Morgunblaðið - 27.10.2007, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Við skulum bara fara niður á tjörn og leika okkur með hinum öndunum, ungarnir mínir.
VEÐUR
Hinir ungu þingmenn Sjálfstæð-isflokksins, sem eru að beita sér
fyrir því, að áfengi verði selt í mat-
vöruverzlunum, eru að leika sér að
pólitískum eldi.
Sennilega er lífsreynsla þeirra svotakmörkuð, að þeir vita ekki
hvað þeir eru að gera og stjórnmála-
reynsla þeirra ekki meiri en svo, að
þeir átta sig ekki
á því hvað þeir
eru að vega alvar-
lega að baklandi
eigin flokks.
Sigurður KáriKristjánsson
alþingismaður
segir í samtali við
Morgunblaðið í
gær, að ástæðu-
laust sé að láta meirihlutann gjalda
fyrir það að einhverjir hafi farið út
af sporinu.
Veit þingmaðurinn hvað hann erað tala um? Það eru ekki marg-
ar fjölskyldur á Íslandi, sem hafa
sloppið við afleiðingar áfengisböls-
ins. Hamingja þeirra sem hafa verið
lausir við það er mikil, en því miður
er það svo, að of margar fjölskyldur
hafa orðið illa úti vegna áfengis-
neyzlu, þótt ekki sé nema eins fjöl-
skyldumeðlims.
Innan Sjálfstæðisflokksins, flokksSigurðar Kára, hafa alltaf verið
mjög sterk öfl, sem hafa barizt gegn
áfengisneyzlu og sem hafa barizt
fyrir því að hjálpa fólki, sem lent
hefur í klóm ofneyzlu á áfengi.
Fyrr en varir getur farið svo, aðþingmaðurinn og samherjar
hans í þessu máli standi andspænis
þessu fólki og horfi í augu þess.
Það verður hvorki skemmtileg lífs-reynsla né eftirsóknarverð
stjórnmálareynsla fyrir Sigurð Kára
og félaga. Né heldur heilbrigðis-
ráðherrann, sem styður þá.
STAKSTEINAR
Sigurður Kári
Kristjánsson
Leikur að pólitískum eldi
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"#$
!"#$
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
%
%
& !# '
$!#
!"#$
!"#$
:
*$;<
! "#
!
$
%&
' ( ( *!
$$; *!
( )
*
#
)
#
$ "# + "
=2
=! =2
=! =2
( $#* ,'-.! "/
<>!-
)
(
(
62
*
#+(
,
-
( .# (
' %"
*
;
/(
.
,
0!
( (
.# 1 ( &
' (
01 "22 "# 3
" !",'
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
4
54
4
4
4
4
4
4
4
54
4
4
4
4
4 4
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Einar Bragi Bragason | 26. október
Verndum listformið
skallapopp
Já ekki veitir af, ef
menn eru það óheppnir
að falla undir það að
vera skallapoppari er
mjög líklegt að viss
stétt á Íslandi reyni að
gera lítið úr þér alla ævi.
Bækur hafa verið skrifaðar um ís-
lenska popptónlist og þar er sama
vandamálið, lítið sem ekkert skrifað
um skallapoppara, en margar síður
um hljómsveitir sem héldu nokkra
tónleika sem örfáir mættu á.
Meira: saxi.blog.is
Signý | 26. október 2007
Í dag …
… var ég tilraunadýr og tók áhuga-
sviðspróf. … Truflaði
mig einn liðurinn í
þessu prófi en hann
fólst í því að merkja við
hvort mér myndi líka
mjög vel, ágætlega,
frekar illa eða mjög illa
að vinna með ákveðnu fólki. Má þar
nefna verkamenn, mennta-
skólakrakka, andlega veikt fólk, lík-
amlega fatlað fólk og hermenn. Átti
ég að tæma hugann og ekki svara
eftir því hvort ég myndi vilja vinna
sama starf og viðkomandi …
Meira: totally.blog.is
Marinó G. Njálsson | 26. október 2007
Flugvöllur í Fljótavík
Hún er einkennileg fréttin á visir.is
um flugvöll í Fljótavik í
ljósi þess að þar hafa
verið tvær flugbrautir í
fjöldamörg ár. Það get-
ur svo sem verið að
gera eigi eitthvað
meira en það sem sum-
arbústaðaeigendur í
Fljótavík hafa þegar gert. Þegar ég
var þar með gönguhópi í rúma tvo
daga í fyrrasumar voru a.m.k. dag-
legar flugsamgöngur þar og gátu
menn valið um að lenda á austur-
vestur-brautinni eða norður-suður-
brautinni …
Meira: marinogn.blog.is
Magnús Þór Hafsteinsson | 26. okt.
Innflytjendamál
stóra kosningamálið
í Danmörku?
Fyrstu skoðanakann-
anir, eftir að Anders
Fogh Rasmussen for-
sætisráðherra Dan-
merkur tilkynnti þjóð
sinni að boðað yrði til
kosninga 13. nóv-
ember næstkomandi, gefa áhuga-
verða mynd af hugsanlegum nið-
urstöðum. Verði niðurstöðurnar í
takt við könnun sem Berlingske
Tidende birti í morgun yrði útkoman
sú að stjórnmálaflokkur undir for-
mennsku innflytjanda af arabískum
uppruna verði í oddaaðstöðu og geti
ráðið því hvort næsta ríkisstjórn
verði borgaraleg eða sósíalísk vinstri
stjórn.
Ríkisstjórnarflokkarnir sem eru
frjálslyndi flokkurinn Venstre og
íhaldsflokkurinn Konservative
missa þingsæti. Venstre myndi tapa
sjö og Konservative tveimur. Til við-
bótar myndi Danski þjóðarflokk-
urinn (Dansk Folkeparti) tapa tveim
þingsætum. Þessi flokkur hefur ekki
átt beina aðild að ríkisstjórn en stutt
hana á danska þjóðþinginu. Þannig
verið í oddaaðstöðu og varið stjórn-
ina falli með því að tryggja meiri-
hluta. Flokkurinn sem nú virðist
leysa Danska þjóðarflokkinn af
hólmi í þessu hlutverki er Nýja
bandalagið (Ny Alliance) undir for-
ystu Naser Khader. Hann fæddist í
Sýrlandi en flutti 11 ára til Dan-
merkur. Þar hefur hann meðal ann-
ars vakið athygli sem einn af tals-
mönnum múslíma auk þess sem
hann sat á danska þjóðþinginu sem
þingmaður Radikale Venstre frá
árinu 2001. Í maí fyrr á þessu ári
klauf hann sig úr flokki sínum og
stofnaði ásamt fleirum nýjan flokk
sem fékk heitið Nýja bandalagið (Ny
Alliance). Þetta virðist vera und-
arlegur bræðingur með vægast sagt
óljós stefnumál. Kannski má segja
að meginmarkmiðið með stofnun
þessa flokks sé að bola Danska Þjóð-
arflokknum úr oddaaðstöðu og koma
Naser Khader í þá aðstöðu. […] Fari
kosningarnar í takt við skoð-
anakönnun dagsins má segja að það
muni takast. [...] Lendi flokkurinn í
oddaaðstöðu er Naser Khader orð-
inn valdamesti maður Danmerkur
með alla þræði í hendi sér …
Meira: magnusthor.blog.is
BLOG.IS
SIGURJÓN Sigurðsson,
formaður Handknattleiks-
félags Kópavogs, er
óánægður með þá að-
ferðafræði sem beitt er í út-
hlutun tíma til HK og
Breiðabliks í knatthúsum
Kópavogs og vill að bænum
og þar með knatthúsunum
sé skipt á milli félaganna.
Í lok september ákvað
íþrótta- og tómstundaráð
Kópavogsbæjar skiptingu
æfingatíma knattspyrnu-
deilda félaganna í Fífunni
og Kórnum. Sigurjón segir
að eðlilegast væri að félög-
in fengju starfsstöðvar
hvort í sínu húsi, þ.e.
Breiðablik í Fífunni og HK
í Kórnum. Niðurstaða ÍTK
hefði hins vegar verið sú að skipta tímunum jafnt á milli deildanna í Kórn-
um, þar sem hvor deild hefði fengið 16 tíma. HK hefði líka fengið 16 tíma í
Fífunni en Breiðablik ríflega tvöfalt fleiri tíma.
Tímunum í Fífunni hefði verið skipt eftir iðkendafjölda, en slíkt fyrir-
komulag ríkti ekki í öðrum greinum. HK hefði til dæmis nánast verið á göt-
unni með blakið og því verið sýnd ótrúleg óvirðing um árabil. Handknatt-
leiksdeild HK væri ein sú öflugasta í landinu en þótt þrír handboltavellir
væru í bænum hefði félagið aðeins aðgang að einum þeirra.
Fyrr í mánuðinum sendi formaður knattspyrnudeildar HK öllum bæj-
arfulltrúum í Kópavogi bréf vegna óánægju með skiptingu æfingatímanna
og mótmælti henni harðlega. Hann hvatti jafnframt aðra félagsmenn HK
til að gera slíkt hið sama en í bréfinu kemur meðal annars fram að með
ákvörðuninni sé félögunum att saman og fyrirkomulagið leiði til óhag-
ræðis og óþæginda fyrir iðkendur og aðstandendur þeirra.
Sigurjón tekur í sama streng og segir að málið varði hagsmuni allra í
Kópavogi. Fólk sé mjög ósátt við gang mála en nú sé lag til að skipta bæn-
um í tvö íþróttasvæði til framtíðar.
Skipting Talsmenn HK vilja vera í Kórnum
og Breiðablik fái Fífuna.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kópavogi verði skipt á
milli Breiðabliks og HK