Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● VELTA í hlutabréfaviðskiptum í
kauphöll OMX á Íslandi var fremur
dræm í gær en alls skiptu hlutabréf
um hendur fyrir ríflega 5,6 milljarða
króna. Heildarvelta í kauphöllinni
nam hins vegar 18,3 milljörðum.
Mest var velta með hlutabréf Kaup-
þings, fyrir um 1,6 milljarða króna.
Úrvalsvísitala aðallista hækkaði í
gær um 0,8% og var gildi hennar
8.201,63 stig við lokun markaðar.
Mest hækkun varð á hlutabréfum
Atlantic Petroleum, 9,8%, en hluta-
bréf Eikar banka lækkuðu um 0,6%
og voru færeysku félögin því áber-
andi í gær.
Færeyingar áberandi
● STEMNINGIN
virðist hafa verið
góð á hlutabréfa-
mörkuðum í vest-
urheimi í gær.
Helstu hlutabréfa-
vísitölur hækk-
uðu merkjanlega
og er ástæðuna
helst að finna í
góðu uppgjöri
hugbúnaðarframleiðandans Micro-
soft sem kætti fjárfesta. Ennfremur
drógu bréf fjármálafyrirtækja á borð
við Countrywide og Merrill Lynch
vagninn áfram, sem og Google sem
hækkaði um ríflega 6%.
Gengi bréfa deCode Genetics,
móðurfélags Íslenskrar erfðagrein-
ingar, lækkaði um ríflega 4%.
Uppgjör Microsoft
olli kæti vestanhafs
Bill Gates
AFKOMA Exista, sem kunngjörð
var í fyrradag, var langt yfir öllum
spám greiningardeilda bankanna
sem gerðu ráð fyrir 9,7-11,2 milljarða
króna tapi á rekstri félagsins á þriðja
fjórðungi. Þess í stað hagnaðist félag-
ið um 676 milljónir króna.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær skýrist þessi mikla
spáskekkja að stórum hluta af því að
félagið uppfærði virði á óskráðum
eignum um 65 milljónir evra, jafngildi
um 5,6 milljarða króna. Á kynning-
arfundi félagsins í gærmorgun kom
fram að um er að ræða fjárfestingu
sem Exista réðst í í A-Evrópu fyrir
um 18 mánuðum, í félagi við alþjóð-
lega fjárfestingarbankann Lehman
Brothers. Ekki voru gefnar frekari
skýringar á þessu en „vegna sam-
keppnisástæðna“. Í Morgunkorni
Glitnis segir að athyglisvert sé að
frekari upplýsingar séu ekki veitta
um áhrifamesta liðinn í uppgjörinu.
En fjárfestingin skýrir aðeins um
helminginn af spáskekkjunni. Eins
og fram kemur í fréttabréfum grein-
ingardeilda bankanna vanmátu þær
einnig afkomu Exista af veltubókar-
viðskiptum, en félagið tapaði mun
lægri fjárhæð af þeim en gert hafði
verið ráð fyrir í spám. Í þriðja lagi
skýrist spáskekkjan af því að Exista
leiðrétti hlutdeild sína í afkomu
Kaupþings og Sampo frá fyrri árs-
fjórðungi.
Óþekkt fjárfesting
meðal skýringanna
ari utan landsteinanna. Hann segir
arðsemi eigin fjár það sem af er ári
vera yfir markmiðum sem sé mjög
ánægjulegt.
Það sem af er ári nemur hagnaður
til handa hluthafa Kaupþings 61,5
milljörðum króna og hefur hann
dregist saman um ríflega 6 milljarða
frá síðasta ári en þá má hafa í huga
að í fyrra var bókfærður einsskipt-
ishagnaður vegna eignar bankans í
Exista.
Meðalspá greiningardeilda bank-
anna um hagnað Kaupþings hljóðaði
upp á 15,8 milljarða króna og er upp-
gjörið aðeins lægra en engu að síður
verður það að teljast gott. Kaupþingi
hefur tekist að efla hefðbundna
bankastarfsemi, sem eins og segir í
upphafi er afar mikilvægt í ljósi þess
hversu hverfulir fjármálamarkaðir
geta verið. Gengi hlutabréfa Kaup-
þings hækkaði í kauphöllinni í gær
sem bendir til þess afkoman hafi ver-
ið yfir væntingum fjárfesta.
Undirstöður bankans
eru heilbrigðar
ÞEGAR ólga gerir vart við sig á fjár-
málamörkuðum heimsins er mikil-
vægt fyrir banka að undirstöður
starfseminnar séu heilbrigðar og
sjóðstreymi af hefðbundinni banka-
starfsemi gott. Þegar litið er yfir
uppgjör Kaupþings banka er greini-
legt að þessir mikilvægu þættir eru
fyrir hendi. Hagnaður hluthafa
bankans á þriðja ársfjórðungi nam
14,8 milljörðum króna og ber þar
hæst 20,3 milljarða hreinar vaxta-
tekjur og 13,4 milljarða hreinar
þóknunartekjur. Frá sama tímabili í
fyrra hækka þessir liðir verulega,
vaxtatekjur um 59,7% og þóknunar-
tekjur um 75,2%. Þá nam hagnaður
hluthafa bankans hins vegar 35,5
milljörðum en var borinn uppi af 37,3
milljarða gengishagnaði. Nú nemur
sá liður 2,6 milljörðum króna sem
sýnir glögglega að bankinn hefur að
einhverju leyti orðið fyrir barðinu á
ólgunni á fjármálamörkuðum.
Þegar kafað er
ofan í liðinn
gengishagnaður
kemur í ljós að
hagnaður Kaup-
þings af hluta-
bréfaeign í Bret-
landi nam 8,6
milljörðum
króna. Ekkert
kemur frekar
fram í uppgjör-
inu sem skýrir hvaða eign þetta er en
að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar,
forstjóra bankans, eru þær nokkrar.
Bankinn hefur fjárfest í skráðum
hlutabréfum í Bretlandi sem hafa
gengið vel þrátt fyrir óróann á fjár-
málamörkuðum, breski hlutabréfa-
markaðurinn hefur að sögn Hreiðars
verið sterkur að bönkunum undan-
skildum. Jafnframt hafi bankinn
hagnast á óskráðum eignum sínum.
Hreiðar segist vera ánægður með
uppgjörið, það sýni að bankinn hafi
eflt hefðbundna bankastarfsemi á
öllum mörkuðum, vöxturinn sé hrað-
Uppgjör
Kaupþing banki hf.
sverrirth@mbl.is
Hreiðar Már
Sigurðsson
EIMSKIP hefur samið um sölu á
meirihluta hlutafjár flugfélagsins Air
Atlanta. Um leið hefur Atlanta verið
skipt upp í tvö félög, annars vegar um
rekstur Air Atlanta og hins vegar
flugvélaeignarhaldsfélagið Northern
Lights Leasing, NLL, sem hefur
eignast flugflota Atlanta, alls 13
breiðþotur.
Eimskip seldi allt hlutafé sitt í
rekstrarfélaginu Air Atlanta og jafn-
framt 51% í NLL. Því heldur Eimskip
eftir 49% hlut þar, sem Baldur
Guðnason forstjóri segir að verði
seldur þegar fram líða stundir.
Félag í eigu stjórnenda Air At-
lanta, undir forystu Hannesar Hilm-
arssonar forstjóra og Geirs Vals
Ágústssonar fjármálastjóra, hefur
keypt allt hlutafé í Air Atlanta. Félag-
ið Arctic Partners, sem er í eigu Haf-
þórs Hafsteinssonar og innlendra og
erlendra fjárfesta, keypti svo 51% í
NLL af Eimskip.
Kaupverð er ekki gefið upp en í til-
kynningu til kauphallar kemur fram
að við söluna lækki skuldir Eimskips
um 210 milljónir evra, eða 18 millj-
arða króna. Verðmæti heildarhluta-
fjár Atlanta óskipts er um 44 milljónir
evra, jafnvirði um 3,9 milljarða króna.
Er stærstur hluti þess vegna flug-
vélaleiguhlutans, NLL.
Góður flugvélamarkaður
Arctic Partners eiga jafnframt Av-
ion Aircraft Trading, AAT, og segir
Hafþór Hafsteinsson, aðaleigandi
Arctic Partners, að félögin muni
starfa náið saman. Hafþór segir
markað fyrir sölu og leigu á flugvél-
um vera gríðarlega góðan um þessar
mundir. Á síðustu tveimur árum hafi
AAT keypt og selt 35 breiðþotur með
góðum hagnaði. Í dag sé félagið með
sex vélar í sinni eigu. Af þessum 13
þotum Atlanta, sem NLL tekur svo
yfir, eru tíu í rekstri, þar af fimm í út-
leigu til annarra félaga en Atlanta.
Síðan á eftir að afhenda þrjár þotur til
félagsins á næstu tveimur árum, þ.e.
núna NLL eftir þessi viðskipti.
Hannes Hilmarsson, forstjóri Atl-
anta, segir þá Geir Val fyrst og fremst
standa að kaupum á rekstri Atlanta.
Unnið verði að því að fá fagfjárfesta
að félaginu á næstunni. Hann segir
verkefnin vera næg um þessar mund-
ir í svonefndri blautleigu. Sjö vélar
eru að fara í pílagrímsflug og þrettán
vélar eru í fraktflugi á vegum Atlanta.
Atlanta skipt í tvennt
Skuldir Eimskips lækka um 18 milljarða við söluna og
félagið hyggst selja 49% hlut í Northern Lights Leasing
Flug Miklar annir eru framundan í frakt- og pílagrímaflugi Air Atlanta.
COUNTRYWIDE, stærsti íbúða-
lánasjóður Bandaríkjanna, skilaði
1,2 milljarða dala tapi á þriðja
fjórðungi ársins og er það í fyrsta
skipti í 25 ár sem sjóðurinn skilar
ekki hagn-
aði á árs-
fjórðungi.
Tapið er rakið til vandamálanna á
bandarískum fasteignamarkaði og
afskrifta í kjölfar þeirra en sam-
kvæmt Wall Street Journal er
reiknað með því að rekstur sjóðsins
muni skila hagnaði strax á yfir-
standandi fjórðungi.
Ætla má að fjárfestar hafi búist
við því að sjóðurinn myndi tapa fé
því gengi hans hækkaði um 32,4% í
gær.
Tap af
rekstri
Countrywide
! ""#
%%&''
((&))
**&'+
',&-)
'.&)+
,'&+)
'(&()
%%'(&))
,,&')
%/&%)
(&*(
%)*&+)
'&'/
(&,(
%-,)&))
(-/&))
%&*,
'%/&))
+&-+
%)'&))
''&/+
%+&)+
,-&))
.&+)
*,))&))
%%&')
(&+)
,!"*
&$3 "&&
4!. !$ "&-
53 !
6#7#
6 ##88
# # # 6
6 9#87 #98
79# 8 # 7
6 # 68# 9
#68 #
#978# 69#97
9 # # 9
78 #668#7
7#7 6# 78
7#8 7#
#68#
9 #67
8 #89#6
#67# 6
7#8
8# #7
#87 #
# 9# 8
*
# #786
67 #76
*
7# 6 #
*
*
166
9 1
761
681
6 1
861
691
661
881
1
9178
71
616
9189
71
99 1
178
6 1
1
1
661
1
*
*
77 1
*
*
167
991
7716
681
6 1
861
6917
691
8818
1
918
81
617
91
8 1
9 1
179
661
1 7
61
671
1
8 1
*
7871
61
919
:'!"
&$3
67
9
6
7
6
7
9
8
*
*
*
*
;&
&$#&
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
69##6
##6
69##6
69##6
66# #6
69##6
##6
6 ##6
!
<$ =3 )#
$$ =3 )#
>?& )#
:@ =3 )#
=! .$ )#
,)# >&$3)A! +&!"&
B!" =3 )#
53C .$ )#
@"&.$ +&!"& )#
* %& :'%)#.# )#
40 )#
/&& )#
"
79 )#
<!)&B )#
<!B D! DE:
>$ $
:! =3 )#
:F0 $
B!"B =3 )#
G! )#
H2' )#
DIH
40& )#
J&!& )#
#$"%
0 <!
#
, =" )#
,3' )#
GK GK ,/.
%0%-*
1)&(
1)&%
L
L
GK ( K
*0'/+
,**
1)&'
1)&.
L
L
;M N&
H&" %*0.)-
'0.),
1%&)
1%&/
L
L
:4>
;<K
(0(*%
-0/,/
1%&*
1)&'
L
L
GK )
GK #8
.0')'
%0*(,
1)&.
1)&+
L
L
SÆVAR Freyr Þrá-
insson hefur verið
ráðinn forstjóri
Símans og mun taka
við starfinu af
Brynjólfi Bjarna-
syni 1. nóvember
nk. Brynjólfur mun
einbeita sér að
starfsemi Skipta,
móðurfélags Sím-
ans, Skjásins, Mílu, Já og fleiri fé-
laga, en hann hefur gegnt forstjóra-
starfi þar samhliða starfi sínu hjá
Símanum. Sævar Freyr hefur starf-
að hjá Símanum frá 1995, síðast
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.
Sævar forstjóri
Símans
Sævar Freyr
Þráinsson
● GENGI hlutabréfa Spron hækkaði
um 6,29% í viðskiptum í kauphöll
OMX á Íslandi. Við lokun viðskipta var
gengi sjóðsins 15,05 krónur á hlut.
Þetta er fyrsti dagurinn sem gengi
bréfa Spron hækkar í kauphöllinni en
gengi hans hefur lækkað um 9,8% frá
fyrsta dagslokagengi sem skráð var á
þriðjudag.
Víst má telja að einhverjir fjárfestar
hafi séð sér leik á borði og talið bréf
sjóðsins orðin ódýr en velta með þau
var töluverð í gær, um 501 milljón
króna.
Loks hækkar Spron
REKSTUR Skipta, móðurfélags
Símans, skilaði 3,3 milljarða króna
hagnaði á þriðja ársfjórðungi og í af-
komutilkynningu félagsins kemur
fram að það sé 6,4 milljarða króna af-
komubati frá sama tímabili í fyrra.
Afkomubatinn skýrist fyrst og
fremst af gengisþróun íslensku
krónunnar sem og 1,3 milljarða
króna hagnaði af sölu á Fasteigna-
félaginu Jörfa og góðum rekstri
dótturfélaga, en auk Símans reka
Skipti fjarskipta- og upplýsinga-
tæknifyrirtæki erlendis.
Erlend félög sem eru ný í uppgjöri
Skipta skila félaginu góðum tekjum
en sala hefur aukist um 33% á milli
ára.
Mikill
afkomubati
STAN O’Neal, for-
stjóri Merrill Lynch
fjárfestingarbank-
ans, á að hafa komið
máli við stjórnendur
Wachovia, fjórða
stærsta banka
Bandaríkjanna, í
síðustu viku og lagt
til að fyrirtækin
rynnu saman. Frá þessu greinir Fin-
ancial Times og vísar til heimilda
sem herma að fyrir vikið hafi O’Neal
uppskorið gremju stjórnarmanna
Merrill.
Sérstaklega mun það hafa pirrað
menn að O’Neal hafði ekki borið mál-
ið undir eigin stjórn og er talað um
að starf hans sé í hættu. Slíkar
vangaveltur hafa glatt fjárfesta og
hækkaði gengi Merrill um 5% við
opnun viðskipta í gær.
Samruni í
vændum?
Stan O’Neal
♦♦♦
♦♦♦
♦♦♦
● ICELANDAIR Group tekur við
rekstri tékkneska flugfélagsins Trav-
el Service á fjórða ársfjórðungi en
ekki þeim þriðja eins og áður hafði
verið tilkynnt. Þetta kemur fram í til-
kynningu til kauphallar en þar segir
að áhrif samrunans á afkomu Ice-
landair á árinu verði minni en áður
hafði verið gert ráð fyrir.
Ennfremur hefur hátt gengi krón-
unnar og hærri viðhaldskostnaður
en áætlað var haft áhrif á útflutning
frá landinu og þannig á rekstur Ice-
landair Cargo.
Áhrifum af Travel
Service seinkar