Vikublaðið - 07.04.1997, Side 6

Vikublaðið - 07.04.1997, Side 6
t LQLKíMDQÍD 7. apríl 1997 Myndlist í uncuigöngum Um helgina opnaði allsérstök myndlistarsýning við Laugaveg og Banka- stræti í Reykjavík. Það sem gerir þessa sýningu frábrugðna öðrum sýningum er að verkin eru sett upp í undirgöngum og portum. Um er að ræða bæði inn- setningar og listaverk sem eru unnin sérstaklega inn í fyrirfram valin port. Alls taka tólf myndlistarmenn þátt í sýningunni en þeir eru: Alda Sigurðar- dóttir, Arnfinnur Einarsson, Ásta Ólafsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Eygló Harðardóttir, Hlynur Helgason, Kristbergur Ó. Pétursson, Kristín Reynis- dóttir, Magnús S. Guðmundsson, Pétur Öm Friðriksson, Ragnhildur Stefáns- dóttir og Þóra Sigurðardóttir. Sýningarsvæðið nær frá Bankastræti að Lauga- vegi 97 og eru leiðakort fáanleg í verslunum við Laugaveg og á kaffihúsum miðbæjarins. Sýningin er styrkt af Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu og það er von aðstandenda að sem flestir vegfarendur gefi sér tíma til þess að staldra við listaverkin og skoða þau. Hugleikur er reykvískt áhugaleikhús og hef- ur fyrir löngu skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkur. Sýningar Hugleiks hafa verið vel sóttar í gegnum árin og ekki óalgengt að húsfyllir sé í ein tíu til fimmtán skipti. Um þessar mundir standa yfir sýningar Hug- leiks á nýju íslensku leik- riti, Embættismanna- hvörfunum. Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti að- alleikara sýningarinnar, Sævar Sigurgeirsson, þar sem hann var við störf í bókabúð Máls og menn- ingar. Nú hafa Embættismannahvörfin fengið afar lofsamlega dóma, er þetta það besta sem þið hafið gert? „Já, það má kannski segja það Annars eru nú örugglega skiptar skoðanir um það. Frumsýningin gekk hins vegar mjög vel hjá okkur og það var mikil stemmning í salnum.” í leikskránni má lesa að höfundar verksins eru átta talsins,* fjórar konur og fjórir karlar. Geta átta manns skrifað leikverk af ein- hverju viti? „Já, já, þetta var afskaplega sam- hentur hópur þótt vissulega væru fæðingarhríðimar oft erfiðar. Það er komin reynsla á svona samvinnu hjá okkur þótt þetta sé met í fjölda höf- unda. Eg man eftir einu skipti þegar við vorum með sjö höfunda en þá var verkið í revíuformi, svo það var auð- veldara í vinnslu. Embættismanna- hvörfin eru aftur leikrit með sam- hangandi söguþræði; sem þýddi að menn urðu nú stundum að sætta sig málamiðlanir af ýmsu tagi. Það sem skiptir þó mestu er að við emm öll mjög sátt við niðurstöðuna. Við byrjuðum að hittast síðasta sumar og þá bám menn saman hug- myndir sínar. Síðan héldum við áfram í haust en lukum svo verkinu fyrr á þessu ári en þá dvaldi allur hópurinn eina helgi austur í Hvera- gerði. Við fengum lánað hús Jóhann- esar úr Kötlum og því er ekki að leyna að andinn í því húsi hafði góð áhrif á okkur. Við höfum nú stundum sagt í gamni að í raun séu höfundam- ir ekki átta heldur níu.” Titill verksins Embættismanna- hvörfin hefur yfir sér dularfullan blæ. Um hvað fjallar leikritið? „Ja, þetta er nú ekki svo einfalt. í meginatriðum fjallar það um ungan embættismann sem vinnur hjá Reykjavíkurborg. Honum er falið það verkefni að hafa upp á samstarfs- mönnum sínum sem allir hafa horfið sporlaust. Leikurinn hefst í Ráðhús- inu en smám saman berast böndin að því merka húsi Korpúlfsstöðum og þar gerist stærstur hluti leikritsins. Leit unga mannsins ber vissulega einhvem árangur þótt, hann finni ekki endilega það sem hapn leitaði að í upphafi. Hann uppgötvar í það minnsta ýmislegt í éigin fari sem hann þekkti ekki áður. f leikritinu styðjumst við einnjg nokkuð við sögu Korpúlfsstaða og minnumst þess að þetta,;Vár nú éinu sinni stærsta og giæsileg^sta kúabú á Norðurlöndum þegár þ'áð var og hét.” Talið berst að Sævari sjálfum en félagar hans segja hann efni I stór- leikara og Silja Aðalsteinsdóttir í DV átti vart orð yfir frammistöðu hans í Embættismannahvörfunum. Hefur leiklistarbakterían alltaf blundað með þér? „Ég hef haft áhuga á leiklist frá því ég man eftir mér. Eg byijaði snemma að taka þátt í leiklistarstarfi í bama- skólanum. Kennarar voru reyndar mjög duglegir að etja mér út í þetta í fyrstu og það var ekki haldin skóla- skemmtun eða árshátíð án þess að ég væri með puttana í því. Þetta er ein- hver meðfædd sýniþörf og ég hef alltaf haft mikia þörf á að koma fólki til að hlæja. Ég veit þó ekki hvort ég vildi leggja þetta alfarið fyrir mig. Það var nú samt einu sinni draumur og ég sótti um í Leiklistarskóla ís- lands en fékk ekki inni. Einhvern vegiun Heysti ég mér ekki til að réyna við það aftur og fór £ staðinn í bókmenntafræði í Háskólanum. Eftir á að hyggja er ég álls ekki viss um mig hafi £ raun langað f Leiklistar- skólann; mig langaði einfaldlega bara til að leika.” Að vinna fulla vinnu og vera höf- undur og aðalleikari í svo um- fangsmikilli sýningu hlýtur að taka gríðarlegan tíma. Hefurðu nokk- urn tíma fyrir fjölskylduna? „Ég verð vfst að viðurkenna að ég hef ekki verið mikið heima við und- anfarið. Ég vinn náttúmlega frá nfu til sex £ búðinni og sfðan hafa æfing- ar verið stífar. Mitt hlutverk í sýning- unni er mjog stórt svo það segir sig sjálft að þetta hefur verið tímafrekt. I fyrra tók ég mér bamsburðarleyfi og var reyndar mikið að hugsa um það í vetur hvort ég ætti ekki að sleppa þessu. Koiian mín hefur hins vegar stutt vel við bakið á mér enda myndi þetta aldrei ganga upp öðm vísi. Sævar hefur ekki aðeins starfað með Hugleik því eins og hann segir sjálfur þá hefur hann tekið nokkur hliðarspor út í það sem hann kallar sjálfur hálfgildingsatvinnu- mennsku. „Ég skrifaði til dæmis leikrit ásamt félögum mínum þeim Armanni Guð- mundssyni og Þorgeiri Tryggvasyni fyrir þremur áram. Leikritið, sem ber heitið Góðverkin kalla - átakasaga- var sett upp sem jólasýning hjá Leik- félagi Akureyrar árið 1993. Og nú ætla Patreksfirðingar að fagna 30 ára afmæli sínu með því að setja þetta stykki upp. Við tókum svo þátt f Höf- undasmiðju Borgarleikhússins í fyrra þannig að við emm alltaf eitthvað að bralla”, segir Sævar Sigurgeirsson Hugleikari með meiru að lokum. aþ segir Jean Antoine Posocco sem fekk fyrstu verðlaun í teiknimyndasögu- keppni Vikublaðsins Iupphafí árs efndi Vikublaðið til myndasögusamkeppni. Margir áhugasamir teiknarar hafa sent blaðinu myndasögur og vafalaust ekki farið framhjá lesendum að hér hefur verið hæfíleikafólk á ferð. Dómnefnd Vikublaðsins komst hins vegar að því eftir talsverða yfirlegu að besta myndasagan væri „Gvendur” eftir Jean Antoine Posocco og mun hún birtast eft- irleiðis í Vikublaðinu. Til þess að svala forvitni lesenda var höfundur sögunnar Jean Anto- ine fenginn í stutt spjall. Jean Antoine er afar geðþekkur maður, fæddur í borginni Chambéry í Frakklandi en býr nú ásamt íslenskri eiginkonu sinni og þremur bömum í Hafnarfirði. En hvemig vildi til að Jean Anto- ine ákvað að setjast að hér á landi. „Ja, ég kynntist náttúmlega íslenskri konu. Ég var tvítugur og stóð á krossgötum og vissi í raun ekki hvað ég vildi gera í lífinu. Mér bauðst að koma til Islands og hér er ég. Jean Antoine hefur starfað sem teiknari allar götur frá því að hann kom hingað. Hann segist hafa náð góðum tökum á íslenskunni og eftir aðeins þriggja mánaða dvöl var hann alveg farinn að bjarga sér. Þetta kem- ur blaðamanni reyndar ekki á óvart því Jean Antoine talar næstum lýta- laust. „Eftir fyrstu tvö árin hér þá sótti ég um inngöngu í Myndlista- og handíðaskólann og fékk inni. Þaðan útskrifaðist ég svo fjómm ámm síðar úr auglýsingadeild. Ég vinn heima og hef auk teikninga fyrir bókaforlög fengist við auglýsingagerð í lausa- mennsku. Annars em teiknimyndirn- ar það skemmtilegasta sem ég geri og vildi helst getað helgað þeim öllum mínum kröftum.” Jean Antoine segist einnig mála en hann hefur haldið tvær einka- sýningar auk þátttöku í fjölda samsýninga. Þá stundar Jean Antoine kennslu í Myndlistar- skólanum við Hamarinn sem er í Hafnarfirði. Aðspurður hvort hann fái aldrei heimþrá segir hann að stundum hugsi hann heim. „Mér fannst voða- lega gaman hér fyrstu árin og naut árstíðaskipt- anna; snjósins á vet- urna og birtunnar á sumrin. Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki alveg ís- lenska veðráttu, til dæmis nú um daginn þegar maður hélt að vorið væri komið þá fór að snjóa. Það mætti al- veg vera meiri regla á þessu,” segir Jean og , brosir. Jean Antoine finnst mynda- sögum ekki gert nógu hátt undir höfði hér en hann hefur í gegnum tíðina átt myndasögur í tímaritinu Gisp! sem gefið er út af fyrrum skólafélögum hans og kemur út einu sinni á ári. „Það virðist enginn vilja taka áhættuna við að gefa myndasögur út. Mér líst bara mjög vel á að teikna fyrir ykkur á Vikublaðinu og hlakka til að fást við það.” Vikublaðið ósk- ar Jean m Antoine i til hamingju með sig- urinn. aþ

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.