Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 14

Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 14
14 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvernig hefur rjúpan það? Kaffispjall með Ólafi K. Nielsen, fuglafræðingi, sunnudaginn 28. október kl. 14:00 í Gerðubergi. Ólafur fjallar um ástand rjúpnastofnsins og sjúkdóma í stofninum. Einnig fjallar hann um afrán rándýra og áhrif þeirra á rjúpuna. Að erindi sínu loknu mun Óla- fur svara spurningum fundarmanna. www.skotvis.is Fundurinn hefst kl. 14:00 - sunnudaginn 28. október í Gerðubergi. Stjórn Skotvís SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavík- ur leggst alfarið gegn tillögu að nýju deiliskipulagi vegna athafnasvæðis á Hólmsheiði. Skorar stjórn félagsins á borgarstjórn að endurskoða Aðal- skipulag Reykjavíkur frá grunni. Það verði gert með það að leiðarljósi að finna aðrar lausnir á þróun borgar- innar en að ganga á það verðmæta útivistarsvæði sem skógivaxnar aust- urheiðarnar eru fyrir borgarbúa. Deiliskipulagstillagan vegna at- hafnasvæðis A3 á Hólmsheiði fór í kynningu 12. september sl. Svæðið er norðan Suðurlandsvegar og er á milli Hafravatnsvegar og hesthúsasvæðis- ins í Almannadal. Heildarstærð svæð- isins er 170 hektarar og er gert ráð fyrir að lóðir af ýmsum stærðum verði á um 100 hekturum á svæðinu. Svan- dís Svavarsdóttir, nýr formaður skipulagsráðs, benti á að frestur til að gera athugasemdir við deiliskipulags- tillöguna væri nýliðinn en hann rann út miðvikudaginn 24. október. Hún sagði að nýtt skipulagsráð myndi taka afstöðu til þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Stjórn Skógræktarfélagsins byggir afstöðu sína einkum á þeirri miklu skóggræðslu sem fram hefur farið á austurheiðum borgarinnar frá miðjum 9. áratugnum. Hún hefur ver- ið unnin í náinni samvinnu félagsins og Reykjavíkurborgar og fór embætti borgarverkfræðings með yfirstjórn verksins. Félagið bendir á að þótt þessi 170 hektara reitur sem um ræð- ir og nú er fullgróðursettur trjám hafi verið afmarkaður sem mögulegt framtíðarbyggingarsvæði á Aðal- skipulagi frá 1984, hafi á þeim tíma verið mikil gagnrýni á þá skipulagn- ingu svæðisins vegna sprunguhættu og eins vegna sjónarmiða náttúru- verndar og vatnsverndar. Fjöldi reykvískra ungmenna í Vinnuskóla Reykjavíkur hefur unnið að skóggræðslu þarna undanfarin 20 sumur. Auk þess gróðursettu skóla- börn tré á svæðinu í tengslum við verkefni Skólaskóga á árunum 1989- 94. Þá hafa verið lagðir þarna göngu- stígar svo nemur tugum kílómetra. Ræktun þykir hafa tekist framar björtustu vonum og uppvaxandi skóg- ur afar fallegur og í örum vexti. Skógræktarfélagið segir að verði byggt á svæðinu fari forgörðum öll vinnan við skóggræðsluna og um hálf milljón trjáplantna. Þar eð jarðvegur er afar grýttur verði óvinnandi vegur að flytja trjáplöntur af svæðinu. Nánast alger eyðilegging Stjórn Skógræktarfélagsins telur að þrátt fyrir góð áform um að leitast verði við að taka mið af skóglendinu í deiliskipulagi svæðisins verði eyði- legging svæðisins með hliðsjón af skógræktarsjónarmiðum nánast al- ger. Í því sambandi er bent á hvernig tókst að halda loforð um að taka „sér- stakt tillit til trjágróðurs“ við upp- byggingu í Ártúnsholti og Grafar- holti. Þá telur stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur að þessi framkvæmd sé aðeins upphafið að því að leggja allar austurheiðar borgarlandsins undir byggð á næstu árum og áratugum. Stjórnin mælir því eindregið með heildarendurskoðun á Aðalskipulagi fyrir austurheiðarnar sem taki meira tillit til félagslegs og umhverfislegs gildis skógarins. Þá varar stjórnin borgaryfirvöld „við óafturkræfum skaða og við því að fremja skemmd- arverk á borgarskógum Reykvík- inga“. Hálf milljón trjáa í hættu á Hólmsheiði Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur leggst gegn skipulagi FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VINNU við endurskoðun á skrán- ingarferli hlutafjár í evrur hjá Verð- bréfaskráningu Íslands er að ljúka og er búist við því að fyrirtæki í Kauphöll geti hafið skráningu á hlutafé sínu í þeirri mynt í nóvem- ber. Farið var í þessa vinnu í kjölfar athugasemda Seðlabanka Íslands við fyrirhugaða skráningu Straums- Burðaráss á hlutafé sínu í evrur, en þær komu fram nokkrum dögum áð- ur en skráningin átti að fara fram hinn 20. september síðastliðinn. Kemur þetta fram í samtali Einars S. Sigurjónssonar, framkvæmda- stjóra Verðbréfaskráningar, við Morgunblaðið. Þeim félögum fjölgar sífellt sem hafa sýnt áhuga á að breyta upp- gjörsmynt sinni úr krónum í erlenda gjaldmiðla og í nýbirtri spá greining- ardeildar Kaupþings segir að líklegt sé að innan tveggja ára muni félög, sem samanlagt telja 94% af mark- aðsvirði félaga á Aðallista Kauphall- ar OMX á Íslandi, gera upp í annarri mynt en íslenskum krónum. Nú þeg- ar gerir Bakkavör upp í breskum pundum, Össur í dollurum og Al- fesca, Exista, FL Group, Hf. Eim- skipafélagið, Straumur-Burðarás auk annarra félaga í evrum. Áhrif til lækkunar krónu Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlits- ins (FME) um reikningsskil í er- lendri mynt segir að tækju íslensku viðskiptabankarnir upp uppgjör í er- lendri mynt gæti myndast tíma- bundinn þrýstingur til lækkunar á gengi krónunnar á umbreytingatím- anum. Ástæðan sé sú að bankarnir þyrftu að kaupa mikið af erlendri mynt fyrir krónur til að koma á við- eigandi gjaldeyrisjöfnuði. Erfitt sé hins vegar að meta hversu mikil áhrifin yrðu á gengi krónunnar og hve langvarandi þau yrðu. Færi það m.a. eftir því hve margir bankanna tækju upp erlenda mynt, tímalengd umbreytingatímabilsins, vaxtamun- ar milli Íslands og annarra landa, stöðu viðskiptajafnaðar og gjaldeyr- isforða. Þau eru öllu færri félögin sem hafa lýst því yfir opinberlega að þau hafi hug á að skrá hlutafé sitt í erlendri mynt, en í gær kynnti stjórn Kaup- þings þau áform sín að leggja það til við hluthafafund að hlutafé bankans verði breytt í evrur og áður höfðu Al- fesca og Straumur lýst áhuga sínum á hinu sama og hafði síðarnefnda fé- lagið í raun lokið vinnu við þá skrán- ingu þegar Seðlabankinn gerði at- hugasemdir, sem áður hefur verið greint frá. Í skýrslu (FME) er einnig fjallað um skráningu hlutafjár í öðrum gjaldmiðli en krónu. Kemur þar fram að skráning og viðskipti með verðbréf í kauphöll feli í raun í sér þrjá meginþætti sem geti verið með mismunandi hætti hvað varði ís- lenskar krónur og erlenda mynt. Í fyrsta lagi er um að ræða skráningu og verðmyndun í kauphöll, í öðru lagi skráningu á eignarhaldi hjá Verð- bréfaskráningu og í þriðja lagi greiðsluuppgjör í Seðlabankanum. Skráningarkerfi kauphallarinnar er ekki sögð nein hindrun fyrir skrán- ingu hlutabréfa í erlendri mynt, en skráning á eignarhaldi hjá Verð- bréfaskráningu geti hins vegar, eins og er, aðeins farið fram í íslenskum krónum og hið sama eigi við um greiðsluuppgjör hjá Seðlabanka. Aðeins hægt í evrum Áðurnefndar athugasemdir Seðla- bankans sneru, a.m.k. að hluta til, að greiðsluuppgjörinu og vildi Seðla- bankinn láta athuga hvort það stæð- ist lög að aðrar stofnanir en Seðla- bankinn sæju um greiðsluuppgjör viðskipta með hluti Straums. Strax í kjölfar þessara athuga- semda hófst vinna hjá Kauphöllinni og Verðbréfaskráningu við aðlögun uppgjörskerfisins í samræmi við at- hugasemdir Seðlabankans og segir Einar að þeirri vinnu verði líklega lokið af hálfu Verðbréfaþings í næstu viku. Þá þurfi samstarfsaðilar þingsins, Seðlabanki og viðskipta- bankarnir að líta yfir ferlið og leggi þeir blessun sína yfir það þá geti skráning hlutafjár í evrum hafist í kjölfarið. Eins og stendur verður aðeins hægt að skrá hlutafé í evrum, en ekki í annarri erlendri mynt og er það m.a. vegna þess að þá þyrfti að finna annan aðila til að sjá um greiðslu- uppgjör viðskipta. Töluverð umræða hefur spunnist um uppgjör fjármálafyrirtækja og skráningu hlutafjár þeirra í erlendri mynt og hefur sitt sýnst hverjum. Upphafið má rekja til frétta, frá því í desember í fyrra, af því að Straum- ur-Burðarás og Kaupþing hefðu breytt stórum hluta eigin fjár síns í erlenda mynt og í kjölfarið lýsti Straumur-Burðarás því yfir að hann hygðist breyta uppgjörsmynt sinni í evrur. Þá velti fólk því fyrir sér hvort Kaupþing ætlaði að feta sömu slóð eða jafnvel skrá hlutafé sitt í erlendri mynt. Formaður bankastjórnar Seðla- bankans, Davíð Oddsson, lagðist gegn slíkum áformum og sagði með- al annars á vaxtaákvörðunarfundi hinn 21. desember 2006 að heimild í lögum til handa fyrirtækjum til að gera upp í evrum hefði ekki verið hugsuð fyrir fjármálafyrirtæki og sagði óheppilegt að slík fyrirtæki fet- uðu slíka leið. Hinn fjórtánda febrúar var svo sett reglugerð, 101/2007, frá fjár- málaráðuneytinu þar sem meðal annars er kveðið á um að vilji fjár- málafyrirtæki gera upp í annarri mynt en íslenskri krónu þurfi það að leita umsagnar Seðlabankans. Uppgjör í evrum gæti valdið tímabundinni lækkun gengis Reuters Uppgjör Þegar rætt er um að íslensk fyrirtæki taki að gera upp í erlendri mynt er í flestum tilfellum átt við evruna, en þó eru dæmi um annað. Reuters Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SÚ ÁKVÖRÐUN stjórnenda Kaup- þings banka að gera upp í evrum og leggja til við hluthafafund að breyta hlutafé bankans í evrur kemur ekki á óvart, segir Árni Mathiesen fjár- málaráðherra. „Þetta er gert í samræmi við þær reglur sem í gildi eru að því er ég best veit. Við höfum gert ráð fyrir því að fyrirtæki gætu þróast á þennan veg, þ.e. þegar viðskipti þeirra væru að svo miklu leyti í erlendum gjaldmiðlum að það sé eðlilegra að gera þau upp í erlendum myntum en íslenskri krónu. Reikningar eiga að endurspegla viðskiptin þannig að það er ekkert óeðlilegt við það,“ segir Árni. Aðspurður um hvernig mál um skráningu hlutafjár í evrum standi svarar Árni því til að það sé mál milli Kauphallarinnar og Seðlabankans og hann viti ekki annað en verið sé að vinna að tæknilegri lausn þess og ekki hafi verið talið nauðsyn- legt að gera lagabreytingar vegna þess. Hvað varðar spá greiningar- deildar Kaupþings um að helm- ingur félaga á Aðallista verði kom- inn í evrur á næstunni og 94% markaðsvirðis félaga á aðallista verði í erlendri mynt innan tveggja ára segist Árni ekki hafa sérstakar áhyggjur af þeirri þróun, svo fremi sem þetta verði í samræmi við við- skiptin sem félögin eigi í. „Ef þessu er þann veg farið og fyrirtækin uppfylla þessi lög og reglur, sem við höfum sett, er þetta ekki hlutur sem ég hef áhyggjur af.“ Árni segir heldur ekkert nýtt í því þó starfsmenn þessara fyrir- tækja geti þegið laun í evrum, það hafi alltaf verið möguleiki og fjöldi fólks sé farinn að taka lán í erlend- um gjaldmiðlum. Kemur ekki á óvart Árni Mathiesen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.