Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 1
\ íl í © u r Y © k a instra blað msm * Askriftarsími Vikublaðsins 552 8655 Einhugur og góður félagsandi „Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að við séum öll mjög stolt að upplifa þessi tímamót. Það er mikil samstaða í stétt bókagerðarmanna, einhugur og góður félagsandi. Menn sjá kannski eftir ýmsum félögum fyrri ára, en það er örugglega mikil gæfa sem fylgdi því að sameina öll þessi félög í Félag bókagerðar- manna, í stað þess að standa í þeim innbyrðis slagsmálum sem byrjuð voru. Nú standa allir þeir launamenn sem tengjast prentiðnaðinum saman auk þess sem við skjótum skjólshúsi yfir stöku einyrkja,” segir Sæmund- ur Ámason formaður FBM í samtali við Vikublaðið. Samtök bókagerðarmanna halda upp á 100 ára afmæli sitt á morgun þriðjudag, en 8. aprfl er formlegur afmælisdagur félagsins. I tilefni ald- arafmælisins er komið út veglegt af- mælisrit, þar sem ítarlega er fjallað um þau samtök sem íslenskir bóka- gerðarmenn hafa átt með sér allt frá því Prentarafélagið í Reykjavík var stofnað 1887 og Hið íslenska prent- arafélag árið 1897. Ýmis félög litu dagsins ljós á næstu áratugum, sem vom sameinuð í Félag bókagerðar- manna í nóvember 1980. Auk af- mælisritsins hefur verið ákveðið að gefa út nýtt stéttartal bókagerðar- manna með æviskrám 2.220 manna. Prentarar vom á sinn hátt brautryðj- endur í verkalýðsbaráttunni hér á landi. FBM stendur í samningaviðræð- um þessa dagana og er samnings- gerð langt komin. Samningafundur verður haldinn á morgun, á sjálfan afmælisdaginn, og er Sæmundur bjartsýnn á árangur. „Við stefnum á það sama og aðrir era að fá, en það er þref um það hvemig við tökum aukagreiðslumar inn í taxtana. Ég þykist vita að í stéttinni sé ekki mik- ill vilji til verkfallsátaka. Árið 1984 situr í fólki. Menn era sáttir við að fá það sama og aðrir - en alls ekki minna,” segir Sæmundur. Áhöfn Vikartinds forðað af landi brott fyrir sjópróf ■m Bmsldp hunsar lögn Ráðherra harðlega gagnrýndur Guðmundur Bjarnason utn- hverfisráðherra var harðlega gagnrýndur í utandagskrárumr- æðu á Alþingi um starfsleyfi það sem hann veitti fyrir páskana vegna stóriðjuframkvæmda við Grundartanga. Umræðan var tek- in upp að kröfu Hjörleifs Gutt- ormssonar, en ráðherra var gagn- rýndur af talsmönnum allra flok- ka nema Framsóknarflokksins. Hjörleifur sagði embættis- færslu umhverfisráðherra vegna starfsleyfisins hafa verið utan við allar leikreglur lýðræðisins. Guð- mundur hafði þannig ekki fyrir því að bíða eftir niðurstöðum sér- stakrar úrskurðamefndar, heldur kaus að gefa út starfsleyfið kvöldið fyrir páskahátíðir - sem kalla má myrkraverk. Rannveig Guðmundsdóttir Þingflokki jafnaðarmanna sagði að vinnubrögð Guðmundar væru vond og honum til mikilla vansa. Hún var sammála um að útgáfa starfsleyfisins fæli í sér brot á lýðræðislegum leikreglum. Ámi Mathiesen Sjálfstæðisflokki gagnrýndi ráðherra einnig, en að- allega út frá staðarvalinu. Um- hverfísráðherra fannst gagnrýnin á sig ekki sanngjöm. „Það er kveðið á um það í lögum að aðgangur sé að allri áhöfn skipa þeg- ar sjópróf fara fram. Ef það gilda íslensk lög á Islandi þá er um lögbrot að ræða og brottflutn- ingur áhafnar Vikartinds frá íslandi áður en sjó- prófum lauk hefur skað- að rannsókn málsins,” segir Kristján Guð- mundsson framkvæmda- stjóri rannsóknarnefnd- ar sjóslysa um brott- flutning áhafnar Vikar- tinds áður en sjóprófum lauk. Mikla furðu hefur vakið sá hraði sem var á því að koma áhöfn Vikartinds til síns heima áður en sjópróf á strandi skipsins fóm fram. Lög kveða skýrt á um að áhöfn skuli vera til staðar en samt heimilaði Jóhann Jóhannsson yf- irmaður Útlendingaeftirlitsins að áhöfnin fengi að yfirgefa landið án vegabréfa og áður en sjópróf fóra fram, eftir að er virðist mik- inn þrýsting frá Eimskip. Borgþór Kjæmested formaður alþjóða flutningaverkamanna- sambandsins er þungorður í garð Eimskips. „Ég hef fengið staðfest að samkvæmt lögum á öll áhöfn að vera til staðar þegar sjópróf fara fram. Eimskipafélag Islands er algjörlega ábyrgðarlaust í þessu máli. Þeir era að læðast hér inn með tímaleiguskip með erlendum áhöfnum sem síðan þekkja ekki aðstæður. Það hefði enginn ís- lenskur skipstjóri legið þama all- an daginn og beðið eftir því að einhver vél færi í gang. Eg hef fengið munnlegar upplýsingar frá London þess efnis að áhöfn Vik- artinds hafi fengið borgað ein- hverja mánuði fram í tímann til að halda kjafti. Einnig kemur það mér mjög á óvart að ekki hafi ver- ið tekin blóðprafa úr skipstjóra Vikartinds eftir strandið,” segir Borgþór. Hjörleifur Jakobsson fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Eim- skips segir Eimskip ekkert óhreint hafa í pokahominu. „Útlendinga- eftirlitið tjáði okkur að ekkert væri því til fyrirstöðu að mennim- ir yfirgæfu landið, “ segir Hjör- leifur. Sjá nánar um málið á bls. 3.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.