Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 11
7. apríl 1997 í-JlLííYUJU EFTIRSPRETTIR 70 þúsund króna lágmarkslaun í fréttatilkynningu Alþýðubanda- lagsins frá því 24. mars segir m.a.: „Alþýðubandalagið tekur heilshugar undir þá kröfu verkalýðshreyfingar- innar að lágmarkstaxtalaun verði 70 þúsund krónur strax við undirritun samninga. Ef samið verður um tekjutryggingu til að ná 70 þúsund króna markinu, verður að tryggja að elli- og örorkulífeyrisþegar fái einn- ig eðlilegar hækkanir.” Ennfremur segir í fréttatilkynningunni að Al- þýðubandalagið geri þá kröfu að elli- og örorkulífeyrisþegar fá samnings- rétt í stað þess að vélað sé um kjör þeirra án nokkurs samráðs við þá sjálfa. Það er krafa Alþýðubandalagsins að elli- og örorkulífeyrisþegar búi við trygg kjör án þess að ýmsar sér- greiðslur til þeirra séu skertar eða felldar niður og það á að skila þess- um hópum þjóðfélagsins þeim skerðingum sem þeir hafa orðið fyr- ir, s.s. á afnotagjaldi útvarps og með auknum lyfjakostnaði. Umræða um heimilisofbeldi Kvenréttindafélag íslands stendur fyrir ráðstefnu um heimilisofbeldi þriðjudaginn 8. apri'l. Yfirskrift ráð- stefnunnar er Heimilið - griðastaður geranda. Tilgangur fundarins er að kynna skýrslu um heimilisofbeldi sem unnin var á vegum dómsmála- ráðuneytis. Á fundinum verður gerð tilraun til að kalla saman alla þá sem á einhvem hátt tengjast fómarlömb- um heimilisofbeldis og ræddar leiðir til úrbóta. Sérstaklega verða boðaðir til fundarins þeir sem tengjast heim- ilisofbeldi á einhvem hátt s.s. lög- regla, dómarar, starfsmenn úr heil- brigðisgeiranum, starfsmenn Kvennaathvarfs og Kvennaráðgjaf- ar. Þátttökugjald er 1.300 krónur og fundurinn fer fram í Rúbrauðsgerð- inni. Ljóðasafn austfirskra höfunda Félag ljóðaunnenda á Austurlandi undirbýr nú útgáfu ljóðasafns aust- firskra höfunda og er stefnt að útgáfu bókarinnar síðla árs 1999. Þá verða liðin fimmtíu ár frá útgáfu bókarinn- ar Aldrei gleymist Austurland sem hefur að geyma ljóð 73 höfunda. í bókinni verður lausavísum, hefð- bundnum Ijóðum og nútímaljóðum gert jafnhátt undir höfði en hagyrð- ingar og skáld sem eru búsettir frá Bakkafirði til Álftafjarðar eiga rétt á að kveðskapur þeirra birtist í bók- inni. Hið sama gildir um brottflutta Austfirðinga eða þá sem tengdir eru Austurlandi á einhvem hátt. Söfnun efnis er hafin en formaður félagsins er Magnús Stefánsson á Fáskrúðs- ftrði. Nýr framkvæmda- stjóri Símenntar Fræðslusambandið Símennt hefur ráðið Ingibjörgu Stefánsdóttur í starf framkvæmdastjóra. Símemit er sam- band þriggja félagasamtaka; Bænda- samtaka Islands, Ungmennafélags íslands og Kvenfélagasambands Is- lands. Markmið Símenntar er að vinna að fullorðinsfræðslu um land allt. Fyrstu verkefni Símenntar em að standa fyrir námskeiðum undir yfir- skriftinni Átak til athafna. Markmið þeirra er að auðvelda fólki í dreifbýli að koma auga á nýja atvinnumögu- leika í nánasta umhverfi sínu, efla sjálfstraust þess og gera það færara um að skapa sér framtíðarlífsgrund- völl í breyttu starfsumhverfi. Á síðasta ári vom haldin ellefu námskeiði af þessu tagi í Dalasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestur- Húnavatnssýslu. Á næstunni em fyr- irhuguð námskeið í Þingeyjarsýslum og á Austfjörðum. Símennt hefur að- setur að Hallveigarstöðum, Túngötu 4, Reykjavík. 11 Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju Vikuna 20. til 27. apríl næstkomandi verður haldin Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju. Dag- skrá vikunnar er afar fjölbreytt og margir lista- menn sem sækja Akureyringa heim. Sunnudaginn 20. apríl verður mest um að vera en þá hefst hin eiginlega dagskrá með fjölskyldu- guðþjónustu kl. 11.00 í Akureyrarkirkju. Þar mun bama- og unglingakór kirkjunnar koma fram auk nemenda úr Tónlistarskólanaum. Þá verður fmm- fluttur helgileikur eftir Heiðdísi Norðfjörð. Um hádegisbil sama dag mun Þorgerður Sigurðar- dóttir opna myndlistarsýningu í Safnaðarheimil- inu og klukkan 17.00 verða hátíðartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Islands ásamt Kór Akureyrar- kirkju. Einsöngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir og einleikari á orgel Bjöm Steinar Sólbergsson. Mánudaginn 21. apríl stendur Kvikmynda- klúbbur Akureyrar ásamt Borgarbíói fyrir hátíða- sýningu á kvikmyndinni Brimbrot (Braking the Waves) eftir danska kvikmyndaleikstjórann Lars von Trier. Sýningin hefst klukkan 20.00. Mömmumorgunn er á dagskrá þriðjudagsins á milli klukkan 10 og 12 en þá mun Georg nokkur Hollander kynna Stubbaleikföngin sín. Á sumardeginum fyrsta verður opið hús fyrir aldraða á milli 15 og 17 en þá mun Þorgerður Sig- urðardóttir m.a. fjalla um verk sín. Madrigala- hópur Tónlistarskólans á Akureyri kemur fram og sr. Karl Sigurbjömsson mun flytja stutta hug- vekju. Þá verða kaffiveitingar og fjöldasöngur. Klukkan 17.15 verður fyrirbænaguðþjónusta í kirkjunni og klukkan 20.30 mun Ólafur H. Torfa- son halda fyrirlestur um heilagan Martein frá To- urs og altarisklæðin frá Grenjaðarstað. Föstudaginn 25. apríl verður Vesper- síðdegis- bænagjörð klukkan 18 og á laugardeginum verða ljóðatónleikar í Safnaðarheimilinu. Þar munu koma fram Þómnn Guðmundsdóttir sópransöng- kona og Kristinn Öm Kristinsson píanóleikari. Kirkjulistaviku lýkur svo sunnudaginn 27. apr- íl með hátíðarmessu kl. 14. Sr. Karl Sigurbjöms- son predikar en sóknarprestar þjóna fyrir altari. Kór Akureyrarkirkju mun flytja þætti úr þýskri messu eftir Franz Schubert. Þetta sjónvarp er í boði fyrir heppinn nýjan áskrifanda! 14" AKAI sjónvarp - CT419 frá Sjónvarpsmiðstöðinni UTBOÐ F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í lagningu aðalæðar við Strandveg frá Hallsvegi að Borgarvegi. Lengdarmetrar 1.400 - 600 0 Duc. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 króna skilatryggingu. Opnun tilboða: Miðvikudaginn 16. aprfl 1997, kl. 14.00 á sama stað. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjórans í Reykjavík, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu Reykjavíkur og Pósts og síma hf. er óskað eftir til- boðum í verkið: „Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 3. áfanga 1997, Melar o.fl.” Endumýja skal gangstéttir, dreifikerfi hitaveitu og annast jarðvinnu fyrir aðrar veitustofnanir í Melum, Frakkastíg, milli Hlemms og Borgartúns og við Miklu- braut. Helstu magntölur: Lengd hitaveitulagna alls 5.000 m Skurðlengd 4.000 m Steyptar stéttar 1.750 m2 Malbikun 1.400 m2 Hellulögn 1.200 m2 Þökulögn 750 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá miðvikudeginum 9. aprfl 1997, gegn 15.000 króna skilatr. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 22. aprfl 1997, kl. 14.00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í að byggja 180 fermetra viðbyggingu við leikskólann Grænuborg Eiríksgötu 2, ásamt tengingu við eldra hús og frágangi lóðar. Verkinu á að vera lokið 26. september 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudeginum 8. apríl 1997. Opnun tilboða: Miðvikudaginn 23. aprfl 1997, kl. 15.00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðarfram- kvæmdir við leikskólann Ásborg. Helstu magntölur em: Hellulagnir 350 m2 Gróðurbeð 100 m2 Malbikun 250 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 29. aprfl 1997, kl. 14.00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 pósthólf 878 - 121 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 Alþýðubanda- lagsfólk! Munið sumarferð ABR til Búdapest 7. - 14. júní. Skráið ykkur sem fyrst - sætum fer fælckandi. Upplýsingar veitir Gestur í síma 581-3242 á kvöldin. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 - 2016 Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, greinargerð og landnotkun- arkort, auglýsist hér með samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Sýning á skipulagstillögunni verðuropnuð íTjarnarsal Ráðhússins kl. 16:0C miðvikudaginn 2. apríl. Tillagan ásamt þemakortum og öðrum uppdráttum sem tengjast aðalskipu- laginu er almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, frá 2. til 9. apríl og frá 10. apríl til 30. maí er sýningin í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð kl. 9:00 til 16:00 virka daga. Sérstakir þemadagar verða 3. 8. og 9. apríl. Þá daga kl. 16:00 til 18:00 verða efnisþættir aðalskipulagsins kynntir af starfsfólki Borgarskipulags og fulltrúum frá öðrum borgarstofnunum. Þann 3. apríl verður fjallað um byggð og hús- vernd, þann 8. apríl samgöngumál og þann 9. apríl umhverfismál og þjónustu. Allan auglýsingatímann svara fulltrúar Borgarskipulags fyrirspurnum varðandi skipulagstillöguna. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16:00 þann 30. maí 1997. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.