Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 2
U30L£HD(KD 7. aprfl 1997 BH Útgefandi Tilsjá ehf. Ritstjóri og ábm.: Friðrik Þór Guðmundsson Blaðamenn: Arndís Þorgeirsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall. Hönnun og umbrot: Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Helena Jónsdóttir Prófork: Arndís Þorgeirsdóttir Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. 1 ■ m Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar. Laugavegur 3 (4. hæð), 101 Reykjavík. Sími: 552-8655. Fax: 551-7599 Netfang: vikubl@tv.is Lappað upp á LIN Frumvarp til breytinga á hinum illræmdu lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna frá 1992 er loks komið. Beðið hefur verið eftir frumvarpinu með eftirvæntingu, enda um helsta þrætuepli stjórnar- flokkanna að ræða. Framsóknarflokkurinn hefur ekki riðið feitum hesti frá stjórnarsam- starfinu við Sjálfstæðisflokkinn og það var því ekki síst beðið eftir því að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði Framsóknarflokkinn undir í þessu máli. Frumvarp kom eftir tveggja ára meðgöngu og stendur þar upp úr að það á að lækka endurgreiðsluhlutfall námslána úr 7% í 4,75% af tekjum og taka upp samtímagreiðslur námslána í gegnum bankakerfið. Það er jákvætt að það eigi að lækka endurgreiðsluhlutfallið, en það er bara ekki gengið nægilega langt í þeim efnum. Ungt fólk mun eftir sem áður þurfa að velja á milli þess að afla sér menntunar eða fjár- festa í húsnæði, því 4,75% endurgreiðsluhlutfall samsvarar 8-9% af ráðstöfunartekjum fólks. Það er einfaldlega of mikið. Ef til vill er það sérkennilegast við frumvarpið hvernig meðferðin er á fé skattborgara. í stað þess að ríkið taki lán á 5% vöxtum og láni námsmönnum fyrir framfærslu þá þurfa námsmenn að taka fram- færslulán í bönkum með 10% vöxtum sem ríkið greiðir. Ríkið er þannig ekki að nýta sér þau forréttindi að geta fengið lán á 5% vöxt- um sökum góðs lántrausts, heldur tekur það yfirdráttarlán hjá bönk- um á 10% vöxtum í gegnum námsmenn. Þetta hlýtur að teljast all sérstök hagstjórn hjá hægri flokkunum tveimur í ríkisstjórninni. Þá er líka athyglisverð tilraunin til að einkavæða námsmenn. Pening- ar skattgreiðenda eru notaðir til að borga með námsmönnum svo að bankarnir, sem á að fara að einkavæða, geti yfirtekið námsmennina. í raun er ekki um að ræða samtímagreiðslur námslána í gegnum bankakerfið heldur ríkisstyrkta einkavæðingu á íslenskum náms- mönnum. Hvað veldur þessu er vont að sjá, en eitt er víst að ársreikningar bankanna benda ekki til þess að þeir þurfi á þessari himnasendingu að halda. Flokkur í sókn Allt frá því Margrét Frímannsdóttir tók við formennsku í Alþýðu- bandalaginu, hafa skoðanakannanir sýnt að flokkurinn nýtur stöðugt meira fylgis. Fyrir aðalfund miðstjórnar dagana 24. - 26. febrúar var flokkurinn með 16% fylgi í könnun DV. í könnun sem var gerð strax að fundinum loknum naut Alþýðubandalagið fylgis 19,7% í könnun DV og í nýrri könnun Gallup fær flokkurinn 21% fylgi, eða 6,7% meira en í kosningunum vorið 1995. Ekkert eitt atriði skýrir aukið fylgi við Alþýðubandalagið. Eftir að Margrét tók við forystu í flokknum áttu sér hins vegar stað ákveðnar áherslubreytingar í málflutningi flokksins hvað varðar kjaramál, stöðu fjölskyldunnar og þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Ljóst er að málflutningur flokksins hefur höfðað til stöðugt vaxandi fjölda ungs fólks og kvenna. Á sama tíma og fylgi Alþýðubandalagsins eykst minnkar fylgi Kvennalistans. Það er eðlilegt að vinstriþenkjandi konur sem veitt hafa Kvennalistanum brautargengi horfi til Alþýðubandalagsins með Margréti í formannssæti. Með kjöri hennar sýndi Alþýðubandalags- fólk að því er alvara í jafnréttismálum um leið að það styður róttæka umbótastefnu í velferðar- og verkalýðsmálum. Friðrik Þór Guðmundsson Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp í 65 greinum um stöðu þjóðkirkjunnar, sem er hið ev- angelísk-lútherska trúfélag á Islandi. Trúfélag þetta nýtur stjómarskrárbundinnar vernd- ar íslenska ríkisins, þrátt fyr- ir ákvæði sömu stjómarskrár um trúfrelsi. í lagafrum- varpinu er að stofni til leit- ast við að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar, en um leið festa í sessi árleg ríkisút- gjöld til hennar upp á mörg hundmð milljónir króna (og eru sóknar- og kirkjugarðsgjöldin þá ekki talin með). Við yfirlestur á fmmvarp- inu kemur glöggt fram að það eru sjálf- ir kirkjunnar menn sem sáu um að smíða frumvarpið. Og það sem meira er; í frumvarpinu er að finna einstætt ákvæði, sem felur í sér óskiljanlegt valdaafsal Alþingis. 22. grein fmmvarpsins segir eftir- farandi: „Kirkjuþing getur haft frum- kvæði að frumvörpum til laga um kirkjuleg málefni og beint þeim til- mælum til ráðherra að þau verði flutt á Alþingi. Ráðherra leitar umsagnar og tillagna kirkjuþings um lagafrum- vörp um kirkjuleg málefni er hann hyggst flytja á Alþingi.” Hér er ekki um að ræða umsögn eftir að frumvarp hefur verið lagt fram, eins og öðmm er boðið upp á, heldur á ráðherra að bera málin undir kirkjuþing áður en til kasta Alþingis kemur! Geta menn ímyndað sér að sett verði í lög ákvæði um að ASI geti haft fmmkvæði að lagasetningu og beint því til félagsmálaráðherra að flytja óskamál sín? Eða að ráðherra sé með lögum gert að bera undir ASÍ öll mál sem hann hyggst flytja áður en hann gerir það? Alþingi sem af- greiðslustofnun Nefndir sem undirbjuggu frum- varpið vom að meirihluta til skipaðar kirkjunnar mönnum - og langt frá því sjálfgefið að svo eigi að vera. Síðan þurfti frumvarpið að leggjast fyrir og fá blessun kirkjuþings til að það yrði framlagn- ingarhæft hjá löggjafarsamkundunni Alþingi. Nefndirnar og kirkjuþingið gerðu ýmsar breytingar á fmmvarp- inu, verk sem í öðmm tilfellum heyrir undir Alþingi. f öllu ferlinu eru kirkjumálaráðherra og starfsmenn hans algjörar aukapersónur. Og Al- þingi skal gjöra svo vel að vera af- greiðslustofnun. Það má út af fyrir sig fagna því að þjóðkirkjan eigi að vera sjálfstæðari en verið hefur. En að hún eigi að vera svo sjálfstæð að Alþingi og ríkis- stjóm séu í hjáverkum er annað mál. Braskað með rándýrar jarðir Umdeilanlegasti kafli framvarpsins fjallar um afsal þjóðkirkjunnar á jörð- um gegn greiðslu ríkisins á launum presta og fleiri. Þessi afgreiðsla byggir á gjörð sem átti sér stað árið 1907, þar sem ríkið tók á sig launa- greiðslur og fékk jarðir á móti. Fyrir það fyrsta þá er ríkið búið að greiða þennan launakostnað í 90 ár og hefur efnt til mikilla útgjalda vegna t.d. byggingafram- kvæmda og viðhalds. Kirkju- jarðirnar hafa því margfald- lega verið greiddar. I öðm lagi er tilkall evangel- ísk-lútherska trúfélagsins til umræddra jarða umdeilanlegt. Kaþólska kirkjan fékk þessar jarðir að stórum hluta til fyrir siðaskipti, en síðan hrifsaði evangelísk-lútherska kirkjan þær til sín með valdi. Kaþólska kirkjan fékk jarðimar gjaman með því að biskupar dæmdu þær til sín frá sóknarbömum sem áttu að hafa brot- ið guðslög. Eða þá að sóknarbörn af- söluðu jörðum til kirkjunnar í von um himnaríkisvist. Öllum meðulum var beitt, auður biskupanna hlóðst upp og síðan kom evangelísk-lútherska kirkj- an og hirti góssið með hálshöggvun- um og öðm ofbeldi. Aðskilnaðar- sinnar afgreiddir Ut á þetta er Alþingi gert að sam- þykkja launagreiðslur til biskups ís- lands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta og 18 starfsmanna biskupsstofu. Það skal gert óendan- lega og skal framlagið hækka ef sóknarbörnum fjölgar. Þannig er þjóðkirkjunni tryggðar mörg hundmð milljónir króna árlega - í nafni vafa- samra jarðakaupa. Sá sem þetta ritar telur að skera eigi á tengsl ríkis og kirkju. í athuga- semdum með frumvarpinu segir að umræða um þessi tengsl hafi orðið allnokkur á undanfömum ámm, með- al annars á kirkjuþingi, en síðan seg- ir: „... aðrir aðilar hafa einnig látið til sín heyra þótt eigi fari sérlega hátt, m.a. í þá vem að slíta beri öll tengsl milli ríkis og kirkju. Eigi verður þó talið að nú um stundir eigi svo rót- tækar hugmyndir fylgi að fagna með- al alls þorra íslendinga og miðast efni þessa frumvarps m.a. við þá ætlan nefndarinnar.” ítrekaðar kannanir Gallups sýna að 55 til 65 prósent þeirra sem afstöðu taka eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Það segir allt sem segja þarf um hugarheim þeirra nefndarmanna sem önnuðust fmmvarpssmíðina. Boðorðin 65 KLIPPT... Skattlaus fjölmiðlarisi Hvað sem annars má segja um fjölmiðla- veldi Jóns Ólafssonar þá er víst að Skattmann fær ekki gull og græna skóga úr þeirri átt. Við skoðun á skattskrá 1996 (vegna 1995) kom í ljós að flest fyrirtækin í kringum Jón skiluðu engum tekju- eða eignaskatti. Þetta á við um fyrirtækin Jón Ólafsson & co. og Skífuna, sem Jón á sjálfur og þetta á við um félög eins og íslenska útvarpsfélagið hf., Fjölmiðlun hf., Sýn hf., Viðskiptablaðið (Þekking hf.) og Ftjálsa fjölmiðlun hf. (DV). Félagið Útherji hf., sem á aðild að Stöð 2, greiddi 764 þúsund í tekjuskatt og félagið Fjórmenningar sf. greiddi 62 þúsund í eignaskatt en ekkert í tekjuskatt. Jón sjálfur greiddi 1,3 milljónir króna í tekjuskatt og 743 þúsund í eignaskatt (og kona hans annað eins). Útgáfugélagið Fróði, sem enn gefur út nær öll tímarit lands- ins, greiddi heldur engan tekju- eða eigna- skatt. Mogginn (Árvakur hf.) greiddi hins vegar 7,2 milljónir í tekjuskatt og 3,4 milljón- ir í eignaskatt. Klippt og skotið Fréttastofa Stöðvar tvö fjallaði mikið um meðmæli Björns Halldórssonar með byssu- leyfi til handa Franklín Steiner og í góðu lagi með það. Fréttastofan fjallaði líka mikið um skotvopnasölu lögreglunnar. Þegar fréttastof- an tók viðtal við fulltrúa lögreglunnar vegna þess máls tók sá skýrt fram að umrædd sala hefði átt sér stað árið 1991 - en ekki nýverið - og að fréttastofa RÚV hefði greint frá málinu árið 1993. Þessi málflutningur fulltrúans var klipptur út úr frétt Stöðvar tvö og látið líta svo út sem um nýlegan atburð væri að ræða. Til- raun lögreglunnar til að fá leiðréttingu á þessu bar engan árangur. Lögreglan brá á það ráð að senda fjölmiðlum (reyndar ekki Vikublaðinu) fréttatilkynningu vegna málsins, en hún fékkst hvergi birt. Samtrygging? Trúleysingjasjóður dafnar Sóknargjöld einstaklinga sem em utan trú- félaga renna í svonefndan Háskólasjóð, sem stofnaður var 1974. Nýlega svaraði Björn Bjarnason menntamálaráðherra fyrirspurn Marðar Ámasonar um sjóð þennan og kom í ljós að hann dafnar vel. Arið 1988 runnu sóknargjöld upp á rúmar níu milljónir í sjóð- inn, en það er á núvirði 15,5 milljóna króna. Árið 1996 var upphæðin komin í 24 milljónir króna. Framlagið hefur því vaxið um 56% að raunvirði á átta árum. Styrkir úr sjóðnum renna mestmegnis til starfsmanna eða félaga Háskólans, en yfírleitt er ekki öllu framlaginu deilt út. Þannig hafa tekjur umfram gjöld ver- ið sem nemur 15 til 25 prósent af tekjum á undanfömum ámm. Hæstu styrkina árið 1996 (tvær til þrjár milljónir) fengu Kynningar- nefnd HI, Kennsluvarp HI, Styrktarsjóðir HÍ, Hollvinasamtök HÍ og Kennslumálasjóður HÍ, en af öðrum má nefna að Siðfræðistofnun fékk 1,2 milljónir, Stúdentaleikhúsið 400 þús- und og Háskólakórinn 350 þúsund. Einnig má nefna að laganemar fengu 75 þúsund til að skreppa á þing laganema í Róm. Sameiginlegt 1. maí kaffi Stórtíðindi munu eiga sér stað 1. maí næst- komandi, á hátíðisdegi verkalýðsins. Gömlu Reykjavíkurfélögin hjá Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum, ÁBR og Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur, hafa samþykkt að halda sameiginlegt 1. maí kaffi, að hldndum á Hótel Borg. I næsta mánuði er fyrirhugað að halda sameiginlegan miðstjómar/flokksstjómarfund flokkanna og em það tíðindi út af fyrir sig, en jafnast líkast til ekki á við sameiginlegt sam- komuhald á hátíðsdegi verkalýðsins. Ekki síst er þetta athyglisvert fyrir þá sök að þetta em ekki þau félög flokkanna í borginni sem mest hafa talað um sameiningarmálin. Er ástæða til að óska formönnum félaganna til hamingju, þeim Gesti Ásólfssyni og Rúnari Geirmunds- syni. Til stuðnings Tony Blair í lok mánaðarins hyggjast nokkrir ungliðar af vinstrikantinum fara til Bretlands og ráða Tony Blair og Verkamannaflokknum heilt í yfirstandandi kosningabaráttu. Þau hyggjast dvelja þar fram yfir kosningar og fagna sigri með breskum vinstrimönnum á kjördag, 1. maí. Meðal þeirra sem fara eru Verðandi forsprakkinn Erla Ingvarsdóttir, kratamærin snaggaralega Þóra Amórsdóttir, félagsráðgjaf- inn góðhjartaði Hreinn Hreinsson og fram- kvæmdastýra Grósku Jóhanna Þórdórsdóttir. Lesendur Vikublaðsins munu fá að vita allt um ferð þessa síðar þar sem Vikublaðið sendir að sjálfsögðu fulltrúa sinn til að fylgjast með uppgangi breskra vinstrimanna. ...0GSK0RIÐ i

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.