Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 9
mm 7. aprfl 1997 MHaBrararaMHBraMMMBran^M^M^^M^^^M U Í JiU JU Aidraðir þwfn oð veba hvem krónu fyrir sér Arni Björnsson fyrrverandi yfir- læknir er einn af forsprökkum í að- gerðarhópi aldraðra. Aðgerðarhóp þessum var komið á laggirnar fyrir tveimur árum til að sporna við þeirri miklu tekjuskerðingu sem aldraðir hafa orðið fyrir í seinni tíð. Árni er eldheitur hugsjónamaður þó kominn sé á efri ár og svíður sárt hið stigvaxandi óréttlæti í þjóðfélaginu og vill gera það sem í hans valdi liggur til að sporna við því. „Þetta er grasrótarhópur einstak- linga sem hefur það að markmiði að vekja athygli á og spoma við þeim harkalega niðurskurði sem hefur orð- ið á kjöram og aðbúnaði aldraðra síð- ustu 5-6 árin, samansettur af fólki sem hefur ennþá kraft til að opna munninn og er gagnrýnið á það ástand sem hefur verið að skapast í þjóðfélaginu á síðustu árum,” segir Arni. Hvernig birtist kjaraskerð- ingin öldruðum? „Fyrst og fremst í þessum svokölluðu jaðarsköttum sem hafa orðið þyngri fyrir aldraða heldur en ýmsa aðra hópa í þjóðfélaginu. I öðru lagi eru það þær skerðingar sem hafa orðið á almannatryggingum þar sem að þær greiðslur sem á að inna til kerfisins hafa stöðugt hækkað. Þetta eru þær kjaraskerðingar sem hafa fyrst og fremst orðið hjá öldraðum.” Burt með sjúklinga- skattana í hverju felst starfsemi hópsins? „Það er barátta fyrir því að fá til baka eitthvað af þeim skerðingum sem orðið hafa á réttindum aldraðra á undanförnum árum. Það er fyrst og fremst tekjutenging lífeyris. Hann hefur verið aftengdur en með óljósu orðalagi frá forsætisráðherra hefur komið loforð um að hann verði tengdur aftur með því að við fáum hlutdeild í kjararbótum þessa árs en ekkert þar fram yfir. Það erum við ekki ánægð með. Við viljum að elli- lífeyrir sé tekjutengdur eins og aðrar tekjur í þjóðfélaginu. Einnig höfum við rætt breytingar á fjármagnstekjuskattinum. Að hann verði bundinn við ákveðið tekjulág- mark eða hugsanlegar upphæðir. Síð- an eru það sjúklingaskattarnir sem við viljum fá afnumda algjörlega fyr- ir þá tekjulágu. Annað mál er, sem á einnig við öryrkja og alla þá sem eru á bótum, að þegar fólk leggst inn á sjúkrastofnanir þá er það svipt bótun- um. Það getur komið harkalega niður á fólki sem er með skuldbindingar. Það er þá algjörlega berskjaldað fyrir skuldunautum sínum. Til dæmis maður sem þarf að borga fasteigna- gjöld af íbúð. Hann er sviptur bótum inn á sjúkrastofnuninni en þarf samt sem áður að borga fasteignagjöldin ásamt öllum öðram opinberam gjöld- um þrátt fyrir að það fé sé tekið af honum sem hann á að borga fast- eignaskattinn með. Þetta óréttlæti er- um við ákaflega óánægð með.” Sveigjanlegur eftir- launaaldur Hvenær hófust þessar kjaraskerð- ingar aldraðra fyrir alvöru? „Fyrstu skrefin voru stigin 1991 og síðan hafa aðgangsgjöld að kerfinu stöðugt verið að hækka og þeim hef- ur verið að fjölga. Jafnframt hefur verið að stækka sá hópur sem þarf að inna þessi gjöld að hendi. Þetta eru þau grundvallaratriði sem við erum að beijast fyrir núna. Síðan erum við líka að velta fyrir okkur hvemig hægt sé að ráða bót á þessu til frambúðar. Bæði viljum við skoða sveigjanlegan eftirlaunaaldur. Það sé ekki skilyrðislaust skrúfað fyrir menn á einhverjum aldri. Það þarf að gera greinarmun á öldruðum og sjúklingum. Það á ekki að setja þá í sama pott og sjúklinga. Það erum við mjög óánægð með. Aldraður ein- staklingur getur verið fullfrískur og vinnufær. A ákveðnum aldri stendur mönnum til boða að fara á eftirlaun en ef þeir kjósa og hafa heilsu til þá á þeim að vera leyft að vinna áfram en ekki skikkaðir til að setjast í helgan stein. Mín einkahugmynd er sú að til að koma þessu á að breyta eftirlauna- kerfinu þannig að fyrirtæki eða stofn- anir sem hafa haft menn í þjónustu sinni í áraraðir héldu áfram að borga þeim laun dálítinn tíma eftir vinnu- lok. Þá gætu þessir sömu aðilar jafn- framt krafist vinnu fyrir þessi laun eftir þvf hvað þau væru há og heilsa viðkomandi leyfði. Fjöldi starfa er þannig að það á að yngja upp í þeim en það á ekki að kasta fyrir róða reynslu og þekkingu þeirra sem era búnir að vinna lengi í þessum störf- um og era enn í fullu fjöri.” Byggingaklíka með þj ónus tuíbúðirnar Finnur fólk í daglegu lífi fyrir verulegri kjaraskerðingu nú síð- ustu ár? „Já, það er ekki nokkur vafi á því að aldraðir finna fyrir því að þeir hafa úr minna að spila. Stór hópur innan þessa aldurshóps býr við ákaflega kröpp kjör. Fólk sem hefur 60-70 þúsund krónur á mánuði þarf að velta fyrir sér hverri krónu og það sem bjargar sumum er að eiga skuldlausa húseign. Engu að síður þarf það að borga há fasteignagjöld sem skerða veralega það sem er til umráða.” Hvernig er ástandið á húsnæðis- málum aldraðra? „Það er nú misjafnt. Það er erfitt að selja stórar fasteignir og verðið fyrir þær að sama skapi lágt. Hins vegar eru þjónustuíbúðirnar mjög dýrar. Það er eins og einhver byggingaklíka hafi náð tökum á markaðnum og haldi verðinu uppi. Fyrir nú utan bygginngamátann sem er alveg út í hött. Þessir himinháu turnar beint upp í loftið. Persónulega finnst mér þetta fáránlegt og til hreinnar skammar.” „Hvað varðar öldrunarþjónustuna þá á fullfrískt fólk alls ekki að vistast á stofnunum eins og sumir hafa neyðst til að gera til að njóta öryggis í ellinni, t.d. inni á DAS og álíka stofnunum. Það er mjög óaðlaðandi kostur í mínum huga. Það á að vera möguleiki að komast inn á stofnun þegar fólk þarf á því að halda og þá eiga hjón að geta verið saman og út af fyrir sig.” Er ekki raunveruleikinn sá að inni á stofnunum lendir fólk með fulla andlega heilsu sem veslast þar upp í eymd? „Það má vera. Stefnan í dag er sú að reyna að gera fólki kleift að vera heima sem lengst og efla heima- hjúkrun og slíka þjónustu. Það verður að auka þjónustuna utan stofnana, bæði með byggingu þjónustuíbúða og þjónustu við aldraða inni á heimil- unum,” segir Ámi Bjömsson tignar- legur á svipinn þar sem hugsjónaeld- urinn brennur úr augunum og stað- festan skín úr hverju svipmóti. bgs Súrt að Alþingi á eftir að fjalla um málið. Þá er búið að redd; leyfi fyri álverið... ...og sól yfir ríkisstjóminni. s/ • ,.,<?& *€fu(Z( A€> SKukL I ^ÉKKTfÁUU/ SKtZlPA UHPiR Wl' .SVDMA SMÁ 'íf' X_____ Gestur Ásólfsson formaður ABR Hvaða bækur og rithöfundar hafa haft mest áhrif á pólitískar skoðan- ir þínar? Ég get ekki sagt að mínar pólitísku skoðanir séu beint komnar frá rithöf- undum en aftur á móti hefur Halldór Laxness lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef lesið sumar af hans bókum aftur og aftur. Af hans bókum bera hæst hjá mér Sjálfstætt fólk og Gerplu. Af yngri höfundum vil ég nefna Einar má Guðmundsson og bók hans Engla alheimsins og svo Böðvar Guðmundsson með Híbýli vindanna og Lífsins tré en þær bækur era eink- ar skemmtilegar og komu mér á óvart. Nefndu eina kvikmynd, bók, leik- rit, ljóð, lag eða tónverk sem þú vilt að allir lesi, sjái, heyri. Ég hlusta mikið á tónlist og þar era margir í uppáhaldi hjá mér. Ég hef sungið flestar oratóríur Bachs og held mikið upp á þær en það sem ég held að allir ættu að hlusta á reglulega eru þrjú síðustu verk Mozarts klarinettu- konsertinn, Töfraflautuna og Sálu- messuna. Hver hafði mest áhrif á þig í æsku? Faðir minn sem ég hélt mikið uppá, einstakt góðmenni og mannasættir. Hvaða atburður í lífstíð þinni hefur haft mest áhrif á skoðanir þínar? Ég held ég að þeir frjálsræðistímar sem ég ólst upp á með stúdentaupp- reisnum, vinstripólitík, Bítlunum og Rolling Stones hafi haft heilmikil áhrif á mig frekar en einhver einstak- ur atburður. Hvaða stjórnmálamanni lífs eða liðnum hefur þú mest álit á? Það eru nú þessir frumkvöðlar á vinstri vængnum enginn einn sérstak- ur en get nefnt þá Brynjólf Bjamason og Einar Olgeirsson. Ef þú gætir farið á hvaða tíma sög- unnar sem er og dvalið þar í 24 tíma. Hvert færirðu og hvers vegna? I Þjórsárdalnum sem er dalverpi í uppsveitum Ámessýslu vildi ég hafa verið það örlagaríka ár 1104 þegar Hekla lagði dalinn í eyði á svo að segja einni nóttu. I dalnum vora ná- lega 20 bæir og þarna var blómlegt mannlíf með menn eins og Gauk á Stöng og Hjalta Skeggjason í broddi fylkingar. Þetta gos breytti blómlegri byggð í eyðisanda sent að mestu eru ógrónir enn. Hjá hverjum leitarðu ráðlegginga í mikilvægum málum? Oftast hjá fjölskyldunni og nánustu vinum. Þó gæti ég leitað til ólíkleg- ustu manna um ráð ef svo bæri undir. Ef þú mættir setja ein lög, hver yrðu þau? Ég myndi setja lög sem stuðluðu að jöfnuði og réttlæti í samíélaginu. Ég óttast að við séum að ganga inn í skeið aukins ójöfnuðar þar sem auð- urinn og þar með völdin færast á æ færri hendur. Það kæmi mér ekki á óvart þótt að í byrjun næstu aldar þyrfti verklalýðshreyfingin að berjast fyrir jafnvel sömu réttindum og hún barðist fyrir í upphafi þessarar aldar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.