Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 26
|laugardagur|27. 10. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Grænlensk náttúra, skandinav-
ísk naumhyggja og asísk áhrif
einkenna hönnun Ritu og Nickie
Isaksen. » 30
tíska
Titus Dickens var 16 ára er hann
greindist með geðhvörf. Móðir
hans Claire gafst aldrei upp í
baráttunni við sjúkdóminn. » 28
daglegt
Víkingar Stefán og Snær Seljan vöktu athygli þegar þeir sýndu íslenska glímu í Rússlandi.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Rússarnir höfðu sambandvið okkur og buðu ís-lenskum glímumönnumað koma og taka þátt í
þessu heimsmeistaramóti í svokall-
aðri beltisglímu eða Belt Wrestling.
Við þáðum það að sjálfsögðu þó svo
að við séum ekki mjög vanir þess-
um fangbrögðum, þau eru þónokk-
uð ólík þeim sem viðhöfð eru í ís-
lenskri glímu. En við fengum
svolitla leiðsögn hjá íslenskum
glímumönnum sem höfðu farið til
Kasakstans og keppt þar í belt-
isglímu í fyrrahaust,“ segir glímu-
maðurinn Stefán Geirsson sem er
nýkominn heim frá sinni fyrstu
Rússlandsför þar sem hann tók
þátt í fyrrnefndu heimsmeist-
aramóti ásamt tveimur öðrum
glímuköppum, þeim Snæ Seljan
Þóroddssyni og Júlíusi Gunnari
Björnssyni.
„Beltisglíma er frekar ung
íþróttagrein og keppendur úr öðr-
um fangbragðaíþróttum eru gjarn-
an fengnir til að taka þátt í mótum
til að efla þessa íþrótt. Þetta var
mjög skemmtilegt þó svo að við
ættum ekki mikla von um verð-
launasæti, enda höfðu þessir menn
áralanga þjálfun í beltisglímu og
margir þeirra vanir grísk-róm-
verskum fangbrögðum. Þeir voru
líka þó nokkuð ólíkir okkur í vext-
inum, þéttir og samanreknir en við
aftur á móti hávaxnari og grennri.“
Keppnin fór fram í borginni Ufa
sem er austarlega í Evrópuhluta
Rússlands, höfuðborg sjálfstjórnar-
lýðveldisins Baskortostans.
Lentu í yfirheyrslum
„Það kom mér á óvart hversu
evrópskt umhverfið var þarna,
byggingar og annað slíkt, sér-
staklega í ljósi þess að borgin er
ekki svo langt frá Úralfjöllum og
hinum megin við þau tekur Asía
við. Þó var andrúmsloftið ólíkt því
sem við þekkjum. Til dæmis lenti
fréttamaðurinn og myndatökumað-
urinn frá RÚV sem fóru með okkur
í þessa ferð í yfirheyrslum vegna
þess að þeir höfðu verið að taka
myndir af olíuhreinsunarstöð. Eins
var öryggisgæslan mjög ströng þar
sem Pútín forseti kom og heiðraði
okkur glímumenn með nærveru
sinni á mótinu. Þetta var svolítið
framandi fyrir okkur Íslendinga,
sem eigum alveg eins von á því að
rekast á forsetann okkar í næstu
sjoppu. Það voru allir á nálum dag-
ana áður en Pútín kom til borg-
arinnar og fjöldi varðhunda á
hverju strái og nánast heill her
vopnaðra manna stóð vörð. Leitað
var á öllum sem fóru inn á svæðið
og allt var harðlokað og læst þar
sem hann birtist. Það var sérstök
glímusýning fyrir hann í þessar fáu
mínútur sem hann staldraði við og
við sýndum þá íslenska glímu og
búningurinn okkar, þar sem ís-
lenski fáninn nær yfir allan efri
búkinn, vakti þónokkra athygli
Rússanna,“ segir Stefán sem hefur
glímt frá því hann var strákur.
„Það er hefð fyrir glímu hér í
Flóanum en glímuiðkun hafði legið
niðri um tíma þegar Jón M. Ívars-
son reif hana upp árið 1988 og fór
að kenna hana. Síðan þá hefur hún
verið stunduð af kappi hér í sveit-
inni,“ segir Stefán, sem er kúabóndi
í Gerðum og kennir yngri kynslóð-
inni glímu en krakkarnir eru mjög
áhugasamir og fleiri stúlkur en
strákar æfa glímu hjá honum.
Stefán segir að ætlunin sé að efla
beltisglímu hér á landi og núna á
sunnudag verður fyrsta Íslands-
meistaramótið í beltisglímu og Stef-
án ætlar að sjálfsögðu að taka þátt
í því. Sama dag verður líka fyrsta
Íslandsmeistaramótið í hrygg-
spennu og lausatökum. Á laugardag
verður fyrsta umferð í Meist-
aramóti Íslands í hefðbundinni ís-
lenskri glímu.
Sniðglíma á lofti Stefán er hraustur og fór létt með að lyfta Snæ Seljan.
Fangbrögð
fjörleg í
Rússlandi
Beltisglíma Snær Seljan Þóroddsson tekst á við Goshovskiy Oleg og tekur á öllu sínu.
www.glima.is
Beltisglímumót í glímuhúsi Ár-
manns á sunnud. kl. 10:00.
Hefðbundin glíma í Íþróttahúsi
Hagaskóla á laugard. kl. 14:00.
Mikið er rætt og ritað um nýjaþýðingu á Biblíunni. Í Raup-
ararímu stendur:
Biblían er sem bögglað roð
fyrir brjósti mínu,
gleypti eg hana alla í einu,
ei kom það að gagni neinu.
Karl af Laugaveginum orti:
Horfi ég upp í himininn
í heiðríku veðri og stillu:
Sá sem eitt sinn var eingetinn
er orðinn að þýðingarvillu.
Einar Jochumsson, bróðir Matt-
híasar, orti á sínum tíma:
Biblían er bók svo römm
að börn til leiðir vantrúar.
Hún er meiri höfuðskömm
og hneyksli en ljóðin Símonar.
Hilmir Jóhannesson mjólkur-
fræðingur á Sauðárkróki hlustaði á
útvarpsfréttirnar þegar fregnir
bárust af menguðu vatni í Osló og
varð þá að vísu:
Vor þjóð með sanngirni sér sko
sökina á oss brenna.
Oslóardrullan er sko
Íslendingum að kenna.
Björn Stefánsson bendir á að „ef“
hafi dottið út í vísu Káins í Vísna-
horninu og leiðréttist það hér með:
Það er ekki út í hött
ort að þessu sinni;
ef hefi’ eignazt urðarkött,
öllum köttum minni.
Og Björn rifjar upp að urð-
arköttur er samkvæmt Orðabók:
„1. útileguköttur, 2. köttur, sem
hefur lifað á dauðum manns-
skrokkum í þrjá vetur, fyllst af
forneskju og drepur með augna-
tilliti sínu einu saman.“
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af Biblíu og þýðingu