Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Jó-hannesdóttir
fæddist að Gunn-
arsstöðum 10. júní
1926. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 15. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Aðal-
björg Vilhjálms-
dóttur frá Ytri-
Brekkum á Langa-
nesi, f. 24.3. 1892, d.
10.4. 1939, og Jó-
hannes Árnason frá
Gunnarsstöðum, f. 18.6. 1890, d.
25.2. 1971. Systkini Sigríðar eru:
Axel, f. 30.4. 1918, d. 11.11. 1999,
maki Sigurbjörg Bóel Jóhanns-
dóttir Malmquist; Anna Guðrún, f.
2.6. 1920, d. 16.11. 1995, maki
Jónas Aðalsteinsson, Arnbjörg, f.
31.5. 1924, d. 27.7. 2004, maki
Árni Árnason; Þorbjörg, f. 9.4.
1928, maki Kristinn Skæringsson;
Árni, f. 16.1. 1930, maki Ingibjörg
Sveinsdóttir; Arnþrúður Margrét,
f. 25.7. 1931, maki Sigurður
Gunnlaugsson, og Guðbjörg, f.
6.1. 1934, maki Benedikt Hall-
dórsson.
Hinn 10. júní 1951 giftist Sig-
ríður Sigfúsi Aðalbergi Jóhanns-
syni frá Hvammi í Þistilfirði, f.
5.6. 1926, d. 2.8. 2007. Foreldrar
hans voru hjónin Jóhann Ólafur
Jónsson, f. á Hávarðsstöðum í
Þistilfirði 20.6. 1888, d. 31.7. 1962,
og Kristín Sigfúsdóttir, f. í
Hvammi 2.11. 1894, d. 18.3. 1969.
Börn Sigfúsar og Sigríðar eru: 1)
Kristín framhaldsskólakennari, f.
13.3. 1949. Maki Ólafur Hergill
Oddsson læknir, f. 28.12. 1946.
Synir þeirra eru: a) Oddur, maki
Meredith Cricco, þau eiga tvo
syni. b) Sigfús, maki Margrét
Rúna Guðmundsdóttir, þau eiga
eina dóttur. c) Lýður, maki Rósa
Hrönn Haraldsdóttir, þau eiga
þrjár dætur. 2) Jóhannes, f. 6.2.
1952, d. 3.1. 1953. 3) Jóhannes
bóndi, f. 14.5. 1953. Maki 1. Berg-
hildur Gréta Björgvinsdóttir, f.
26.7. 1954, d. 8.7. 2003. Börn
þeirra eru: a) Axel, f. 10.3. 1975,
fylgdarmaður ferðamanna, eða
með skilaboð á bæina þar sem
snemma kom sími að Gunnars-
stöðum. Lengst af var tvíbýli á
Gunnarsstöðum, margt fólk og
mikill samgangur og samvinna
milli búanna. Eftir fráfall móður
sinnar dvaldist Sigríður um skeið
hjá Guðbjörgu Árnadóttur föður-
systur sinni í Hveragerði. Hún
vann einnig um tíma á hótelinu í
Hveragerði. Sigríður nam við hér-
aðsskólann að Reykholti veturinn
1943-1944 og síðan við Hús-
mæðraskólann að Laugalandi
veturinn 1944-1945. Sigríður og
Sigfús stofnuðu heimili á Þórs-
höfn árið 1950, en 1951 hófu þau
búskap á Gunnarsstöðum, fyrst í
félagi við föður Sigríðar. Þar stóð
síðan heimili þeirra óslitið í 55 ár
eða til haustsins 2006 er þau
fluttu á Dvalar- og hjúkrunar-
heimilið Naust á Þórshöfn. Margt
barna kom til sumardvalar til Sig-
ríðar og Sigfúsar og einnig voru
þar fjölmargir erlendir skiptinem-
ar frá öllum heimshornum til
lengri eða skemmri dvalar. Um
árabil var barnaskóli sveitarinnar
haldinn á heimili þeirra, svo oft-
ast var hvert sæti skipað við stóra
eldhúsborðið árið um kring. Sig-
ríður var mikil atgerviskona,
verklagin, ósérhlífin og listræn í
höndum. Hún var vel lesin um
sögu lands og þjóðar, stálminnug
og hafði róttækar fastmótaðar
skoðanir á þjóðmálum sem hún lét
hispurslaust í ljós. Röggsemi og
glaðværð einkenndi fas hennar,
hún söng oftast við vinnu sína og
kunni ógrynni ljóða og sagna. Sig-
ríður og Sigfús voru bæði félagar
í Leikfélagi Þistilfjarðar og tóku
þátt í mörgum leiksýningum. Um
áratugaskeið var Sigríður í
kirkjukór Svalbarðskirkju og þá
sat hún í skólanefnd Svalbarðs-
hrepps um árabil. Sigríður beitti
sér fyrir mörgum velferðar og
framfaramálum í héraðinu, svo
sem stofnun Dvalar- og hjúkr-
unarheimilisins Nausts. Hún var
heiðursfélagi í Kvenfélagi Þist-
ilfjarðar og var sá félagsskapur
afar kær. Sigríður naut þess að
ferðast um framandi lönd, en
einkanlega um Ísland, sem hún
hafði yndi af að skoða til hinstu
stundar.
Sigríður verður jarðsungin frá
Svalbarðskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
d. 21.3. 1976. b)
Axel, maki Val-
gerður Friðriks-
dóttir. Axel á tvær
dætur og Vala á tvo
syni. c) Sigríður,
maki Júlíus Þ. Sigur-
bjartsson, þau eiga
tvær dætur. d) Katr-
ín, maki Guðmundur
Friðriksson, þau eiga
eina dóttur. e) Gréta
Bergrún, maki Jón
Arnar Beck. Gréta á
eina dóttur. Maki 2.
Fjóla Runólfsdóttir.
Hún á fjögur uppkomin börn. 4)
Steingrímur Jóhann alþingismað-
ur, f. 4.8. 1955. Maki Bergný Mar-
vinsdóttir læknir. Börn þeirra
eru: Sigfús, Brynjólfur, Bjartur
og Vala. 5) Árni véltæknifræð-
ingur, f. 22.7. 1957. Maki 1. Ingi-
björg K. Jónsdóttir kennari. Þau
skildu. Dætur þeirra eru: Þóra og
Unnur. Maki 2. Hanne Matre,
kennari. Hún á einn uppkominn
son. 6) Ragnar Már bóndi, f.
20.10. 1959. Maki Ásta Laufey
Þórarinsdóttir rekstrarstjóri.
Börn þeirra eru: a) Ragnheiður,
maki Atli Ragnarsson, b) Sunna
Björk, c) Þórarinn og d) fóst-
urdóttir Ragnars og dóttir Ástu
Laufeyjar er Berglind Sigurð-
ardóttir, maki Vignir Sigurólason.
Þau eiga einn son. Vignir á tvo
syni. 7) Aðalbjörg Þuríður dag-
móðir, f. 18.8. 1967. Maki Jón
Hallur Ingólfsson bankastarfs-
maður. Börn þeirra eru: a) Hall-
grímur Ingi og b) Kristveig Anna.
Fósturbörn Aðalbjargar og börn
Jóns Halls eru: c) Jóhann, maki
Helena Sif Þorgeirsdóttir, þau
eiga þrjú börn d) Hulda, hún á
eina dóttur.
Sigríður ólst upp á Gunnars-
stöðum og átti lögheimili þar alla
tíð. Hún gekk í farskóla sveitar-
innar, sem oft var haldinn að
Gunnarsstöðum. Sigríður fór
snemma að taka til hendinni við
bústörfin. Hún var dugleg við
smalamennsku og natin við
skepnur. Á æskuárum fór hún
mikið um sveitina á hestum sem
Við lát Sigríðar tengdamóður
minnar bærast ýmsar kenndir í
brjósti, söknuður og ljúfar minning-
ar. Skammt varð á milli þeirra
sæmdarhjóna, Sigfús kvöddum við í
ágúst. Heilsu hennar hrakaði fyrir
nokkrum vikum. Kraftarnir voru á
þrotum, en hún var enn brennandi í
andanum, því aldrei var hún hálf-
volg í neinu. Fárveik fylgdist hún af
ákefð með breytingum á borgar-
stjórn Reykjavíkur hér á dögunum.
Hún fylgdist vel með högum fjöl-
skyldunnar og það var hægt að
hringja í hana til að fá upplýsingar
um hagi hvers og eins.
Af mörgu er að taka í sjóði minn-
inganna, enda hefur hann verið að
ávaxtast í tæp 40 ár. Mannlífið í
Þistilfirði hefur mikið breyst, en eitt
var óhaggað, andrúmsloftið í eldhúsi
Sigríðar. Það var sérstök nautn að
teygja úr sér í eldhúsbekknum og
rabba við þau Sigríði og Sigfús á
meðan hún sauð hafragrautinn og
taka stöðuna á heimsmálunum. Hún
naut þess innilega fara í afmælis-
veislu þeirra Árna og Hanne nú í
sumar og skoða um leið fögur sveita-
héruð Noregs. Synir mínir voru svo
lánsamir að vera langdvölum hjá
ömmu sinni og afa frá barnæsku til
fullorðinsára. Í öllu annaríkinu hafði
hún alltaf tíma til að gefa af brunni
hjartahlýju og elskusemi. Maður fór
alltaf ríkari af hennar fundi og með
nýja sýn á menn og málefni. Fyrir
allt þetta þakka ég nú að leiðarlok-
um, þegar hún fær hvílustað við hlið
Sigfúsar bónda síns. Guð blessi
minningu Sigríðar.
Ólafur Hergill Oddsson.
Aftur er komið að því að kveðja.
Sigríður tengdamóðir mín er látin
aðeins fáum vikum á eftir Sigfúsi
manni sínum. Það eru þrjátíu ár síð-
an ég hitti hana fyrst á heimili Krist-
ínar dóttur hennar á Akureyri.
Formlegar kynningar þurfti ekki,
hún heilsaði mér með sinni einstöku
hlýju og að sjálfsögðu þeim áhuga
sem allar mæður hafa á tilvonandi
tengdadætrum.
Sigríður var fædd og uppalin á
Gunnarsstöðum í Þistilfirði og bjó
þar allan sinn búskap, nánast allan
tímann í sama húsinu. Síðasta árið
bjuggu þau hjón í þjónustuíbúð á
Þórshöfn og þegar ég talaði síðast
við hana í síma rétt eftir jarðarför
Sigfúsar sagði hún mér hvað sér
hefði nú þótt gott að koma heim í
gamla húsið sitt. Í því húsi átti hún
sínar gleði- og sorgarstundir. Hún
missti móður sína á viðkvæmum
aldri og þá örsjaldan að það bar á
góma var sársaukinn greinilegur
þrátt fyrir að hún reyndi að glettast
með hvernig hún hefði hagað sér.
Seinna varð hún fyrir þeirri sárustu
raun sem getur hent nokkra móður
að missa ungan son sinn.
Sigríður var skarpgreind kona,
áköf mjög og hafði einarðar skoð-
anir. Ekki var laust við að mér sem
ungri tengdadóttur gæti af og til
þótt nóg um, en á þessari stundu er
þakklæti efst í huga mér, ekki síst
fyrir það góða samband sem við
höfðum eftir skilnað okkar Árna.
Gestrisni Gunnarsstaðafólks er
rómuð og þau hjón höfðu mikla
ánægju af að taka á móti gestum.
Þau voru bæði einstaklega fé-
lagslynd, höfðu yndi af samveru við
annað fólk og ekki síst við sína stóru
fjölskyldu. Hlátur og söngur hljóm-
aði gjarnan í kringum Sigríði. Ég
minnist orða Ragnars sonar hennar
þegar hann sagði að það væri alveg
sama hvað mamma sín væri innan
um marga, hún talaði alltaf mest og
hæst. Ég er sannfærð um að það
leiddist aldrei neinum í návist henn-
ar.
Sigríður var mikil sveitakona og
unni sveitinni sinni af heilum hug.
Hún var mjög fastheldin á gamlar
hefðir og siði og hafði oft á orði hvað
sér væri mikil raun að bruðli nú-
tímans. Hún fylgdist vel með mál-
efnaumræðu og hafði mjög
ákveðnar skoðanir á sínu samfélagi.
Mér er minnisstætt símtal við hana
síðastliðinn vetur þar sem hún
ræddi hernaðarsamninga Íslend-
inga og Norðmanna og þótti lítið til
koma. Mjög var af henni dregið síð-
ustu árin og mér þótti mikið vænt
um að hún skyldi halda þessu fram á
síðustu stundu.
Kaflaskil eru nú orðin á Gunnars-
stöðum. Húsráðendur í gamla hús-
inu eru horfnir. Aldrei verða eldús-
umræðurnar endurteknar þar sem
Sigfús bóndi sat í horninu sínu og
Sigríður húsfreyja snerist fram og
tilbaka og bar fram mat jafnhliða því
að taka fullan þátt í samræðunum.
Gríðarlega stór hópur afkomenda
kveður. Ég sendi þeim öllum sem og
öðrum aðstandendum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigríðar
tengdamóður minnar.
Ingibjörg K. Jónsdóttir.
„Að svo miklu leyti sem stríð get-
ur verið gott, þá er þetta gott stríð!“
Þessi setning hljómaði í leikhúsinu á
Akureyri í maí 2005 á frumsýningu á
leikriti þar sem deilt var á stríðið í
Írak.
Áhorfendur voru síðan beðnir að
skála fyrir frammistöðu Íslands í
Íraksstríðinu. Enginn sagði neitt,
fyrr en allt í einu að gall úr salnum:
„Nei, ég skála sko ekki fyrir því!“
Það var ekki fulltrúi ungu kynslóð-
arinnar sem svo brást við, það var
hún amma mín, Sigríður Jóhannes-
dóttir frá Gunnarsstöðum, sem
þannig stal senunni. Þetta atvik lýs-
ir henni vel. Hún hafði ákveðnar
skoðanir og var ófeimin að koma
þeim á framfæri. Hún var jákvæð,
glaðvær og bjartsýn, óhemju dugleg
og henni féll sjaldan verk úr hendi.
Amma tók þátt í félagsstarfi alla tíð
og það var eftir því tekið hin síðari
ár að frumlegustu og djörfustu hug-
myndirnar komu oft frá öldruðu
húsfreyjunni á Gunnarsstöðum.
Ég var svo heppinn að fá að dvelja
í sveitinni hjá ömmu og afa fjölmörg
sumur. Eldhúsið í gamla bænum er
mér minnisstætt. Borðið er langt og
þeim eiginleika gætt að endalaust
má bæta við það fólki í mat eða kaffi
og búrið virðist ótæmandi. Um eld-
húsið og inn í búr og aftur til baka
sveif hún amma mín syngjandi alla
daga. Þau afi voru gestrisin og
fjörug, enda heyrði ég því einhvern
tímann fleygt, þar sem ég var stadd-
ur og uppruni minn barst í tal, að
eldhúsið á Gunnarsstöðum væri
annað af tveimur skemmtilegustu
eldhúsum landsins. Mikið hlýtur hitt
að vera skemmtilegt.
Hin síðari ár var amma töluvert
slitin á líkamanum. Hún var hokin,
hæg í sporum og andstutt, virkaði
ósköp brothætt blessunin. Kímni-
gáfunni hélt hún þó alla tíð. Ég
ræddi við hana í síma eftir að hún
flutti ásamt afa á elliheimilið á Þórs-
höfn. Ég spurði hana hvernig þau
hefðu það og hún svaraði: „Æ, við
erum nú bæði orðin ósköp léleg og
ferlega rugluð. En það gerir nú svo
sem ekkert til,“ bætti hún við og hló
innilega.
Það er stundum sagt að fátt sé
sorglegra en að vita til þess að fólk
deyi aleitt. Hún amma mín dó svo
sannarlega ekki ein, hún var umvaf-
in ást og hlýju fólksins síns sem
elskaði hana, dáði og virti svo mikið
alveg fram á hinstu stundu. Guð
blessi minningu ömmu minnar frá
Gunnarsstöðum.
Oddur Ólafsson.
Heimurinn er stór. Hann er stærri en allt
túnið. Hann er svo stór að það tekur næst-
um heilan dag að skoða hann allan. Það er
svo margt að sjá.
(Njörður P. Njarðvík)
Svona hefst sagan Helgi skoðar
heiminn sem amma las oft fyrir okk-
ur barnabörnin. Á kveðjustund sem
þessari rifjast upp ótal minningar,
meðal annars sögustund þar sem
hún amma las þessa tilteknu sögu á
sinn einstaka hátt.
Hún amma á Gunnarsstöðum var
góð, hjartahlý, jákvæð og dugleg
kona. Þótt hún hefði í nógu að snú-
ast gaf hún sér iðulega tíma fyrir
okkur krakkana, hvort sem það var
að lesa fyrir okkur, spila eða syngja,
fara í leiki, í fjöruferð eða í berjamó.
Ég tala nú ekki um allar tískusýn-
ingarnar sem haldnar voru á loftinu
í gamla bænum. Fjöruferðirnar með
ömmu eru meðal þeirra dýrmætu
minninga sem ég á um hana en þess-
ar fjöruferðir voru sannkallaðar æv-
intýraferðir sem fólu í sér m.a. að
vaða berfætt yfir Garðána, tína
bobba og skeljar og syngja fyrir sel-
ina þar sem nestið var snætt úti á
Stóruklöpp.
Hún amma var einstaklega já-
kvæð manneskja. Ég held hreinlega
að það hafi verið sama hvað það var,
amma var alltaf búin að finna já-
kvæða hlið á málinu og sagði iðulega
að það væri nú ögn leiðinlegt og til-
breytingarlaust að lifa í heimi þar
sem allir hugsuðu eins og hegðuðu
sér eins. Bara að það væru fleiri sem
hugsuðu eins og hún.
Það voru mikil forréttindi að vera
alin upp í næsta húsi við ömmu og
afa og mun ég alltaf búa að því. Þær
eru óteljandi góðu samverustund-
irnar sem ég hef átt í eldhúsinu niðri
í gamla bæ þar sem slegið var á létta
strengi yfir kaffibolla.
Nú er komið að kveðjustund elsku
amma mín, nú ertu farin til afa og
þegar ég loka augunum sé ég ykkur
fyrir mér standandi í dyrunum á
gamla bænum, skælbrosandi og að
veifa í kveðjuskyni. Ég mun sakna
ykkar sárt.
Þín nafna,
Sigríður Jóhannesdóttir.
Núna er uppáhalds manneskjan
mín á allri jörðinni farin. Öll þau
sumur sem ég fékk að dvelja hjá þér
og afa voru ógleymanleg. Það var
töluverður munur á umhverfinu í
sveitinni og heima í Breiðholtinu.
En þú reyndir að brúa bilið með því
að búa til pítsu fyrir mig eitt sum-
arið. Áleggstegundirnar voru tölu-
vert öðruvísi heldur en ég átti að
venjast heima við, en ég er ekki viss
um að margir geti stært sig af því að
hafa borðað pítsu með slátri.
Þú kenndir mér svo margt og við
áttum margar frábærar stundir
saman. Hvort sem það var þegar við
sátum og spjölluðum í eldhúsinu eða
röltum út í æðarvarp.
Ekki nóg með það að þú hafir ver-
ið hjartahlýjasta manneskja sem ég
hef þekkt, heldur varstu líka sú allra
fyndnasta. Ég gleymi því aldrei þeg-
ar ég kom í heimsókn í sveitina með
einum félaga mínum. Þessi félagi
minn sat inni í eldhúsi og ég var í
sturtu. Þú bankaðir á hurðina og
spurðir mig hvort ég þyrfti ekki
hjálp við að þvo á mér bakið. Þarna
stóð ég allsnakinn í sturtu, 20 ára
gamall og vissi ekki hvað á mig á
stóð veðrið. Þú hefur líklega staðið
fyrir utan og glott út í annað. En eitt
er víst að ef ég hefði þegið aðstoð
þína þá hefðirðu með glöðu geði
veitt hana. Ég gleymi aldrei svipn-
um á félaga mínum þegar ég kom
aftur inn í eldhús.
Mér þótti svo erfitt að setjast nið-
ur og skrifa um þig nokkur orð, því
ég var svo hræddur um að það yrði
of erfitt. En þó það sé erfitt að
hugsa til þess að þú sért farin, þá
veitir það mér einhverja huggun að
hugsa til þess hversu mikla gleði þú
færðir svo mörgum.
Ég sakna þín, elsku amma mín.
Sigfús Steingrímsson
Elsku amma hefur nú kvatt okkur
í hinsta sinn, aðeins rúmlega tveim-
ur mánuðum eftir að afi fór. Eitt af
því fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar talið berst að ömmu niðurfrá
er ótrúleg jákvæðni og þolinmæði
sem hún hafði gagnvart öllu og öll-
um. Engu máli skipti hvað það var,
engin vandræði voru svo slæm að
amma gæti ekki bjargað okkur.
Ósjaldan komum við til ömmu og
afa, skítug uppfyrir haus, rennblaut
eftir leik í ánni, með öngulinn fastan
í fötunum eða með skóna fulla af
sandi. Alltaf var hægt að treysta á
aðstoð þeirra við að bjarga málun-
um. Þau höfðu óbilandi trú á öllu
sem við tókum okkur fyrir hendur
og hvöttu okkur til dáða, hversu
óraunhæfar sem hugmyndirnar um
byggingu kofa, snjóhúsa eða fleka
voru.
Á sumrin veiddum við í ánni á
færi sem afi smíðaði og færðum
ömmu aflann hæstánægð með ár-
angurinn sem sjaldan var þó meiri
en 2-3 pínulitlar lontur. Hún eldaði
svo góðgætið og taldi okkur trú um
að þetta væri herramannsmatur og
heilmikil búbót. Reyndar var alveg
sama hvað það var sem við færðum
henni, ef það var matarkyns skyldi
það eldað; gorkúlur, egg undan hin-
um ýmsu fuglum og fiskar úr ánni,
kýlnum eða netunum sem lögð voru
í sjónum. Ævinlega var tilefni til að
gleðjast og halda veislu, hvolpask-
írnir, eggjafundir, afmæli og ef
vantaði tilefni voru sömu hvolparnir
einfaldlega skírðir aftur.
Oft komum við í heimsókn til
þeirra eftir skóla á veturna og áttum
notalega stund við að syngja, fara
Sigríður
Jóhannesdóttir
Elsku amma. Mig langar til
að þakka þér hvað þú varst
alltaf góð við mig og kenndir
mér mörg ljóð og sögur. Mér
finnst gott að hafa kynnst
þér þó ég sakni þín mjög
mikið. Ég vona að þér líði vel
núna uppi á himnum og að
þú hittir afa. Ég þakka fyrir
góðu stundirnar sem við átt-
um saman.
Vala Steingrímsdóttir.
HINSTA KVEÐJA