Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 27.10.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýn- ing mánud. 29. okt. kl. 13, Ungfrúin góða og húsið. Stofuspjall með Guð- nýju Halldórsd. föstud. 2. nóv. kl. 14, um gerð myndarinnar. Leikhúsferð á Ævintýri í Iðnó, farið frá Bólstaðar- hlíð fimmtud. 1. nóv. kl. 13.10. Miða- verð og kaffiveitingar kr. 2.500. Skráning í s. 535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsfundur í Gjábakka 27. október kl. 14. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri mætir á fundinn. Rætt verður um málefni félagsins, starfið framundan, o.fl. Kaffiveitingar og harmonikku- leikur. Félag eldri borgara, Reykjavík | Árshátíð FEB verður 2. nóvember og hefst kl. 19.30, í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6, veislumatseðill, ein- söngur, dans, hátíðarræða, leikþáttur og dansleikur. Síðasti söludagur er 30. okt. Skráning og uppl. á skrifstofu FEB s. 588-2111, takmarkaður fjöldi. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl.9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Postulíns- námskeið er á mánud. kl. 10 og þriðjud. kl. 13. 30. okt. kl. 10 er (breyttur tími), dansæfing í samvinnu við FÁÍA, danskir gestir í heimsókn. Alla föstud. kl. 10 er leikfimi o.fl. í ÍR heimilinu v/Skógarsel. Samtökin ́78 | KMK krossgátukvöld kl. 20, í Regnbogasal á Laugavegi 3. r. 80ára afmæli. Guðrún S.E. Clau-sen verður áttatíu ára sunnu- daginn 28. október nk. Af því tilefni býður hún til veislu í sal félagsþjónustu aldraðra, Hraunbæ 103, á afmælisdag- inn frá kl. 16-18. 80ára afmæli. Ásgeir Björgvins-son trésmíðameistari, Reykja- mörk 2, Hveragerði, verður áttatíu ára 29. október nk. Af því tilefni mun hann fagna með fjölskyldu sinni í Golfskál- anum í Hveragerði í dag, laugardaginn 27. október frá kl. 18. dagbók Í dag er laugardagur 27. október, 300. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóhannes 14,15.) Alþjóðamálastofnun Há-skóla Íslands efnir tilfyrirlestrar næstkomandiþriðjudag. Þar ætlar Marc Lanteigne frá St. Andrews- háskóla í Skotlandi að flytja erindið Efnahagslegur uppgangur Kína og frjáls viðskipti: Álitamál fyrir Evrópu og Ísland. „Efnahagslegur uppgangur í Kína eftir umbætur Deng Xiaoping seinni hluta 8. áratugarins hefur verið gríðarlegur og undanfarinn áratug hefur vöxtur þjóðarfram- leiðslu verið að jafnaði 9 til 10% ár- lega,“ segir Marc. „Kína er orðið þriðja stærsta verslunarveldi heims, og eru stjórnvöld í Peking að leitast við að efla viðskiptatengsl sín út fyrir Asíu- og Kyrrahafs- svæðið. Nú er svo komið að Kína laðar ekki aðeins erlend fyrirtæki til að hefja starfsemi í Kína, heldur eru mörg stærri kínversk fyrirtæki farin að láta til sín taka á alþjóð- legum markaði, s.s. Lenovo og Haier.“ Marc segir Evrópu hafa leikið stórt hlutverk í þeirri þróun sem orðið hefur á efnahag og viðskipta- stefnu Kína. „Í dag nema viðskipti milli Kína og Evrópulanda um 210 milljörðum evra árlega og fara vax- andi. Þá tekur Kína æ meiri þátt í margs konar pólitísku og efnahags- legu samstarfi við Evrópusamband- ið, og eru nú hugmyndir komnar á kreik um fríverslunarsamning milli ESB og Kína,“ segir Marc. „Frí- verslunarumræðum miðar þó hægt og ýmis efnahagsleg þrætuepli hafa komið í ljós. Bæði hafa ráðmenn í Brussel áhyggjur af vaxandi við- skiptahalla við Kína, og einnig hafa umhverfismál og gengisþróunarmál valdið áhyggjum. Er útlit fyrir aukna verndarstefnu af hálfu Evr- ópusambandsins í nánustu framtíð.“ Á sama tíma vinna Íslendingar að fríverslunarsamningi við Kína: „Sá samningur gæti vel orðið fyrirmynd að samningum Kína við aðrar Evr- ópuþjóðir, og rutt brautina að versl- unarsamningi við EFTA-ríkin, auk þess að frammistaða íslenskra fyrirtækja í Kína í kjölfar samn- ingsins mun örugglega vekja at- hygli evrópskra fyrirtækja.“ Finna má nánari upplýsingar á heimasíðu Alþjóðamálastofnunar á slóðinni www.hi.is/page/ams, undir „dagskrá“. Fyrirlestur þriðjudags- ins verður fluttur í Norræna hús- inu, frá kl. 12 til 13 og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. Utanríkisverslun | Fyrirlestur í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 12-13 Kína, Evrópa og Ísland  Marc Lant- eigne fæddist í Montreal, Kan- ada 1971. Hann lauk doktors- gráðu í stjórn- málafræði frá McGill háskóla 2002. Hann er sérfræðingur á sviði stjórnmála og efnahagsmála Kína. Hann kenndi við McGill- háskóla og Dalhousie-háskóla í Halifax. Marc kennir nú við St. Andrews-háskóla Skotlandi. Tónlist Norræna húsið | Kvennakórinn EMBLA verður með tónleika kl. 15. Flutt verða verk fyrir kvennakór, einsöngvara og píanó eftir norska tónsnillinginn Edvard Grieg í tilefni 100 ára ártíðar hans á þessu ári. Auðrún Aðalsteinsdóttir og Þuríður Baldursdóttir, ásamt félögum úr kórnum syngja einsöng. Myndlist Norræna húsið | Sýning verður opnuð kl. 16, á ljósmyndum norska ljósmyndarans Ove Aalo. Sýningin er í sýningarsal í kjallara Norræna hússins. Ove Aalo notar íslenska náttúru og dýralíf sem fyrir- myndir í myndum sínum. Leiklist Norræna húsið | Stúdentaleikhúsið frumsýnir leikritið, Lífið liggur við. Leik- ritið er eftir Hlín Agnarsdóttur en hún endurskrifaði það í samvinnu við Stúd- entaleikhúsið. Hlín er einnig leikstjóri. Frumsýning er 27. okt. kl. 20. Leikendur eru allir á aldrinum 20- 25 ára. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 28. október kl. 14. Þriðji dagur í þriggja daga keppni. Dans Barinn | Groovebox heldur danskvöld. Árni Krisjáns verður kynntur en hann hefur einbeitt sér að BrokenBeat tónlist- arstefnu. Árni byrjar klukkan ellefu og spilar til tvö en þá taka við Beatur, Ingvi og Shaft. Breiðfirðingafélagið | Faxafeni 14. Haustfagnaður Breiðfirðingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð, 27. október kl. 22-3. Hilmar Sverrisson og Helga Möller leika fyrir dansi. Allir velkomnir. Skemmtanir SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Von, Efstaleiti 7. Vistin hefst kl. 20 og dans að henni lokinni. Dans- hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Uppákomur Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Hið ár- lega Gorblót Heimilisiðnaðarfélags Ís- lands, verður kl. 20 að Nethyl 2E. Þem- að er heimagert, allir leggja til mat á sameiginlegt hlaðborð. Takið með borð- búnað. Gorblótið er uppákoma þar sem borðað er saman og í lokin stíga dans. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar og fundir Askja- Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 | Björn Birnir prófessor í Kaliforníuhá- skóla Santa Barbara, heldur erindi í fyrirlestraröðinni Undur Veraldar (und- ur.hi.is) á vegum Raunvísindadeildar HÍ, sem haldin er fyrir almenning. Fyrirlest- urinn hefst kl 14. Sagt verður frá líkana- gerð af göngum loðnunnar umhverfis Ís- land. Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Stofu- spjall um verk mánaðarins verður 28. okt. kl. 16, að þessu sinni verður rætt um kvikmyndun sjónvarpsmyndarinnar Brekkukotsannáll. Sveinn Einarsson leikstjóri, Björn G. Björnsson og Jón Þórisson leikmynda- hönnuðir rifja upp ævintýrið um gerð kvikmyndarinnar. Aðgangur ókeypis. FRÉTTIR Frímerkjasala, mynt/seðla og listaverkauppboð. Austurströnd 1, 2. hæð, Seltjarnarnesi. Fyrsta uppboð í Iðnó, við tjörnina í Reykjavík, verður 18. nóvember kl. 10.00-17.00. Uppboðsefni óskast, gjörið svo vel og hafið samband við undirritaða. Saso Andonov s. 694-5871 og Árni Þór Árnason s. 897-0531. Raðauglýsingar Atvinnuauglýsingar BANDALAG íslenskra bílablaða- manna, BÍBB, útnefndi í gær Land Rover Freelander bíl ársins. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, tók við Stálstýrinu, sem fylgir nafnbót- inni, fyrir hönd B&L úr hendi Krist- jáns Möllers samgönguráðherra. Sigur Land Rover Freelander var nokkuð afgerandi. Hann hlaut alls 200 stig af 225 mögulegum en næst- hæstur að stigum varð Skoda Roomster, sem hlaut 185 stig. Morgunblaðið/G.Rúnar Land Rover Freelander bíll ársins Nafn keppanda vantaði Í FRÉTT af Norðurlandamóti stúlkna, sem fram fer í Danmörku um helgina, vantaði nafn einnar stúlkunnar. Sigríður Björg Helga- dóttir mun tefla á mótinu ásamt stöllum sínum sex sem taldar eru upp í fréttinni. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT OPIÐ hús verð- ur í Sri Chinmoy mið- stöðinni til minningar um Sri Chinmoy sem lést þann 11. október síð- astliðinn. Allir sem vilja minn- ast hans eru boðnir velkomnir sunnudaginn 28. október milli kl. 15 og 17 og verður hægt að rita nafn sitt í minningarbók. Útför Sri Chinmoy fór fram þann 18. október og minningarathöfn um hann verður haldin í höfuðstöðv- um Sameinuðu þjóðanna í New York þann 30. október. Sri Chinmoy miðstöðin er til húsa á Skúlagötu 30 3. hæð. Minningar- stund um Sri Chinmoy JÓHANNA Fjóla Jóhannesdóttir MSc hjúkrunarfræðingur og verk- efnastjóri á skrifstofu hjúkrunar- forstjóra á sjúkrahúsinu og heilsu- gæslustöðinni á Akranesi (SHA) flytur erindi í málstofu Rann- sóknastofnunar í hjúkrunarfræði 29. okt. nk. kl. 12.10–12.50. Í erindi sínu: Formbundin skráning til framtíðar og fram- fara, gerir Jóhann grein fyrir þeim gögnum í upplýsingaskrá hjúkrunar sem safnað er við inn- lögn á sjúkrahús til að fá mat á ástandi sjúklings til þess að leggja grunninn að þeirri hjúkrun sem veitt er í sjúkrahúslegunni. Á málstofunni mun Jóhanna segja frá helstu niðurstöðum meistararannsóknar sinnar þar sem gögn í upplýsingaskrá hjúkr- unar voru skoðuð, fyrst sem frjáls textaskráning og síðan eftir að henni var breytt yfir á samræmt fagmál. Einnig mun verða fjallað stuttlega um nákvæma greiningu á gögnum ákveðins sjúklingahóps úr rannsókninni til að sýna þann mun sem er á skráningu með frjálsum texta og samræmdu fag- máli, segir í tilkynningu. Málstofan fer fram í stofu 201, Eirbergi, Eiríksötu 34 og er öllum opin. Erindi um skráningu gagna við innlögn HIN hnattræna mynd af fólks- fjölgun, ástandi vistkerfa og fæðu- framleiðslu er ekki uppörvandi. Eyðimerkurmyndun hefur áhrif á fjórðung alls lands í heiminum og ógnar velferð meira en milljarðs jarðarbúa. Önnur landhnignun er geigvænleg, segir í tilkynningu. Um þetta og fleira því tengt fjallar Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, í Málstofu Landbúnaðarháskóla Íslands mánu- daginn 29. október á Hvanneyri. Erindi Andrésar hefst kl. 15. Ástand vist- kerfa jarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.