Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SJÓVÁ og Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) hafa gert samning um að Sjóvá verði einn þriggja aðalbakhjarla SL næstu fimm árin. Einnig munu Sjóvá og SL eiga víð- tækt samstarf um forvarnir og tek- ur það m.a. til tjónagreiningar og öryggis félagsmanna. Björgunarfólk á Íslandi vinnur oft við erfiðar og hættulegar að- stæður við að bjarga fólki og verð- mætum. Sjóvá er stolt af því að vera aðalbakhjarl SL, segir í frétta- tilkynningu. Undirritun Steingrímur Werners- son, Sjóvá, og Kristinn Ólafsson, SL. Sjóvá nýr bakhjarl SL ÍSLENSKIR aðalverktakar hafa af- hent Hreyfingu og Blue Lagoon Spa húsnæði fyrir nýja heilsulind sem opnuð verður í Glæsibæ um áramót. Nýja húsnæðið er rúmlega 3.600 fermetrar að stærð. Aðalverktaki við bygginguna er ÍAV, Teiknistof- an Óðinstorgi teiknaði húsið og VA arkitektar sáu um hönnun innan- húss. Í heilsulindinni eru salir fyrir fjölbreytta þolfimitíma auk hjóla- tíma. Búnaður verður af fullkomn- ustu gerð. Rúmgóð veitingaaðstaða er á svæðinu og boðið er upp á barnagæslu. Blue Lagoon Spa býð- ur spa-meðferðir sem byggjast á virkum efnum Bláa lónsins. Í hönn- un spa-svæðisins er lögð áhersla á að skapa tengingu við hið náttúru- lega umhverfi lónsins. Hreyfing Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, tekur við lykl- um frá Gunnari Sverrissyni, forstjóra ÍAV. Með þeim á myndinni eru Krist- ján Arinbjarnar, ÍAV, og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf. Heilsulind á 3.600 fermetrum VÍNBÚÐIRNAR verða lokaðar bæði á Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag. Þessa daga ber upp á sunnudag en ólöglegt er að hafa búðirnar opnar á sunnudögum. Á Þorláksmessu í fyrra voru 32.568 manns afgreiddir í vínbúðunum og 30. desember voru 38.156 afgreiddir. Í vikunni fyrir jól í fyrra voru afgreiðslur 113.433 og í vikunni fyrir áramót voru þær 94.765. Ljóst er því að margir verða að breyta út frá innkaupavenjum sínum, segir í frétt frá ÁTVR. Afgreiðslutími á höfuðborgarsvæðinu og í stærri verslunum úti á landi er til klukkan 22 laugardags- kvöldið fyrir jól. Fimmtudag og föstudag fyrir jól verður afgreiðslutíminn frá ellefu að morgni til kl. 20 um kvöldið og sama á við um fimmtudag og föstu- dag fyrir áramót. Opið verður frá 9-13 á aðfangadag og 9-14 á gamlársdag. Vínbúðir í Kringlunni og Smáralind verða þó ekki opnaðar fyrr en kl. tíu þessa daga. Nánar á vinbud.is. ÁTVR lokað á Þorláksmessu VEFMYNDAVÉL hefur verið sett upp á starfsmannabústað SHA. Myndavélinni er beint að bílastæði við Kirkjubraut. Þetta er eina utan- hússvefmyndavélin á Akranesi, en þar er hægt að skoða lifandi mynd- ir á vefnum. Það hefur sýnt sig að mikill áhugi er hjá fólki á að skoða myndir frá slíkum vélum, segir á heimasíðu SHA. Myndavélin er tengd við öryggismyndavélakerfi SHA. Hægt er að komast inn á vél- ina á vef SHA, www.sha.is, með því að velja hlekk sem merktur er vef- myndavél við SHA. Vefmyndavél SHA STOFNFUNDUR Suðurlinda verð- ur haldinn í Vogum fimmtudaginn 20. desember. Að félaginu standa Hafnarfjörður, Grindavíkurbær og Sveitarfélagið Vogar. Félagið hef- ur það að markmiði að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitar- félaganna og íbúa þeirra varðandi nýtingu náttúruauðlinda í landi þeirra við Trölladyngju, Sandfell og í Krýsuvík. Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar þriðjudaginn 11. desember voru samþykkt drög að stofnsamn- ingi fyrir Suðurlindir. Suðurlindir BÖRNUM og ungmennum á aldr- inum 6-18 ára á Seltjarnarnesi hef- ur frá og með haustinu staðið til boða 25 þúsund króna tómstunda- styrkur. Styrkurinn er ætlaður til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Fyrstu styrkirnir verða greiddir út í byrjun janúar nk. Vonast er til að frístundakortin auki þátttöku í skipulögðu íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi. Frístundakort STUTT ÁRIÐ 2007 er eitt besta árið í út- breiðslu Hornafjarðarmannans. Góð þátttaka var í helstu mótum og 250 keppendur tóku þátt í móti á landsmóti ungmennafélaga. Áheit á mótinu, 200 þúsund krónur, sem Skinney/Þinganes veitti, voru af- hent Barnahjálp SÞ. Þessu til viðbótar hefur Skaftfell- ingafélagið haldið spilakvöld og mót í Hornafjarðarmanna og á Barðaströndinni var haldið mót í Birkimelsskóla. Hornafjarðar- meistaramótið verður að venju haldið milli hátíða. Nánar á horna- fjordur.is. Manni vinsæll 2. prentun komin Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „ÞETTA endurspeglar að vel hefur verið unnið í þessum málum hjá bænum á undanförnum árum,“ seg- ir Kristján Þór Júlíusson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, um nið- urstöður rannsóknar á kynbundn- um launamun hjá sveitarfélaginu sem kynntar voru í gær. Þar kemur fram að konur í sambærilegum störfum og karlar á sama starfs- sviði og sama aldri með sambæri- legan starfsaldur voru að jafnaði með 3% lægri heildarlaun en karl- ar. Árið 1998 voru heildarlaun kvenna hinsvegar 8% lægri. Hvað dagvinnulaun áhrærir eru konur nú að meðaltali með 1,4% hærri dag- vinnulaun en karlar út frá sömu forsendum. Til samanburðar voru konur með 6% lægri dagvinnu- laun en karlar ár- ið 1998. Rannsóknin var unnin af Rannsókna- og þróunarstofnun Háskólans á Ak- ureyri, en tölurn- ar frá 1998 eru frá Félagsvís- indastofnun. „Ég er ánægður með þessar breytingar og þær má rekja til tveggja megináfanga,“ segir Krist- ján Þór. „Í fyrsta lagi innleiðingar starfsmats og sameiginlegra kjara- samninga við æðstu stjórnendur bæjarins ásamt jöfnu kynjahlutfalli í æðstu stöðum bæjarfélagsins.“ Annan áfanga nefnir Kristján starfsmannastefnu bæjarins og ábyrgðarmörkun embættismanna og stjórnmálamanna. „Síðan var tekið stórt skref árið 2005 þegar farið var í aðgerðir til að jafna álagsgreiðslur bæjarins vegna akst- urs, yfirvinnu og slíks. Þetta hefur tekið langan tíma og er ákaflega gleðilegt, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem Akureyrarbær hefur oft legið undir í þeim málaflokki sem lýtur að jafnréttismálum. Umræðan var ósanngjörn gagn- vart því starfi sem var verið að vinna því hún litaðist af því að Ak- ureyrarbær stóð í málarekstri vegna mála sem áttu sér upptök löngu fyrir 1998,“ segir hann. Í Hafnarfirði eru konur með 6% lægri meðalheildarlaun en karlar og tölur frá 2006 frá Reykjanesbæ sýna að launamunurinn er 8%. Dagvinnulaun kvenna orðin hærri en karla Miklar breytingar á launamun kynjanna hjá Akureyrarbæ Kristján Þór Júlíusson STORMVIÐRIÐ í gærkvöldi var endapunkturinn á óveðursbálknum sem hefur einkennt undanfarna viku þótt áfram megi búast við heldur óskemmtilegu veðri. Næstu daga verða sunnan- og suðvestanáttir og rigning og einhver strekkingur. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veð- urstofu Íslands segir of snemmt að segja til um jólaveðrið, þótt einhver teikn séu á lofti þegar líður að helginni. Lægðir eru á leiðinni upp að landinu og gætu hugsanlega náð stormstyrk, þótt spár geri ekki ráð fyrir því að svo stöddu. „Það verður nokkuð stöðug sunnan- og suðvest- anátt næstu daga, vel yfir frostmarki víðast, og mjög blautt hér sunnan og vestanlands. En það eru ákveðin teikn á lofti um að eitthvað fari að breytast, en hvort það dugir til að gera einhverja föl fyrir aðfangadag skal ósagt látið,“ segir hann. Suðlægir vindar verða ríkjandi fram að jólum Morgunblaðið/Golli Rigning framundan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.