Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 27 um. ir Strætó gið flutti á þótt þetta með voru tæðunum heldur urðu menn að ýta sér á hjóla- bekk undir vagnana. Hörður sagði frá því að fyrst í stað hefði verk- stæðið verið í gömlum bretabrögg- um og sérstakt verkstæðishús ekki byggt fyrr en skömmu fyrir 1970. Í því húsi voru gryfjur sem þóttu mik- il framför. Skrifstofur, stjórnstöð og sím- varsla Strætó, sem nú eru við Þönglabakka, verða í húsinu og var kominn vísir að þeirri starfsemi í gær. „Hér slær hjartað, hér verða alltaf menn á vakt,“ sagði Hörður. Húsin við Hestháls eru alls um 4.000 fermetrar að stærð og þar munu að jafnaði starfa liðlega 40 manns. Framkvæmdir við nýju höfuð- stöðvarnar hófust í lok árs 2006. Upphaflega stóð til að þær yrðu teknar í gagnið í ágúst en Hörður sagði að ýmislegt hefði orðið til þess að tefja flutningana, meðal annars þröng staða á vinnumarkaði. f bílaflotanum var tekin á árunum 1960-1969. kkuð verk óunnið, m.a. á eftir að ljúka við planið standa þegar þeir eru ekki í notkun. nokk- esthálsi aldið volgum um nætur Morgunblaðið/RAX ætós, og Bjarni Helgason bifreiðasmiður. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Pétur Thomsen 7 ! &% $ /! Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Landsvirkjun var frá upp-hafi stofnuð um það aðselja raforku á alþjóðleg-um samkeppnismarkaði,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, en með því að stofna hlutafélag nú um útrás- arstarfsemina er áhættan takmörk- uð við það fjármagn sem lagt er í fé- lagið. Dótturfyrirtæki Landsvirkjunar, Landsvirkjun Power, LP, mun taka til starfa eftir áramót. Fyrirtækið er stofnað utan um verkfræði- og fram- kvæmdasvið Landsvirkjunar sem ber ábyrgð á rannsóknum, hönnun og byggingu orkumannvirkja. Verk- efni LP verða til að byrja með fyrst og fremst innanlands, m.a. að ljúka við Kárahnjúkavirkjun, undirbúa virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og jarðvarmavirkjanir og djúpborun í Þingeyjarsýslu. „Ef við eigum að geta nýtt okkur þá þekkingu, færni og reynslu sem býr í starfsemi okkar og starfsfólki þá þurfum við í framtíðinni að hugsa til þess að fara í alþjóðleg verkefni,“ segir Þorsteinn. Sé litið til næstu 5- 10 ára sé ljóst að vaxtarmöguleikar fyrirtækisins séu mestir utan land- steinanna. „Því viljum við þegar hefjast handa við að efla fyrirtækið alþjóðlega.“ Útrásin undir einn hatt Landsvirkjun er þegar í nokkrum útrásarverkefnum sem fara nú um áramót undir LP. Má þar nefna þátttöku í byggingu lítillar vatns- aflsvirkjunar á Grænlandi, hlut í fyr- irtækinu Hecla sem starfar í Frakk- landi við endurhönnun háspennu- kerfa sem og í svissnesku fyrirtæki sem starfar við endurbætur lítilla vatnsaflsvirkjana. Þá hefur Lands- virkjun verið að skoða möguleg verkefni við byggingu nýrra vatns- aflsvirkjana í Albanínu, svo dæmi séu tekin. Einnig átti Landsvirkjun hlut í fyrirtækinu Enex sem var seldur fyrr á árinu. Var að hluta til greitt fyrir hlutinn með hlutabréfum í Geysir Green Energy. Hlutur Landsvirkjunar í fyrir- tækinu Hydrocraft Invest, sem fyr- irtækið á til helminga við Lands- bankann, tilheyrir einnig LP. Hydrocraft er fjárfestingafyrirtæki á orkusviði sem var stofnað fyrr á þessu ári. Það er enn sem komið er ekki í neinum verkefnum, en hefur m.a. verið að horfa til fjárfestinga í vatnsaflsfyrirtækjum í Austur-Evr- ópu. Jafnhliða þessu mun Landsvirkj- un Power einnig leita að verkefnum á eigin vegum. Sóknarfæri til fram- tíðar eru í útlöndum Morgunblaðið/RAX Verklok Verkefni Landsvirkjunar Power verða fyrst í stað aðallega innanlands, t.d. að ljúka við Kára- hnjúkavirkjun. Þá bíða verkefni í neðri hluta Þjórsár sem og í Þingeyjarsýslum. „VIÐ þetta er nákvæmlega ekkert að athuga,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um stofnun nýs dótturfélags Landsvirkjunar, Landsvirkjun Power. Fyrirtækinu er m.a. ætlað að taka þátt í orkutengdum útrásarverkefnum. „Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki sem skipulegg- ur sig í samræmi við sín markmið á hverjum tíma og hefur verið með verkefni í útlöndum í mörg ár,“ segir Geir. „Nú er fyrirtækið að koma þeim verkefnum fyrir í þessu nýja fyrirtæki, Landsvirkjun Power, jafnframt því að fela því fyrirtæki verkefni á sviði framkvæmda hér inn- anlands.“ Spurður hvort stofnun LP samræmist stefnu Sjálfstæðisflokksins bendir Geir á að hún sé í takt við það sem fram komi í landsfundar- ályktun flokksins og stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. „Hins vegar er ekki sama hvernig að þessu er staðið,“ segir hann. Ranglega hafi verið staðið að stofnun Reykjavík Energy Invest sl. haust og það hafi sjálfstæðismenn gagnrýnt. „Ríkið á Landsvirkjun. Það hefur ekki verið stemmning fyrir þeirri hug- mynd sem ég hreyfði einu sinni, að selja hluta af Landvirkjun, t.d. til lífeyrissjóða. Á meðan svo er, og það er stefna Sjálfstæðisflokksins, verður þetta fyrirtæki að athafna sig innan þess ramma sem fylgir því að vera ríkisfyrirtæki.“ Geir seg- ist telja að stjórnendum Landsvirkjunar og stjórn sé best treystandi til að meta hvernig skipuleggja eigi starfsemina. LP sé stofnað m.a. til að takmarka ábyrgð sem fylgi ákveðinni starfsemi. Hann bendir á að Landsvirkjun hafi upphaflega verið stofnuð til að standa í áhættu- sömum rekstri. „Það var fyrir atbeina forystu- manna Sjálfstæðisflokksins í gegnum árin og við höfum alla tíð stutt við bakið á fyrirtækinu þó það hafi ráðist í áhættusöm viðskipti.“ Geir segir ekki tímabært að segja til um það hvort ríkið eigi síðar meir að draga sig út úr út- rásarverkefnum Landsvirkjunar. „Í fyrirtækinu hefur myndast mikil og verðmæt þekking sem ríkið á. Það er ekki óeðlilegt að fyrirtækið reyni að leysa hana til sín með starfsemi af þessu tagi og geti þannig komið sinni þekkingu og hugviti í farveg fyrir eðlilegt endurgjald.“ Í takt við stefnu Sjálfstæðisflokksins Geir H. Haarde ÞINGFLOKKUR VG varar sterk- lega við áformum um stofnun Landsvirkjun Power ehf. og telur alvarlegar spurningar vakna við þær fréttir að kljúfa eigi Lands- virkjun í tvö fyrirtæki. Með þessu sé verið að búa til tvo forstjórastóla í stað eins og færa hluta af um- svifum fyrirtækisins, ákvarðanir og verkefni, fjær eigendum, þ.e.a.s. al- menningi. Einnig hafi áformin áhrif á réttarstöðu starfsmanna. „Þetta er mál sem við þurfum að ræða mjög opið því Landsvirkj- un er fyrirtæki í eigu okkar al- mennings,“ segir Kolbrún Hall- dórsdóttir þingmaður VG. „Ég sé ekki betur en verið sé að fara með 8 milljarða kr. út úr Landsvirkjun inn í einkahlutafélag sem hvorki heyrir undir upplýsinga- né stjórn- sýslulög og því höfum við engin tæki til að fylgjast með því sem þar verður gert.“ Þingflokkurinn segir að með LV Power ehf. virðist ekki í reynd ver- ið að afmarka áhættu í rekstri heldur þvert á móti blanda saman verkefn- um innan lands og erlendis með tilheyrandi áhættu. Í til- kynningu frá þingflokknum kemur fram að athyglisvert sé að málinu sé hamp- að sem hluta af og beinlínis vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar. Það helsta sem þar komi fram varðandi orkumál er að „tímabært“ sé að „leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að ís- lensk sérþekking og hugvit fái not- ið sín til fulls í útrás orkufyrir- tækja“. Spyr þingflokkurinn hvort beri að túlka þetta svo að til standi að hleypa einnig einkafjármagninu inn í framkvæmdir innanlands, þar eð LV Power virðist jöfnum hönd- um eiga að annast verkefni hér- lendis og erlendis. Tímasetningin tilviljun? Þingflokkur VG spyr þá hvort það sé tilviljun að umrædd áform séu kynnt um leið og Alþingi hefur lokið störfum fyrir jól og telur Kol- brún það undarlega tímasetningu. „Og Landsvirkjun nýtur ríkis- ábyrgðar. Við erum nýbúin að sam- þykkja í fjárlögum 2008 32 millj- arða kr. lántökuheimild fyrir Landsvirkjun. Erum við að tala um að þetta einkahlutafélag eigi að njóta ríkisábyrgðar? Eru þessir 8 milljarðar ekki lánsfé sem fengið er með ríkisábyrgð? Varla er Landsvirkjun aflögufær með eigið fé. Þessum spurningum þarf að svara,“ segir Kolbrún. Þingflokkur VG varar við áformum um LV Power „Mál sem við þurfum að ræða mjög opið“ Í HNOTSKURN »Þingflokkur VG bendir á aðlagaumhverfi orkufyrir- tækjanna kunni að taka breyt- ingum á næstu misserum og spyr hvort það sé tilviljun að umrædd áform séu kynnt um leið og Alþingi hefur lokið störf- um fyrir jól. »Að mati þingflokksins eruvítin til að varast þau og vís- ar þar til málefna OR, REI og GGE-málsins. Kolbrún Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.