Vikublaðið - 07.04.1997, Qupperneq 10
liiilDJU
7. apríl 1997
Réttarbót til samkynhneigðra
Þingmenn allra þingflokka hafa
lagt fram frumvarp á Alþingi sem
tryggja á samkynhneigðum í stað-
festri samvist sama rétt til stjúpætt-
leiðingar barna og fólki í hefðbundn-
um hjónaböndum. I greinargerð með
frumvarpinu segir að börn samkyn-
hneigðra í staðfestri samvist njóti enn
ekki fulls jafnræðis við böm gagn-
kynhneigðra og sé fmmvarpinu ætlað
að tryggja öllum bömum sömu stöðu.
Þverpólitísk samstaða er um þetta
mál á Alþingi, þó það komi ekki í ljós
fyrr en við atkvæðagreiðslu um frum-
varpið hvort einhverjir greiða at-
kvæði gegn þvf. Flutningsmenn eru
Ólafur Orn Haraldsson, Framsóknar-
flokki, Einar K. Guðfmnsson, Sjálf-
stæðisflokki, Svavar Gestsson, Al-
þýðubandalagi, Össur Skarphéðins-
son, þingflokki jafnaðarmanna og
Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvennalista.
Ef frumvarpið nær fram að ganga
getur sá sem er í staðfestri samvist
ættleitt bam maka síns, með sama
hætti og gildir um stjúpættleiðingu
gagnkynhneigðra hjóna. „Stjúpætt-
leiðing þjónar öðm fremur því mark-
miði að skapa ákveðna festu um fjöl-
skylduböndin, stuðla að samheldni og
tryggja rétt barna til að njóta alls þess
sem ættleiðingartengsl bjóða upp á
frá báðum þeim aðilum sem gegna
hlutverki foreldris,” segir í greinar-
gerð með frumvarpinu.
I greinargerðinni segir ennfremur
að stjúpættleiðing sé að sumu leyti
mikilvægari en sameiginleg forsjá,
því ættleiðing af þessu tagi komi
kannski helst til álita þegar lítil tengsl
séu milli bamsins og hins forsjárlausa
kynforeldris. Markmiðið verði að
tryggja baminu raunvemlegan
stuðning tveggja í stað eins
foreldris.
I núgildandi lögum um
staðfesta samvist sem
tóku gildi þann 27. júní
1996, var bömum sam-
kynhneigðra tryggður
réttur til að njóta forsjár
beggja aðila í staðfestri
samvist. Það er því
verið að ganga lengra í
þessum efnum með
frumvarpinu sem nú
liggur fyrir Alþingi. Þar
með hefðu íslendingar
stigið enn eitt skrefið
framar öðmm þjóðum í
að tryggja réttindi samkynhneigðra.
I greinargerð fmmvarpsins er tekið
fram að við stjúpættleiðingu fólks í
staðfestri samvist verði litið til þess
hvað verði baminu fyrir bestu og
muni sömu reglur gilda og nú er
stuðst við hjá gagnkynhneigðum.
Flutningsmenn frumvarpsins telja að
fmmvarpið sé í anda 65. greinar
stjómarskrárinnar, þar sem segir að
allir skuli vera jafnir fyrir lögum og
njóta mannréttinda án tillits til stöðu
sinnar. Þá segja flutningsmenn að það
brjóti einnig í bága við mannréttinda-
sáttmála Evrópu að mismuna bömum
með þeim hætti sem nú er gert, en
sáttmálinn hefur lagagildi á Islandi.
„Síðast en ekki síst eru skýr
ákvæði í samningi Sameinuðu
þjóðanna um réttindi bamsins frá
20. nóvember 1989 sem full-
gildur var að hálfu íslands ár-
ið 1992,” segir í greinargerð-
inni. En í sáttmálanum segir
meðal annars: „Aðildarríki
skulu gera allar viðeigandi
ráðstafanir til að sjá um að
bami sé ekki mismunað eða
refsað vegna stöðu eða at-
hafna foreldra þess,
lögráðamanna eða fjöl-
skyldumeðlima, eða sjónar-
miða sem þeir láta í ljós eða
skoðana þeirra.”
-hmp
Lög bralín á föngum
Margrét Frímannsdóttir: Verðum að gera það upp við okkur hvort
fangelsin eigi bara að vera geymslustaðir. Ríkið greiðir ekki launa-
tengd gjöld af vihnu ~
Margrét Frímannsdóttir, formaður
Alþýðubandalagsins, segir að log séu
brotin á föngum á IslandL í svörum”
dómsmálaráðherra til Margrétar sem
lögð vom fram á Alþingi nýlega,
kemur m.a. fram að ekki eru greidd
lögboðin gjöld af launum fanga.
Margrét spurði Þorstein Pálsson,
dómsmálaráðherra, m.a. um það
hvemig væri staðið að framkvæmd
laga um að fangi skuli eiga kost á
námi. í svari ráðherra kemur fram að
reglubundið nám fer aðeins fram í_
fangeisinu á Litla-Hrauni, en þar era:
87 fangáþláss af 138 fangaplássum í
landinu. Ráðherra segir alla karlfanga
sem vilja stunda nám eiga kost á því,
en þá verði þeir að taka það fram áður
en afplánun hefst, svo hægt verði að
vista þá á Litla- Hrauni.
„Við verðum að svara því hvaða
hlutverki fangelsin eiga að gegna.
Eiga þau að vera geymslustaðir
staður þar sem afbrotamerin
horfast í augu við brot sín og
eiga kost á því að byggja sig upp
til að verða á ný nýtirþjóðfélags-
þegnar,” segir Margrét. Það sé
klárt samkvæmt lögum að fangi
eigi rétt á námi, en það sé ekki
víst að hann sé í stakk búinn til
að gera það upp við sig áður en
afplánun hefst hvort hann vilji
það eða treysti sér til þess.
Margrét segir að það hafi ver-
ið mikið framfaraspor þegar nám
var tekið upp á Litla- Hrauni,
síðar í samvinnu við Fjölbrauta-
skólann á Selfossi. Það verði
hins vegar að gera betur og þá
sérstaklega hvað varðar meðferð
ungra fanga. Þar þurfi líka að
huga að aðstandendum þeirra.
Margrét segir ljóst áð einn sál-
fræðingur geti ekki sinnt þeirri
nauðsynlegu sálfræðiþjónustu
sem þurfi að bjóða upp á í fang-
elsum landsins. En nú er aðeins Margrét: Ég á mér þann draum að
einn sálfræðingur við störf hjá fangeisj a íslandi verði manneskju-
legri og að þeir sem vinna í fangelsun-
um geti betur sinnt þeim vandamálum
sem afbrotamenn eiga við að stríða.
Margrét. Það þurfi að stækka og efla
réttargeðdeildina á Sogni þannig að
hægt sé að bjóða upp á fjölbreyttari
Fangelsismálastofnun og sinnir
hann öllum fangelsunum. Það
var til mikilla bóta þegar Fang-
elsismálastofnun var komið á
legg. En það hefur aldrei verið
staðið við fjárframlög til stofnunar-
innar né til fangelsa landsins”, segir
læknisþjónustu en nú er. Hún telur að
taka verði upp nánara samstarf við
réttargeðdeildina á Sogni varðandi
geðheilbrigðismeðferð fanga.
í svömm dómsmálaráðherra kemur
fram að laun fanga fyrir vinnu sem
þeir stunda innan fangelsanna em frá
175 krónum til 700 króna á tímann. „í
fangelsum em ekki staðin skil á
launatengdum gjöldum, en á Kvía-
bryggju er greitt gjald til verkalýðsfé-
lagsins á staðnum,” segir í svömm
ráðherra. Þama segir Margrét að um
hreint lögbrot sé að ræða. Þar sem
ekki séu greidd launatengd gjöld, öðl-
ist fanginn heldur engin réttindi sem
komi honum til góða, þegar hann hef-
ur lokið refsivist sinni og byrjar að
reyna að fóta sig utan fangelsisins. Þá
segir Margrét undarlegt að við
ákvörðun launa fanga sé stuðst við
„verðmætamat vinnunnar”, án þess að
það sé skilgreint nánar.
Fangar hafa aðeins aðgang að góðri
aðstöðu til líkamsþjálfunar á Litla-
Hrauni. Annars staðar skortir vem-
lega þar á. í heild er aðstaða fanga
hvað vinnu, menntun, líkamsþjálfun
og læknisþjónustu verst í Hegningar-
húsinu og í fangelsinu á Akureyri.
„Það er alveg ljóst að svör ráðherra
staðfesta að það eru brotin lög á föng-
um á íslandi, þó margt hafi verið fært
til betri vegar á undanförnum ámm og
vissulega tekið á hvað varðar upp-
byggingu húsnæðis. Ég á mér þann
draum að fangelsi á fslandi verði
manneskjulegri og að þeir sem vinna í
fangelsunum geti betur sinnt þeim
vandamálum sem afbrotamenn eiga
við að strfða. Það þarf að éfla mennt-
un fangavarða og greiða þeim hærri
laun. Þetta kostar peninga en skilar
árangri til lengri tíma. Það er líka dýrt
að fá niðurbrotna menn út úr fangels-
unum. Menn sem koma jafnvel verri
þaðan en þeir voru þegar þeir fóm
inn,” segir Margrét Frímannsdóttir.
-hmp
Legstaður horf-
inna manna
Kristinn H. Gunnarsson, Einar
Oddur Kristjánsson, Margrét Frí-
.mannsdóttir og Hjálmar Jónsson
hafa lagt fram fmmvarp um kirkju-
garða, greftmn og líkbrennslu.
I gildandi lögum er ekki að finna
ákvæði er varða lík týndra eða
horfinna manna. Þau teljast utan
kirkjugarðs og þar með ekki í vígð-
um reit. Með frumvarpi þessu er
lagt til að úr þessu verði bætt og á
þann hátt að legstaður horfinna
manna teljist hluti af lögmætum
kirkjugarði. Aðstandendum er þá
sú huggun harmi gegn að líkin
hvíla í vígðum reit og unnt verður
að koma upp minnismerki um hinn
látna innan kirkjugarðs. Finnist lík
verður heimilt að færa það til
greftmnar eða brennslu innan þess
kirkjugarðs sem það liggur í.
Gert er ráð fyrir því að finnist lík
horfins manns á íandi verði það
undantekningarlaust fær til greftr-
unar, en sé það á hafsbotni verði
ekki skylt heldur fari eftir aðstæð-
um hvort svo verði gert og geti þá
legstaður verið áfram vígður reitur
þótt fundinn sé.
Sjómenn og
gæsluskip
Kristinn H. Gunnarsson hefur
beint fyrirspum til samgönguráð-
herra um endurskoðun slysabóta
sjómanna.
1. Hvenær var skipuð nefnd
samkvæmt ályktun Alþingis frá 7.
maí 1994 til þess að endurskoða
ákvæði siglingalaga, nr. 34/1985,
um bótarétt sjómanna á íslenskum
skipum vegna líf- eða líkamstjóns
og hverjir em í nefndinni? 2. Hvert
er verkefni nefndárinnar sam- j
kvæmt erindisbréfi? 3. Hvað líðuri
störfum nefndarinnar og hvenær er
áætlað að hún skili af sér? 4. Ligg-;
ur fyrir á þessari stundu hvert verði,!
meginefni.tillagna nefndarinnar og
ef svo er, hvert er' það?
Þá hefur Steingrímur J. Sigfús-
son beint fyrirspurn til dómsmála-
ráðherra um endumýjun skipakosts
Landhelgisgæslunnar.
1. Hváð líður undirbúningi að
endurnýjun skipakosts Landhelgis-
gæslunnar? 2. Ef þess að vænta að
samið verði um smíði á nýju varð-
skipi á þessu ári? 3. Hefur verið
eða verður kannað sérstaklega
hvort innlendar skipasmíðastöðvar
geti annast smíði á nýjum gæslu-
og björgunarskipum fyrir Land-
helgisgæsluna?
OKKAR FÓLK
Ingunn
Anna Jónas-
dóttir
kennari á
Akranesi
Ingunn er bæjar-
fulltrúi og kennari við Fjölbrauta-
skólann á Akranesi. Hún er gift
Engilberti Guðmundssyni og eiga
þau þrjú börn. Hún situr í mið-
stjóm Alþýðubandalagsins og er
fyrir þess hönd í stjóm Þróunar-
1 samvinnustofnunarinnar. „Allar
lausar stundir hjá mér fara í Al-
þýðubandalagið. Reyndar má
segja að málefni þriðja heimsins
séu númer eitt - ég bjó lengi í Afr-
íku - og að Alþýðubandalagið
komi í öðra sæti.”
Þessa dagana er henni efst í huga
að geta ekki leyft sér að vera á
móti álveri vegna atvinnuleysis-
ins. „Ég hef samúð með þeim sem
era á móti álverinu, en mér er
hugsað til atvinnumöguleika
þeirra sem mér þykir vænt urn.
Síðan hvílir þungt á mér þessi
einkavæðingargeggjun og hinn
vaxandi launamunur í þjóðfélag-