Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 41 með vísur, spila, læra að spinna á rokkinn eða lesa. Heimurinn var þaulkannaður með Helga og bókin lesin af innlifun og með leikrænum tilburðum í hvert einasta skipti, gott ef vottar ekki enn fyrir hræðslu við álftir hjá okkur. Ósjaldan voru haldnar tískusýningar þar sem allir klæddust gömlu kjólunum hennar ömmu. Varla er hægt að hugsa sér Gunn- arsstaði án ömmu og afa eða hvernig hefði verið að alast upp án þess að hafa þau í næsta húsi. Það væri efni í langa og skemmtilega bók að rifja upp allar minningarnar um þau og hver veit nema hún verði skrifuð einhvern daginn. Elsku amma og afi, takk fyrir allt sem þið hafið gefið okkur. Berglind, Ragnheiður, Sunna Björk og Þórarinn. Það eru ótal minningar tengdar ömmu og afa úr eldhúsinu á Gunn- arsstöðum. Þær eru allar ljúfar og dýrmætar. Þegar ég bjó hjá þeim vegna starfa minna sem ferðamála- fulltrúi sátu þau gjarnan með mér við kvöldmatarborðið og sögðu sög- ur af Drauma-Jóa, Napóleon Bóna- parta, fransmönnum og ýmsum at- vikum sem gæddu byggðalagið allt miklu lífi. Amma hafði sterka frá- sagnargáfu og mjög skemmtilegan talanda. Hún var stríðin og ögrandi og tók oft sérstakan vinkil í um- ræðunni til að skerpa áherslur. Hún stóð oft með þeim sem hallað var á. En meiri væntumþykju um sveitina sína og héraðið er vart hægt að tjá betur en þau gerðu og mátti vart mun á milli sjá hvort þeirra hafði þá betur í mælskulistinni. Það er eitthvað alveg einstakt við gamla húsið, ekki síst eldhúsið. það hefur verið vettvangur fjölskyld- unnar á svo mörgum gleði- og ærsla- stundum, en einnig rólegum og notalegum stundum í næði með ömmu, sem var svo víðsýn og fróð. Amma hafði alltaf einstakt sam- band við barnabörnin sín, fylgdist með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og sagði umbúðalaust álit sitt á ýmsum uppátækjum. Henni var í mun að fólkið stæði sig, lyki því sem það hafði tekið að sér. Það var falleg, tregafull stund þegar Sigfús afi minn var kvaddur í sumar. Samspil umhverfisins, veð- urs og kirkjugesta skapaði fallega umgjörð við greftrunina, þótt rign- ingin væri eins og hressandi fossúði. Þarna var amma í síðasta sinn á peysufötunum með dætrum og tengdadætrum öllum á þjóðbúningi. Um kvöldið safnaðist fólkið saman í eldhúsinu hjá ömmu, þar sem var sungið og sagðar sögur fram á nótt. Amma mín var alsæl og þegar upp er staðið, var þetta nokkurs konar kveðjustund hennar þar sem hún sat umvafin ástvinum. Amma kepptist við að hekla teppi handa barnabarnabörnunum og var að ljúka við teppi handa ófæddu barni okkar Margrétar. Hún var bú- in að sjá sónarmynd í tölvu af barninu og þótti það mikil undur að sjá svo skýra mynd af því. Nú hafa orðið mikil kaflaskil hjá okkur Gunnarsstaðafólkinu þegar amma, ættmóðirin sjálf er gengin. Með einlæga ást í hjarta og eftirsjá kveð ég elskulega ömmu mína á Gunnarsstöðum. Sigfús Ólafsson. Við amma sátum í eldhúsinu í gamla bænum í sumar og ræddum hið nýtilkomna hlutverk mitt sem móðir er amma sagði við mig: ,,Veistu, það á að leika við börnin, maður er aldrei of góður við þau og þeim líður aldrei of vel.“ Í ljósi minninganna eru þetta ekki orðin tóm. Skemmtilegastir þóttu mér leiðangrarnir með ömmu út að sjó. Hún sagði okkur alltaf að vaða ekki of langt útí, sem ég gerði samt alltaf og fékk sjó ofan í stígvélin. Amma var ekki lengi að bjarga því, dreif mann úr sokkunum, hellti úr stígvél- unum og lánaði manni vettlingana sína til að hafa á fótunum í stígvél- unum. Við tíndum fullt af skeljum og hver og ein þeirra var gersemi, kuð- ungarnir voru samt bestir. Ef amma fann fallega skel eða kuðung þá virt- ist hann alltaf rata til þess sem minnst hafði fundið. Í þessum sjó- ferðum kenndi hún okkur vísur og lög og var ég sannfærð um að hún kynni allar þær vísur og öll þau lög sem til væru í heiminum. Amma kenndi okkur að veiða í net, tína kríuegg og gá að æðakollunum í varpinu. Eina skilyrðið var að okkur varð að semja ágætlega og við átt- um að vera góð hvert við annað. Það stoppaði hana ekkert að vera með hópinn af krökkunum í kring- um sig. Hún dreif okkur bara með sér, að setja niður kartöflur, tína ber, sjóða sultu, svíða hausa eða í þau verk sem lágu fyrir; vinnan varð leikur. Hún kenndi okkur hvernig við áttum að gera þetta og hafði ótrúlega þolinmæði í að leyfa okkur að vera með. Svo í þakkar- skyni fyrir vel unnin störf var alltaf til eitthvað gott í gamla skápnum inni í fataherberginu á móti búrinu. Manni fannst maður vera svo rosa- lega duglegur. Mörg ár eru liðin síðan þetta var. Við krakkarnir uxum úr grasi eitt af öðru og fórum að sækja skóla og vinnu fjarri sveitinni. Seinna meir er ég kom heim í sveitina sá ég að amma var farin að bera þess merki að hún væri að eldast. Líkaminn, sem hafði unnið langa og erfiða daga, fór smám saman að gefa sig en hugurinn var enn í fullu fjöri. Það var alltaf notalegt að setjast niður með henni og spjalla. Heil- ræðin voru þau sömu og þegar við vorum krakkar. Að vera góð hvert við annað, semja við fólkið í kring- um okkur, taka þátt í því sem er um að vera í samfélaginu og að maður er aldrei of gamall til að leika sér. Minningarnar munu ávallt fylgja mér og heilræðin munu lýsa mér leiðina hvert sem ég fer. Katrín. Það er erfitt að finna orð til að lýsa ömmu minni og mannkostir hennar voru fleiri en svo að þeir verði taldir hér. Sýn hennar á lífið var svo falleg og að alast upp á bæj- arhlaðinu hjá henni gerði mig að betri manni. Þegar ég kom heim með Emilíu mína nýfædda kom amma strax í heimsókn, mér er það svo minnisstætt þar sem hún stóð við vögguna hennar og bað guð að blessa elsku barnið. Hún leit svo upp og sagði „að ég sé orðin langamma, ég er ekki nógu löng til þess“ og hló dátt. Dóttir mín er svo heppin að hafa alist upp að hluta heima í sveitinni og að kynnast langömmu sinni. Hún ber minningu hennar hátt og sagði við mig um daginn „mamma, heldurðu að þú verðir einhvern tíma eins og amma“. Ég svaraði því neitandi, því það yrði enginn eins og hún. Hún brosti þá og sagði að það væri auð- vitað ekki hægt, „hún var alltaf með skólann heima og alla þessa óþekku stráka“. Eflaust hafa þeir látið hana hafa fyrir hlutunum og dagsverkin verið mörg, en amma kvartaði aldr- ei, lífið var svo aldeilis bærilegt og gott. Fjöruferðirnar með ömmu voru ófáar þar sem við systur og frænkur trítluðum með henni að tína kríuegg, finna fallegar skeljar, gá að netum eða bara til að syngja fyrir selina. Þolinmæðin sem hún átti til var ótrúleg, þegar við komum með gorkúlur til steikingar, litla fiskititti sem við veiddum í ánni, rennblauta vettlinga og sokka eftir sleðaferðir eða þar sem við sátum í kring um hana og hún skóf nýja rófu ofaní sís- vanga munna. Æðavarpið var henni kært og við fórum með í árlegar vorferðir í Lödunni hans afa til að setja upp flögg og fuglahræður og tína rusl úr hreiðrunum. Síðar sát- um við með henni fyrir framan gamla bæinn að hreinsa dúninn, sem okkur fannst nú reyndar ekk- ert sérlega skemmtilegt, en amma sagðist ekki vorkenna okkur það neitt. Fjöruferðin okkar í vor var okkur báðum ómetanleg, amma svo ánægð með að heyra í fuglunum og sjá fjör- una sína, augun á henni lýstust upp í einlægri gleði. Þá minningu geymi ég sem gull í hjarta mér. Guð blessi minningu merkrar konu. vindurinn hvíslar í hljóðlátri sorg fallin er hetja liðinna tíma öldurnar syngja við sandinn okkar hetjudáð mikla henni til heiðurs Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Elsku amma. Frá því að ég man eftir mér var heimsókn til Gunnars- staða eitt mesta tilhlökkunarefni sem til var, enda varst þú indælasta manneskja sem ég hef nokkurn tím- ann kynnst. Ég man hve gaman það var að koma inn í gamla húsið eftir langa bílferð norður, enda vaktirðu alltaf eftir manni og bauðst mann velkominn með mjólk og kleinum. Þegar maður var svo kominn til Gunnarsstaða var alltaf farið út og hjálpað til, hvort sem það var að gefa hænunum eða þrífa fjárhúsin, allt var unnið með fúsri hendi enda var ekkert skemmtilegra en að gera þig stolta. Ég leit líka ofsalega mikið upp til þín. Þú varst alltaf góð og réttlát við alla, enda vinguðust allir við þig og vildu alltaf gera allt fyrir þig. Þú komst mér líka sífellt á óvart, þú kenndir mér margt og varst svo sterk og sjálfstæð að ég vissi alltaf að ég vildi líkjast þér. Ég er þakk- látur fyrir allan þann tíma sem ég fékk að eyða með þér og ég mun allt- af elska þig og líta upp til þín, amma mín, og ég vona að þú sért komin á betri stað því þú átt það svo sann- arlega skilið. Bjartur Steingrímsson. Nú er hún amma á Gunnarsstöð- um búin að kveðja, aðeins tveimur mánuðum eftir að hún fylgdi afa til hinstu hvílu. Amma hafði á orði eftir að afi dó að hún væri fegin að hann fékk að fara á undan því að honum hefði annars leiðst svo án sín. Ég á margar góðar minningar frá því að ég dvaldi hjá ömmu og afa á Gunnarsstöðum. Þegar ekki fengust lengur barnapíur á Akureyri til að passa mig var ég oft sendur í Gunn- arsstaði. Þar undi ég mér vel við bú- störfin og gat gengið að mjólk og kleinum vísum hjá ömmu ef á þurfti að halda. Amma gaf sér tíma til að spjalla. Amma söng mikið í eldhús- inu og yfirleitt eitthvað mér fram- andi í eyrum, eitt nýtt lag á hverjum degi. Það var oft margt um manninn í eldhúsinu á Gunnarsstöðum og amma hafði gaman af að taka á móti gestum. Það kom sér vel því að afa þótti gaman að bjóða fólki heim. Einu sinni lögðu ítalskir ferða- menn húsbíl í hlaðið á Gunnarsstöð- um til að borða nesti. Amma bað mig að bjóða þeim inn. Þegar þeir vildu ekki þiggja það gerði amma pönnu- kökur og færði þeim. Amma var góður leiðbeinandi og hafði gott lag á börnum. Hún brást vel við bón dætra okkar síðasta sum- ar og kenndi þeim að prjóna. Fékk þá hver og ein prjóna við hæfi. Síðan hefur mikið verið prjónað á okkar heimili. Við amma lögðum net í sjó í mörg sumur og spjölluðum margt í ferð- um okkar út í fjöru. Þegar lundin þín er hrelld þessum hlýddu orðum: „Gakktu með sjó og sittu við eld“, svo kvað völvan forðum. Á síðustu vikum voru kraftarnir á þrotum og ljóst að amma mundi ekki prjóna meir. Ég færi starfsfólki Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts á Þórs- höfn og starfsfólki lyflækningadeild- ar FSA bestu þakkir fyrir góða umönnun. Lýður Ólafsson. Í dag er útfarardagur Sigríðar Jó- hannesdóttur, Sillu á Gunnarsstöð- um. Þá eru liðnir rétt rúmir tveir mánuðir frá láti manns hennar, Sig- fúsar Jóhannssonar, Adda á Gunn- arsstöðum – svo það varð ekki langt á milli þeirra hjóna eins og sagt er. Reyndar var ekki heldur langt á SJÁ SÍÐU 42 ✝ Okkar elskulega LÁRA Ó. KJERÚLF frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal andaðist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði mánudaginn 22. október. Útför hennar fer fram frá Vallaneskirkju laugardaginn 27. október kl. 15.00. Jarðsett verður í Valþjófsstaðarkirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Haukur J. Kjerúlf, Guðrún J. Kjerúlf, Sigurbjörg Ármannsdóttir, Ingeborg Beck. ✝ Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KOLBRÚN VALDIMARSDÓTTIR, Skipasundi 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 18. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Alfreð Hjaltalín, Ellý Helga Gunnarsdóttir, Sverrir Ólafsson, Guðrún Linda Ólafsdóttir, Skúli Heimir Sigurjónsson, Gísli Ólafsson, Guðrún Björg Lúðvíksdóttir, Sigurborg Ólafsdóttir, Börkur Brynjarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTINN ERLENDSSON, Neðstaleiti 2, Reykjavík, lést miðvikudaginn 24. október á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sigursteina M. Jónsdóttir, Sigursteinn Guðmundsson, Therese Thøgersen, Kári Guðmundsson, Jytte Guðmundsson, Elín S. Guðmundsdóttir, Hjörtur Árnason, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Unnur Ólafsdóttir, Þröstur Guðmundsson, Helle Rosenlyst Guðmundsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Magnús Þór Sveinsson, Bjarki Guðmundsson, Dagmar G. Þorleifsdóttir, Jón E. Guðmundsson, Hanna Björnsdóttir, Þórarinn F. Guðmundsson, Rannveig Björnsdóttir Gunnar S. Guðmundsson, Jóna Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, A. HELGI BERNHARÐSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 22. október. Jarðarförin fer fram frá Kotstrandarkirkju mánudaginn 29. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lydia A. Helgadóttir, Helgi B. Helgason. ✝ Okkar hjartkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA EIRÍKSDÓTTIR frá Dvergstöðum, til heimilis í Helgamagrastræti 6, Akureyri, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Seli föstudaginn 26. október. Ragnar Skjóldal, Kristín S. Ragnarsdóttir, Jakob Jóhannesson, Ragnar S. Ragnarsson, Inga Úlfsdóttir, barnabörn og langömmustrákarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.