Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KEPPNI hélt áfram á Special Olympics í Kína í gær þar sem Íslendingar gera það gott, sýna sitt allra besta og gleðjast. Keppt var í öllum grein- um nema lyftingum og keilu. Íslensku forseta- hjónin heimsóttu keppendur í fimleikum en Helgi Magnússon og Jóhann Fannar Krist- jánsson sýndu mikil tilþrif í æfingum sínum. „Jó- hann er aðeins 12 ára en hefur náð mikilli tækni og sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann hóf æf- ingar,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttafélags fatlaðra, en hún er ein af þeim sem eru með hópnum í Kína. Þjálfarar fimleikafólksins eru Ásta Ísberg og Er- lendur Kristjánsson, þjálfarar hjá Gerplu, en þau hafa sýnt mikinn metnað við að byggja upp æf- ingar fyrir þennan hóp. Langur boccia-dagur Langur keppnisdagur var í boccia en úr- slitakeppni er hafin þar. Keppt er utandyra á sérvöllum sem henta fyrir íþróttagreinina. Bolt- ar eru stærri en þeir sem notaðir eru á innan- hússmótum á Íslandi og reglur ekki þær sömu en íslensku keppendurnir gerðu sitt besta í hitanum og sýndu góða takta. Boccia-hópurinn býr á Great Tang hotel Shanghai þar sem langt er á keppnisstað frá Yan An-hótelinu sem flestir búa á. „Þrátt fyrir að þetta skipulag hafi ekki verið vinsælt í upphafi er fólk mjög ánægt með gististaðinn núna enda hótelið fimm stjörnu hótel og eitt af hótelum sem nýtt eru vegna Formúlunnar sem fram fer í Sjanghæ þessa dagana,“ segir Anna Karólína. Íslendingar kepptu í öllum greinum nema lyftingum og keilu Glaðir keppendur og gera sitt besta Boccia Íslensku keppendurnir kepptu meðal annars í boccia í gær og reyndar í öllum greinum fyrir utan keilu og lyftingar. Fimi Helgi Magnússon og Jóhann Fannar Kristjánsson sýndu mikil tilþrif þegar þeir kepptu í fimleikum á ólympíuleikunum í Kína. „BREYTINGARNAR munu tví- mælalaust hafa þá þýðingu að með- ferð mála verður hraðvirkari og öruggari,“ segir Jón H.B. Snorra- son, aðstoðarlögreglustjóri lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, en ákærusviði embættisins verður framvegis skipt í deildir eftir mála- flokkum. Með því verður sérhæfing aukin og verður lögð áhersla á að stytta málsmeðferðartíma. Gert er ráð fyrir að starfsemi ákæru- og lögfræðisviðs verði skipt í þrjú svið, þ.e. brot gegn almennum hegningarlögum, brot gegn sérrefsi- lögum og almenna löggæslu. Deild- irnar eru átta og afmarkast af af- brotaflokkum. Þannig er brotum gegn almennum hegningarlögum skipt í megindráttum í þrjár deildir, kynferðisbrot, ofbeldis- og líkams- meiðingabrot og auðgunar- og fjár- munabrot. Svið sérrefsilagabrota er skipt í fíkniefnabrot, umferðalaga- brot og önnur sérrefsilagabrot og skipting sviðs almennrar löggæslu er annars vegar viðfangsefni al- mennu deildar lögreglu og erlend réttaraðstoð og mál vegna nálgunar- banns og hins vegar mál frá hverf- isstöðvum og mál vegna afbrota út- lendinga og málefni lögreglu vegna eftirlits með útlendingum. Lokið eftir útkall Jón H.B. sem er yfirmaður sviðs- ins bendir á þá nýbreytni að almenn löggæsla fær nú sérstakt lögfræði- svið. „Í kjölfarið mun málum í al- mennri löggæslu verða háttað þann- ig að þeim verði hægt að ljúka í beinu framhaldi af útkalli. Það er mjög þýðingamikið fyrir þá sem lögregla hefur afskipti af að hafa ekki mál lengi hangandi yfir sér.“ Meðal þeirra brota eru t.d. brot á lögreglu- samþykktum. Þorsteinn Davíðsson, sem gegnt hefur starfi aðstoðarmanns Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, hefur verið ráðinn til að stýra deild almennrar löggæslu. Hann tekur við starfinu í næstu viku en samkvæmt upplýsingum frá Birni hefur ekki verið tekin ákvörðun um eftirmann hans. Meðferð mála verði hraðvirkari Skipulagsbreytingar Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri og Þorsteinn Davíðsson, nýráðinn deildarstjóri. Morgunblaðið/Júlíus Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is KJÚKLINGABÆNDUR telja sig nauðbeygða til að hækka verð á kjúklingi vegna mikilla verðhækk- ana á fóðri. Fóðurverð hækkaði um 13% í þessari viku, en það er fjórða verðhækkunin á síðustu 12 mán- uðum. Kúabændur segjast heldur ekki geta einir tekið á sig verð- hækkanir á fóðri. „Það var dembt á okkur nýrri hækkun á fóðri í þessari viku. Þetta var mjög mikil hækkun eða 13%. Hún kemur í kjölfar 5% hækkunar í september. Fóðrið hafði tvívegis hækkað um 4% í fyrravetur. Við höfum ekkert hreyft við verði frá þeim tíma. Þetta er um 30% hækkun á einu ári. Við erum að skoða verð á kjúk- lingum út frá þessum hækkunum. Við þolum ekki að taka þessa hækkun á okkur. Við fáum auk þess þau skilaboð frá fóðurfyrir- tækjunum að það sé meira í píp- unum,“ segir Matthías Guðmunds- son, formaður Félags kjúklinga- bænda og framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Fóðurkostnaður er um 50% af framleiðslukostnaði kjúklinga. Mikil kostnaðaraukning hjá kúabændum „Þetta eru alveg svakalegar hækkanir sem ganga yfir okkur núna,“ sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúa- bænda, um verðbreytingar á fóðri. Hann segir að Hagþjónusta landbúnaðarins hafi tekið saman upplýsingar um kostnað við kjarn- fóðurliðinn í rekstri kúabúa á árinu 2006. Niðurstaðan sé sú að þessi liður hafi hækkað um 40% á því ári. Ástæðan sé bæði verðhækkanir á fóðri og meiri notkun á kjarnfóðri vegna þess að bændur hafi verið hvattir til að auka framleiðslu sem mest þeir geti. „Síðan koma þessar hækkanir núna ofan í þetta, þannig að það er ljóst að þessi kjarnfóður- liður hefur hækkað alveg gríðar- lega á síðustu tveimur árum og langmest þó síðustu vikurnar.“ Í fyrra gerðu bændur og afurða- stöðvar samkomulag við kúabænd- ur um að hækka ekki verð á mjólk til neytenda. Verðið hefur því verið óbreytt í tvö ár. Bændur fengu hins vegar hækkun á launalið um síðustu áramót, en ekki var tekið tillit til aukningar á kostnaði við framleiðsluna. Þórólfur segir ljóst að kúabænd- ur muni gera kröfu um verðhækk- anir um næstu áramót. Þeir muni standa við það sem þeir hafi sagt og ekki gera kröfu um að tekið verði tillit til verðhækkana á árinu 2006, en taka verði tillit til þess kostnaðar sem bændur hafi þurft að taka á sig í haust. Þar muni mest um verðhækkanir á fóðri. „Þetta eru alveg svakalegar hækkanir“ Þurfa að hækka verð á kjúklingi vegna hækkana á fóðri Í HNOTSKURN »Þrjár meginástæður erufyrir verðhækkunum á fóðri á heimsmarkaði. Í fyrsta lagi er uppskeran minni og sums staðar er talað um upp- skerubrest. » Í öðru lagi fer sífellt stærrihluti uppskerunnar og stærri hluti akurlendis í að framleiða bíódísilolíu sem not- uð er sem eldsneyti á bíla. » Í þriðja lagi hefur eftir-spurn eftir korni aukist, ekki síst í Kína. Fóður Verð á fóðri hækkaði um 13% í vikunni og 5% í síðasta mánuði. Morgunblaðið/Sverrir HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt 38 ára gamlan karlmann til að greiða 150 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir til- raun til kynferðisbrots. Honum var að auki gert að greiða þóknun skip- aðs verjanda síns, 65 þúsund krónur. Málið var höfðað gegn manninum þar sem hann beraði og strauk kyn- færi sín fyrir framan vefmyndavél, og sendi hreyfimyndina af athæfinu til viðmælanda síns í gegnum spjall- forritið MSN Messenger. Maðurinn hélt að hann væri að ræða við 14 ára stúlku en svo reyndist ekki vera. Móðir stúlkunnar reyndist við skjá- inn og fór umsvifalaust til lögregl- unnar. Játaði brotið greiðlega Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi en hann hefur ekki áður sætt refsingum. Í niðurstöðu dóms- ins kemur fram að brotið sem mað- urinn er sakfelldur fyrir, þ.e. að reyna að afhenda unglingi yngri en 18 ára klámmynd, varði sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn játaði brotið greiðlega og að einungis hefði verið um eina hreyfimynd að ræða. Erlingur Sigtryggsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Svavar Pálsson, fulltrúi sýslumannsins á Húsavík, sótti málið og Örlygur Hnefill Jónsson hdl. varði manninn. Hélt að hún væri 14 ára Reyndi að senda ung- lingsstúlku klámmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.