Morgunblaðið - 10.12.2007, Page 28

Morgunblaðið - 10.12.2007, Page 28
28 F MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sætir sófar er húsgagnaversl-un sem Helga Pálsdóttirhefur rekið í fjórtán ár áSmiðjuveginum í Kópavogi. Verslunin hefur ekki bara haldið sig öll þessi ár á sama stað, grundvall- arhugsunin hefur alla tíð verið hin sama – að selja sígild eða klassísk húsgögn. Þó er enginn hörgull á vöruúrvalinu. Hér eru sófar af alls konar gerðum og í margs konar lit- um og efnisáferð. Ekta amerískir sófar „Þetta eru sófar frá Bandaríkj- unum, eða amerískir sófar eins og þeir eru oftast kallaðir, en sameig- inlegt með þeim er að þeir eru hann- aðir og smíðaðir í klassískum stíl og með hreinar línur. Þó er auðvitað fjölbreytni og úrvali fyrir að fara enda eru klassísk húsgögn af ýmsu tagi,“ segir Helga. Reyndar eru horn- og tungusófar, og sófar með skemli, vinsælastir þessa dagana. margir leggja mikið upp úr að hægt sé að flatmaga fyrir framan sjón- varpsskjáinn og þá eru þetta réttu sófarnir“ Hún segir ekkert lát vera á eftir- spurninni og þakkar það góðri hönn- un og því að sígild húsgögn lifa ekki á neinni tískubylgju. „Þessi húsgögn koma frá Norður- Karólínu en þangað fer ég reglulega á stóra húsgagnasýningu sem nefn- ist „High Point“ og haldin er tvisvar á ári. Það skemmtilega við þessi hús- gögn er að þau fara aldrei úr tísku eða kannski er hægt að orða það þannig að þrátt fyrir nýjar stefnur og strauma halda þau sínu gildi og seljast ótrúlega vel. Lágt gengi doll- arans síðustu misserin hefur nátt- úrulega verið hagstætt fyrir mig og það tryggir að hægt er að bjóða vönduð húsgögn á viðráðanlegu verði,“ segir Helga. Fer alltaf eigin leiðir Óhætt er að segja að verslunin Sætir sófar hefur skorið sig úr og valið að fara eigin leiðir í vöruúrval- inu. „Íslendingar eiga ekki langar hefðir í húsgagnagerð og húsgögnin breytast ár frá ári og tískusveifl- urnar hafa mikil áhrif á val við- skiptavinanna. Það er ekkert óvenjulegt að fólk skipti um húsgögn á þriggja–fjögurra ára fresti og fólk virðist reiðubúið að vera stöðugt að breyta um. Sérstaklega á þetta við um yngri viðskiptavini og þá einkum á síðasta áratug. Það er hins vegar mín reynsla að fólk sem hefur keypt klassísk húsgögn einu sinni heldur sig lengur við þann stíl og vill heldur kaupa vandaðar og stílhreinar vörur en það allra nýjasta á markaðinum hverju sinni.“ Áherslan hefur verið á sófasett frá því verslunin hóf starfsemi sína árið 1994 en þó segir Helga að hún hafi tekið inn bæði borð, hillur og komm- óður að auki. „Það eru svo margar nýjar versl- anir að koma sem selja dýr húsgögn eftir heimsþekkta hönnuði eða sér- stakar módelvörur, sem er mjög gott því vöruúrvalið eykst af þeim sökum. Á hinn bóginn er alltaf stór hluti kúnnanna sem velur heldur klassísk húsgögn og heldur tryggð við þau. Ég held að ég sé meira í því sem fólk flest vill og það er eiginlega hugmyndin að baki vöruúrvalinu,“ segir Helga. Sígildir sófar eiga alltaf við Í eðli sínu er klassíkin íhaldssöm og heldur fast við hefðirnar. Það þýðir þó ekki að stíllinn sé íhalds- samur því klassíkin hefur alltaf grundvallast á hönnun sem er tíma- laus og stendur fyrir sínu í nálega hvaða umhverfi sem er. „Fjölbreytnin í hönnuninni er mikil og þetta eru húsgögn sem staðist hafa tímans tönn og þykja falleg og þægileg án tillits til tísku- strauma. Völ er á margs konar efni og litum sem áklæði og sófarnir eru mjög mismunandi að lögun. Þetta eru þó allt saman sígild húsgögn og þau eiga það sameiginlegt að það er gott að sitja í þeim og þau eru til prýði á hvaða heimili sem er,“ segir Helga. Þess má að lokum geta fyrir for- vitnissakir að netfang verslunar- innar er auðvitað sofarsogood- @vortex.is. Sígildir og þægilegir sófar Morgunblaðið/Frikki Þægilegir Sófar til að flatmaga í fyrir framan sjíonvarpsskjáinn.Sígild Helga Pálsdóttir er búin að selja sígild húsgögn í fjórtán ár. Stefán B. Bjarnas. Kristín Daníelsdóttir Ólafur S. Pálsson Ástrós Hjálmtýsdóttir Björn Daníelsson Ásmundur Ásmundsson Sigurbjörg Hjaltadóttir Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is ERLUÁS Vönduð 4ja herbergja íbúð. 104,4fm þar af geymsla 7,5fm. Glæsilegt útsýni úr stofu. Samtengd stofa og eldhús. Vand- aðar innréttingar. Eign a mjög skemmti- legum stað sem vert er að skoða. Verð 29,9millj. ÞERNUNES Falleg 3ja herb. Íbúð í tvíbýli með sérinn- gangi á 1.hæð alls 139.9fm ásamt bíl- skúr m. sjávarútsýni. Rúmgóð og björt stofa. Glæsilegt baðherbergi. LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Verð 39,5millj. PERLUKÓR Lúxus 4ra herbergja íbúð alls 172 fm, þar af geymsla 11 fm. Hún er fullbúin og var mikið lagt í allar innréttingar og frágang. Hún er vel staðsett og stutt er í grunn- skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Verð 49,9millj. KÁRSNESBRAUT Mjög góð 2ja – 3ja herb íbúð í litlu fjöl- býli alls 73,1 fm. Fallegt útsýni. Stórar vestur svalir. Flísalagt baðherbergi. Þvottahús í íbúð. Íbúð á góðum stað sem leynir á sér. Verð 19,9 millj ÞERNUNES Mjög vönduð 7 herb. sérhæð í tvíbýlis- húsi á 2. hæð ásamt bílskúr, alls 230,8 fm. Sjávarútsýni. Búið er að gera 2ja herb. auka íbúð m. sérinngangi. Verð 69,5 millj. Mjög fallegt 5 herb. raðhús á 3 hæðum ásamt bílskúr, alls 210,3 fm á fráb.útsýnisstað. 70 fm óskráð rými í kjallara. Ræktaður garður. Ásett verð 59,9 millj. LAXAKVÍSL Glæsileg og rúmgóð 5 herb. sérhæð (efsta) á vinsælum stað alls 109,4 fm. Glæsilegt útsýni yfir Laugardalinn. Verð 31,2 millj. RAUÐALÆKUR Falleg 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýli alls 62,6 fm. Rúmgóð stofa,stórar svalir með góðu útsýni. Stofa og eldhús samliggjandi. Stórt svefnherbergi m. góðu skápaplássi. Parket og flísar á gólfum. Sameign lítur vel út. Verð 16,9 millj. KRUMMAHÓLA Vandað og snyrtilegt skrifstofuhúsnæði alls 87 fm á 2. hæð. 2 rúmgóð herbergi. Annað mjög stórt og með rými fyrir 4 starfsstöðvar. Móttaka, baðherbergi og rúmgóður gangur. Dúkur á gólfum. Allar tölvulagnir til staðar. Næg bílastæði. Nánari upplýsingar gefur Björn Daníelsson s. 849-4477 NETHYLUR Mjög vel skipulagt 194 fm skrifstofuhúsæði. 8 rúmgóð herbergi, vandaðar inn- réttingar og lýsing til fyrir- myndar. Næg bílastæði. Laust til afhendingar fljót- lega. Nánari upplýsingar gefur Björn Daníelsson s. 849-4477 Verð 49 millj. NETHYLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.