Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 51
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýn-
ing mánud. 29. okt. kl. 13, Ungfrúin
góða og húsið. Stofuspjall með Guð-
nýju Halldórsd. föstud. 2. nóv. kl. 14,
um gerð myndarinnar. Leikhúsferð á
Ævintýri í Iðnó, farið frá Bólstaðar-
hlíð fimmtud. 1. nóv. kl. 13.10. Miða-
verð og kaffiveitingar kr. 2.500.
Skráning í s. 535-2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsfundur í Gjábakka 27. október kl.
14. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
mætir á fundinn. Rætt verður um
málefni félagsins, starfið framundan,
o.fl. Kaffiveitingar og harmonikku-
leikur.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Árshátíð FEB verður 2. nóvember og
hefst kl. 19.30, í sal Ferðafélagsins
Mörkinni 6, veislumatseðill, ein-
söngur, dans, hátíðarræða, leikþáttur
og dansleikur. Síðasti söludagur er
30. okt. Skráning og uppl. á skrifstofu
FEB s. 588-2111, takmarkaður fjöldi.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl.9. Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Postulíns-
námskeið er á mánud. kl. 10 og
þriðjud. kl. 13. 30. okt. kl. 10 er
(breyttur tími), dansæfing í samvinnu
við FÁÍA, danskir gestir í heimsókn.
Alla föstud. kl. 10 er leikfimi o.fl. í ÍR
heimilinu v/Skógarsel.
Samtökin ́78 | KMK krossgátukvöld
kl. 20, í Regnbogasal á Laugavegi 3. r.
80ára afmæli. Guðrún S.E. Clau-sen verður áttatíu ára sunnu-
daginn 28. október nk. Af því tilefni
býður hún til veislu í sal félagsþjónustu
aldraðra, Hraunbæ 103, á afmælisdag-
inn frá kl. 16-18.
80ára afmæli. Ásgeir Björgvins-son trésmíðameistari, Reykja-
mörk 2, Hveragerði, verður áttatíu ára
29. október nk. Af því tilefni mun hann
fagna með fjölskyldu sinni í Golfskál-
anum í Hveragerði í dag, laugardaginn
27. október frá kl. 18.
dagbók
Í dag er laugardagur 27. október, 300. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóhannes 14,15.)
Alþjóðamálastofnun Há-skóla Íslands efnir tilfyrirlestrar næstkomandiþriðjudag. Þar ætlar
Marc Lanteigne frá St. Andrews-
háskóla í Skotlandi að flytja erindið
Efnahagslegur uppgangur Kína og
frjáls viðskipti: Álitamál fyrir
Evrópu og Ísland.
„Efnahagslegur uppgangur í
Kína eftir umbætur Deng Xiaoping
seinni hluta 8. áratugarins hefur
verið gríðarlegur og undanfarinn
áratug hefur vöxtur þjóðarfram-
leiðslu verið að jafnaði 9 til 10% ár-
lega,“ segir Marc. „Kína er orðið
þriðja stærsta verslunarveldi
heims, og eru stjórnvöld í Peking
að leitast við að efla viðskiptatengsl
sín út fyrir Asíu- og Kyrrahafs-
svæðið. Nú er svo komið að Kína
laðar ekki aðeins erlend fyrirtæki
til að hefja starfsemi í Kína, heldur
eru mörg stærri kínversk fyrirtæki
farin að láta til sín taka á alþjóð-
legum markaði, s.s. Lenovo og
Haier.“
Marc segir Evrópu hafa leikið
stórt hlutverk í þeirri þróun sem
orðið hefur á efnahag og viðskipta-
stefnu Kína. „Í dag nema viðskipti
milli Kína og Evrópulanda um 210
milljörðum evra árlega og fara vax-
andi. Þá tekur Kína æ meiri þátt í
margs konar pólitísku og efnahags-
legu samstarfi við Evrópusamband-
ið, og eru nú hugmyndir komnar á
kreik um fríverslunarsamning milli
ESB og Kína,“ segir Marc. „Frí-
verslunarumræðum miðar þó hægt
og ýmis efnahagsleg þrætuepli hafa
komið í ljós. Bæði hafa ráðmenn í
Brussel áhyggjur af vaxandi við-
skiptahalla við Kína, og einnig hafa
umhverfismál og gengisþróunarmál
valdið áhyggjum. Er útlit fyrir
aukna verndarstefnu af hálfu Evr-
ópusambandsins í nánustu framtíð.“
Á sama tíma vinna Íslendingar að
fríverslunarsamningi við Kína: „Sá
samningur gæti vel orðið fyrirmynd
að samningum Kína við aðrar Evr-
ópuþjóðir, og rutt brautina að versl-
unarsamningi við EFTA-ríkin, auk
þess að frammistaða íslenskra
fyrirtækja í Kína í kjölfar samn-
ingsins mun örugglega vekja at-
hygli evrópskra fyrirtækja.“
Finna má nánari upplýsingar á
heimasíðu Alþjóðamálastofnunar á
slóðinni www.hi.is/page/ams, undir
„dagskrá“. Fyrirlestur þriðjudags-
ins verður fluttur í Norræna hús-
inu, frá kl. 12 til 13 og er aðgangur
öllum heimill og ókeypis.
Utanríkisverslun | Fyrirlestur í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 12-13
Kína, Evrópa og Ísland
Marc Lant-
eigne fæddist í
Montreal, Kan-
ada 1971. Hann
lauk doktors-
gráðu í stjórn-
málafræði frá
McGill háskóla
2002. Hann er
sérfræðingur á
sviði stjórnmála og efnahagsmála
Kína. Hann kenndi við McGill-
háskóla og Dalhousie-háskóla í
Halifax. Marc kennir nú við St.
Andrews-háskóla Skotlandi.
Tónlist
Norræna húsið | Kvennakórinn EMBLA
verður með tónleika kl. 15. Flutt verða
verk fyrir kvennakór, einsöngvara og
píanó eftir norska tónsnillinginn Edvard
Grieg í tilefni 100 ára ártíðar hans á
þessu ári. Auðrún Aðalsteinsdóttir og
Þuríður Baldursdóttir, ásamt félögum úr
kórnum syngja einsöng.
Myndlist
Norræna húsið | Sýning verður opnuð kl.
16, á ljósmyndum norska ljósmyndarans
Ove Aalo. Sýningin er í sýningarsal í
kjallara Norræna hússins. Ove Aalo notar
íslenska náttúru og dýralíf sem fyrir-
myndir í myndum sínum.
Leiklist
Norræna húsið | Stúdentaleikhúsið
frumsýnir leikritið, Lífið liggur við. Leik-
ritið er eftir Hlín Agnarsdóttur en hún
endurskrifaði það í samvinnu við Stúd-
entaleikhúsið. Hlín er einnig leikstjóri.
Frumsýning er 27. okt. kl. 20. Leikendur
eru allir á aldrinum 20- 25 ára.
Mannfagnaður
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn
28. október kl. 14. Þriðji dagur í þriggja
daga keppni.
Dans
Barinn | Groovebox heldur danskvöld.
Árni Krisjáns verður kynntur en hann
hefur einbeitt sér að BrokenBeat tónlist-
arstefnu. Árni byrjar klukkan ellefu og
spilar til tvö en þá taka við Beatur, Ingvi
og Shaft.
Breiðfirðingafélagið | Faxafeni 14.
Haustfagnaður Breiðfirðingafélagsins
verður í Breiðfirðingabúð, 27. október kl.
22-3. Hilmar Sverrisson og Helga Möller
leika fyrir dansi. Allir velkomnir.
Skemmtanir
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans
verður í Von, Efstaleiti 7. Vistin hefst kl.
20 og dans að henni lokinni. Dans-
hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi.
Uppákomur
Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Hið ár-
lega Gorblót Heimilisiðnaðarfélags Ís-
lands, verður kl. 20 að Nethyl 2E. Þem-
að er heimagert, allir leggja til mat á
sameiginlegt hlaðborð. Takið með borð-
búnað. Gorblótið er uppákoma þar sem
borðað er saman og í lokin stíga dans.
Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlestrar og fundir
Askja- Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 |
Björn Birnir prófessor í Kaliforníuhá-
skóla Santa Barbara, heldur erindi í
fyrirlestraröðinni Undur Veraldar (und-
ur.hi.is) á vegum Raunvísindadeildar HÍ,
sem haldin er fyrir almenning. Fyrirlest-
urinn hefst kl 14. Sagt verður frá líkana-
gerð af göngum loðnunnar umhverfis Ís-
land.
Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Stofu-
spjall um verk mánaðarins verður 28.
okt. kl. 16, að þessu sinni verður rætt um
kvikmyndun sjónvarpsmyndarinnar
Brekkukotsannáll.
Sveinn Einarsson leikstjóri, Björn G.
Björnsson og Jón Þórisson leikmynda-
hönnuðir rifja upp ævintýrið um gerð
kvikmyndarinnar. Aðgangur ókeypis.
FRÉTTIR
Frímerkjasala, mynt/seðla og listaverkauppboð.
Austurströnd 1, 2. hæð, Seltjarnarnesi.
Fyrsta uppboð í Iðnó, við tjörnina í Reykjavík,
verður 18. nóvember kl. 10.00-17.00.
Uppboðsefni óskast, gjörið svo vel og hafið
samband við undirritaða.
Saso Andonov s. 694-5871 og
Árni Þór Árnason s. 897-0531.
Raðauglýsingar
Atvinnuauglýsingar
BANDALAG íslenskra bílablaða-
manna, BÍBB, útnefndi í gær Land
Rover Freelander bíl ársins. Andrés
Jónsson, kynningarstjóri B&L, tók
við Stálstýrinu, sem fylgir nafnbót-
inni, fyrir hönd B&L úr hendi Krist-
jáns Möllers samgönguráðherra.
Sigur Land Rover Freelander var
nokkuð afgerandi. Hann hlaut alls
200 stig af 225 mögulegum en næst-
hæstur að stigum varð Skoda
Roomster, sem hlaut 185 stig.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Land Rover Freelander bíll ársins
Nafn keppanda
vantaði
Í FRÉTT af Norðurlandamóti
stúlkna, sem fram fer í Danmörku
um helgina, vantaði nafn einnar
stúlkunnar. Sigríður Björg Helga-
dóttir mun tefla á mótinu ásamt
stöllum sínum sex sem taldar eru
upp í fréttinni. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
OPIÐ hús verð-
ur í Sri
Chinmoy mið-
stöðinni til
minningar um
Sri Chinmoy
sem lést þann
11. október síð-
astliðinn. Allir
sem vilja minn-
ast hans eru boðnir velkomnir
sunnudaginn 28. október milli kl.
15 og 17 og verður hægt að rita
nafn sitt í minningarbók. Útför
Sri Chinmoy fór fram þann 18.
október og minningarathöfn um
hann verður haldin í höfuðstöðv-
um Sameinuðu þjóðanna í New
York þann 30. október. Sri
Chinmoy miðstöðin er til húsa á
Skúlagötu 30 3. hæð.
Minningar-
stund um Sri
Chinmoy
JÓHANNA Fjóla Jóhannesdóttir
MSc hjúkrunarfræðingur og verk-
efnastjóri á skrifstofu hjúkrunar-
forstjóra á sjúkrahúsinu og heilsu-
gæslustöðinni á Akranesi (SHA)
flytur erindi í málstofu Rann-
sóknastofnunar í hjúkrunarfræði
29. okt. nk. kl. 12.10–12.50.
Í erindi sínu: Formbundin
skráning til framtíðar og fram-
fara, gerir Jóhann grein fyrir
þeim gögnum í upplýsingaskrá
hjúkrunar sem safnað er við inn-
lögn á sjúkrahús til að fá mat á
ástandi sjúklings til þess að leggja
grunninn að þeirri hjúkrun sem
veitt er í sjúkrahúslegunni.
Á málstofunni mun Jóhanna
segja frá helstu niðurstöðum
meistararannsóknar sinnar þar
sem gögn í upplýsingaskrá hjúkr-
unar voru skoðuð, fyrst sem frjáls
textaskráning og síðan eftir að
henni var breytt yfir á samræmt
fagmál. Einnig mun verða fjallað
stuttlega um nákvæma greiningu
á gögnum ákveðins sjúklingahóps
úr rannsókninni til að sýna þann
mun sem er á skráningu með
frjálsum texta og samræmdu fag-
máli, segir í tilkynningu.
Málstofan fer fram í stofu 201,
Eirbergi, Eiríksötu 34 og er öllum
opin.
Erindi um
skráningu
gagna við
innlögn
HIN hnattræna mynd af fólks-
fjölgun, ástandi vistkerfa og fæðu-
framleiðslu er ekki uppörvandi.
Eyðimerkurmyndun hefur áhrif á
fjórðung alls lands í heiminum og
ógnar velferð meira en milljarðs
jarðarbúa. Önnur landhnignun er
geigvænleg, segir í tilkynningu.
Um þetta og fleira því tengt fjallar
Andrés Arnalds, fagmálastjóri
Landgræðslu ríkisins, í Málstofu
Landbúnaðarháskóla Íslands mánu-
daginn 29. október á Hvanneyri.
Erindi Andrésar hefst kl. 15.
Ástand vist-
kerfa jarðar