Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
milli fæðingardaga þeirra, hann var
fæddur 5. júní en hún 10. júní og ár-
ið var 1926.
Því er ekki að neita að samfélagið
við Þistilfjörð er stórum fátækara
eftir fráfall þeirra hjóna og í mínum
huga verður sveitin aldrei söm. Það
týnir nú tölunni fólkið sem var á
góðum starfsaldri á bernsku- og
æskudögum mínum og æ oftar sakn-
ar maður vina í stað. Silla frænka
var orðin rúmlega áttræð þegar
kallið kom eftir langan annadag þar
sem aldrei var slegið slöku við. Er
ég frétti lát hennar gerði ég mér
grein fyrir því að ég hafði aldrei
hugsað um aldur í sambandi við
hana. Silla var einhvern veginn
þannig að manni fannst að hún hefði
alltaf verið til og yrði alltaf til – og
hennar „lífsstunda bið“ væri á ein-
hvern hátt hafin yfir alla venjulega
mælikvarða. Nú við leiðarlok koma
ótal minningar fram í hugann og um
þær leikur ýmist hlýr vorblær eða
hressilegur gustur. Ég minnist
hennar á kirkjukórsæfingum heima
í Holti þegar fólkið á Gunnarsstöð-
um kom ríðandi yfir Ásinn og glað-
legt spjall og hlátur hennar fyllti
stofuna. Það fór ekki á milli mála
hver var komin. Og ég minnist henn-
ar á skemmtunum og mannamótum
sem haldin voru í sveitinni. Þar var
hún gjarnan fremst í flokki, hress og
bjartsýn og hreif alla með sér. Það
var alltaf gaman og bjart í kringum
Sillu og aldrei uxu erfiðleikarnir
henni í augum. Það var heldur ekki
komið að tómum kofanum að hitta
hana í gamla eldhúsinu á Gunnars-
stöðum. Þar réð hún ríkjum í meira
en hálfa öld. Þau hjón, Silla og Addi,
voru bæði einkar vel máli farin og
Silla var stálminnug eins og margt
hennar fólk og kunni frá ótal mörgu
að segja frá gömlum dögum og nýj-
um. Alltaf var frásögnin yljuð kímni
og skemmtun án þess að vera niðr-
andi fyrir nokkurn mann. Auðvitað
var maður ekkert að velta því fyrir
sér þá hversu dýrmætt það er að fá
að verða samferða fólki af hennar
toga þótt ekki sé nema spottakorn af
lífsleiðinni.
Við brottfluttir Holtungar höfum
gjarnan dvalið nokkra daga á sumr-
in í Holti til þess að „koma heim“ og
rifja upp andrúmsloft liðinna daga.
Alltaf fannst mér hápunktur dval-
arinnar vera árviss heimsókn grann-
anna góðu á Gunnarsstöðum, þeirra
Sillu og Adda. Nú verða þessir há-
tíðisdagar ekki fleiri. Silla á Gunn-
arsstöðum hefur nú lokið langri og
farsælli ævi og verður lögð til hinstu
hvíldar heima í sveitinni sinni í
kirkjugarðinum á Svalbarði í Þist-
ilfirði við hlið manns síns.
Ég vil fyrir mína hönd og míns
fólks votta henni þakklæti okkar og
virðingu. Börnum hennar og frænd-
garði öllum, svo og sveitungum og
vinum sendum við samúðarkveðjur
og biðjum þeim guðsblessunar.
Óttar Einarsson.
Þá er Silla frænka mín farin svona
rétt á eftir Adda sínum.
Það var mikil gæfa að fá að alast
upp í næsta nágrenni við hana. Öll
mín barnaskólaár var ég auk þess í
heimavist hjá frænku þar sem
barnaskóli sveitarinnar var til húsa
á heimili þeirra Adda. Silla var ein af
þessum duglegu konum sem aldrei
féll verk úr hendi, þrátt fyrir mikið
annríki og oft á tíðum erfiðar að-
stæður var hún alltaf létt í lund.
Hún las fyrir okkur krakkana,
sagði sögur listilega vel og fór með
vísur. Hún hafði þá eiginleika að sjá
skemmtilegu hliðarnar á hlutunum
og var mjög drífandi í öllu. Má þar
nefna söng, dans og leiki sem hún
kunni ógrynni af, enda var hún virk-
ur þátttakandi í öllu félagsstarfi á
svæðinu.
Seinni árin hafði ég mest sam-
skipti við Sillu á sumrin. Alltaf kom
maður við í kaffi á Gunnarsstöðum
og fór betri maður frá því borði.
Margt var brallað þessi sumur, farið
í hinar eftirminnilegu gróðursetn-
ingarferðir í Friðarlund, fjöruferðir,
skemmtanir á Svalbarði o.s.frv. Silla
hrókur alls fagnaðar.
Á síðasta ættarmóti sumarið 2006
mætti frænka með boli sem voru
áletraðir: „Ég er Gunnarsstaðamað-
ur“. Hún lét þann elsta í hverjum
ættlegg klæðast bolnum og varð-
veita. Svona var hún, alltaf
skemmtilegar uppákomur þegar
hún var með í för.
Það kemur víst ekki jólakort í ár
frá Sillu með öllum nýjustu fréttum
úr héraði.
Ég þakka vináttu og samfylgdina
í nær hálfa öld.
Kæru Stína, Jói, Steingrímur,
Árni, Raggi, Aðalbjörg og fjölskyld-
ur, innilegar samúðarkveðjur.
Sigrún Lilja.
Þegar ég hugsa til bernskuáranna
kemur alltaf fyrst í hugann hún
Silla. Við Silla að tína kríuegg. Við
Silla að safna smákeflum og sprek-
um úti á Sandi. Við Silla að reyna að
stífla Garðána svo við gætum fengið
smá poll til að baða okkur í. Tvær
rauðhærðar stelpur með freknu-
band yfir nefið. Ekki alltaf hreinar
og settlegar, en kátar og athafnagl-
aðar. Við vorum systkinadætur og
var Silla 2. árum eldri en ég.
Hún Silla var óvenju dugleg,
greind og áræðin. Það var sama
hvað hún tók sér fyrir hendur, allt
var yfirstíganlegt í hennar augum.
Silla var ekki orðin 13 ára þegar
mamma hennar dó, frá 8 börnum.
Eftir fermingu fór hún til Guðbjarg-
ar föðursystur sinnar, sem var mat-
ráðskona við Garðyrkjuskólann á
Reykjum. Eftir skólagöngu í Reyk-
holti og kvennaskólanum á Lauga-
landi, kom hún heim og varð bústýra
hjá pabba sínum. Það var gaman að
fá hana aftur norður káta og kjark-
góða.
Á næsta bæ var ungur maður,
sem leist bara vel á kvenskörunginn
. Þau tóku við búi á Gunnarsstöðum.
Áttu sex afbragðsgóð börn og mynd-
arbú. Svo eins og gengur skildu leið-
ir, ég flutti suður, en Silla sinnti búi
og börnum í sveitinni sinni. Þegar ég
heimsótti æskustöðvarnar hittumst
við frænkurnar og ræddum málin.
Núna í haust 1.september áttum við
Silla góðan dag saman á Syðra Lóni
hjá Brynhildi systur minni. Það var
sami áhuginn á málum líðandi
stundar og velferð byggðarlagsins
eins og var í gamla daga. Tveir synir
mínir voru fleiri sumur á búi bræðra
minna, sem voru sambýlingar Sillu
og Sigfúsar. Þeir minnast þeirrar
hlýju og umhyggju sem þeir nutu af
þeirra hálfu.
Guði séu þakkir fyrir að við feng-
um að eiga hana Sillu okkar. Blessuð
sé minning mætrar manneskju.
Fólkinu hennar óska ég alls hins
besta.
Halldóra Halldórsdóttir.
Haustið markar enda sumarsins.
Líf sem kviknar í náttúrunni á vorin,
dafnar um sumarið og býr sig undir
vetrardvala þegar því sleppir.
Haustið er tími uppskeru og vænt-
inga.
Það var tilkomumikil sjón að sjá
féð úr Hvamms- og Dalsheiði, þar
sem það rann í safni niður Gunn-
arsstaðaásinn, yfir Garðána og niður
yfir þjóðveginn inn í Dalagirð-
inguna.
Sigríður móðursystir mín, Silla á
Gunnarsstöðum, tók á móti fé og
smalamönnum í síðasta sinn fyrir
aðeins mánuði síðan og fagnaði ár-
vissum tímamótum haustsins
hinnsta sinni. Það gerði hún með
smitandi gleði og hlýju sem ætíð
geislaði frá henni og bauð öllum
heim í gamla bæ í kaffi þegar búið
var að reka inn.
Í eldhúsinu á Gunnarsstöðum var
glatt á hjalla. Bændur búnir að
heimta sitt fé af fjalli og Silla fólkið
sitt víða að. Þannig var Silla, nafna
mín og hver sá sem kynntist henni
hlýtur að gleðjast yfir minningunni
um hana og Sigfús, sem fór örfáum
vikum á undan henni. Bæði fædd í
byrjun sumars. Silla var fædd og
uppalin á Gunnarsstöðum. Hún tók
við búi Jóhannesar afa ásamt Sigfúsi
manni sínum um miðja síðustu öld
og bjó myndarlega þar síðan. Það
var allt stórt í sniðum hjá Sillu og
maður verður agndofa yfir því sem
þessi kona afrekaði um ævina. Hún
var með mannmargt heimili, mörg
börn og fósturbörn, vinnumenn og
gesti, auk þess sem hún sá um skól-
ann í sveitinni á sínu eigin heimili
um langt árabil.
Verkaskiptingin var uppá gamla
mátann. Húsbóndinn sá um útiverk-
in, en húsfreyjan um heimilið og
annað sem sneri að því. Þetta gafst
vel og voru þau hjón á Gunnarsstöð-
um þekkt fyrir höfðinglegar mót-
tökur og rausnarskap í hvívetna.
Silla var máttarstoð í félagslífi
sveitarinnar. Það eru ófáir sem hafa
fengið gott vegarnesti út í lífið eftir
kynni og nærveru við Sillu. Hún
„nafna“ mín hafði skoðanir á mönn-
um og málefnum. Og hún lét þær í
ljósi og var óhrædd við að vera á
öndverðum meiði, ef svo bar undir.
Aldrei hallmælti hún nokkrum
manni, nema hann ætti það skilið.
Hún hafði sterka réttlætiskennd.
Henni leið best þegar fólkið henn-
ar var í kringum hana. Hún var
áhugasöm um allt sem sneri að því
og sínu venslafólki. Silla var hrókur
alls fagnaðar á mannamótum. Hún
var óhrædd við að stíga dans og
syngja hástöfum, gestum og gang-
andi til ómældrar ánægju.
Það eru forréttindi að hafa átt
æskuheimili hjá henni og hennar
verður sárt saknað.
Kæra fjölskylda. Fyrir hönd for-
eldra minna, þeirra Guðbjargar og
Benedikts, systkina minna og fjöl-
skyldna okkar, bið ég góðan guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Sigurbergur „Nafni“.
„Skyldu þeir ekki hafa frétt af
Sillu?“ – Þau orð hrutu af munni
manni, heimavönum á Gunnarsstöð-
um. Hann heyrði frá því skýrt í
morgunfréttum útvarps, að þeir
fyrrum Íranskeisari og Idi Amin
leituðu sér nú hælis, flosnaðir upp af
óðulum sínum, en enginn vildi hafa
þá. Og hvar væri þá vænlegra að
bera niður en einmitt á Gunnars-
stöðum – hjá Sillu, sem alla tíð tók á
móti hverjum sem var, hvenær sem
var og hvernig sem var, og hélt sem
höfðingja, oftar en ekki lengur en
lengi og gerði við hann betur en vel.
Að henni sótti margs konar þjóð,
eitt sinn var t.d. vetrarmaður á bæn-
um, blakkur, og bar frá hve vel hann
sást í snjónum að sögn fréttaritara
Dags. Þannig barst hróður Þistla
vítt of land og heim, enda meðal
þeirra sagnamenn slíkir, að jafnvel
þurfti að skipta vöktum með áheyr-
endum svo hefðu þeir undan að
njóta.
Ungur heyrði eg Gunnarsstaða-
manna getið, víst fyrir góða búháttu,
en einkum þó fyrir rausn fólksins,
frásagnargáfu og opið og alúðlegt
viðmót. Allt þetta átti eg eftir að
sannreyna síðar í alltof fáum heim-
sóknum þegar til baka er litið: – allt
frá hinni fyrstu, þegar húsbændur
komu upp úr hvílu sinni á úthallandi
vetraróttu til að gæða hinum síð-
komnu á heitu súkkulaði, smurðu
brauði og tertum og halda uppi sam-
ræðum um landsins gagn og nauð-
synjar fram í morgunskímu að þeir
fengu sig háttað í uppbúin rúm, en
húsbændur héldu til gegninga og
tóku síðan aftur upp þráðinn, inn-
komnir síðar um morguninn – til
hinnar síðustu þegar ekkert var
sjálfsagðara húsvönum en að setjast
beint inn í eldhús, seilast þar til
kaffibolla og enn ærins meðlætis í
brauði og orðræðum: fregna og
segja: Íslensk gestrisni með rætur í
heimi Hávamála.
Það er fyrir tilvist og tilverknað
fólks eins og þeirra Sillu og Adda á
Gunnarsstöðum að sumar sveitir
landsins eru enn í þjóðbraut þótt af-
síðis liggi. Í minningu þeirra er ofið
saman einlægri alúð og reisn hins ís-
lenska sveitamanns: heimsborgara,
sem mikill af sjálfum sér bregður
stórum svip yfir dálítið hverfi. Slíkra
er gott að minnast.
Erlingur Sigurðarson
frá Grænavatni.
Á bláum hestum hugans
um himin minn ég svíf.
Ég sé í djúpum draumi
að dauðinn skapar líf.
Þar búa ótal andar
og áfram streyma þeir.
Þar er í lausu lofti
eitt ljós sem aldrei deyr.
Ég flýg í allar áttir
og yfir skýjaborg.
Þar inní þéttri þoku
er þagnarinnar sorg.
En djúpt í hugans hafi
er heimsins minnsta ögn
hún býr um alla eilífð
í endalausri þögn.
Á bláum hestum hugans
um himin minn ég svíf.
Ég sé í djúpum draumi
að dauðinn skapar líf.
(Kristján Hreinsson)
Þegar ég hugsa til þess að þau
Sigríður og Sigfús fæddust nánast á
sama tíma, ekki nema nokkrir dagar
á milli þeirra, og þegar mér er það
ljóst að þau eru nú fallin frá bæði á
áttugasta og öðru aldursári, þá sé ég
fyrir mér þessi elskulegu hjón á
Gunnarsstöðum. Þau voru svo sam-
rýnd og svo trygg hvort öðru að
þegar annað fór, þá hagaði Himna-
faðirinn því þannig til, að báðum var
búin ferð þar sem skammur tími
skildi þau að.
Ég kynntist þeim hjónum, Sigríði
og Sigfúsi, skömmu eftir að ég kom
til Jórvíkur og segja má að með okk-
ur hafi tekist einstakur vinskapur
sem ávallt lifði.
Ég vil þakka fyrir yndislega vin-
áttu og biðja Guð á himnum að veita
þeim hið eilífa skjól. Þau reyndust
mér hinar fegurstu sálir og færðu
mér marga gleðistundina með návist
sinni.
Með innilegan söknuð í hjarta
þakka ég þessum einstöku hjónum
fyrir eftirminnilega samleið um lífið.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til allra aðstandenda,
Guðbjörg Guðmannsdóttir,
Jórvík.
Hinn 15. október sl. lést Sigríður
Jóhannesdóttir – Silla á Gunnars-
stöðum í Þistilfirði. Á þessari stundu
koma fram í hugann minningar um
þessa dugnaðar- og hugsjónakonu.
Um miðja síðustu öld var ég send-
ur til sumardvalar til þeirra Adda og
Sillu á Gunnarsstöðum. Á þessum
árum voru oft tvö aukabörn á sveita-
heimilum til að hjálpa við heyannir.
Var því oft glatt á hjalla hjá okkur
krökkunum enda tvíbýlt á Gunnars-
stöðum. Þar komu hinir góðu eig-
inleikar Sillu í ljós, að hafa stjórn á
þessum gáskafulla hóp. Verkefnin
sem hún fól okkur voru oftast í
keppnisformi, svo sem að snúa
handsnúinni þvottavél 80 sinnum
fyrir hádegi og annað eins eftir mat
og allir biðu í röð eftir að komast að.
Eins og nærri má geta vorum við
Silla ekki alltaf sammála enda ég úr
þéttbýli. Þegar átti að senda mig í
fyrsta sinn í göngur leist mér ekki á
nestið er Silla var að útbúa, lamba-
kjöt, svið, smurt flatbrauð og þess
háttar. Ég hafði orð á því við hana
að þegar við á Akureyri færum í úti-
legu værum við með Coke og krem-
kex í nesti. Hún sagði mér þá að ef
gangnamenn lentu í vondum verðr-
um væri betra að vera með kjarn-
gott nesti er stæði með mönnum.
Þegar nestið var síðan tekið upp
suður í Hvammsheiði var einn pakki
af Lorelei kremkexi með. Þetta at-
vik lýsir Sillu vel. Hún hlustaði á
börn og unglinga og leyfði þeim að
hafa áhrif.
Nú þegar þetta heimili Adda og
Sillu heyrir sögunni til, sitja eftir
minningar um lífsbaráttu sem ekki
verður frá okkur tekin; berjandi
harðfisk með sleggju fyrir kvöld-
matinn, að greiða úr silunganetum
sem rak upp á sandinn í norðanátt
og taka upp kartöflur í leiðinda
haustveðri á meðan Silla söng um
Pálinu saumakonu fyrir okkur
krakkana. Í minningunni var alltaf
gaman og alltaf sól.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Sillu minni og hafa fengið að
dvelja undir sama þaki og hún um
lengri eða skemmri tíma. Einnig
þökkum við Liv og börnin okkar,
Þórður, Sigrún Helga, Jón Jósep og
Hulda Björk, allan góðvilja og vin-
semd í okkar garð alla tið. Við send-
um Gunnarsstaðasystkinum og fjöl-
skyldum þeirra okkar samúðar-
kveðjur.
Snæbjörn Þórðarson.
Sigríður Jóhannesdóttir, hús-
freyjan á Gunnarssöðum í Þistilfirði,
er látin. Að henni er mikill sjónar-
sviptir. Hún var skörungur mikill.
Sigríður var sérstaklega skemmti-
leg manneskja. Hún var það sem á
útlensku er kallað að vera karakter.
Hún lífgaði upp á mannlífið, hreif
fólk með sér með áhuga sínum og
eldmóði en jafnframt fann maður
fyrir hlýrri manneskju.
Innan við þrír mánuðir eru liðnir
frá því Sigríður missti bónda sinn,
Sigfús A. Jóhannsson. Ekki veit ég
hversu lík þau hjón voru en sam-
nefnara áttu þau. Bæði voru þau
höfðingjar. Þegar gest bar að garði
á heimili þeirra fékk hann það á til-
finninguna að hann væri eini mað-
urinn í heiminum. Hann þurfti ekki
að velkjast í vafa um að á Gunn-
arsstöðum væri hann aufúsugestur.
Það sagði meira um gestgjafana en
gestinn.
Ég hef ekki komið oft að Gunn-
arsstöðum en þó finnst mér ég vera
þar heimamaður. Á Gunnarsstöðum
hefur varðveist það sem best er í ís-
lenskri sveitamenningu, gestrisnin
og lifandi áhugi á menningu og
mannlífi. Ég veit að þetta hverfur
ekki með merkishjónunum Sigríði
og Sigfúsi. Svo sterk er þeirra arf-
leifð.
Ég votta fjölskyldu þeirra dýpstu
samúð.
Ögmundur Jónasson.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
– Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal.)
Ég hefði svo gjarnan viljað þekkja
þau lengur heiðurshjónin Sillu og
Adda á Gunnarsstöðum. Þau voru
mér alltaf svo einstaklega hlý og góð
þessi þrjú ár er við áttum samleið.
Ég skynjaði fljótt hversu fróð þau
voru og naut þess að hlýða á frá-
sagnir þeirra sem voru svo lifandi og
myndríkar, mótaðar á langri ævi.
Þessi vísa Jóhönnu Kristjánsdóttur
frá Kirkjubóli gæti svo sannarlega
átt við þau.
Góðum mönnum gefin var
sú glögga eftirtekt.
Að finna líka fegurð þar,
sem flest er hversdagslegt.
Ætíð hefur verið mannmargt á
Gunnarsstöðum. Mörg börn í sveit á
sumrin sem er nú því miður farið að
heyra fortíðinni til. Þar var einnig
farskóli í marga vetur. Það mætti
segja um veggina í húsinu á Gunn-
arsstöðum eins og Hafsteinn miðill
sagði um mannmargt sveitaheimili á
Suðurlandi. Ef veggirnir hér mættu
mæla hefðu þeir frá mörgu að segja.
Ekki get ég sagt skilið við húsið nið-
urfrá án þess að minnast á eldhús-
bekkinn sem er einstakt húsgagn í
sinni röð og sameinar á fullkominn
hátt gamla og nýja tímann. Þegar
sumri hallar,lægðir haustsins anda
svölu um landið okkar, farfuglarnir
flognir til fjarlægra landa, sauðfé
komið af fjalli í heimahaga, fer svo
sannarlega einnig kaldur gustur um
Þistilfjörð. Með hjónunum á Gunn-
arsstöðum eru gengnir verðugir
fulltrúar þeirrar kynslóðar sem ver-
ið hefur kjölfesta byggðar í sveitum
landsins. Það sópaði af þeim hvar
sem þau komu. Þeirra önnur hlið var
að ef til þeirra var leitað með vanda-
mál settu þau sig í spor annarra og
mátu aðstæður og hefur þessi hæfi-
leiki þeirra sjálfsagt átt ríkan þátt í
velgengni þeirra og vinsældum. Með
virðingu og þökk kveð ég og börnin
mín Sillu og Adda og bið góðan Guð
að varðveita þau í nýjum heimkynn-
um. Ástvinir allir, Guð blessi ykkur
og styrki.
Saknaðarkveðja.
Fjóla Runólfsdóttir.
Sigríður
Jóhannesdóttir