Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 07.04.1997, Blaðsíða 3
7. apríl 1997 LíJlLíMJJÖL) 3 Ahöfn Vikartinds flutt af landi brott vegna þrýstings frá Eimskip Ur landí ón lagaheímíkki Sá hraði sem var á því að koma áhöfn Vikartinds til síns heima í Filippseyjum og Pól- landi hefur vakið furðu. Lög kveða skýrt á um að öll áhöfn sé til staðar þegar sjópróf fara fram. Við sjópróf voru einungis fjórir áhafnarmeðlimir tii stað- ar, allir hinir voru farnir af landi. Kristján Guðmundsson formaður rannsóknarnefndar sjóslysa gerði alvarlega athuga- semd við það að áhöfnin væri farin af landi brott, enda um lögbrot að ræða. Því vaknar sú spurning hver hafl fyrirskipað brottflutning áhafnarinnar af landinu og hvers vegna. Menn- irnir komust ekki í gegnum toll- inn vegabréfslausir nema með skýru leyfí frá Utlendingaeftir- litinu. Þorgeir Þorsteinsson sýslumaðurinn á Keflavík stað- festi í samtali við Vikublaðið að Jóhann Jóhannsson yfírmaður Útlendingaeftirlitsins hafí gefíð leyfi um að áhöfnin fengi að yf- irgefa Iandið og Ásgeir Karls- son hjá Utlendingaeftirlitinu segir að Eimskip hafí farið fram á aðstoð Útlendingaeftirlitsins við að koma áhöfninni úr landi. Kristján Guðmundsson frarn- kvæmdastjóri rannsóknamefndar sjó- slyí^a géjrði alvarlega athugaSernd við bróttflútning áhafnar Vik'aifinds af landínu' áður en sjópróf fóru fram. Hvemig horfir rnálið við honuni? „Það er ætlásf til þess í lögum að það sé aðgangur að állri áhöfn skips þegar sjópróf fara fram og samkvæmt ákvæðum sjómannalaga er áhöfn skylt að vera til staðar þangað til rann- sókn máls lýkur. Ef íslensk lög gilda á fslandi þá er um lögbrot að ræða og bföttflutningurinn. auðveldar ekki rannsókn málsiiis. Þegar menn erú famir úr landi er ekkert sem við get- um gert til að ná mönnunum til yfir- heyrslu. Til að ná þeim árangri sem hægt er við rannsókn málsins þá þarf að vera aðgangur að allri áhöfninni,” segir Kristján. Þorgeir Þorsteinsson sýslumaður- inn á Keflavíkurflugvelli segir að Ein- ar Birgir yfirmaður tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi fengið fyrir- mæli um það frá Útlendingaeftirlitinu að áhöfn Vikartinds yrði hleypt úr landi án þess að þeir hefðu vegabréf eða nokkur skilríki. „Jóhann Jóhann- son yfirmaður Útlendingaeftirlitsins gaf út fyrirmæli þess efnis að áhöfn- inni yrði hleypt úr landi og að Eim- skip hefði farið fram á það við Út- lendingaeftirlitið að þetta yrði gert. Tollgæslan hefði aldrei hleypt áhöfn- inni í gegn nema samkvæmt fyrir- mælum frá Útlendingaeftirlitinu,” segir Þorsteinn Eimskip þrýsti á brottflutninginn Jóhann Jóhannson yfirmaður Út- lendingaeftirlitsins er erlendis til 11. apríl og náðist því ekki í hann en Ás- geir Karlsson starfsmaður Útlend- ingaeftirlitsins segir að Eimskip og Flugleíðir hafi verið í viðræðum um það hvemig mætti koma áhöfninni úr landi en hann viti ekki hvernig Út- lendingaeftirlitið hafi bmgðist við þessu þar sem Jóhann hafi annast málið. „Eg minnist þess ekki að það hafi verið gert, hinsvegar vom Eim- skip og Flugleiðir í viðræðum sín á milli um hvernig væri hægt að koma áhöfninni úr landi þannig að Flugleið- ir fengju ekki sektir fyrir. Það getur vel verið að Jóhann hafi gefið grænt ljós á málið hvað okkur varðar. Það hlyti að vera okkur að meinalausu svo lengi sem það spiÚti ekki rannsókn málsins,” segir. Ásgeir. , , En nú kpm fljós að brottflutningur áhafnarinnar spillti fyrir rannsókn málsins. Er ekki ,um dómgreindar- skort að ræða af, ykkar hálfu? „Það var talað um það að ef þeirra væri ekki þörf lengur varðandi rannsókn máls- ins væri í lagi að áhöfnin færi. Það eina sem ég veit er að það kom ósk frá Eimskip um aðstoð við að skrifa bréf þar sem væri farið frarn á að áhöfnin fengi að fara úr landi og við sögðum að við gætum ekki gert það heldur einungis staðfest að þetta væru áhafn- armeðlimir á umræddu skipi. Ef Jó- hann hefur gefið leyfið þá var það án minnar vitneskju, “ segir Ásgeir. Áhöfninni borgað fyrir að þegja Borgþór Kjæmested formaður Al- þjóða flutningaverkamannasam- bandsins hefur margt við málið að at- huga: „Ég hef fengið staðfest að sam- kvæmt lögum á öll áhöfn að vera til staðar þegar sjópróf -fara fram. Eim- skipafélag Islands er algjörlega ábyrgðarlaust í þessu máli. Þeir em að læðast hér inn með tímaleiguskip með erlendum áhöfnum sem síðan þekkja ekki aðstæður. Það hefði enginn ís- lenskur skipstjóri legið þama allan daginn og beðið eftir að einhver vél færi í gang. Það er með hreinum ólík- indum að stjómmálamenn skuli ekki grípa inn í og taka á þessum málum. Eg hef fengið munnlegar upplýsingar frá London þess efnis að áhöfn Vikar- tinds hafi verið borgaðir einhverjir mánuðir fyfirfram til að halda'kjafti. Ég mun ekki linna látum fyrr en ég fæ það skriflega staðfest. Eimskip ber því fyrir sig að þeír hafi verið beðnir um að útbúa lista um hvaða áhafnarmeðlimir ættu að vera eftir en það stendur í lögunum að það megi ekki fara með áhöfnina í burtu fyrr en sjópróf hafa farið lfam. Einnig kemur mjög á óvart að ekki var tekin blóðpmfa úr skipstjóra Vikartinds eft- ir strandið. Erlendis em skipstjórar sem rekast utan í bryggju teknir í eit- urlyfjapróf, hér er ekkert slíkt gert,” segir Borgþór. Þessir menn koma okkur ekki við Hjörleifur Jakobsson ffamkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Eimskips segir að Eimskip hafi ekkert óhreint í poka- hominu í þessu máli. Tók Eimskip þátt í lögbroti? „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri að þetta eigi að vera lög- brot. I sjálfu sér komu þessir menn okkur ekkert við. Þeir eru að vinna fyrir erlendan útgerðaraðila sem á þetta skip. Það var hringt hingað í okkur af útgerðarfyrirtæki skipsins og við beðnir um að koma Þjóðverjunum og Pólverjunum út á völl. Við gerðum það með því að útvega þeim leigubfi. Síðar um morguninn fengum við skeyti þar sem við vorum beðnir um að hjálpa áhöfninni allri út á flugvöll þar semjteir ættu að fara í flug þenn- an dag. Ég gaf leyfi fyrir því að áhöfn- inni yrði hjálpað út á völl en bað um að talað yrði við yfirvöld til að tryggt væri að mennimir mættu fara úr landi. Þá var haft samband við Útlendinga- eftirlitið og athugað hvórt væri því eitthvað til fyrirstöðu að mennimir fæm af landi brott. Þar er okkur tjáð að svo væri ekki. Þeir bentu á að áhöfnin hefði ekki vegabréf og við hringdum út og gengum úr skugga um að útgerð Vikartinds hefði tryggt að áhöfnin kæmist í gégnum Kaup- mannahöfn. Það var staðfesf við'bHc-, ur að svö væri.” Veit gamalgróið fyrirtæki eins og Eimskip ekki að áhöfnin á að vera tiT staðar þar til sjópróf hafa farið fram? „Ég astlariú ekki taka undir að þetta sé lögbrót'og myndi hvetja þig til að at- huga það betur. Ef svo er þá finnst mér það undarlegt að yfirvöld hafi tal- " ið sig þurfa að setja skipstjórann sér- staklega í farbann ef hann mátti hvört eð er ekki fara fyrr en niðurstöðúr sjö- prófa liggja fyrir,” segirHjBÍTéiftir. Blaðamaður hafði samband við Jón Finnbjömsson dómara úr Héraðsdómi Reykjavíkur en hann stjómaði sjó- prófum vegna strands Vikartinds. Jón var spurður um hans álit á athuga- semdum Kristjáns og hvort um lög- brot væri að ræða eða ekki, eins og flestir vilja meina. Jón vildi hinsvegar ekki tjá sig um málið og sagði það vera persónulegt mat Kristjáns en sjálfur vildi hann halda sínum skoð- unum á málinu fyrir sig. bgs SJONARHOU. Sjónarhóll Borgþórs S. Kjærnested eftirlitsfulltrúa ITF á íslandi í Vikublað- inu birtist ný- lega hörð árás á fjóra þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fyrir að leggja til að fjármálaráð- herra verði heimilað sam- kvæmt lögum að fella niður skráning- argjöld. I greininni er spurt: „Finnst mönnum það annars ekki út í hött að íslensk skip sigli undir erlendum fán- um, þjóðtáknum t.d. eyrfkja í Karab- íska hafinu?” Jú, við emm margir sem finnst þetta alveg út í hött. T.d. þessum fjór- um þingmönnum Sjálfstæðisílokks- ins. Þeir hafa lagt þetta frumvarp fram í samvinnu við farmannastéttina í landinu. Það má vera að Eimskip muni ekkert um að greiða þessi gjöld - staðreyndin er hins vegar sú að fé- Um stimpilgjöld og fána lagið greiðir ekki þessi gjöld í dag - heldur setur skipin undir erlenda fána og mannar þau í auknum mæli erlend- um áhöfnum. Það er í raun ekki verið að gefa neinum neitt, það er verið að gera tilraun til að fella niður gjöld sem innheimtast ekki. Fyrirtæki greiða ekki vegna þess að þau muni ekki um eitt eða annað. Slíkar viðmiðanir tíðk- ast ekki í atvinnurekstri. Það eitt er greitt sem rnenn verða að greiða. Þetta ættu menn á þessu ágæta blaði að vita. Á meðan verður farmannastéttin at- vinnulaus! Með því að fjarlægja þennan kostnaðarlið eru rökin færri gegn skráningu skipanna hér heima. Að bera saman skattlagningu ís- lenskra fjölskyldna er ekki sérlega vel til fundið. Munurinn er nefnilega sá að íslenskar fjölskyldur greiða sína skatta, hvort sem þær búa hér á landi eða erlendis. Þetta geta hins vegar út- gerðarfélögin komið sér hjá að gera. Svo geta menn haft sínar skoðanir á Kolkrabbanum í friði. Með kveðju Borgþór S. Kjærnested, eftirlits- fulltrúi ITF á íslandi. Kæri Borgþór Tilefni skrifa þinna er Tilsjárgrein undirritaðs 10. mars sl. Ég kannast reyndar ekki við að hún hafi falið í sér „harða árás” á fjórmenningana úr þingliði Sjálfstæðisflokksins, en lát- um það vera. Öllu verri er sá tónn í bréfi þínu að gefa í skyn að Tilsjár- höfundur hafi ekki áttað sig á því að einungis væri verið að biðja um nið- urfellingu á gjöldum sem hvort sem er innheimtust ekki. Ef þú hefur lesið slíkan misskilning út úr Tilsjárgreininni er það miður, en meiningin var einfaldlega sú, að skip- in eru ekki undir erlendum fána fyrst og fremst skráningar- eða stimpil- gjaldanna vegna, heldur til að spara annan og veigameiri kostnað, einkum launakostnað. Eimskipafélagið er vel aflögufært með að borga stimpilgjöld. Sú staðreynd að aðeins fjögur af 26 kaupskipum íslands sé undir íslensk- um fána er síst vegna stimpilgjald- anna, þótt þau kunni að spila rullu. Skattgreiðslur eru ekki átakanlega íþyngjandi fyrir t.d. Eimskip, sem ár- ið 1995 borgaði 127,5 milljónir króna í tekjuskatt og 36,5 milljónir í eigna- skatt. Skattar fyrirtækisins voru 1,2% af veltu. Það er eins og ef einstakling- ur með 150 þúsund krónur á mánuði Það má vera að Eimskip muni ekkert um að greiða þessi gjöld - stað- reyndin er hins vegar sú að félagið greiðir ekki þessi gjöld í dag - heldur setur skipin undir er- lenda fána og mannar þau í auknum mæli er- lendum áhöfnum. Það er í raun ekki verið að gefa neinum neitt, það er verið að gera tilraun til að feila niður gjöld sem innheimtast ekki. væri að borga 1.800 krónur f skatt. En hvemig er það annars - hvers vegna nær samvinna farmannastéttar- innar aðeins til fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins? Hvað með aðra þingmenn í flokki fjármálaráðherra? Og hvers vegna eru þingmenn annarra flokka ekki með í flutningi þingmáls- ins? Var þeim ekki gefinn kostur á því að vera með eða vildu þeir ekki vera með? Eins má spyrja: Ef málið snýst um gjöld sem ekki innheimtast hvort sem er, hvers vegna hefur fjármálaráð- herra ekki fellt þau niður fyrir löngu? Fjármálaráðherra hefur verið dugleg- ur að fella niður ýmis gjöld af fyrir- tækjum, t.d. aðstöðugjaldið. I dag greiða íslensk fyrirtæki einhverja lægstu skatta í heimi - burt séð frá öll- um fánum. Friðrik Þór Guömundsson ritstjóri

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.