Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðarbæjar fjallaði um sölu á rúmlega 15,4% hlut bæjarins í Hitaveitu Suður- nesja til Orkuveitu Reykjavíkur á fundi í gær. Þar lögðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fram sameiginlega tillögu um að selja allt að 95% hlutafjár en um leið að kanna möguleika á að kaupa hlut í OR. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram aðra tillögu um að allt hlutafé Hafnarfjarðar í HS yrði selt til OR. Báðar tillögurnar gera ráð fyrir því, að sölugengið verði 7. Rætt verður um tillögurnar á fundi bæjarstjórnar í dag og gengur Lúðvík Geirs- son bæjarstjóri út frá því að málið verði afgreitt á fundinum í dag. Hann segir engan grundvallarmun á tillögunum. Í tillögu Samfylkingar og VG segir m.a.: „Bæj- arstjórn samþykkir að fela starfshópi sem skipaður er oddvitum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga í bæjarstjórn að leita eftir samkomulagi við Orku- veitu Reykjavíkur um hugsanleg hlutafjárskipti. Slíkt samkomulag verði í síðasta lagi gert fyrir lok febrúar 2008. Forsendur þeirra kaupa ráðist af því verðmati sem liggi fyrir á Orkuveitunni og sameig- inlegri afstöðu varðandi framtíðarskipan dreifikerf- is rafmagns innan lögsögu Hafnarfjarðar. […] Bæjarstjórn ítrekar að Hafnarfjarðarbær á og rekur bæði Vatnsveitu Hafnarfjarðar og Fráveitu Hafnarfjarðar og mun halda því eignarhaldi og þeim rekstri áfram með óbreyttu sniði.“ Í tillögu sjálfstæðismanna segir m.a. að bæjar- stjórn ákveði að selja OR allan hlut Hafnarfjarðar í HS að nafnvirði 1.149.368.544 á genginu 7,0. Eru lagðar fram tillögur um hvernig ráðstafa eigi and- virðinu. „Söluandvirðið verður einungis notað til greiðslu skulda og skuldbindinga Hafnarfjarðar- bæjar og áður en kemur til einstakra greiðslna ofangreindra lána verði það ávaxtað með tryggileg- um hætti. Lækkun á skuldum bæjarins og vaxta- byrði verður notað til að lækka útsvar, fasteigna- gjöld og aðrar álögur á bæjarbúa.“ Bæjarstjórn tekur ákvörðun um sölu á hlut í HS í dag Samfylking og VG í Hafnarfirði vilja leita samkomulags við OR um hlutafjárskipti Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „VIÐ höfum verið með tilboð frá Orkuveitunni frá því í sumar um kaup á þessum hlut í Hitaveitu Suðurnesja, á mjög hagstæðum kjörum og skiptir máli fyrir okkur að nýta okkur það tækifæri. Í annan stað er að verða mikil breyting á öllum þessum mál- um,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Við höfum lagt áherslu á að hafa aðkomu að þessum fyrir- tækjum sem við kaupum þjónustu af. Við höfum líka stofnað til samstarfs með Grindavík og Vogum um sameiginlega hagsmuni á háhita- svæðunum […] Má segja að við séum að tryggja okkar stöðu og aðkomu að þeim borðum sem við viljum sitja við.“ Tryggja okkar stöðu LÖGREGLAN á Selfossi telur að annar Pólverji, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í nauðgun í október, hafi rof- ið farbann og yf- irgefið landið. Félagi hans fór úr landi í byrjun desember. Lýst hefur verið eftir báðum mönnun- um á Schengen-svæðinu. Þriðja manninum var í gær gert með úrskurði að leggja fram tryggingu fyrir því að hann yrði tiltækur lögreglu fram til 4. febr- úar. Beðið er niðurstöðu rann- sókna á lífsýnum og er þeirra að vænta eftir 6 vikur. Að mati Ólafs Helga Kjartans- sonar lögreglustjóra hefur rann- sókn málsins sýnt að farbann sé veikt úrræði og þurfi að grípi til annarra ráða. Þannig mætti vel hugsa sér að nota nýjustu tækni í því skyni, svo sem að skylda við- komandi til að bera staðsetning- artæki, auk þess að taka upp til- kynningarskyldu. Þá mætti taka upp þann hátt að þeir sem sæti farbanni greiði um- talsverða fjárhæð til tryggingar því að þeir séu tiltækir og sæti gæsluvarðhaldi ella. Telja að Pólverjinn hafi flúið Ólafur Helgi Kjartansson „HELSTA breytingin er tæplega 30% aukning frá því í fyrra á af- greiðslu böggla vegna aukinnar netverslunar. Því fylgir aukin vinna sem hefur þó gengið prýði- lega að sinna,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðs- stjóri Póstsins, um álag á póstþjón- ustuna fyrir jólin. Íslendingar virðist kaupa jólagjafir í auknum mæli á netinu og Pósturinn finni vel fyrir því. Líkt og undanfarin ár hefur Pósturinn ráðið til sín fjölda skólafólks til að anna álaginu og segir Ágústa stemninguna skemmtilega og jólalega. Síðustu öruggu skiladagar böggla og jólakorta til Evrópu eru liðnir, en hægt er að senda pakka með TNT-hraðþjónustu í dag og á morgun. Síðasti öruggi skiladagur jólapakka innanlands er á morgun, 19. desember, og vegna jólakorta hinn 20. desember. Jólapósthúsin í Kringlunni, Smáratorgi og á Gler- ártorgi eru opin til kl. 22 þessa viku. Morgunblaðið/Kristinn Mikil aukn- ing vegna netverslunar Jólavertíð Póstsins í hámarki og stemning á pósthúsum ♦♦♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu ellilífeyrisþega, sem vildi að greiða ætti fjármagnstekjuskatt af þeim hluta lífeyris, sem væri ávöxtun af innborguðu iðgjaldi. Var úrskurður skattstjóra, um að greiða skuli tekju- skatt af lífeyri, staðfestur með dómnum. Dómurinn taldi, að skattlagning lífeyristekna, með þeim hætti sem kveðið er á um í lögum um tekju- skatt, væri að öllu leyti lögmæt og í samræmi við þá heimild sem löggjaf- anum væri veitt til skattlagningar. Hafnaði dómurinn því að skattlagn- ingin bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og mannrétt- indasáttmála Evrópu þar sem lífeyr- isþeginn hefði ekki sýnt fram á, að hann sætti annarri skattalegri með- ferð en aðrir, sem eins stæði á um. Málið var upphaflega höfðað árið 2002 en Hæstiréttur vísaði því frá árinu 2004. Lögmætt að innheimta tekjuskatt NIÐURSTÖÐUR úr samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ís- lensku í 4. bekk og 7. bekk í ár eru áþekkar niðurstöðunum í fyrra. Niðurstöðurnar voru flokkaðar eft- ir kjördæmum. Samræmdar einkunn- ir á kvarðanum 1-10 voru mjög áþekkar í Reykjavík, Suðvesturkjör- dæmi og Norðausturkjördæmi en ívið lægri í Vesturkjördæmi og Suður- kjördæmi. Þegar skoðaðar eru normaldreifð- ar einkunnir á kvarðanum 0-60 kemur í ljós að nemendur í 4. bekk og 7. bekk í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi eru um eða yfir landsmeðaltali (30) í öllum tilvikum, bæði í stærðfræði og íslensku. Nemendur 4. bekkjar í Norðausturkjördæmi eru yfir lands- meðaltali í báðum námsgreinum og nemendur 7. bekkjar í því kjördæmi yfir landsmeðaltali í íslensku en undir því í stærðfræði. Nemendur beggja bekkja í Vesturkjördæmi og Suður- kjördæmi eru undir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði. Sigurgrímur Skúlason, próffræð- ingur og sviðsstjóri prófadeildar Námsmatsstofnunar, sagði enga megináherslu lagða á samanburð milli ára í samræmdu prófunum. Ein- staklingsniðurstöðurnar væru það sem máli skipti og þær væru ekki fjöl- miðlaefni. Hvað varðar landshlutanið- urstöðurnar sagði Sigurgrímur að honum sýndist sem mynstrið í norm- aldreifðu einkunnunum væri mjög áþekkt nú og undanfarin ár. „Það er í raun óbreytt ástand,“ sagði Sigur- grímur. Hann taldi niðurstöðurnar einnig sýna að ekki væri mikill munur í einkunnum á milli landshluta. Niðurstöður samræmdu próf- anna eru svipaðar og áður Ekki mikill munur milli landshluta        ! "# $ "%&' $ () "%&' () "%&'  "%&'     !         *+, *, ,, --  -*+ "%.&   .       /  .&0()(()12             *+ * , +  -* "%.& .   !           *- * ,   ,*- "%.&   .            *-+ * ,, ,  ,* "%.& .   ! LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hefur tvö kynferðisbrot til rann- sóknar eftir liðna helgi. Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær leikur grunur á að konu hafi verið nauðgað á salerni skemmtistaðar í miðborg Reykjavíkur en engar upp- lýsingar fengust um hitt málið þegar eftir því var leitað hjá kynferðis- brotadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Þó fékkst staðfest að ein kæra hefði borist lögreglu vegna kynferðisbrots um helgina. Að sögn lögreglu er rannsókn beggja mála á frumstigi og því lítið hægt að gefa upp. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna en rætt hef- ur verið við vitni. Tvö kyn- ferðisbrot ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.