Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 45
✝ Sesselja LáraÓlafsdóttir Kjer-
úlf fæddist á Tjörn á
Vatnsnesi í V-Hún.
20. apríl 1909. Hún
andaðist á sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði
22. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Ólafur
Guðmundsson frá
Tungu í Þverár-
hreppi, f. 4. júní
1879, d. 25. febrúar
1957, og Margrét
Árnadóttir frá Stöp-
um á Vatnsnesi, f. 12. júlí 1877, d.
16. nóvember 1965. Bróðir Láru
var Jón Skúli Ólafsson, f. 16. febr-
úar 1911, d. 16. september 1990.
Kona hans hét Guðbjörg Olsen.
Þau áttu 7 börn og eitt fósturbarn.
Eiginmaður Láru var Jón M.
Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum í
Fljótsdal, f. 3. febrúar 1912, d. 29.
september 1970. Börn þeirra eru:
1) Ólafur, f. 16. september 1939, d.
30. júní 1978, kvæntur Sigur-
björgu Ármannsdóttur frá Vaði í
Skriðdal. Þau eignuðust tvo syni.
2) Metúsalem, f. 10. desember
1942, d. 8. febrúar 1999, kvæntur
Ingeborg Beck frá Kollaleiru í
Reyðarfirði. Þau eignuðust þrjú
börn. 3) Haukur f. 11. ágúst 1946,
kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttir
frá Húsey í Hróarstungu. Þau eiga
fjögur börn. 4) Guð-
rún Margrét, f. 9.
febrúar 1950, giftist
Gunnari Karlssyni
frá Skarði í Breið-
dal. Þau skildu. Þau
eignuðust eina dótt-
ur. Sambýlismaður
Guðrúnar Mar-
grétar er Gunnar
Bjarni Ólafsson frá
Snæfelli, Reyðar-
firði. Þau eiga einn
son. Lára ólst upp á
Hvammstanga. Hún
nam við Héraðsskól-
ann á Laugum 1931-1932. Hún fór
síðan í Húsmæðraskólann á sama
stað og lauk námi þaðan 1933. Þar
kynntist hún eiginmanni sínum,
Jóni M. Kjerúlf. Þau hófu búskap
á Hrafnkelsstöðum og bjuggu þar
nánast óslitið til ársins 1970 er
hann féll frá. Skömmu eftir það
flutti Lára til Egilsstaða. Síðustu
árin dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á
Seyðisfirði. Lára gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum um ævina, þ. á
m. var hún lengi í stjórn kven-
félagsins Einingar í Fljótsdal og
starfaði í Ungmennafélagi Fljóts-
dæla. Eftir að hún flutti til Egils-
staða starfaði hún í Félagi eldri
borgara og sat þar lengi í stjórn.
Útför Láru fer fram frá Valla-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku amma mín, þá skilja leiðir
okkar í þessu lífi en minningin um þig
lifir áfram hjá mér.
Ég hef alltaf talið það viss forrétt-
indi að hafa fengið að alast upp með
þér og Jóni afa á Hrafnkelsstöðum,
frá því að ég fæddist og þar til fjöl-
skylda mín fluttist til Egilsstaða. En
eftir það var ég hjá ykkur í sveit á
sumrin þar til afi lést og þú fluttir til
Egilsstaða.
Það var nú ekki dónalegt að vera
kaupamaður á Hrafnkelsstöðum á
þessum tíma og hafa allt það í minn-
ingunni sem við tókum okkur fyrir
hendur. Og ekki má gleyma kræsing-
unum og sætabrauðinu sem rann ljúft
niður í sætabrauðsdrenginn hennar
ömmu sinnar, eins og þú kallaðir mig
stundum.
Það voru líka þessir tímar sem við
rifjuðum upp þegar við hittumst á
þínum efri árum, t.d. þegar ég týndist
og allt heimilisfólkið á Hrafnkelsstöð-
um var farið að leita niður með bæj-
arlæknum, en sá stutti hafði komið
sér fyrir í vöggunni hjá bróður sínu og
svaf þar vært og rótt. Eitt skipti fór-
um við niður í á að veiða og þú óskaðir
þess innra með þér að vonandi fengj-
um við nú engan fiskinn. Það eina sem
ég man eftir að þér var illa við var að
elda silung, en þú gerðir það nú samt
fyrir mig.
Þú varst alltaf tilbúin að leggja
hönd á plóg, ég man meðal annars eft-
ir að eitt sinn kom ég heim úr berja-
mó með eina fötu af berjum og það
var sett allt í gang til að búa til saft og
afraksturinn eftir alla þessa fyrirhöfn
tæplega axlarfullur peli af dýrindis
berjasaft.
Að lokum er ekki hægt annað en
minnast á fyrsta skipti sem ég keyrði
traktorinn ykkar afa en þá vorum við
að heyja inni á Brattagerðiseyri og
það þurfti að koma traktornum heim.
Það var gripið til þess ráðs að kenna
mér á gripinn og síðan komuð þið afi á
eftir á jeppanum. Þegar komið var út
fyrir Fremri klöppina lá afi stanslaust
á flautunni og ég þorði ekki annað en
stoppa. Þú stökkst út úr jeppanum og
sagðir dauðskelkuð: hvað ert þú eig-
inlega að gera, Hrenni minn, ég hélt
að þú myndir lenda út af. Nei nei,
amma mín, þetta er allt í lagi, ég var
bara að beygja fram hjá pollunum. Ég
man alltaf eftir svipnum á þér þegar
ég sagði þetta og hvað við hlógum að
þessu atviki þegar við rifjuðum þetta
upp á þínum efri árum.
Eftir að þú fluttir í Egilsstaði var
alltaf gott að koma til ömmu í Árskóg-
unum. Þú hafðir yndi af því að ganga
um og ef ég hitti á þig og bauð þér far,
þá svaraðir þú yfirleitt: þetta er allt í
lagi, ég hef gott af þessu, þetta heldur
í mér lífinu.
Eftir að ég flutti suður komst þú
reglulega í heimsókn í tengslum við
utanlandsferðirnar þínar sem voru
þitt líf og yndi á efri árum. Þú sagði
alltaf að þér liði svo miklu betur eftir
að vera búin að vera í hitanum á Kan-
arí.
Mér varð hugsað til þín fyrir mán-
uði er ég pantaði mína fyrstu ferð til
Kanarí og er ég þess fullviss að þú
verður með okkur þar.
Ég vil að lokum, elsku amma mín,
biðja algóðan guð að veita þér allt sitt
ljós og umvefja þig öllu því góða sem
þú átt svo sannarlega skilið.
Guð geymi þig.
Hreinn Ólafsson Kjerúlf
(Hrenni).
„Nei ert þú komin, heillin mín?“
Með þessum orðum heilsaði amma
mér venjulega. Ég man nákvæmlega
hljómfallið og gleðina í röddinni henn-
ar sem var svo einkennandi fyrir hana
og mér finnst skrítin tilhugsun að ég
muni ekki heyra þessi orð aftur.
Einhverntímann spurði bekkjar-
félagi minn í grunnskóla hver væri
hetjan mín. Án umhugsunar svaraði
ég: „Amma mín“. Ég dáðist alltaf að
hugrekki hennar og lífsháttum.
Amma sagði mér oft sögu af sjálfri
sér þegar hún var í skóla á Laugum í
kringum tvítugsaldurinn, en hún
finnst mér vera mjög lýsandi fyrir
hennar karakter og húmorinn sem
hún hafði fyrir sjálfri sér. Þá hafði
hún ákveðið að skella sér í sundlaug-
ina og var á gangi þangað í sundföt-
unum með handklæði þegar hún
mætti strákum sem fóru að hlæja að
henni og stríða fyrir að hafa ekki vitað
að sundlaugin væri lokuð. Í staðinn
fyrir að fara hjá sér og láta þá hafa
áhrif á sig þá fleygði hún frá sér hand-
klæðinu, stakk sér út í tjörnina við
skólann, synti út í hólma og fór svo að
hlæja að þeim. Hún hafði nefnilega
ekkert verið á leiðinni að synda í
neinni sundlaug!
Amma var ótrúleg kona og einn
sterkasti karakter sem ég hef kynnst.
Hún hafði einstakt lag á því að njóta
lífsins sama hvað gekk á, hún var hlý,
brosmild, jákvæð, dugleg, umhyggju-
söm og hún hafði húmor og bros sem
smitaði endalaust út frá sér. Svo ekki
sé minnst á innilegasta hlátur sem ég
hef nokkurn tímann heyrt.
Við systkinin nutum þeirra forrétt-
inda að hafa ömmu heima hjá okkur
flesta daga í uppvextinum og hún
gegndi því mjög stóru hlutverki í upp-
eldi okkar. Maður gat alltaf leitað til
ömmu þegar á þurfti að halda, hvort
sem maður þarfnaðist ráða, leið illa
eða hreinlega leiddist. Amma gaf sér
alltaf tíma til að tala við okkur sama
hversu upptekin hún var í raun og
veru og hún hafði einstakt lag á því að
láta manni líða betur, hvort sem það
var með því að lesa fyrir okkur, spila
við okkur, spjalla eða einfaldlega
hlusta.
Ótal minningabrot koma upp í hug-
ann þegar ég lít til baka. Sagan um
dverginn í sykurhúsinu sem hún las
örugglega hundrað sinnum fyrir mig,
mjúku hendurnar hennar sem mér
fannst svo gott að strjúka og faðm-
urinn hennar sem mér fannst svo gott
að fá að kúra í. Þegar ég gisti hjá
henni leyfði hún mér alltaf að sofa í
fína græna náttkjólnum sínum sem
mér fannst svo mjúkur og ef ég fór í
fýlu á matmálstímum bauð hún mér
að koma og borða með sér á Hótel
Loftleiðum. Þá settumst við saman í
stigann heima, með fæturna hang-
andi niður á milli þrepanna og borð-
uðum saman í þögn þangað til ég gat
ekki annað en farið að hlæja aftur.
Hún var líka án efa sú eina sem leyfði
okkur vinkonunum að setja snjó út í
kakóið okkar í staðinn fyrir rjóma
þegar okkur datt það snjallræði í hug.
Svona mætti lengi telja en það er
sama hversu mikið ég skrifa, þau orð
munu aldrei ná yfir það hversu vænt
mér þótti um ömmu og þau áhrif sem
nærvera hennar hafði á líf mitt.
Hvíldu í friði, elsku besta amma, ég
mun aldrei gleyma þér.
Þín ömmustelpa,
Sigrún Þöll.
„Jæja, Eysi minn. Eigum við ekki
bara að koma í fótbolta?“ Þetta sagði
amma víst við mig sem lítinn gutta,
heima á Lagarási, ef skapið var ekki
upp á það besta. Þetta virkaði, að mér
skilst, alltaf á mig og gerir víst enn.
Gamla konan heimsótti huga minn
sterklega um daginn, þar sem ég lá
uppi í rúmi og beið eftir að sofna. Hún
var auðvitað jafn glaðvær og alltaf, og
svo þegar hún skellihló, eins og henni
var einni lagið, gat ég ekki annað en
tekið undir, slík var gleðin og ein-
lægnin í hlátrinum sem allir muna eft-
ir sem kynntust henni. Ég hugsaði þá
með mér að þó hún lægi í mikilli fjar-
lægð frá mér austur á Seyðisfirði og
hefði þar afar takmarkað samband
við umheiminn, byggi hún greinilega
enn yfir þeim eiginleika sem var alltaf
hennar aðal, að geta látið manni líða
vel. Örfáum dögum eftir þessa heim-
sókn hennar er mér nú ljóst, að hún
var komin til að kveðja, og gefa mér
það til kynna að hún gerði það í fullri
sátt, og ánægð með það sem hún skil-
ur eftir sig í þessum heimi.
Amma lifði löngu lífi. Þegar fyrri
heimsstyrjöldin átti sér stað, lék hún
sér sem lítil stelpa á Hvammstanga
og þegar sú seinni stóð sem hæst, var
hún komin á fertugsaldur. Hún bjó í
torfkofa á sínum fyrstu árum og það
má segja að hún hafi hreinlega upp-
lifað alla þá tækniþróun og aukningu
lífsgæða sem 20. öldin bar með sér.
Minningarnar hellast yfir mann og
hver þeirra styrkir mig í þeirri trú að
hún hafi verið besta manneskja sem
ég hef kynnst. Lífsgleði hennar og já-
kvæðni standa þar upp úr og öll sú
umhyggja, einlægni og athygli sem
hún gaf í hvert sinn sem til hennar var
leitað, en þau skiptin voru ófá. Ein-
faldir hlutir koma líka upp í hugann
eins og heitt ostabrauð með vandlega
skornum eplasneiðum sem yljaði
manni á vetrardögum. Sú gamla á
Laugavöllunum, arkandi af stað með
appelsínugulu þvottakörfuna eða
þrammandi upp og niður stigana,
kallandi á okkur að koma niður í
„með-aftan“, spilandi við okkur ræn-
ingja eða kasínu, lesandi fyrir mig
söguna um Glókoll úr ritsafninu í þús-
undasta sinn, eða að taka upp úr tösk-
unum eftir hennar helsta uppáhald,
ferðir til Kanaríeyja. Skýrasta minn-
ingin er þó um leiki hennar við lang-
ömmustelpuna sína, Valnýju Láru og
hversu vel þær náðu saman, amma
níutíu og þriggja ára, og nafnan
þriggja.
Amma var og verður stór partur af
mínu lífi og skilur eftir sig eintómar
góðar minningar, en fyrst og fremst
þakklæti. Þá skilur hún eftir sig
magnaða fjölskyldu, og sterka áminn-
ingu um það hvernig maður skyldi lifa
lífinu eldhress, jákvæður, glaður og
gjafmildur. Ég er viss um að fáir yf-
irgefa okkur með hreinni samvisku en
hún amma, sem lagði sitt af mörkum,
eins lengi og henni var það fært, og
aldrei var brosið sparað.
„Ég get nú alveg sagt þér það, að
þú hefur nú alltaf verið uppáhaldið
mitt,“ sagði hún oft við mig þegar
maður raðaði í sig pönnukökunum.
Seinna komst ég svo auðvitað að því
að þetta sagði hún við okkur öll í ein-
rúmi.
Snillingnum henni ömmu gleymum
við aldrei.
Eysteinn Húni.
Elsku langamma mín. Ég man þá
tíð þegar þú bjóst hjá ömmu og afa og
við vorum alltaf að leika okkur saman.
Einu sinni svafstu í stólnum þínum og
ég var að skreyta þig með allskonar
hlutum og skrauti. Þegar þú vaknaðir
varstu svo ánægð að þú fórst að skelli-
hlæja. Við kúrðum oft í stólnum þín-
um og vorum að spjalla. Þú sagðir
mér sögur frá því þegar þú varst lítil.
Svo sungum við oft saman skemmti-
leg lög og vísur.
Ég á eina mynd af okkur saman í
stólnum þínum sem mér þykir mjög
vænt um. Núna ætla ég að hengja
hana upp á vegg svo ég muni alltaf
eftir þér. Þú varst alltaf ofsalega,
ofsalega góð við mig og ég elska þig.
Ég veit að þú passar mig enn og vakir
yfir mér.
Ástarkveðja,
þín langömmustelpa,
Valný Lára.
Ég kynntist Láru fyrir rúmum 30
árum þegar ég fluttist til Egilsstaða
ásamt eiginmanni mínum. Strax við
fyrstu kynni hreifst ég af hennar léttu
lund, hún sá alltaf björtu hliðarnar á
tilverunni, gat endalaust hlegið og
gert gott úr öllu. Okkur Láru fannst
við eiga margt sameiginlegt enda
báðar ættaðar úr Húnavatnssýslunni,
báðar giftar Austfirðingum og áttum
sama afmælisdag, hún að vísu fædd
40 árum á undan mér og við hringd-
um alltaf hvor í aðra á afmælisdaginn.
Meðan við Halldór bjuggum á Egils-
stöðum passaði hún oft Eddu, dóttur
okkar, ef ég þurfti að skreppa frá.
„Guðrún mín, skelltu bara burðar-
rúminu á bekkinn og ég skal syngja
fyrir hana, mig munar nú ekkert um
að bæta einu barninu við,“ sagði hún
og hló.
Létt er að stíga lífsins spor,
ljúf er gleðin sanna,
þegar eilíft æsku vor,
er í hugum manna.
(R. G.)
Þessi vísa finnst mér lýsa persónu
Láru einstaklega vel og þakka henni
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Ljúfar minningar um
góða konu gleymast ekki heldur
munu ávallt varðveitast í huga mínum
og fjölskyldu minnar.
Guð fylgi henni á nýjar slóðir.
Guðrún Frederiksen.
Lára Ó. Kjerúlf
Elsku Lára.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Með þessu ljóði kveð ég þig
með hjartans þakklæti fyrir
yndisleg kynni, sem auðgað
hafa líf mitt.
Guð geymi þig.
Kveðja,
Anna H. Ágústsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru
HRANNAR A. RASMUSSEN.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki og
heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir
frábæra umönnun og einstaka hlýju.
Óskar F. Sverrisson, Sigurveig J. Einarsdóttir,
Gunnar A. Sverrisson, Hrafnhildur Garðarsdóttir,
Garðar Sverrisson, Gerður Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR FRIÐRIKKU HJÖRVAR,
Ásholti 40,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við
Hringbraut.
Pálína Guðrún Karlsdóttir, Sigurður Daníelsson,
Ingibjörg Hjörvar, Jón Kristján Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendi ég ykkur sem sýnt hafið
mér og mínum vináttu, hlýhug og stuðning vegna
fráfalls og útfarar elskulegs unnusta míns,
ÁRNA EYJÓLFSSONAR,
Sóltúni 16,
Reykjavík,
sem lést af slysförum 19. september.
Guð veri með ykkur.
Agnes Þ. Guðmundsdóttir.