Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 34

Morgunblaðið - 27.10.2007, Side 34
34 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Meðal efnis er: • Uppáhalds jólauppskriftirnar • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. • Jólasiðir og jólamatur í útlöndum • Villibráð á aðventunni Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 föstudaginn 23. nóvember. • Smákökur og jólakonfekt. • Eftirréttir • Jólaföndur • Jólabækur og jólatónlist Og margt, margt fleira. Jólablaðið 2007 Hið árlega jólablað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 30.nóvember. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is MEÐ skrifum þessum langar mig að varpa örlitlu ljósi á það hvað hjúkrunarfræðingar gera og hvers vegna. Hjúkrunarfræðingar hjúkra fólki. Virgina Henderson, einn helsti leiðtogi hjúkrunarfræð- inga á síðustu öld, sagði að hjúkr- un væri það að aðstoða ein- stakling, sjúkan eða heilan, við þær athafnir sem stuðla að heilsu hans eða bata (eða frið- samlegum dauða) sem hann myndi sjá um sjálfur hefði hann til þess þrek, vilja eða þekkingu, og að gera það á þann hátt að hann verði sjálf- bjarga eins fljótt og kostur er. Dæmi um þetta er einstaklingur sem hefur fengið heilablóðfall og lömun í kjölfarið. Hjúkr- unarfræðingur metur ástand hans og setur fram áætlun um meðferð og væntanlegan ár- angur. Í matinu og áætluninni kæmi m.a. fram að sjúklingurinn sé ekki fær um að hreyfa sig s.s. að snúa sér sjálfur í rúmi eða fara fram úr án aðstoðar, geti ekki nærst án aðstoðar, hafi ekki stjórn á þvagi og hægðum og geti ekki séð um að þvo sér sjálfur. Hjúkr- unarfræðingurinn veit að allir þessir þættir eru lífsnauðsynlegir og séu þeir á einhvern hátt skertir er m.a. hætta á húðvandamálum. Hjúkrunarfræðingurinn veit líka að húðin, stærsta líffæri mannsins, er helsta vörn hvers manns gegn sýkingum, þurrki og ýmsum öðr- um lífshættulegum kvillum. Þess vegna setur hjúkrunarfræðing- urinn fram áætlun fyrir sjúkling- inn um aðgerðir sem minnka lík- urnar á því að hann fái sár. Hjúkrunarfræðingurinn framfylgir svo áætluninni sjálfur eða sér til þess að henni sé framfylgt. Hjúkrunarfræðingar gera ým- islegt annað. Þar sem hjúkr- unarfræðingar eru oftast hjá eða nálægt sjúklingum eins og t.d. á bráðalegudeildum þar sem deild má aldrei vera án hjúkrunarfræð- ings, sinna þeir ýmsum verkefnum sem aðrir taka ákvarðanir um eins og að gefa lyf sem læknir hefur gefið fyrirmæli um og að sjá um göngu- og öndunaræfingar sjúk- lings sem sjúkraþjálfari hefur gef- ið fyrirmæli um. Þar sem læknar og sjúkraþjálfarar eru ekki öllum stundum hjá sjúklingi sjá hjúkr- unarfræðingar um þessi verkefni. Hjúkrunarfræðingar er í sam- bandi við alla aðra sem sinna sjúk- lingum. Þeir hafa því yfirsýn yfir einstaka sjúklinga og hópa sjúk- linga. Bandaríski læknirinn Lewis Thomas orðaði það svo eftir að hafa sjálfur legið á sjúkrahúsi: Hjúkr- unarfræðingar eru límið sem heldur starf- seminni og þjónust- unni við sjúklingana saman. Þrátt fyrir ára- tuga reynslu í starfi sagðist hann ekki hafa áttað sig á þessu fyrr en hann varð sjúkling- ur sjálfur. Hjúkrunarfræðinám á Íslandi er 120 ein- inga háskólanám til BS-prófs. Námið felur m.a. í sér: líf- færafræði, lífefnafræði, fé- lagsfræði, sálfræði, heimspeki, fósturfræði, frumulíffræði, lífeðl- isfræði, meinafræði, næring- arfræði, sýkla- og ónæmisfræði, lyfjafræði, tölfræði, aðferðafræði, vöxt- og þroska barna og unglinga, barneignir og heilbrigði fjölskyld- unnar, handlæknisfræði, lyflækn- isfræði, barnasjúkdómafræði, geð- sjúkdómafræði, fæðinga- og kvensjúkdómafræði, heilbrigð- ismat, bráðahjúkrun, hjúkrun full- orðinna, öldrunarhjúkrun, heilsu- gæsluhjúkrun, barnahjúkrun, geðhjúkrun, hjúkrunarstjórnun og rannsóknir. Nemendur fá kennslu og þjálfun í að hafa yfirsýn yfir sjúklinga og þarfir þeirra. Eins og allt annað í þessum heimi hefur hjúkrunarfræðin þróast. Vegna aukinnar tækni, meiri þekkingar og vaxandi krafna sjúklinga um gæðaþjónustu hafa hjúkrunarfræðingar leitast við að þróa fag sitt og starfshætti. Síð- astliðin ár hefur öryggi sjúklinga verið sett á oddinn austan hafs og vestan. Lesa má í skýrslum banda- rísku stofnunarinnar Institute of Medicine (IOM) að árlega verði hópur sjúklinga fyrir skaða eða deyi jafnvel á sjúkrahúsum vegna þess að ekki er staðið eins vel að málum og vera skyldi. Til að auka öryggi sjúklinga leggur IOM áherslu á bætta skráningu, nægan fjölda hjúkrunarfræðinga og aukna tækninotkun. Hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafa í meira en áratug unnið að og óskað eftir rafrænni skráningu og almennt aukinni notkun upplýs- inga- og tölvutækni. Því miður hafa heilbrigðisyfirvöld og heil- brigðisstofnanir hér á landi ekki náð að tileinka sér og nýta alla þá þekkingu og tækni sem til er sem talin er auka öryggi í heilbrigð- isþjónustu, og er rafræn skráning þar með talin. Hjúkrunarfræðingar sjá sjálfir um sína skráningu og það oftast á pappírsformi. Það væri vissulega kostur fyrir önnum kafna hjúkrunarfræðinga að hafa stétt hjúkrunarritara sambærilega stétt læknaritara sem myndi sjá um skráningu hjúkrunar. Samkvæmt tilmælum Landlækn- isembættisins ber hjúkrunarfræð- ingum að skrá ákveðnar upplýs- ingar um sjúklinga og meðferð. Ég hef reynt það sjálf í starfi sem stjórnandi á sjúkrahúsum hversu mikilvægt það er að hafa nákvæma hjúkrunarskráningu um hvern sjúkling. Þegar upp koma mál þar sem grunur leikur á mistökum er sjúkraskrá sjúklings og þar með talin hjúkrunarskráningin helstu gögnin sem geta gefið upplýsingar um hvað var gert og hvort farið var rétt að. Um þróun hjúkrunar á Íslandi má lesa í bók Kristínar Björns- dóttur, Líkami og sál, hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun, sem út kom árið 2005. Bókin varpar frekara ljósi á það hvað hjúkr- unarfræðingar gera og hvers vegna. Hvað gera hjúkrunarfræð- ingar og hvers vegna? Helga Bragadóttir varpar örlitlu ljósi á það hvað hjúkrunarfræðingar gera og hvers vegna » Vegna aukinnartækni, meiri þekk- ingar og vaxandi krafna sjúklinga um gæðaþjón- ustu hafa hjúkrunar- fræðingar leitast við að þróa fag sitt og starfs- hætti. Helga Bragadóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og lektor í Háskóla Íslands. Í LJÓÐINU Áföngum notar Jón Helgason orðin „Kverkfjallavættir reiðar“, „hornsteinar landsins braka“ og „býsn eru meðan brot- hætt jörð / brotnar ekki undan fargi.“ Þau gætu átt við um þann háskaleik sem leikinn hefur ver- ið undanfarin sex ár norðan Vatnajökuls allt frá því að Guð- mundur heitinn Sig- valdason varaði við því að setja farg Háls- lóns og Kára- hnjúkastíflna ofan á hina þunnu jarð- skorpu sem þar er. Það taldi hann óráð því að Kárahnjúkar væru eldfjöll á end- anum á virkum sprungusveimi Kverk- fjalla sem lægi í gegnum stíflustæðin. Mér fannst orð Guð- mundar stórmerk á sínum tíma en öðrum fannst það ekki og það var með herkjum að mér tókst að smeygja „skúbbinu“ mínu í 50 sekúndna frétt í lok seinni fréttatíma þar sem það vakti enga at- hygli. Ummælum Guðmundar varð ég að þjappa saman í 20 sekúndur og andmælum við þeim í aðrar 20 sek- úndur til að vera ekki álitinn hlut- drægur. Síðan hefur þetta nánast verið feimnismál. Því var afneitað að sprungusveimurinn væri virkur við Kárahnjúka og farið leynt með að heitt vatn fyndist þar í borhol- um og að heitar laugar væru skammt innan við stífluna í nánd við misgengisbergganga á eldvirku svæði þar sem flikruberg hafði komið upp af miklu dýpi. Fyrir nokkrum árum birti ég „skúbbf- rétt“ um það að þegar farg Vatna- jökuls minnkaði ykist eldvirkni. Það hringdi ekki bjöllum þótt vitað væri að fargbreytingar Grímsvatna hefðu valdið gosum og að þegar farg ísaldarjökulsins hvarf fyrir 11000 árum þrítugfaldaðist eld- virkni norðan Vatnajökuls. Þegar skjálftahrina hófst við Upptyppinga í algeru samræmi við fyllingu Háls- lóns lögðu fjölmiðlar áherslu á að engin tengsl væru þarna á milli og að lónið og virkjunin væru utan áhrifasvæðis skjálftanna. Blaðið birti kort þar sem Kárahnjúkar og Snæfell voru færð 40 km til aust- urs til að undirstrika fyrirsögn um þetta! Í ágústlok gat ég ekki orða bundist og bloggaði um það sem nú hefur verið staðfest, að rússneska rúllettan sem þarna er spiluð geti ýtt undir eldgos. Það yrði fyrsta eldgosið í heiminum af mannavöldum. Sumir kunna að hugga sig við það að hugsanlegt gos verði rólegt dyngjugos sem geti varað í áratugi eða jafnvel aldir og skapað ferðamannatekjur. Ég vil hins vegar spyrja þessara spurninga: 1. Verður það Íslend- ingum til sóma og ábata að hafa stór- skaðað verðmætustu ímynd landsins sem er fólgin í því að einstæð náttúra þess sé látin ósnortin? 2. Vitað er að gos koma ekki alltaf upp þar sem fyrstu skjálftarnir koma. Er hægt að útiloka að um- brotin verði undir Hálslóni eða í enda sprungusveimsins við stíflurnar? 3. Mun það hafa svipuð áhrif þegar farg Hálslóns minnkar síðla vetrar og fargminnkun ísaldarjökulsins og Grímsvatna hafði? 4. Ef kvika brýst upp undir vatni, verður það þá ekki öskugos? 5. Verður út- blástur lofttegunda í eldgosi af mannavöldum sett á útblást- ursreikning Íslendinga? 6. Er vitað til þess að Íslendingar hafi haft í heiðri loforð sín frá Ríóráðstefn- unni um að náttúran skuli njóta vafans við framkvæmdir? „Skratt- inn er leiðinlegt veggskraut,“ sagði Davíð Oddsson um vísbendingar um loftslagsbreytingar af manna- völdum. En ekki veldur sá er var- ar. „Kverkfjalla- vættir reiðar“ Ómar Ragnarsson skrifar um hugsanlegt eldgos af mannavöldum Ómar Ragnarsson » Í sex ár hef-ur verið feluleikur með það að með myndun Háls- lóns var storkað náttúruöflum og tekin stórfelld áhætta með ófyrirsjáan- legum afleið- ingum. Höfundur er formaður Íslands- hreyfingarinnar – lifandi lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.