Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 35
✝ Kristinn Þor-steinsson fædd- ist í Hafnarfirði 10.11. 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4.12. síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þor- steinn Bjarnason, trésmiður, f. 3.4. 1882 í Hlíð, Garða- hverfi, Gullbringu- sýslu, d. 12.3. 1971, og Eyrún Jakobs- dóttir, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 19.8. 1885 í Minna- gerði, Hvolhreppi, Rangárvalla- sýslu, d. 25.7. 1959. Kristinn var næstyngstur af sjö systkinum. Kristinn kvæntist 14.8. 1948 Halldóru Þorleifsdóttur, f. 24.3. 1920 á Árhrauni, Skeiðahreppi, Árnessýslu, d. 5.11. 1995. For- eldrar hennar voru Þorleifur Halldórsson, bóndi í Árhrauni, f. 9.8. 1883 á Efri-Brúnuvöllum, Skeiðahreppi, d. 27.8. 1966, og Valgerður Gísladóttir, f. 9.3. 1881 á Stóra-Hrauni, Stokkseyrar- hreppi, d. 5.8. 1946. Kristinn og Halldóra eignuðust þrjú börn: 1) Valgeir Kristinsson hæstarétt- arlögmaður, f. 13.5. 1948, maki Unnur Magnúsdóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 28.6. 1951. Börn þeirra eru: Haukur Val- geirsson, líffræðingur og tölv- unarfræðingur, f. 10.11. 1972. Halldór Valgeirs- son, M.Sc. í sálfræði, f. 11.2. 1976, maki Vigdís Jónsdóttir viðskiptafræðingur, f. 7.5. 1977, sonur Hlynur, f. 22.11. 2007. Valgerður við- skiptafræðingur, f. 8.4. 1978. María, f. 6.4. 1981, tölvunar- fræðingur, sam- býlismaður Franz Eric Leósson, nemi í tölvunarfræði, f. 3.11. 1981. 2) Erla Ásdís, við- skiptafræðingur, f. 29.5. 1954, maki Atli Steingrímsson, læknir, f. 30.1. 1954, börn þeirra eru þrjú: Steingrímur, líffræðinemi, f. 27.5. 1983, Kristín, nemi, f. 14.12. 1985, og Elín, nemi, f. 2.9. 1993. 3) Ómar Þorvaldur, tölvunarfræð- ingur, f. 28.4. 1964. Halldóra átti fyrir soninn Ólaf Halldór Gunnarsson, f. 20.1. 1943, d. 6.7. 1992. Sonur Ólafs er Rögn- valdur, f. 7.8. 1972. Kristinn hóf ungur störf við Mjólkurbúið í Hafnarfirði og síð- an starfaði hann við Rafha og Steinull í Hafnarfirði. Kristinn rak eigin leigubifreið um þrjátíu ára skeið við Bifreiðastöð Hafnar- fjarðar. Útför Kristins fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði þriðjudag- inn 18. desember. Nú er elsku Kiddi afi okkar lát- inn. Við eigum margar góðar minn- ingar um hann sem eiga flestar rætur á Öldugötunni þar sem hann og Dúa amma bjuggu. Kiddi afi var alla tíð rólegur og yfirvegaður maður. Við erum sam- mála um að okkur fannst hann langflottasti afi í Hafnarfirðinum. Hann var alltaf útitekinn því hann var fór í sund á hverjum morgni og í sólbað í bakgarðinum í skjóli sól- tjaldsins góða ef minnsta sólarglæta sást á himninum. Svo var hann lík- lega heimsmeistari í kartöfluáti, en hann ræktaði þær sjálfur af ástríðu og borðaði þær eins og meistari. Það er auðvelt að sjá núna hversu mikil forréttindi það voru að geta alltaf farið í heimsókn og pössun til afa og ömmu á Öldugötunni og leika í stóra garðinum við að príla í trjám, sveifla sér í þvottasnúrum eða bara hlaupa í kringum húsið. Þegar maður þreyttist á því beið hellingur af spennandi hlutum og herbergjum sem ávallt var spenn- andi að kanna. Stofan á Öldugöt- unni var líka full af alls konar fjár- sjóðum. Fjöldinn allur af ævintýrum sem var hægt að hlusta á í eldgamla plötuspilaranum, ull- arteppið sem sum okkar trúðu stað- fastlega að væri ísbjarnarskinn, stóllinn sem hægt var að snúa sér í hringi í og dularfullu gullglösin sem voru notuð til að spila Gaur. Heim- ilið virtist samsett úr gömlum og dularfullum hlutum auk hrikalega spennandi nýjunga á borð við Soda- Stream og örbylgjuofn, en ekki skal reyna að giska á hversu margar skinkusamlokur úr örbylgjuofninum eða hversu mikið límonaði úr Soda- Stream-tækinu var útbúið fyrir okkur. Það má því með sanni segja að Kiddi afi og Dúa amma hafi með heimili sínu skapað stórkostlegan ævintýraheim fyrir okkur barna- börnin. Nærvera við Kidda afa einskorð- aðist ekki við heimilið hans, heldur einnig við Sundhöll Hafnarfjarðar þar sem hann fór á nánast hverjum einasta degi, og gat maður einstaka sinnum bent á hann, rígmontinn, í skólasundi, og sagt við vinina að þetta væri sko afi manns. Í flest þau skipti sem við fórum í pössun til Kidda afa og Dúu ömmu var á einhverjum tímapunkti farið í bíl- túr, sem var sko aldeilis ekki leið- inlegt. Bíllinn hans var alltaf gler- fínn, ekki síst Bensinn, og alltaf var hann með kassettutæki sem hann notaði til að gleðja okkur, t.d. með því að spila strumpana sem hittu ávallt í mark. Þar sem afi var leigu- bílstjóri gat maður alveg átt von á að rekast á hann hvenær sem var, og þegar við vorum á vappi um Hafnarfjörðinn kom afi oft handan hornsins á leigubílnum sínum og stoppaði til að spjalla, og laumaði oftar en ekki nokkrum krónum í litlar hendur. Núna er Kiddi afi dáinn og hryggir það okkur ákaflega mikið. Á sama tíma erum við honum og Dúu ömmu þakklát fyrir að hafa átt þann stóra þátt í að gera bernsku okkar eins viðburðaríka og skemmtilega og raun ber vitni. Hvíl í friði elsku afi okkar. Takk fyrir okkur. Haukur Valgeirsson, Halldór Valgeirsson, Valgerður Valgeirsdóttir, María Valgeirsdóttir. Kristinn Þorsteinsson Kæra vinkona. „Þó dragi fyrir döpur ský í dagsins bjarta skini umvefur mig elskan hlý frá yndislegum vini.“ Svona hljómaði kveðjan í síðasta jólakortinu frá þér. Fallega heima- gerða kortinu sem þú vandaðir svo til, eins og alls sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það var heimilið, handavinna eða matargerð, allt þurfti að vera fullkomið. Þannig varstu líka í samskiptum, ef þér líkaði ekki eitthvað þá sagð- irðu það hreint út, alltaf einlæg og hreinskilin, það var ekki þitt að þykjast. Elsku Margrét, það er svo margt sem kemur upp í hugann. Þegar við vorum litlar stelpur og krakkar léku sér saman í útileikjum á fögrum sumarkvöldum. Á unglingsárunum urðum við miklar vinkonur og áttum góðar stundir saman. Þú áttir líka þína erf- iðu tíma og þá var gott að geta veitt þér stuðning. Síðan skildu leiðir og ég flutti frá Ísafirði en þú bjóst þar áfram með litla drenginn þinn, hann Guðmund Þór. Nokkrum árum síðar þegar þú Margrét Sveinbjörnsdóttir ✝ Margrét Svein-björnsdóttir fæddist í Noregi 31. október 1951. Hún lést á Landspítal- anum 13. nóvember síðastliðinn. Útför Margrétar fór fram frá Skál- holtsdómkirkju 24. nóvember sl. varst flutt til Reykja- víkur og búin að eign- ast fjölskyldu fórum við að hittast aftur. Þá var ég og mín fjölskylda flutt í Gnúp- verjahrepp og þú komst með Palla, Helgu Guðnýju og Þórarin Ágúst í heim- sókn til okkar um helgar í sveitina. Þið hrifust af þessari fal- legu sveit og fluttuð síðan þangað líka. Það var yndislegt að fá þig aftur sem nágranna og oft hittumst við daglega eða heyrðumst í síma. Elsku besta vinkona, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar okkar saman, það er ómetanlegt að hafa átt þig fyrir vin elsku Mar- grét mín. Þín vinkona, Sælaug Viggósdóttir. Nú rétt fyrir jólaaðventuna, bár- ust okkur þær fregnir að ein af skólasystrum okkar frá Húsmæðra- skólanum á Varmalandi væri látin. Margrét Sveinbjörns. eða Magga eins og hún var alltaf kölluð. Hugurinn reikar aftur til hausts- ins 1970 en þá voru við saman komn- ar 43 stelpur að Varmalandi í Borg- arfirði til að búa okkur undir framtíðina og þá fyrst og fremst sem húsmæður. Við vorum mjög ólíkar, komum úr ólíkum umhverfum og frá öllum landshlutum. Ein af þessum stelpum var Magga. Ekki var laust við að margar okkar væru kvíðnar vetrinum, hvernig myndi okkur ganga að aðlagast nýjum heimkynn- um og öllum þessum „systrum“. Magga var ekki há í loftinu og var hún duglegust við að gera grín að því sjálf. Hún var alltaf jákvæð og átti ekki til í orðaforða sínum setningar á borð við „ég nenni því ekki“ eða „langar ekki til þess“ Alltaf tilbúin að vera með og taka þátt í því sem var í boði. Í hugum okkar birtast myndbrot frá þessum vetri, eldhús- ið, vefstofan, saumastofan, setustof- an, svo ekki sé talað um öll herberg- in þar sem fram fóru hinir ýmsu „sellufundir“. Veturinn á Varma- landi er í hugum okkar margra ógleymanlegur. Hópurinn náði vel saman og margar hafa haldið sam- bandi fram á þennan dag. Því miður misstum við af Möggu, en þegar við hittumst, oftast á förnum vegi þá urðu það gleðifundir, sama blikið í augunum og stolt sagði hún okkur frá fjölskyldu sinni. Magga er sú fyrsta af okkur skólasystrum til að kveðja og viljum við þakka henni fyrir góð kynni og vináttu. Eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og ömmubörnunum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Skólasystur frá Varmalandi. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 35 ✝ Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓTTARR PROPPÉ, sem lést fimmtudaginn 6. desember verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 21. desember kl. 13.00. Else A. Proppé, börn og barnabörn, Ólafur Proppé, Pétrún Pétursdóttir, Guðný Ásólfsdótttir, Friðbjörg Proppé, Hrafnhildur Proppé, Guðmundur Grímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ÞÓRARINN BERGSSON járnsmíðameistari, Melaheiði 21, Kópavogi, lést laugardaginn 8. desember á Landspítalanum v/Hringbraut. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 19. desember kl. 13.00. Sigrún Auður Sigurðardóttir, Sigurður Rúnar Jónsson, Sigurbjörg Ingvarsdóttir Bergur Mekkinó Jónsson, Birna Kristín Baldursdóttir, Oddný Mekkin Jónsdóttir, Guðmundur Skúlason, Þórarinn Helgi Jónsson, Harpa Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR VALDIMARSSON, fyrrverandi skipstjóri, útgerðarmaður og veitingarmaður, frá Ólafsvík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. desember. Útförin fer fram í Vídalínskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún Sigurðardóttir, Una Jóna Sigurðardóttir, Níels Kirschberg, Guðlaugur Kr. Sigurðsson, Anna María Jónsdóttir, Kristín Guðbjörg Sigurðardóttir, Bjarni Arnarson, Valdimar G. Sigurðsson, Rannveig H. Kristinsdóttir, Níels Pétur Sigurðsson, Hrefna Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA HJALTADÓTTIR, sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 12. desember, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 19. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeir sem vilja minnast hennar láti Blindrafélagið njóta þess. Hugi Kristinsson, Anna Guðrún Hugadóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Hjalti Hugason, Ragnheiður Sverrisdóttir, Kristinn Hugason, Guðlaug Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS GUNNÓLFSSON skipstjóri, Tröllateigi 20, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu laugardaginn 8. desember. Lárus verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 15.00. Guðríður Bjarnadóttir, Gunnólfur Lárusson, Unnur Lilja Elíasdóttir, Örnólfur Lárusson, Linda S. Aðalbjörnsdóttir, Bjarnólfur Lárusson, Þóra Björg Clausen, afabörn og langafabarn. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.