Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BETUR fór en á horfðist þegar Þórir Hans Svavarsson datt milli skips og bryggju í Reyðarfjarðarhöfn á mið- vikudag, en félagar hans björguðu honum á þurrt. Hon- um líður nú þokkalega og er þakklátur öllum þeim sem komu að björguninni. „Ég missti fótanna þegar ég var að fara um borð og féll milli skips og bryggju,“ segir Þórir. „Ég meiddi mig á mjöðminni og fór á kaf við fallið. Gunnar [Oddsteins- son], skipsfélagi minn, kom og hélt mér uppi, en hann er útskrifaður.“ Gunnar fór á sjúkrahúsið um leið og Þórir þar sem hann fékk hjartaáfall og hneig út af eftir að Baldur Bragason, annar skipsfélagi, fór ofan í sjóinn og lyfti Þóri upp. Félagar hans hófu þá hjartahnoð á Gunn- ari og hringdu á Neyðarlínuna. Þórir liggur enn á sjúkrahúsinu í Neskaupstað þar sem hann marðist svo illa við fallið að hann getur ekki stigið í annan fótinn. „Þegar ég get farið að komast um ætla ég að komast heim,“ segir Þórir en ekki var alveg ljóst hvenær það yrði. „Ég er mjög þakklátur og heill að segja má. Þó að ég sé aðeins skaddaður er ég þó lifandi.“ Þórir segir ljóst að ef félagar hans hefðu ekki verið ná- lægt hefði farið illa. „Af því að ég fór alveg á kaf, Gunnar rétt náði að grípa í höndina á mér,“ lýsir hann. Þórir nefnir sérstaklega skipsfélaga sína á Stíganda VE 77, auk Baldurs og Gunnars, Ægi Ármannsson og Magna Hauksson sem tóku allir þátt í björguninni, ásamt Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra á Vestmannaey, sem líka lá við bryggju í Reyðarfjarðarhöfn er slysið varð. Naumlega bjargað úr ísköldum sjónum Missti fótanna og féll milli skips og bryggju Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Slys Þórir Hans Svavarsson er að jafna sig eftir slysið. NÝBYGGING við Grand hótel, við Sigtún í Reykjavík, var tekin formlega í notkun í gær, en með stækkuninni rekur Kaupgarður, fyrirtæki Ólafs Torfasonar hótel- stjóra, orðið stærstu hótelkeðju landsins. 314 herbergi eru í Grand hóteli, en með Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum eru herbergin samtals 482. Grand hótel með stærstu hótelkeðjuna Morgunblaðið/Kristinn SAMTÍMALISTASAFNIÐ Safn við Laugaveg lokar dyrum sínum um áramótin og hefur húsnæðið verið selt. Reykjavíkurborg hefur enn ekki gengið til samninga við hjónin Pétur Arason og Rögnu Róberts- dóttur um áframhaldandi samstarf, þrátt fyrir að þau hafi óskað eftir við- ræðum. Pétur og Ragna lögðu Safni til hús og safnkost, en þau eiga mjög stórt safn samtímalistar. Reykjavík- urborg lagði á móti fram fé til rekst- ursins. Samstarfið hefur staðið frá árinu 2003. Hugsanlega eru þó breytingar í bígerð því Margrét Sverrisdóttir tók við formennsku í menningar- og ferðamálaráði eftir uppstokkun í borgarstjórn á dögunum. Hún segist hafa mikinn áhuga á því að tryggja áframhaldandi samstarf um rekstur Safns. „Þetta er stórmerkilegt safn og við viljum gera því hátt undir höfði,“ segir Margrét. | 20 Áhugi á Safni eflist Borgin treg í taumi en það gæti breyst Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði tvenn unglingaslagsmál í síðustu viku. Ofbeldið var grófara en lögregl- an hefur áður séð hjá unglingum. Myndband af öðrum slagnum, milli tveggja 15 ára drengja, var sett inn á vefinn youtube.com og hafa margir lýst skoðun sinni á þeim þar. „[…] áttir ekki að hætta, það er svo gaman að berja menn liggjandi,“ eru viðbrögð eins notanda youtube. Þótt annað mætti ætla af ofangreindum ummælum sló annar drengurinn hinn átta sinnum í andlitið á meðan hann lá í götunni. Atburðurinn átti sér stað við Glerártorg á miðvikudaginn og kom lögreglan á vettvang. Hún kom einnig að Giljaskóla á fimmtudags- kvöldið þar sem aðrir tveir 15 ára drengir voru að slást. Í bæði skiptin var fjöldi áhorfenda á staðnum sem hvatti slagsmálahundana áfram. Slást um léttvæg mál Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, segir að rætt hafi verið við foreldra allra drengjanna sem hlut áttu að máli. „Við viljum taka þetta föstum tökum þannig að það verði ekki framhald af þessu.“ Hann segir merkilegt að svo virðist sem ungling- um finnist eðlilegt að gera upp um af- ar léttvæg mál sín á milli með því að skipuleggja slagsmál sem fjöldi fólks horfi á sér til skemmtunar. Með tilkomu myndsíma færist í vöxt að slagsmálin séu tekin upp og sett á Netið og á youtube.com eru nokkur myndbönd af slagsmálum ís- lenskra unglinga. Þar halda áhorf- endur áfram að hvetja til slagsmála. „Þessi börn virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir afleiðingunum. Það skapast náttúrlega mikil hætta þegar menn eru farnir að berja hver annan síendurtekið, af öllum lífs og sálar kröftum, í andlitið með kreppt- um hnefa,“ segir Gunnar. „Þetta er ofsafengið og gróft ofbeldi og grófara en við erum vanir að sjá hjá 15 ára unglingum.“ Unglingaslagsmálin endursýnd á Netinu Í HNOTSKURN »Einn myndbandsáhorfand-inn segir að sá sem hafði yfirhöndina hefði átt að „ganga alla leið“ og hvetur því næst til hópslagsmála. Tvenn slagsmál 15 ára drengja stöðvuð á Akureyri í vikunni Heilbrigðisráð- herra hefur skip- að Ingu Jónu Þórðardóttur for- mann sjö manna nefndar sem hef- ur það hlutverk að efla og styrkja eftirlit með upp- byggingu fast- eigna heilbrigðis- stofnana og aðstöðu þeirra og rekstri fasteigna Landspítala og Sjúkrahússins á Ak- ureyri. Nefndin mun m.a. hafa yfirumsjón með undirbúningi, hönnun og bygg- ingu nýs sjúkrahúss fyrir Landspít- ala. Í september var greint frá þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að Al- freð Þorsteinsson, fyrrv. borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, myndi ekki áfram stýra starfi byggingar- nefndar nýs Landspítala. Nefndin yrði lögð niður og verkefnin flutt. Nefnd um byggingu nýs spítala Inga Jóna Þórðardóttir BIÐRÖÐ myndaðist fyrir utan Apple-verslunina við Laugaveg í gær þegar sala hófst á Leopard, sjöttu útgáfu Mac OS X-stýrikerfisins. Ásgeir Jónsson verslunarstjóri sagðist hafa neyðst til að loka búðinni tímabundið. Versl- unin fékk aðeins 150 eintök af nýju útgáfunni en fleiri koma í sölu í næstu viku. Meðal nýjunga sem Apple kynnti er sjálfvirk afritun á öllum gögnum. Ásgeir segir greinilegt að fólk sé spennt að skoða þessar nýjungar. Fólk stóð í biðröð eftir nýju stýrikerfi frá Apple Morgunblaðið/Kristinn Spennandi Leopard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.