Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 F 19 Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is Opið virka daga frá kl. 9:00-18:00 Sími 575 8585 Sigrún Stella Einarsdóttir lögg. fasteignasali. GSM 824 0610. Karl Dúi Karlsson sölumaður. GSM 898 6860. Sigrún Stella Einarsdóttir löggiltur fasteignasali VALLARHÚS - ENDARAÐHÚS Fallegt og vel skipulagt 4-5 herb., 126,8 fm, endaraðhús á tveimur hæð- um auk rislofts við Vallarhús í Grafarvogi. Húsið er staðsett innst í götu. Garðurinn er stór, gróinn og skjólgóður. Þrjú svefnh., tvö baðherb., rúmgóð stofa og eldhús, gluggi við borðkrók. Stutt er í leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Íþróttamiðstöð og sundlaug eru í göngufæri. Hús og þak nýlega málað. V. 37,9 millj. Áhv. 11 millj. frá ÍLS, 5,1% vextir LAUFRIMI - 4RA HERBERGJA MEÐ SÉRINNGANGI Falleg 98,4 fm 4ra herbergja endaíbúð með sérinngangi af svölum í ná- grenni við Spöngina og Borgarholtsskóla. Þrjú svefnherbergi með góðum skápum. Íbúðin er rúmgóð og vel skipulögð. Suðursvalir. Glæsilegt útsýni er af svölunum yfir borgina. Einnig er glæsilegt útsýni af svalagangi, m.a. yfir Esjuna og Snæfellsjökulinn. Góð geymsla er á jarðhæð. Sérmerkt bíla- stæði fylgir eigninni. Áhvílandi 17 millj. EINBÝLISHÚS Í STYKKISHÓLMI Lítið snoturt 115,7 fm einbýlishús sem stendur á hornlóð við Silfurgötu, ásamt 19,2 fm sérstæðum bílskúr. Húsið er klætt að utan. Efri hæð: For- stofa, eldhús með borðkrók, borðstofa, stofa, svefnherb. og baðherb. Neðri hæð: Svefnherb., þvottaherb. og geymsla. Hús á góðum stað. V. 14,9 millj. FLÚÐASEL - ENDARAÐHÚS Fallegt endaraðhús á 2. hæðum auk stæðis í bílageymslu við Flúðasel. Húsið er 149 fm., afar skemmtilega skipulagt, bjart og opið. Stórt og bjart eldhús. Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Flísar og parket á gólfum. V. 37,3 millj. VEGHÚS - 4RA TIL 5 HERBERGJA - GÓÐ LÁN FYLGJA Falleg 166,4 fm, 4-5 herb. íbúð á 2 hæðum. Snyrtileg sameign. Hátt er til lofts í íbúðinni, gluggar stórir og er eignin afar björt og vistleg. Hol með skápum, rúmgott eldhús með borðkrók, borðstofa og afar rúmgóð stofa. Vestursvalir. 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi og sjónvarpshol. Gólfefni eru fallegar flísar, parket og dúkur. Á jarðhæð er sér geymsla og sameiginl. hjóla- - og vagnageymsla. HAGSTÆÐ ÁHV. LÁN FYLGJA. V. 34,9 millj. 16 millj. kr. LSR lán með 4,15% föstum vöxtum. ÞÓRÐARSVEIGUR - 2JA HERB. - ÁHVÍLANDI LÁN 13,6 MILLJ. Glæsileg 2ja herb., 51,3 fm íbúð á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi í Grafarholti. Flísalagt anddyri með fataskáp. Stofa og eldhús í opnu parketlögðu rými, aðskilið með lágum, léttum vegg. Eldhús með fallegri innréttingu, vönd- uðum tækjum og borðkrók. Vestursvalir. Svefnherb. parketlagt og með fataskápum. Baðherb. flísalagt, með sturtuklefa, veggh. salerni. Tengt fyrir þvottavél. V. 17,9 millj. Laus við kaupsamning BLÁSKÓGAR - EIGN FYRIR VANDLÁTA Glæsilegt 272,9 fm einb. á 2 hæðum ásamt einf. bílskúr. Á jarðhæð eru 3 herb., þvherb. og geymsla. Innangengt í bílskúr. Steyptur stigi er á milli hæða. 3 svherb. eru á efri hæðinni. Glæsilegt, nýlega uppgert baðherb.. Eldhús með borðkrók, tvískiptri 6 hellu Blomberg eldavél, stál háf og ofni og veglegum Amana ísskáp sem fylgir. Rúmgóð og björt setu- og borðstofa, inn af stofu er sjónvarpsrými. Arinn. Rúm- góðar svalir m/markisum. Fallegur, ræktaður garður. V. 105 millj. GRAFARHOLT - VERSLUNAR/ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI Mjög gott 200 fm verslunarpláss á jarðhæð með góðum bílastæðum. Húsnæðið hentar margvíslegum rekstri og er laust til afhendingar. Áhugaverður kostur hvað varðar stærð og staðsetningu. Skipti möguleg. Nánari upplýsingar á skrifstofu. STYKKISHÓLMUR - PARHÚS 157,4 fm. parhús á 2 hæðum við Höfðagötu í Stykkishólmi, ásamt 30,6 fm bílskúr. Íbúðin er afar rúmgóð. Neðri hæð: forstofa, gangur, 2 stofur, rúmgott eldhús, lítið baðherb. og svefnherb.. Út af eldhúsi er sólpallur. Efri hæð: 4 svefnherb. og baðherb.. Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Góð gólfefni. Á bílskúrnum er nýtt þak og ný hurð. Húsið er klætt, járn á þaki er lélegt. Mjög gott útsýni. V. 15,85 millj. VESTURHÓP - GRINDAVÍK - HAGSTÆÐ ÁHVÍLANDI LÁN Nýtt, glæsilegt 118,5 fm parhús ásamt 42,3 fm bílskúr í nýju hverfi í Grindavík. Húsið er tilbúið til afh. Flísalögð forstofa. Stofa er rúmgóð og björt og þaðan er gengið út á sérlóð. Eldhús með afar fallegri kirsuberj- ainnréttingu og glæsilegum tækjum frá Electrolux. Flísalagt þvottah.. 3 svefnh. Glæsilegt baðh., flísalagt í hólf og gólf, hornbaðkar með nuddi, falleg innrétting. Laus við kaupsamning. LITLIKRIKI - EINBÝLI - MOSFELLSBÆR Í byggingu glæsilegt einbýlishús með innbyggðum tvöföldum bílskúr. Birt flatarmál 293,5 fm. Möguleiki á litilli aukaíbúð. Húsið verður á þremur pöllum og er hér um að ræða afar fallegt og vel skipulagt einbýl- ishús með fallegri aðkomu og góðum suðvesturgarði á einum besta stað í Mosfellsbæ. Húsið afhendist fokhelt skv. ÍST 51:2001 og eru frekari lýsingar um skil og fleira á skrifstofu FMG og www.fmg.is LA US LA US Lengst af síðustu öld voruhitakerfi, ef þau á annaðborð voru lögð í hús, ofna-kerfi. Í upphafi þekktist vart annað en að ofnar væru níð- þungir pottofnar, sem enginn barna- leikur var að rogast með upp á hæð- ir, því þá þekktist ekki að við nýbyggingar risu himinháir kranar til að létta mönnum störfin. Ekki einu sinni settur upp gálgi með talí- um og köðlum, menn áttu að svitna og vinna fyrir kaupinu sínu. Svo hóf Sveinbjörn í Ofnasmiðjunni að fram- leiða léttari stálofna, hina vel þekktu helluofna, sem meira að segja eru enn í notkun í eldri húsum. Eftir miðja öldina kom geislahitunin og varð mjög vinsæl um tuttugu ára tímabil en hvarf þá nær alfarið. Hins vegar eru mörg hús frá þessum tíma með geislahitun sem getur verið ágætasta hitakerfi ef stjórntæki geislakerfanna væru ekki látin drabbast niður, sem því miður er raunin. Upp úr 1960 prófuðu nokkrir ofurhugar að leggja gólfhitalagnir, en ýmiss konar vankantar og þekk- ingarleysi kom í veg fyrir að gólfhit- inn næði fótfestu. Svo rann upp tími gólfhitans þeg- ar nær dró síðustu aldamótum og þar voru Þjóðverjar og Svíar í far- arbroddi. Að sjálfsögðu náði þessi þróun til Íslands og nú er svo komið að ekki er ofmælt að segja að gólfhiti sé lagður í mikinn meirihluta af ein- býlis-, par- og raðhúsum. Gólfhitinn sækir einnig inn í fjölbýlishús og er þar sem annars staðar góður kostur ef rétt er staðið að hönnun og lögn. Eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa þróað og framleitt margs konar lagnaefni, er þýska fyrirtækið Upo- nor. Ekki er með öllu rétt að segja það þýskt, miklu frekar finnskt og að hluta sænskt, þannig eru fyrir- tækjafléttur í dag. En nýlega komu tveir þýskir sér- fræðingar til landsins á vegum Tengis ehf. í Kópavogi, sem hefur verið eitt af framsæknustu innflytj- endum og seljendum lagnaefnis á síðustu árum. Meðal þess sem Upo- nor hefur þróað undanfarið eru ál- plaströr, en þau eru meir og meir notuð af lagnamönnum. Álplaströrið sameinar kosti plaströrs og málm- rörs, innst er rör úr plasti, í miðjunni rör úr áli og utan um það annað plaströr. Þetta rör hefur þannig ótvíræða eiginleika að það er hægt að nota til allra vatnslagna í einu húsi hvort sem það er gólfhiti, ofna- kerfi eða neysluvatnslagnir bæði fyrir heitt og kalt vatn. En það sem kynnt var á þessum fundi í Grand hótel voru tvenns kon- ar gólfhitakerfi. Í fyrsta lagi gólf- hitakerfi sem einkum er ætlað til endurlagna í eldri byggingar. Þar er lögð höfuðáhersla á að gólfhitakerfið hækki gólf sem minnst þannig að lofthæð haldist að mestu. Ætlunin er að hægt sé að leggja gólfhitakerfið á steininn eins og hann kemur fyrir þegar búið er að fjarlægja slitlög eins og parket eða teppi. Til þess að það sé hægt verður að nota grönn rör og þar slær Uponor metið því rörin eru aðeins 9,9 mm að utanmáli eða tæplega 1 cm. Einhvern tíma hefði þeim sem hófu röraöldina á Ís- landi og þurftu að berjast við að snitta og skrúfa saman stálrör að sverleika allt að 3 tommur, þótt spá- dómur um rör sem væru svo grönn rugl og vitleysa. Í öðru lagi var kynnt athyglisverð nýjung við gólfhitalögn í nýbygg- ingar sem einfaldar mjög lagna- vinnu. Í stað þess að nota takka- mottur eða einangrunardúk undir rörin eru lagar niður einangrunarplötur með sérstöku yfir- borði. Gólfhitarörin sem eru af stærð- unum 17 eða 14 mm, eru þannig framleidd að um leið og þau koma út úr véla- samstæðunni er spírallaga renningur festur á rörin, en þessi renningur er franskur rennilás. Sama yfirborð er á einangrunarplöt- unum og þegar rörin eru lögð út festast þau við yfirborð einangrunarplötunn- ar, engra annarra festinga er þörf, milli- bil röra er eftir vali hönnuðar eða lagna- manns. Það var sannarlega gleðilegt hve vel þessi kynning var sótt, en á hana komu um 200 gestir. Lagnamenn, hvort sem eru pípulagningamenn eða hönnuðir, eru svo sannarlega að vakna meir og meir til vitundar um það að í fagi, þar sem þróunin er svo ör, verða menn stöðugt að sækja sér aukna þekkingu. Slíkar kynningar erlendra framleiðenda og íslenskra umboðsmanna þeirra eru kjörinn vettvangur til að auka þekkingu sína auk þeirrar fjölbreyttu endurmennt- unar sem nú er í boði hérlendis. Tengi kynnir þýsk gólfhitakerfi LAGNAFRÉTTIR Sigurður Grétar Guðmundsson siggigretar@mbl.is Höfundur er pípulagningameistari. Franskur rennilás Gólfhitarörin lögð á einangrunarplötur og þau festast um leið. Þversnið Lágt byggða Uponor gólfhiatkerfið má leggja á mismunandi undirlag, steinsteypu (A), gamlar flísar (A1) eða trégólf (A2). Fyrst er lögð einangrun (C1), festiplötur (2), gólfhitarör (3), yfir- flotlag (C) og síðan mismunandi gólfefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.