Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 17 ABDULLAH, konungur Sádi- Arabíu, hefur veitt ungri stúlku sakaruppgjöf en hún var í liðnum mánuði dæmd í sex mánaða fang- elsi og til að vera húðstrýkt 200 sinnum. Hópur karlmanna nauðgaði stúlkunni, sem er 19 ára gömul, en hún var dæmd sek um að hafa áður sest upp í bíl hjá ótengd- um karlmanni, sem er lögbrot í Sádi-Arabíu. Stúlkan hitti fyrrverandi unnusta sinn fyrir einu og hálfu ári í borg- inni Qatif og settist með honum í bíl. Sjö menn komu þá að, ógnuðu fólk- inu með hnífi og nauðguðu báðum. Mun stúlkunni alls hafa verið nauðgað fjórtán sinnum. Dómstóll í Qatif dæmdi nauðgar- ana sjö til allt að fimm ára fangels- isvistar og áttu allir að sæta húð- strýkingu, 80 til 1.000 höggum hver. Dauðarefsing er hins vegar við nauðgun í Sádi-Arabíu. Dómstóllinn bar því við að ekki hefðu verið vitni að glæpnum og játning lægi heldur ekki fyrir, að sögn dómsmálaráðu- neytisins í höfuðborginni Riyadh. En stúlkan var dæmd fyrir að brjóta lög sem banna samskipti við ókunnuga karlmenn. Upprunalega átti hún að fá 90 högg en er hún áfrýjaði var dómur hennar þyngdur í 200 högg og bætt við fangelsisdóm- inum. Einnig var lögmannsleyfi verjanda hennar afturkallað og hon- um gert að mæta fyrir sérstaka aga- nefnd dómsmálaráðuneytisins. Tals- menn ráðuneytisins sögðu stúlkuna hafa kallað nauðgunina yfir sig vegna þess að hún hefði verið „ósið- lega klædd“. Abdullah konungur sýknar fórnarlamb nauðgunar Abdullah konungur. París. AFP. | Frönsk dagblöð sögðu í gær að forseti landsins, hinn 52 ára gamli Nicolas Sarkozy, legði hug á fyrrverandi ofurfyrir- sætu og nú poppsöngkonu og birtu myndir af þeim saman. Konan er 38 ára, heitir Carla Bruni og er fædd á Ítalíu og sögð vera erf- ingi mikilla auðæfa í hjólbarðafyrirtæki. Sarkozy skildi við fyrrverandi eiginkonu sína, Ceciliu Sarkozy, í október en þau eiga saman 11 ára son. Sarkozy á einnig tvo syni úr fyrra hjónabandi sínu. Birtar voru myndir í gær af hjónaleys- unum í Disneyland-skemmtigarðinum, ná- lægt París. „Nicolas Sarkozy og Carla Bruni vildu að samband þeirra yrði á almannavit- orði, ef svo væri ekki hefðu þau ekki farið í Euro-Disney til að horfa á Mikka mús-sýninguna,“ sagði ritstjóri Point de Vue, Colombe Pringle. Bruni sagðist í blaðaviðtali fyrr á árinu ávallt hafa kosið til vinstri og hún myndi kjósa Segolene Royal í forsetakosningunum. Hún var áður gift heimspekingi og á með honum son. Fyrsta plata Bruni, Quelqu’un M’a Dit [Einhver sagði mér] kom út 2004 og varð mjög vinsæl. Næsta plata, No Promises [ Engin loforð], þar sem hún syngur brot úr enskum ljóðum, kom út á þessu ári en gekk ekki eins vel. Sarkozy Frakklandsforseti á biðilsbuxunum? Vinkona Sarkozys Popp- söngkonan Carla Bruni. JOSEPH Lieber- man, öldunga- deildarþingmað- ur frá Connecti- cut, lýsti í gær yfir stuðningi við John McCain sem næsta for- seta Bandaríkj- anna en McCain tekur um þessar mundir þátt í forvali repúblikana vegna kosninganna á næsta ári. Yfirlýsingin vekur athygli því að Lieberman var varaforsetaefni demókrata í forsetakosningunum 2000 og sóttist sjálfur eftir útnefn- ingu vegna kosninganna 2004. Lieberman situr nú á þingi sem óháður þingmaður en hann hefur bakað sér óvinsældir meðal demó- krata fyrir stuðning sinn við Íraksstríðið. Lieberman nefndi einmitt Íraksmálin sem rök þess að hann styddi nú McCain til for- seta. Við lifðum á óvenjulegum tímum og því væri mikilvægt að velja mann eins og McCain sem forseta, mann sem héldi fast við skoðanir sínar, hversu óvinsælar sem þær annars kynnu að vera tímabundið. Vill að McCain verði næsti forseti Bandaríkjanna Joseph Lieberman RÚSSAR byrjuðu í gær að afhenda kjarnorkueldsneyti í fyrsta kjarn- orkuver Írans. Stjórn Bandaríkj- anna sagði að Íranar hefðu nú enga ástæðu til að auðga úran þar sem þeir fengju eldsneytið frá Rússlandi. Stjórnvöld í Íran sögð- ust þó ætla að halda áfram að framleiða auðgað úran þrátt fyrir hótanir um frekari refsiaðgerðir gegn landinu. Eldsneyti afhent NÝKRÝND fegurðardrottning Belgíu hefur sætt gagnrýni meðal Flæmingja vegna þess að í ljós kom í fegurðarsamkeppninni að hún tal- ar ekki flæmsku. Áhorfendur púuðu á hana þegar hún gat ekki svarað spurningu á flæmsku og þurfti að tala frönsku í staðinn. Um sex milljónir af 10,5 milljónum Belga tala flæmsku. AP Flaskaði á flæmskuRÍKISSTJÓRN Íraks mótmælti ígær loftárásum tyrkneska hersins á norðurhluta landsins aðfaranótt sunnudags og lýsti þeim sem „grimmilegri árás“ á fullveldi landsins. Uppreisnarhreyfing Kúrda, Verkamannaflokkur Kúrd- istans, kvaðst ætla að svara hern- aðinum með árásum í Tyrklandi. Kúrdar segja að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásunum en tyrkneski herinn neitar því. Árásum mótmælt LÖGREGLUMENN í Brussel hand- taka grænfriðung sem tók þátt í að- gerðum gegn Evrópusambandinu í gær. Mótmælt var því að sambandið skyldi ekki leggja algert bann við veiðum á þeim fisktegundum sem ofveiddar eru í lögsögu aðildarríkj- anna. Nýir veiðikvótar verða ákveðnir á tveggja daga fundi sjávarútvegsráðherra ESB sem hófst í gær. Mótmælendum tókst að tefja nokkuð fyrir fundarsetning- unni, þeir notuðu meira en tveggja metra háar steypublokkir til að hindra aðgang að aðaldyrum stöðva ESB og jafnframt voru fiski- net notuð til að trufla þá sem reyndu aðra innganga. AP Mótmæla ofveiði í lögsögu ESB-ríkjanna Moskva. AFP. | Rússnesk stjórnvöld vöruðu í gær við því að staðan í Kos- ovo gæti fljótt orðið „óleysanlegur vandi“ en Rússar eru ósáttir við framgöngu Vesturlanda í málinu. Segir í yfirlýsingu frá rússneska ut- anríkisráðuneytinu að sú staðreynd að sumir skuli hafa leyft Kosovo að þokast í átt að sjálfstæði gæti haft al- varlegar, neikvæðar afleiðingar fyrir stöðugleika í Evrópu. Rússar segja að aðeins sé hægt að taka ákvörðun um framtíð Kosovo á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þeir fara fram á það í yfir- lýsingu sinni frá því í gær að menn grandskoði hug sinn enn á ný varð- andi afleiðingar þess að sjálfstæði Kosovo yrði lýst einhliða yfir. Slík yfirlýsing stæðist ekki alþjóðalög en þau þyrfti að halda í heiðri. Þá sagði Alexander Botsan- Khartsénko, sendifulltrúi Rússa í Kosovo, að fyrirhugaðar aðgerðir Evrópusambandsins í Kosovo – en þangað á að senda 1.800 lögreglu- menn og saksóknara í því skyni að verða heimamönnum innan handar er þeir lýsa yfir sjálfstæði – stæðust ekki lög nema samþykki öryggisráðs SÞ lægi fyrir fyrst. Rússar styðja fast við bak Serba í þessu máli en Serbar telja sjálfstæði ekki koma til greina, Kosovo sé hérað í Serbíu. Óttast af- leiðingar sjálfstæðis Rússar ítreka and- stöðu í Kosovo-máli Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 1533 • Fax: 565 3258 Útilíf Smáralind, Kringlunni og Glæsibæ // Markið // Intersport // Hreysti Afreksvörur // Fitness Sport // Hlaup.is // Halldór úrsmiður Glerártorgi Prýðileg fyrir alla ljóðaunnendur. Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð: 1,900,- kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.