Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 45 Hin norska Silvía Nótt vartil umfjöllunar á síðumMorgunblaðsins fyrr í mánuðinum. Öllu lúmskari þó en Silvía, ekki eins augljóst að verið er að fíflast en þó með alvarlegum undirtóni. Pia Haraldsen heitir sú og er víst mjög vinsæl í Noregi, sér um grínfréttaþáttinn Rikets Røst. Grínið gengur út á að taka viðtöl við ráðherra, bankastjóra og aðrar stórar fígúrur, láta eins og um alvarlegt viðtal sé að ræða en spyrja kjánalegra spurninga. Á endanum átta viðmælendur sig yfirleitt á því að verið er að atast í þeim, en þó ekki alltaf. Þessi hugmynd er síður en svo ný af nálinni og þetta hefur marg- oft verið leikið eftir. Borat er sjálfsagt grínfréttamanna fræg- astur, skapari hans Sasha Baron Cohen hefur fengið ráðamenn heillar þjóðar, Kasaka, upp á móti sér með þeim karakter. Borat spyr oft á tíðum afhjúpandi spurn- inga og í svörum hinna saklausu fórnarlamba felast oft fordómar og fáfræði. Fleiri persónur Cohens fara í þessa skó, t.d. tísku- sjónvarpsmaðurinn Bruno og Ali G.    Færri þekkja hins vegar tilannars bresks grínista, Chris nokkurs Morris. Ef mönnum finnst Cohen hafa gengið langt í gríninu ættu þeir að horfa á þætti Morris, Brass Eye, sem sýndir voru á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 árið 1997 (um svipað leyti og fór að bera á Cohen) og svo aftur fjórum árum síðar. Stíll Morris er gjörólíkur stíl Cohens, í raun æsifréttastíll. Morris hleypur í mörg hlutverk í þáttunum; stjórnar hringborðsumræðum, færir fréttir sem fréttaþulur, leik- ur fórnarlömb, glæpamenn o.s.frv. Brass Eye var gervi-fréttaskýr- ingaþáttur sem tók á viðkvæmum umræðuefnum eins og sifjaspell- um, kynþáttahatri, eiturlyfjasölu og alnæmi. Fjölmargir komu að gerð þáttanna og í þeim komu fram leikarar sem síðar gerðu garðinn frægan í gamanþáttum á borð við Green Wing og Smack the Pony. Morris vildi með þátt- unum gera grín að fyrrnefndum æsifréttastíl og hvernig fjölmiðlar tækju á viðkvæmum málum. Þetta tókst honum svo vel að viðmæl- endur tóku þátt í upploginni bar- áttu gegn útbreiðslu ímyndaðs eit- urlyfs, „Cake“, m.a. þingmaðurinn David Amess. Hann var plataður í að vara við Cake á myndbandi og hélt þar á stórri, gulri köku. Ekki nóg með það heldur hélt Amess ræðu um ógnina sem stafaði af Cake á breska þinginu. Í öðrum þætti taldi Morris við- mælendum sínum trú um að fíll nokkur í dýragarði væri með höf- uðið fast uppi í eigin endaþarmi (!) og að Afganar stunduðu það að skjóta kúm úr fallbyssum.    Sá þáttur sem mest fór fyrirbrjóstið á Bretum og breskum fjölmiðlum fjallaði um kynferðis- legt ofbeldi gagnvart börnum. Hann var sýndur árið 2001 og ætl- aði þá allt um koll að keyra í Bret- landi, meðal annars kallaði breska dagblaðið The Sun þáttinn mesta viðbjóð sem sýndur hefði verið í sjónvarpi. Og vissulega dansaði Morris á línunni þó svo undirtónn- inn hafi verið alvarlegur, að ekki væri hægt að losna við jafnalvar- legt samfélagsmein með einföld- um aðferðum. Morris plataði í þeim þætti bæði Gary Lineker og Phil Collins, lét þá koma fram á myndbandi og styðja góðgerðarsamtökin Nonce Sense, sem auðvitað voru ekki til (orðið „nonce“ er breskt slangur yfir kynferðisafbrotamann). „I’m talkin Nonce Sense!“ sagði Collins grafalvarlegur, fór bókstaflega með tóma þvælu. Útvarpsmaðurinn Neil Fox fór einnig með þá þvælu, mataður af Morris, að erfðamengi barnaníð- inga og krabba væru mjög svipuð. Breski grínistinn og sjónvarps- maðurinn Richard Blackwood hélt því fram að barnaníðingar næðu til fórnarlamba í gegnum lykla- borð á tölvum, gætu sent í þau eiturgufur og sljóvgað börnin. Blackwood þefaði meira að segja af lyklaborði á myndbandinu!    Morris er sjálfsagt umdeildastigrínisti Bretlands, án þess að undirritaður hafi fyrir því vís- indalegar sannanir. Hann virðist líka ætla að halda þeim titli því sjónvarpsstöðin Channel 4 stað- festi fyrr á þessu ári að Morris myndi leikstýra kvikmynd fyrir stöðina, grínmynd um sjálfsvígs- árásarmenn. Sögupersónur eru „nokkrir Pakistanar sem búa í Bretlandi“. Hvað svo sem mönnum finnst um Morris má í það minnsta búast við því, þegar sú mynd verð- ur frumsýnd, að allt verði gjör- samlega kolvitlaust. Látúnsaugað alsjáandi » „I’m talkin NonceSense!“ sagði Collins grafalvarlegur, fór bók- staflega með tóma þvælu. Tónlistarmaðurinn Phil Collins. helgisnaer@mbl.is AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Húmoristinn Chris Morris. Borat Eða bara Sacha Baron Cohen. Knattspyrnumaðurinn Gary Lineker. Jólasöngvar Dómkórsins í Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. desember kl. 22.00 Hugljúfir kvöldtónleikar með fallegri jólatónlist eftir Eccard, Praetorius, Brahms o.fl. Aðgangur ókeypis. Dómkórinn í Reykjavík. M b l 9 50 53 1 ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. Vinsælustu valsarnir, óperettuaríur, fjör og frábær skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Ernst Kovacic. Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir. Fim. 3. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus, fös. 4. janúar 19.30 örfá sæti laus og lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, laus sæti. ■ Fim. 10. janúar kl. 19.30 Ungir einleikarar Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar tónlistarunnendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.