Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 31 MINNINGAR ✝ Kristín Þórð-ardóttir fæddist á Brúsastöðum í Hafnarfirði 16. febrúar 1930. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 4. desember 2007. Foreldrar hennar voru Þórður Kristinn Eyjólfsson, f. á Þorláksstöðum í Kjós 6. maí 1898, d. 6. febr. 1965 og Þur- íður Salóme Sal- omonsdóttir, f. á Bíldudal 28. maí 1899, d. 8. des. 1966. Kristín átti 4 systkini: Unni, f. 1923, d. 1987, Kristján, f. 1925, d. 1935, Sigurð, f. 1928 og Sig- rúnu, f. 1931, d. 2001. Kristín giftist 27. maí 1950 Kristjáni Sigurðssyni vélstjóra og sjómanni frá Hafnarfirði, f. 16. júní 1927, d. 28. október 1986. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson, f. 23. apríl 1900, frá Suðurkoti í Grímsnesi, d. 6. sept- ember 1965, og Valgerður Jóna Ívarsdóttir, f. 28. júlí 1901, d. 27. ágúst 1989. Stína og Stjáni, eins og þau voru oftast kölluð, áttu 5 börn, þau eru: 1) Ingveld- ur Salome, 2) Þórð- ur Kristján, maki Vigdís Elma Cates. 3) Sigurður, maki Anna J. Sigurbergs- dóttir, 4) Valgerður, maki Rúnar Smára- son og 5) Kristín, maki Magnús Þórð- arson. Kristín átti 20 barnabörn og 13 barnabarnabörn. Kristín fór að vinna úti þegar barnaskarinn var kominn á legg. Hún var verka- kona og vann m.a. í Íshúsi Hafn- arfjarðar, Norðurstjörnunni og Sjóla. Síðustu árin vann hún á næturvöktum á Hrafnistu í Hafn- arfirði með systur sinni Rúnu. Kristín sat í stjórn verkakvenna- félagsins Framtíðarinnar um tíma og var trúnaðarmaður á vinnu- stað. Hún var mikið fyrir börn og sóttu þau mikið til hennar. Útför Kristínar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hún móðir mín er farin. Hún var svo heppin að fá að deyja í friði og ró. Reyndar var ég að frétta að það hefði ekki bara komið lögga og sjúkralið heldur líka slökkviliðið. En hvað er ekki gert þegar fólk finnst í bílnum sínum rænulaust. Þann dag hafði hún komið öllu því í verk sem hún ætlaði að gera. Passa börn, fara í banka, borga alla sína reikninga og kaupa sér snúð sem hún ætlaði að gæða sér á þegar hún væri komin heim. Henni tókst þetta allt nema þetta með snúðinn. Að lýsa henni móður minni er ekki einfalt. Hvernig á að lýsa kletti. Ekki get ég hugsað mér betri móður eða ömmu né langömmu. Það eru ófá börn, barnabörn og langömmubörn og óskyld börn sem hún leit eftir. Núna á síðasta ári var ég svo hepp- in að eignast eitt barnabarn. Í hvert skipi sem ég var með hana stuttu mína (rukkaði frekar stíft) fórum við í okkar morgungöngu til Stínu ömmu. Hún var snillingur með börn. Sagði okkur ótal ævin- týri. Sum samdi hún sjálf á meðan hún sat við saumavélina og saumaði á okkur föt. Man sérstaklega eftir Þingvallaferðinni sem hún bjó til á meðan hún steig saumavélina. Eins og flestir vita var pabbi sjó- maður. Samveru hennar og pabba er best lýst með því að ég roðnaði stundum þegar hann kleip hana í rassinn þegar hún var að elda eða vaska upp og þá sagði hún: Stjáni, hættu! Ekki það að hann gerði allt það sem sjómaður getur gert á Þorláks- messu. Það átti allt að vera til reiðu, annað en það vantaði einar buxur á einn bróðurinn. Því var náttúrlega reddað. En á leiðinni hrasaði mamma í brekkunni. Það var árið 1959 og bara einn sími í götunni. Og sá var svo fínn að ná- granni okkar hljóp niður á löggu- stöð til að panta lækni. Þar fæddist mín yngsta systir. Ekki get ég sagt að ég hafi verið hrifin, enda bara 9 ára. Það kom hins vegar í ljós þegar átti að setja upp jólatréð á aðfanga- dag að allt barrið hrundi af trénu og pabbi ætlaði að redda því með einhverjum grenigreinum. Þá gerði ég uppreisn! Kallinn varð að fara að kaupa rándýrt jólatré til að hafa mig til friðs. Undarlegt, ég átti minn yngri son líka þá Þorláksmessu. Ákvað að sauma ekki seinni ermina í kjólinn, því mér fannst ekki taka því, var viss um að ég myndi aldrei nota hann. Hún móðir mín var ótrúlega hraust. Núna seinni árin höfum við ferðast saman og hún móðir mín hafði ótrúlega gaman af þessum ferðalögum. Þess vegna er ég viss um að í hennar ferðalagi núna er hún að upplifa eitthvað spennandi. Ingveldur Salome (Sallý). Elsku mamma. Nú er komið að kveðjustund. Það voru svo margir hlutir sem þú kenndir mér sem ég mun aldrei gleyma. Þegar ég hugsa um þig koma margar minningar upp í hug- ann. Í hjarta mínu er nú staður sem þú munt alltaf eiga. Fallegur staður sem er fullur af ást, kærleika og hlýju. Ég kom oft í heimsókn til þín á laugardögum með nýtt brauð og við borðuðum saman með börnun- um mínum, Maríu Rós og Aroni Mána. Þau sakna þín mikið. Við Maggi og börnin sendum systkinum mínum, mökum þeirra, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Kristín Kristjánsdóttir. Það er fallegt vetrarkvöld, jóla- ljósin glitra í snjónum og nú er ég sest niður til að skrifa kveðjuorð til hennar Stínu minnar. Hún tengda- manna hefur kvatt þetta jarðlíf. Það bar brátt að andlátið hennar og hún fékk að kveðja með reisn, um- kringd mörgum af sínum nánustu. Mér er það minnisstætt þegar við hittumst fyrst haustið 1980. Eftir að hafa heilsast sagði hún eitthvað á þessa leið: „Mikið er þér kalt á höndunum – blessuð komdu og fáðu þér kaffi til að hlýja þér.“ Það varð fyrsti kaffibollinn af mörgum sem við áttum eftir að drekka saman og yfir þeim var spjallað um allt milli himins og jarðar. Hún var víðsýn og greind kona, með mikla réttlæt- iskennd. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tengdamóður því að hún var ekki bara „hún tengdó“ – hún var einnig mikil og góð vinkona mín, sem ég gat alltaf leitað til. Ég veit að ég tala fyrir hönd okkar allra í fjölskyldunni þegar ég segi að hún var okkur sannkölluð stoð og stytta. Börnin hennar og þeirra fjölskyldur voru henni allt. Ætíð var hún boðin og búin til að aðstoða okkur á allan hátt, fannst það alveg sjálfsagt og ekki umtalsvert. Ást hennar og umhyggja fyrir sínu fólki sýndi sig best þegar hún var með barnabörnunum. Hún skildi börn mjög vel og átti auðvelt með að setja sig í þeirra spor og hugar- heim. Og alltaf hafði hún nægan tíma fyrir ömmubörnin. Tíma til að fara í sprellfjöruga leiki með þeim, tíma til að lesa fyrir þau, nú eða að spila við þau. Það er því engin furða að hún var mikil uppáhaldsamma. Þau elskuðu og virtu hana Stínu ömmu, eins og þau gjarnan kölluðu hana. Það er ég viss um að þau munu aldrei gleyma þeirri virðingu og ást sem þau bera til hennar. Fyrir rúmum tuttugu árum varð hún Stína og fjölskyldan öll fyrir miklu áfalli. Eiginmaður hennar Kristján Sigurðsson, hann Stjáni, lést af slysförum. Það var henni mikil raun. Þau höfðu verið afar samrýnd hjón. En hún gafst ekki upp. Nokkru síðar ákvað mín kona að nú væri kominn tími til að taka bílpróf – þá orðin fimmtíu og sex ára gömul. Geri aðrir betur! Hún vildi komast sinna ferða hjálpar- laust, því hún var sjálfstæð kona hún Stína, vildi geta bjargað sér sjálf og vera ekki upp á aðra komin. Hún tengdamamma var hæglát kona, lítil og nett. Það var ekki gauraganginum fyrir að fara í hennar fasi. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tíma séð hana flýta sér. Hún vann sín verk hægt og hljótt, fór þetta á þolinmæðinni og seiglunni, en af hvoru tveggja átti hún nóg. Og ekki skorti hana kímnigáfuna. Það var ákaflega gaman að verða vitni að því þegar hún heyrði sagt frá einhverju sem henni þótti skemmtilegt. Þá hló hún svo innilega að tárin runnu niður vanga hennar. Hún las mikið og það var aldrei vandamál að finna gjöf handa Stínu; „Blessuð, gefið þið mér bara bók, ég á nóg af öllu öðru“ var svarið sem við fengum, þegar spurt var hvað hún vildi nú fá í af- mælis- eða jólagjöf. Hún tengda- mamma bar sig ætíð vel og aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún var einnig svo lánsöm að halda góðri heilsu, bæði andlega og líkamlega, þar til yfir lauk. En nú er hún, svo snögglega, far- in frá okkur. Hún Stína, sem var öxullinn sem þessi fjölskylda sner- ist um. Og það er ólýsanlegt tóma- rúm og söknuður í hjarta okkar sem stóðu henni næst. Hún var okkur öllum svo undurgóð. Þar var henni engin betri. Með þessum orðum kveð ég þig í bili, Stína mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Anna. Amma mín var mér mjög góð. Ég gat ég alltaf treyst á hana og hún vildi nánast allt fyrir mig gera. Þegar ég var lítill passaði hún mig oft, hún las mikið fyrir mig, við spiluðum saman og hún söng mig í svefn. Við fórum líka oft í göngutúra og lékum okkur saman í garðinum með frændum mínum og frænkum. Alltaf fórum við í bakaríið í kaffinu og keyptum okkur eitthvað gott. Ég er Guðs, og Guð er minn, Guði frá mig ekkert skilur. Undir krossi frið ég finn, föðurþel sitt Guð ei dylur. Kærleiks vafinn er ég örmum, einnig mitt í neyð og hörmum. (Höf. ók.) Ég sakna þín, elsku amma. Jón Hjörtur Kristín Þórðardóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, EINAR JÓN HALLUR KRISTINSSON, Suðurhólum 14, lést mánudaginn 10. desember á líknardeild Landakotspítala. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. desember kl. 15.00. Guðmunda Jónsdóttir, Kristinn J. Einarsson, Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, Jón Einarsson, Sirivan Mekanipat, Feldís H. Einarsdóttir, Gunnar Hilmarsson, Álfheiður M.L. Einarsdóttir, Björn Björnsson, Málfríður Kristinsdóttir, Andri Már Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur vinur og frændi, FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON, bóndi og veðurathugunarmaður frá Sandi í Aðaldal, lést í Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík aðfaranótt sunnudagsins 16. desember. Aðstandendur. ✝ Móðir mín, amma og langamma, ELISABETH VILHJÁLMSSON, andaðist 11. desember sl. á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Pedersen og aðstandendur. ✝ Móðursystir okkar, ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR frá Auðkúlu, fv. bankastarfsmaður, andaðist þriðjudaginn 11. desember. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 20. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Selfosskirkjugarði. Fyrir hönd annarra skyldmenna, Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir, Björn Stefán Þórarinsson, Kristín Þórarinsdóttir, Ólafur Stefán Þórarinsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGMUNDUR ÞRÁINN JÓNSSON, lést 11. desember síðastliðinn. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Útför verður gerð frá Egilsstaðakirkju þann 19. desember nk. kl. 14.00. Ingveldur Anna Pálsdóttir, Jón Þráinsson, Íris M. Þráinsdóttir, Sigríður Sigmundsdóttir, Þór Ragnarsson, Anna Birna Þráinsdóttir, Sigurður J. Jónsson, Þórhalla Sigmundsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.