Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 39 MINNINGAR Í Svíþjóð þar sem ég ólst upp segir máltæki: „Kært barn á sér mörg nöfn“. Orðatiltækið vís- ar vel til Þórunnar ömmu minnar. Fyrir litla stúlku í Sví- þjóð var hún amma á Íslandi, amma í Lækjarkinn, bókaamma sem fóstraði lestraráhugann með bókum af bóka- safninu, tónlistaramma sem leyfði okkur að glamra á píanóið og hlusta á Abba-plötur inni í stofu þegar við systkinin dvöldumst hjá henni sum- arlangt. Mataramman mikla sem allt- af átti „nóg brauð frammi“, unga, fal- lega, glæsilega amma mín sem vakti svo mikla athygli og ég var svo mont- in af þegar hún heimsótti okkur til Svíþjóðar. Eftir að við fluttum heim til Íslands og skólaganga tók við á Ak- ureyri varð hún fljótlega prófloka- amma. Aldrei var neinu prófi fagnað né tekið á móti einkunn nema hringja í ömmu Þórunni um leið og heim var komið. Alltaf sýndi hún mér sama áhugann, hrósaði mér eða stappaði í mig stálinu eftir atvikum og árangri. Stundum var mesta gleðin við að ljúka prófum sú að geta hringt í ömmu með góðan árangur en jafn mikil var huggunin í símtalinu ef ár- angurinn var ekki í samræmi við mín- ar væntingar. Þá sagði hún iðulega að ég væri of kröfuhörð á sjálfa mig og „alveg eins og pabbi þinn“ og hló við. Þegar ég tvítug hleypti heimdrag- anum og fluttist til Reykjavíkur til að hefja háskólanám varð heimili afa og ömmu mitt athvarf í stórborginni. Þangað var alltaf jafn gott að koma, setjast við eldhúsborðið með kaffi- bolla og sneið af heimabakaðri hjóna- bandssælu, fá fréttir og segja frá með gömlu góðu Gufuna í bakgrunni. Þegar ég fór að búa og eignast börn varð hún „amma ráðagóða“ með ótal ráð og reynslusögur um hvernig hægt væri að hreinsa bletti úr fötum, metta sísvanga munna og takast á við strákapör og uppeldi kraftmikilla drengja. Öll einkenndust þau af húm- or og mikilli hlýju og algeng spurning var: „Hvað segja strákarnir litlu, eru þeir ekki alltaf jafn svangir?“ Eftir að synir mínir stækkuðu varð hún elskuð á heimilinu sem „pönnukökuamma“, amma sem kom með upprúllaðar pönnukökur með sykri í heimsóknir og afmæli og gerði alltaf stormandi lukku. Amma og afi hafa alltaf verið mér góðar fyrirmyndir og kennt mér margt. Ásamt hirðusemi og ráðdeild eru hugulsemi og þakklæti þar með mikilvægustu lexíunum. Hugulsemi gagnvart öðrum og þakklæti yfir því sem okkur hlotnast í lífinu. Að eiga góðan maka, fjölskyldu og vini er mikil gæfa og ber að sinna af alúð. Þennan lærdóm mun ég geyma með mér alla ævi. Ég kveð ömmu mína með þakklæti fyrir þann tíma sem ég og fjölskylda mín höfum fengið að eiga með henni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir. Það er erfitt að kveðja elskulegu ömmu okkar. Hugur og hjarta fyllast af hlýju og yndislegum minningum. Við systurnar munum allar eftir því hvað við sóttum mikið í að vera hjá henni þegar við bjuggum í Hafnar- firðinum áður en við fluttumst til Sví- þjóðar. Fallegi garðurinn í Lækjar- kinn, búðarleikirnir og lækurinn svo ekki sé minnst á þegar við fengum að hjálpa til við að snúa kleinum við baksturinn. Okkur þótti öllum erfiður aðskiln- aðurinn frá ömmu og afa þegar við fluttum til Svíþjóðar og síðar til Akur- eyrar. Minningarnar frá heimsóknun- um eru þó margar og góðar. Ferða- lögin á milli Íslands og Svíþjóðar áttu eftir að verða mörg og eftirvæntingin eftir að hitta ömmu var alltaf jafn Þórunn Elíasdóttir ✝ Þórunn Elías-dóttir fæddist á Davík hinn 11. jan- úar 1931. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 14. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Víði- staðakirkju í Hafn- arfirði 23. október. mikil í hvert einasta sinn. Bílferðirnar á milli Akureyrar og Reykjavíkur voru ófá- ar en þökk sé ömmu voru þær skemmtileg- ar þótt þær væru lang- ar fyrir lítil börn. Hún þuldi vísur, sagði okk- ur frá umhverfinu og stöðunum sem við keyrðum fram hjá, hvað fossarnir hétu, árnar og fjöllin. Kunn- átta hennar var óend- anleg! Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar við keyrðum fram hjá Baulu, þá sagði hún okkur söguna um Búkollu og svo var stoppað til að fá sér ís. Amma lagði sitt af mörkum til þess að íslenskan héldist við hjá okkur og las inn sögur á spólur s.s. „Eldfærin“ og „Stígvélaði kötturinn“, tók upp ís- lenskt barnaefni á vídeóspólur og sendi okkur til Svíþjóðar. Á síðustu árum hittum við ömmu oftar, sérstak- lega eftir að við fluttum til Reykjavík- ur. Það var alltaf gott að koma í Hafn- arfjörðinn í fallega rauða húsið. Þar tók alltaf á móti manni svo mikil hlýja og kærleikur því amma gerði sitt besta til þess að öllum liði vel. Allt sem amma gerði var svo fallegt og vandað en þannig verður hún alltaf í minningu okkar, svo falleg, góð og vönduð kona sem við elskuðum öll svo mikið. Elsku amma, við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig að og kveðjum þig með miklum söknuði. Þín barnabörn, Anna Lea, Þórunn, Kristrún og Leó. Elsku systir! Þótt við vissum hvers mátti vænta eftir langvinna baráttu við illvígan sjúkdóm höfðum við vonast eftir að við ættum eftir að vera samvistum lengur. Við andlát þitt er skarð fyrir skildi en það er þó huggun harmi gegn að eiga ómetanlegar minningar um elskulega systur sem við getum glaðst yfir. Það rifjast upp minningar frá æskuárunum á Dalvík þar sem við áttum okkar rætur og gleði og sorgir í skjóli ástríkra foreldra. Það er margs að minnast og margt sem kemur upp í hugann sem við geymum í sjóði minninganna. Fyrst og fremst viljum við þakka þér, elsku systir, fyrir allar ánægju- og gleðistundirnar sem við áttum saman en þar áttir þú þinn stóra þátt með glaðværð þinni og gestrisni. Á kveðju- stund sendum við Yngva og drengj- unum ykkar fjórum sem og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk í sorg sinni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Bára, Bjarki og Björn og fjölskyldur. Fyrir skömmu fékk ég þær fréttir að föðursystir mín og guðmóðir hefði verið lögð inn á líknardeild Landspít- alans þar sem hún lést um síðustu helgi eftir hetjulega baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Dóda frænka var glæsileg og hjartahlý kona sem bar af hvert sem hún fór. Smitandi hlátur hennar og töfrandi útgeislun fór ekki framhjá neinum. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að heyra framar rödd hennar hinum megin á símalínunni þegar síminn hringir en hún var vön að slá reglu- lega á þráðinn til að athuga hvort allir hefðu það ekki sem best. Ég sá Dódu síðast í sumar þegar ég var í heimsókn á Íslandi. Ég og pabbi heimsóttum þau hjónin í nýju íbúðina í Hafnarfirðinum þar sem hún sýndi mér hvern krók og kima, alsæl með nýja heimilið. Gestrisni var henni í blóð borin og engin undantekning var á því í þessari heimsókn þar sem hún töfraði fram margvíslegt góðgæti og sló á létta strengi. Ég hefði aldrei trú- að því þá að þetta væri í síðasta skipt- ið sem ég sæi Dódu frænku. Fráfall hennar skilur eftir sig stórt skarð sem ekki er hægt að fylla. Ég er þakklát fyrir að hafa átt jafn dásamlega föð- ursystur og guðmóður og Dóda var. Elsku Yngvi, Friðrik, Björgvin, Stefán, Yngvi Rafn og fjölskyldur. Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk. Hvíl í friði, elsku Dóda. Þín bróðurdóttir, Þórunn María. Margs er að minnast þegar góð vin- kona fellur frá. Minningar okkar um Þórunni Elíasdóttur eru allar ljúfar og skemmtilegar. Það eru mikil for- réttindi að hafa notið samvista við hana í gegnum árin. Hún var vel gerð og henni margt til lista lagt. Allir sem kynntust henni fóru auðugri af henn- ar fundi. Það var okkur mikið gleði- efni þegar hún kom fyrir hálfum mán- uði, meira af vilja en mætti, til að vera með okkur í saumaklúbbnum og átt- um við þar saman ánægjulega dag- stund. Sýnilegt var þá að hverju dró. Það verður tómlegra þegar við hitt- umst á næsta fundi án hennar. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum kæra vinkonu. Sárastur er þó söknuður Ingva eiginmanns hennar, sona, tengdadætra og afkom- enda. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð gefi ykkur styrk á þessari miklu sorgarstundu. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir) Saumaklúbburinn. Mæt kona er fallin frá. Við Dóda kynntumst í MA fyrir meira en 60 ár- um. Við lentum í sama bekk, báðar ut- an af landi og áttum margt sameig- inlegt. Ég var ótrúlega heppin að kynnast þessari glaðværu stúlku, sem var bæði falleg og góð. Hún átti kost á því að skreppa heim í stuttu fríi því að heimili hennar var á Dalvík. Mér er ógleymanlegt er hún bauð mér þang- að með sér. Á Víkurhóli var mér tekið sem einni af fjölskyldunni. Húsbónd- inn hlýlegur og brosmildur, húsfreyj- an umvafði allt með umhyggju og myndarskap. Uppi á lofti bjó Bára, stóra systir, með Árna eiginmanni sínum og bræður Dódu voru enn í heimahúsum. Í þessu hlýja hreiðri óx og dafnaði heimasætan Dóda. Sam- vera okkar í MA varð styttri en ég hafði vonast til því að árið 1947 kom glæsilegur nýútskrifaður íþrótta- kennari til starfa á Dalvík. Hann hreif hug og hjarta Dódu algjörlega. Hún flutti með honum til Hafnarfjarðar þar sem þau hófu búskap. Sumir telja tilviljun ráða miklu í lífinu, aðrir guð- lega forsjón. Ég hallast að því síðar- nefnda og tel farsælt samlíf Dódu og Yngva dæmi um það. Þeim tókst að enduróma heimilisandann á Víkurhóli þar sem góðvild og gestrisni réð ríkj- um. Gagnkvæm virðing og umhyggja hjóna er grundvöllur farsæls heimilis- lífs. Í þessu hamingjuhreiðri fæddust þeim hjónum fjórir mannvænlegir synir, sem allir hafa stofnað heimili með sínum úrvals eiginkonum. Það er staðreynd, sem aldrei verður ofmetin, að traust heimili eru hornsteinar sam- félagsins. Við Dóda töluðum oft um afkom- endur okkar, fullar gleði og þakklætis fyrir góða heilsu þeirra og farsæld. Það að samgleðjast er gefandi tilfinn- ing og hana ræktaði Dóda svo sann- arlega. Langþreytt og sárþjáð, á banabeði, var hún jákvæð, æðrulaus og gefandi. Þakklát guði og góðum mönnum fyrir liðnar gleðistundir. Eiginmaður Dódu og fjölskylda voru henni allt, enda stóðu þau þétt saman og önnuðust hana af alúð til hinstu stundar. Ég er þakklát fyrir indælar minningar um góða, trausta vinkonu, sem gerði lífið bjartara með nærveru sinni. Guð blessi Dódu og alla ástvini hennar. Þórný Þórarinsdóttir. Sölnuð eru blómin, sumarið er búið, sólin blessuð hefur í vetrarfaðminn flúið. Litir haustsins minna á liðna sumardaga, ljóssins bros og skuggar, það er allra saga. Haustið nálgast veturinn, það kóln- ar í veröldinni. Þórunn Elíasdóttir, vinkona okkar, er látin. Litadýrð haustsins, hljóðlát í fegurð sinni, slær mildilega hörpu saknaðar og tára. Lit- irnir, fegurðin og fjallatignin minna á Þórunni Elíasdóttur og minningarnar sem henni tengjast. Sjálf var hún í ætt við vorið og sum- arið, sólina og blómin. Hugurinn var bjartur og frjór, hjartað heitt og kær- leiksríkt og brúnu augun brostu við vinum hennar og ástmennum. Heil- steypt kona, sönn í athöfn og orði. Í hálfa öld höfum við undirrituð og Þórunn og Yngvi gengið saman götu vináttunnar. Í áratugi höfum við notið þeirra gæfu að vera samstarfsmenn þeirra hjóna, í skólastarfi, félagsmál- um og á akri jafnaðarstefnunnar. Til þeirra Þórunnar og Yngva var gengið með gleði í huga og af þeirra fundi fór- um við með bjartari sýn á tilveruna og aukna trú á hin góðu gildi mannlífsins. Þórunn Elíasdóttir stundaði mann- rækt án þess að vita af því. Nærvera hennar var slík. Verkin hennar gef- andi, hljóðlát og vönduð. Hjartahlýja stýrði huga og hönd. Það var ekki ónýtt að eiga slíka manneskju að í skólastarfi. Að því búa bæði kennarar og skólastjóri og samstarfsfólk allt. Að ég tali ekki um nemendur sem nutu návistar hennar og leiðsagnar á bókasafni Víðistaðaskóla. Þórunn vann ómetanlegt starf á bókasafni Víðistaðaskóla. Hún skipu- lagði, skráði og safnaði alls konar gögnum og fróðleik, sem nýttist vel við hin ólíkustu verkefni, nemendum sem kennurum. Hún hélt til haga og varðveitti á vísum stöðum á bókasafn- inu myndir og gögn um sögu skólans. Fyrir þetta allt vil ég þakka, fyrir hönd okkar sem unnum Víðistaða- skóla. Þórunn var líka góður félagi, næm og nærgætin, glaðlynd og góðgjörn, tónelsk og traust, sönn í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Til hennar er gott að hugsa og hennar er gott að minnast. Við samferðamenn hennar kveðj- um hana með virðingu og þökk. Yngva, börnum þeirra Þórunnar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum sendum við hlýj- ar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Þórunni við kveðjum og þökkum liðinn tíma, þökkum nú að baki er erfið, langvinn glíma. Til himinssala gengur, ljúf og létt í spori, lifir hugljúf minning með ilm af sól og vori. Yngvi, góði vinur, hugur hjá þér dvelur, hjartans þökk og samúð kveðjan í sér felur. Nú á kveðjustundu í sálarkynnum syrtir, en sólin kemur aftur, þá hlýnar allt og birtir. Ásthildur Ólafsdóttir, Hörður Zóphaníasson. Þótt sölni grösin græn frá vori glói hrím á blaði og steinum gróðurilm úr gengnu spori geymum við í hjartans leynum (B.D.) Kæra vinkona. Ungar bundum við þau bönd vin- áttu sem haldið hafa í meira en 70 ár. Ég ætla ekki að rekja æviferil þinn, en við Guðjón þökkum af alhug allar góð- ar stundir, bæði hér heima og erlend- is. Vertu svo best kvödd. Karla Jónsdóttir (Kalla.) Til Þórunnar. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson.) Hjartans þakkir fyrir órofa vináttu og tryggð við mig og mína. Yngva, sonum og fjölskyldum þeirra, sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Guðrún. Þórunn Elíasdóttir, elskuleg ná- grannakona mín um fimm áratuga skeið, er látin eftir hetjulega baráttu við þann illvíga sjúkdóm krabba- meinið. Ennþá virðast ekki finnast haldbær lyf né ráð við þessum erfiða sjúkdómi sem fólk á öllum aldri glím- ir við. Vonandi gerist þó kraftaverk í þeim efnum. Það var á 6. áratug síðustu aldar að úthlutað var lóðum í Lækjarkinn. Fæstir höfðu nokkur peningaráð á þeim tíma en af dugnaði og eljusemi risu húsin smám saman eitt af öðru og oftast var flutt inn löngu áður en þau voru fullbúin. Sum húsin voru stækkuð eða þeim breytt seinna meir. Við Guðni vorum svo lánsöm að eignast mikið ágætis fólk fyrir ná- granna báðum megin við okkur, Þór- unni og Yngva á nr. 14 og Margréti og Gunnar á nr. 18. Börnin okkar urðu leikfélagar og reyndar var mikil eining í barnahópnum í allri götunni. Þá var hraunið handan Lækjarins vinsæll leikvangur, þar sem farið var í feluleiki eða bú byggð í hraunboll- unum. Dóta og Yngvi áttu yndislegt heim- ili í Lækjarkinn 14. Þar var einstök hirðu- og reglusemi, bæði innan húss og utan. Dóta var með græna fingur eins og sagt er um þá sem allur gróður vex og dafnar hjá. Garðurinn þeirra hjóna var einstaklega fallegur og fékk líka verðskuldaða viðurkenningu sem slíkur. Oft naut ég þess hvað Dóta var óspör á að gefa frá sér græðlinga og plöntur ásamt góðum ráðum varð- andi gróðurinn. Það kom sér vel fyrir mig sem var fákunnandi í þeim efn- um. Seinna er þau hjónin byggðu sól- skála við húsið sitt jók það enn á fjöl- breytnina í blómaræktinni. En þegar aldurinn færist yfir verður erfiðara að halda húsinu og garðinum í horf- inu, sérstaklega þegar heilsuleysi bætist við. Fyrir tæpum tveimur árum fluttu Dóta og Yngvi í nýtt húsnæði á Herj- ólfsgötu 36. Það var gaman að sjá hvað þau hjónin af þekktum myndarskap höfðu komið sér vel fyrir í indælli íbúð í fallegu fjölbýlishúsi við sjóinn. En of stuttan tíma fengu þau að njóta þess saman. Ég kveð Dótu með hjartans þökk- um fyrir alla þá gæsku sem hún sýndi mér og mínum. Kæri Yngvi, góður Guð gefi þér og fjölskyldunni allri styrk í sorginni og blessi ykkur minningar um ástríka eiginkonu, móður og ömmu. Einlægar samúðarkveðjur. Vilborg.  Fleiri minningargreinar um Þórunni Elíasdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.