Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 27

Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 27
úr sveitinni MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 27 Nú um veturnætur líta margir um öxl, einkum til veðráttunnar, ekki síst þeir sem eiga svo margt undir sól og regni. Í þeim hópi eru bændurnir sem nýta frjósama fósturmoldina og njóta þess sem til er sáð. Eins og margoft hefur komið fram var sumarið ein- stakt, að minnsta kosti hér á Suður- landi. Miklir þurrkar og hiti marga daga yfir 20 gráður hér í uppsveitum. Heyfengur er þó talinn með ágætum, grænmetisuppskera góð og korn þroskaðist vel. Ekki leit vel út með uppskeru hjá garðyrkjubændum um tíma en frá síðari hluta ágústmánaðar má segja að hafi verið nær stanslaus vætutíð. Það gefur auga leið að uppskeru- störf eru erfið í svona tíðarfari. Þeir bændur sem rækta korn áttu í erf- iðleikum með slátt á ökrum sínum og garðyrkjubændur hafa varla komist um garðlöndin fyrir bleytu og er upp- skerustörfum enn ekki allstaðar lok- ið.    Þegar skammdegismyrkrið leggst yf- ir og dagarnir styttast æ meir í báða enda hefst hefðbundið félagsstarf sem er allmikið yfir vetrarmánuðina. Kóræfingar eru komnar á fullt en hér í uppsveitum Árnessýslu starfa all- nokkrir kórar. Skálholtskirkjukórinn fór til Róm- arborgar og söng m.a. fyrir páfa. Hér starfar kvennakórinn Upp- sveitasystur, Vörðukórinn sem er blandaður kór, Barna- og unglinga- kór Biskupstungna auk Karlakórs Hreppamanna sem telur nú um 60 söngmenn. Hjá þeim félögum verður haldið árlegt herrakvöld í Fé- lagheimilinu á Flúðum 9. nóvember. Karlakórinn varð 10 ára þann 1. apríl síðastliðinn. Af því tilefni er á næst- unni væntanlegur geisladiskur með söng þeirra félaga, lögin voru tekin upp síðastliðið vor. Þá er félagsstarf eldri borgara um- talsvert og fjölbreytt. Hvað er betra en að eiga góðar samverustundir með jafnöldrum og vinum til margra ára?    Sauðkindin sem hefur fylgt bændum allt frá landnámi á mikil ítök í hugum margra. Fáir eða engir bændur hér í uppsveitum hafa þó alla afkomu sína af sauðfé. Allnokkrir þeirra sem skor- ið var niður hjá, vegna fyrirbyggjandi aðgerða gegn riðuveiki, hafa fest kaup á líflömbum nú og í fyrrahaust. Sums staðar er aðeins um fáar kindur að ræða sem eru ungum og eldri til ánægju og lífsfyllingar. Þetta á við um Biskupstungur og Hrunamannahrepp. Það er talað um heimtur og vænleika, kynbætur o.fl. Fallþungi dilka er misjafn eftir bæj- um, sumstaðar heldur lakari en í fyrra. Hjá Sláturfélagi Suðurlands á Sel- fossi lýkur slátrun þegar vika er liðin af nóvember. Meðalvigt dilka er 15,4 kg. sem er ívið minna en í fyrra. Á móti kemur að flokkun er að jafnaði betri. Fjárræktarfólki ber saman um að gerð fjárins sé alltaf að batna. Frá því farið var að ómskoða fitu og mæla þykkt hryggvöðva lamba fyrir nokkr- um árum og meta ásetningslömb eftir gerð hafa orðið framfarir í ræktunni. Markvisst er unnið að kynbótum alls búfjár. HRUNAMANNAHREPPUR Sigurður Sigmundsson Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Félagsstarf Víða er starf félaga eldri borgara fjölþætt eins og hjá þesum konum á Flúðum sem eru duglegar við föndurvinnu. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100            

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.