auðið, þau eru: 1) Kristján Hólmgeir, f. 7.10. 1952, kvæntur Snjólaugu Önnu Péturs- dóttur frá Baldursheimi, f. 2.3. til Húsavíkur vorið 1938 og lögð- ust þá Náttfaravíkurnar í eyði. Ár- ið 1946 hafði fjölskyldan byggt sér hús að Stóragarði 5 og þar hefur Sigtryggur átt sitt heimili síðan. Skólaganga Sigtryggs var í far- skóla þess tíma og var lokið þegar hann flutti til Húsavíkur á 14. ald- ursári. Þrátt fyrir ekki lengri skólagöngu var fróðari maður vandfundinn. Sjómennska var hans ævistarf. Fyrst frá Naustavík, síðan frá Húsavík, lengst af með föður sínum og bræðrum. Með út- gerðinni var farið á vertíð til Suð- urnesja og á síld sum sumur. Árið 1950 keyptu þeir Víking, 10 smá- lesta þilskip. Hann fórst í Nátt- faravíkum árið 1953. Mannbjörg varð. Árið 1954 eignuðust þeir Njörð, 12 smálesta þilskip sem var selt 1960. Árið eftir keyptu þeir 17 smálesta bát ásamt bróðursyni Kristjáns, Ívari Júlíussyni, sem hlaut nafnið Fanney. Nýjan bát með sama nafni eignuðust þeir 1975 og stóð sú útgerð þar til Sig- urbjörn lést. Þó svo sjómennsku væri lokið var hugur hans bundinn því sem að henni laut og fór hann að vinna við beitningu og lengst af hjá útgerð Hreiðars Jósteinssonar. Sigtryggur var félagslyndur mað- ur og þegar tækifæri gafst til spil- aði hann í bridsfélagi staðarins og síðar í félagi eldri borgara á Húsa- vík. Útör Sigtryggs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1958. Þau eiga fimm dætur, Bergþóru, Kristbjörgu Völu, Ey- dísi, Fanney og Sigurjónu. 2) Fanney, f. 25.7. 1954, gift Kára Viðari Árnasyni frá Hallbjarnar- stöðun, f. 25.8. 1950, d. 22.1. 2007. Börn þeirra eru Árni Viðar og Sigrún Hulda. 3) Guðrún Björg, f. 23.4. 1961, í sambúð með Baldri Sigurgeirs- syni, Húsavík, f. 16.5. 1961. Guðrún á soninn Tryggva Berg. 4) Baldur, f. 1.3. 1963. 5) Berglind, f. 15.1. 1964, í sambúð með Sören Jónssyni frá Víðiholti, f. 16.7. 1966. Þeirra börn Heiðar Berg og Guðrún Helga. Fyrir átti Bergljót son, Sigurð Rúnar, f. 2.12. 1949, sem Sigtryggur gekk í föður stað og leit ætíð á sem sinn son. Maki Sigurðar Rúnars er Kristín Arinbjarnardóttir frá Vagn- brekku, f. 20.5. 1950. Börnin eru 5, Eyþór Örn, Arnar Már, Unnur, Ari Rúnar og Áki Rúnar. Langafa- börnin eru 11. Sigtryggur flutti með foreldrum sínum og systkinum frá Naustavík Öllum fjöllum fegri sýn, földuð snjónum hvíta. Virðist byrðin þyngjast þín, þangað skaltu líta. Þannig orti hagyrðingurinn Krist- ján Ólason til Kinnarfjallanna. Við rætur þessara fjalla fæddist og ólst upp til unglingsára tengdafaðir minn Sigtryggur Kristjánsson, sem við leggjum nú til hinstu hvílu í Húsavík- urkirkjugaði gegnt Kinnarfjöllum. Það er margs að minnast þegar lit- ið er til baka yfir þá hartnær fjóra áratugi sem liðnir eru frá því ég fyrst kom inn á hans heimili. Ferða á hans æskuslóðir, fyrst í lokaför eldri Fanneyjarbátsins og lagst var að við bryggju frá náttúr- unnar hendi syðst í Naustavíkinni. Gangandi fjöruna úr Bjargarkrók í gegnum gat sem sprengt hafði verið í gegnum klettasnös svo ekki þurfti að sæta sjávarföllum til að komast þurr- um fótum á milli. Síðast en ekki síst þegar Naustvíkingar héldu ættar- mót fyrir nokkrum árum og siglt var meðfram vesturlandinu og Sigtrygg- ur nefndi hvert örnefnið á fætur öðru í fjallahryggnum. Miðin á helstu fiskislóðina. Lýsti fyrir okkur bú- skapnum og lífinu í Naustavík. Hey- skap í fjallshíðunum, eggjatöku á vorin og því hvert sækja þurfti kýrn- ar til mjalta á kvöldin en þær voru þá oft komnar inn á Kotamýrardal. Varð þá einum að orði: Voru þetta fjallakýr en ekki mjólkurkýr? Sigtryggur kunni ekki einungis ör- nefnin í Kinnarfjöllunum. Er ég kom til baka úr ferðalögum um landið og fór að segja ferðasöguna og lýsa því, er fyrir augu hafði borið komu spurningar um hvort ég hefði ekki líka séð þetta eða hitt og hlutirnir verið svona eða hinsegin, þótt svo hann hefði sjálfur ekki komið á stað- inn. Hann hafði lesið um svæðið og hlustað á frásagnir þar um. Ef ein- hvers staðar hefur átt við orðatiltæk- ið að sitja kyrr á sama stað, en samt að vera ferðast, þá var það svo sann- arlega þar sem hann var annars veg- ar. Eftir að ég flutti í nágrennið urðu morgunheimsóknir að eldhúsborðinu í Stóragarði 5 fastur liður um helgar. Þar voru heimsmálin rædd, skipst á skoðunum um málefni liðandi stund- ar og fjölskyldunnar. Sigtryggur hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en aldrei heyrði ég hann segja hnjóðsyrði um nokkurn mann. Heiðarleiki og nægjusemi var honum í blóð borið. Af þessum morg- unfundum kom maður ríkari en áður. En nú skilja leiðir um sinn. Ég sé eftir að hafa ekki gefið mér meiri tíma til að nýta mér þann fróðleik sem Sigtryggur bjó yfir. Nokkuð er síðan vitað var hvert stefndi. Klær krabbameinsins höfðu hert tökin. Óskandi hefði verið að síð- ustu skrefin hefðu verið þrauta- minni, en Sigtryggur barmaði sér ekki. Það var ekki hans vani að valda fjölskyldunni áhyggjum. Var í raun mun veikari en nokkurn uggði. Því hefur vísa Kristján Ólafssonar um Kinnarfjöllin verið mér ofarlega í huga undanfarna mánuði. Ég verð alla tíð þakklát fyrir hvað Sigtryggur var mér og mínum, við munum búa að því um alla framtíð. Með virðingu og þökk kveð ég Sig- trygg Kristjánsson, blessuð sé minn- ing hans. Kristín Arinbjarnardóttir. „Það er eins um verðleikana og fljótin. Þeim mun dýpri sem þau eru, þeim mun hljóðar falla þau.“ (Halifax lávarður.) Ég sest niður á fögrum haustdegi og skrifa nokkur orð til þín, afi minn. Það var afmælisdagur þinn í vik- unni en þú fórst áður en að honum kom. Það er ósköp gott að þú þurftir ekki að kveljast lengur og ég veit að síðustu vikurnar voru erfiðar, en söknuður okkar er mikill. Það kom flatt upp á mig í sumar þegar þú varðst svona veikur því að ég átti allra síst von á að þú yrðir sá sem færir fyrstur. Þú sem varst alltaf svo hraustur og starfsamur. Allaf varstu eitthvað að starfa. Þér fannst best að láta verkin tala. Þú varst líka svo minnugur á allt það er viðkom þínum nánustu. Til dæmis hver það var sem þótti reykt grásleppa góð, nú eða hákarl. Hann lærði ég að borða hjá þér og allir vildu fá harðfiskinn þinn. Alltaf lum- aðir þú á einhverju góðgæti handa gestum. Þegar ég var lítil fékk ég stundum að vera ein hjá ykkur ömmu. Það var oftast á vorin og fékk ég ýmislegt að gera með þér, oftast tengt útgerð- inni. Fara niður í „skúr“, hnýta í öngla fyrir línuna svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað var tekið í spil. Þú kemur alltaf upp í hugann þegar sagt er, „Ja, nú er það svart, allt orðið hvítt“, en þetta sagðir þú svo eftir- minnilega þegar við vorum að spila manna í eitt skiptið af mörgum. Þegar ég varð eldri vann ég hálfan vetur á Húsavík og kom þá ekkert annað til greina en að búa hjá þér og ömmu og það var sko hugsað vel um mig. Eftir að ég varð fullorðin og komin með fjölskyldu urðu heim- sóknir mínar til ykkar ekki eins tíðar en alltaf fylgdist þú með okkur og vissir hvað var um að vera. Ef þér fannst vera liðið of langt á milli frétta þá hringdir þú og leitaðir þeirra. Til marks um hvað þú varst tillits- samur og vildir okkur allt gott er ein æskuminning mín mjög sterk. Það var þannig að þegar við vorum búin að eyða degi hjá ykkur á Húsavík þá vissi ég alltaf hvenær komið var að heimför; þú varst að raka þig. Það var víst þannig að lítil telpuhnáta hafði kvartað; „Þú stingur“ og vildi ekki kyssa bless. Eftir það passaðir þú alltaf að vera nýrakaður þegar að kveðjukossinum kom. Þú varst ekki nýrakaður þegar ég kyssti þig síðast en, elsku afi, það var gott að fá að faðma þig og kyssa bless. Friður, friður blíður, faðmar strönd og sund. Yfir löndin líður ljúfrar hvíldar stund. Allar öldur þegja allt er kyrrt og hjótt. Blómin höfuð hneigja hvísla; góða nótt. Berst á bláum straumum boð frá himins geim, andar yndisdraumum yfir þreyttan heim. (Guðm. Magn. þýddi.) Með söknuði og þökk, Unnur. Sigtryggur Kristjánsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN TÓMASDÓTTIR, Kársnesbraut 99, Kópavogi, lést á Landsspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 3. október. Skúli Sigurgrímsson, Bergþór Skúlason, Ragnhildur Björg Konráðsdóttir, Sigurgrímur Skúlason, Freydís J. Freysteinsdóttir, Skúli Skúlason, Svandís Guðjónsdóttir, Hildur Skúladóttir, Borgar Ólafsson, Bryndís Skúladóttir, Haukur Þór Haraldsson og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri AÐALSTEINN HELGASON, húsgagnasmíðameistari, sem andaðist sunnudaginn 30. september, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 9. október kl. 15 00. Signý Þ. Óskarsdóttir, Ólafur Ísfeld Aðalsteinsson, Betty Aðalsteinsson, Parris Aðalsteinsson, Kristín S. Óskarsdóttir, Aðalsteinn Óskar Helgason, Aníta Tara Helgadóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRÖNN A. RASMUSSEN, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis að Vesturgötu 7, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 4. október. Útförin auglýst síðar. Óskar F. Sverrisson, Sigurveig J. Einarsdóttir, Gunnar A. Sverrisson, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Garðar Sverrisson, Gerður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengamóðir og amma, ÓLAFÍA AUÐUNSDÓTTIR, Ásgarði 18, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti miðvikudaginn 3. október. Jarðaförin auglýst síðar. Ragnar Auðunn Birgisson, María Vigdís Sverrisdóttir, Kristján Hólmar Birgisson, Gyða Sigurbjörg Karlsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GÍSLASON, fyrrum bóndi í Geirshlíð, Dalabyggð, Dalseli 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 12. október kl. 13:00. Guðný Jónasdóttir, Geir Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, Sara Vilbergsdóttir, Sigurdís Guðmundsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Grandavegi 47, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 27. september, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 8. október kl. 13.00. Garðar Gíslason, Margrét Bjarnadóttir, Ögmundur Magnússon, Dóra Garðarsdóttir, Sigurður Magnússon, Hulda Friðgeirsdóttir, Hjalti Magnússon, Jónína Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.