Vikublaðið - 07.04.1997, Qupperneq 4

Vikublaðið - 07.04.1997, Qupperneq 4
DiíliUJD 7. apríl 1997 ÚR ALFARAŒIÐ Ekki strax heim Hvað ætlast þú fyrir í framtíð- inni? JÉg flyt sennilega ásamt unn- usta mínum til Danmerkur eftir tvö ár að læra blómaskreytingar. Eftir það er allt óráðið. Það er ekkert víst hvort við komum strax heim. En fyrst ætla ég að klára stúdentinn.” - Sigríður Einarsdóttir, 19 ára fegurðardrottning Suðurlands 1997 og þátttakandi í Ungfrú is- land í vor, í Sunnlenska frétta- blaðinu. Hagræðingin og landsbyggðin „Að undanfömu hefur fyrirhug- uð hagræðing í heilbrigðiskerfmu verið mjög til umræðu og hefur fólki á landsbyggðinni hryllt við þeim hugmyndum sem þar hafa verið uppi hvað varðar niðurskurð á fjárlögum til landsbyggðarsjúkra- húsa. Eins hafa forsvarsmenn stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík bent á alvarlegar afleiðingar niðurskurðar. Á suðvesturhominu er ef til vill mögulegt að spara í rekstri heil- brigðisstofnana, jafnvel með því að loka deildum eins og skurðdeildum smærri sjúkrahúsanna. Uti á landi háttar hins vegar svo til að einungis eitt sjúkrahús á tilteknum lands- svæðum veitir bráðaþjónustu og þegar deild eins og skurðdeild er lokað þá er verið að leggja niður þá þjónustu í heilum landshluta.” - Smári Geirsson í Austurlandi. Græðgi „En eitt hið mesta böl mannsins er skortur á nægjusemi, græðgi. Menn ásælast það sem aðrir eiga og þrá. En þegar dyggðin er ekki ráð- andi þáttur í lífi manna, miðast allt við eiginhagsmuni. Menn keppa eftir virðingu og völdum. Og áður en varir er hagsmunabaráttan kom- in í algleyming og miður heiðvirð- um meðulum er beitt til þess að ná yfirhöndinni. Hin andlegu verð- mæti eru fótum troðin, dyggðin er talin veikleiki og allt er gert til þess að tendra bál haturs og hefnigimi meðal þjóða og einstaklinga. En þegar dyggðin er horfm úr lífi manna em stríðshestar aldir á slétt- unum.” - Jón á Gjábakka í Fréttum, Vest- mannaeyjum. Sólarlanda haffæraskírteini „Mörg flutningaskip sem koma hingað til Siglufjarðar hafa ekkert út í vetrarbrælur Norður-Atlants- hafsins að gera, þó svo að þau séu með fullgild sólarlanda haffæra- skírteini, það treysti ég mér til að fullyrða. Þetta skyldi þó aldrei vera bein eða óbein afleiðing af ein- hverju sem kallað er hagræðing. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að skipin geti ekki fullnægt þeim kröfum sem gerðar em til þeirra og það sé ekki í mann- legu valdi að fylgja áætlunum. Þeir sem stjóma hlutabréfasjónhverf- ingum verðbréfafyrirtækjanna þurfa ekki að hafa áhyggjur þó eitt og eitt skip farist. Ég tala nú ekki um ef á þeim era menn sem láta sér nægja kaup sem jaðrar við að vera bara frítt fæði og húsnæði.” - Sigurður Helgi Sigurðsson, hafnarvörður, f Hellunni, Siglu- firði. Skyldi Eimskip rukka þýsku útgerðina um björgunarlaun fyrir að „bjarga” áhöfn Vikar- tinds úr landi? AUSTRI Agi og festa Fyrir skömmu var haldið Iðnþing og á borðum „þingmanna” lá myndar- leg skýrsla sem þrír vitringar í starfs- hóp höfðu tekið saman. f skýrslunni er mikil viska eftir heilmikla vinnu við að meta hvort AGA og ÁBYRGÐ skorti í atvinnulífinu á íslandi. Vitringamir þrír í starfshópn- um heita Jón, Birgir og Guðni og koma frá Samtökum iðnað- arins, VSÍ og Verslunarráðinu. Þrír galvaskir ungir menn; til- tölulega nýskriðnir úr útungun- arvélum Valhallar og Garða- strætis hf. Það mátti sjá alvöra- þunga færast yfir andlit „þing- manna” þegar þeir renndu aug- um yfir skýrsluna. Hvað var þar að lesa? Vitringamir þrír rituðu að þeir „voni að ábendingar okkar verði fyrir- tækjum, stjómsýslu og þingmönnum að gagni við að bæta aga og festu í at- vinnulífmu”. Hvorki meira né minna. Forstjórar einkaframtaksins, yfirmenn hins opinbera og þingmenn þjóðarinn- ar (hvers eiga ráðherrar að gjalda?) eiga að gjöra svo vel að tileinka sér boðskap vitringanna þriggja um AGA og FESTU. Nú er nóg komið af laus- ung og ævintýramennsku, nú er kom- ið að LAW AND ORDER í atvinnu- lífinu á fslandi. Hvemig á að koma böndum á ævin- týra- og vanskilamenn? Með NJOSN- UM OG UPPLJÓSTRUNUM er svar vitringanna þriggja. Fyrirtækjum er að þeirra mati gert of erfitt fyrir „að afla upplýsinga um fjárhagslega greiðslu- Karl Karlsson er glórulaust kennitölutígrisdýr. Einar Ein- arsson er forfallin fyllibytta sem skuldar Flugleiðum tvær ferðir til útlanda. Stefán Stef- ánsson lemur konuna sína og er ekki búinn að borga reikn- inginn sinn í Húsasmiðjunni. Enter. getu viðskiptamanna sinna”, segja þeir. Svarti listinn er ekki nóg. Þeir leggja því til að „tölvulögum verði breytt þannig að unnt verði að miðla upplýsingum um rekstraraðila sem eru í vanskilum vegna viðskipta sinna. Þá verði samtökum fyrirtækja heimilt að halda saman upplýsingum um van- skil viðskiptamanna sinna”. Lagt er til að settar verði skýrar reglur sem úti- loki síbrotaaðila á sviði vanskila og skattamála frá þátttöku í öllum opin- beram útboðum. Við frásögn af skýrslu vitringanna þriggja kemst tíðindamaður viðskipta- kálfs Morgunblaðsins (KjM - Kjartan Magnússon?) virkilega á flug. „Heið- arlegum fyrirtækjum virðast vera flestar bjargir bannaðar við að miðla kerfisbundið á milli sín upplýsingum um skussa, sleða og jafnvel svindlara í viðskiptalífinu. Auðvitað er sífellt verið að miðla slíkum upplýsing- um á milli manna og fyrirtækja í einkasamtölum en slíkt er ómarkvisst og seinvirkt’’. Sjá menn ekki fyrir sér nýja deild á skrifstofu VSÍ við Garða- stræti; AGA- OG FESTU- DEILD, með fullkominn tölvu- útbúnað í höndum forstöðu- manns miðstýrðrar upplýsinga- þjónustu. Þar sem upplýsingum er miðlað; Jón Jónsson er aga- laus sleði, Sigurður Sigurðsson er festulaus skussi, Guðmundur Guð- mundsson er ábyrgðarlaus svindlari, Karl Karlsson er glóralaust kennitölu- tígrisdýr. Einar Einarsson er forfallin fyllibytta sem skuldar Flugleiðum tvær ferðir til útlanda. Stefán Stefáns- son lemur konuna sína og er ekki bú- inn að borga reikninginn sinn í Húsa- smiðjunni. Enter. 1 \í 7 p r— => 7 1 3— i o T~" 2 w ; 5 ) S- 1 I < y i T ( iu zb O S i )°> : S 10 W i 21 ‘ ’i i / T )h \2 V É2 )T 22 )S $2 ii 23 , 12 ’i )¥ ty? ’lT IT ra— 2?—I )é> iö 18 5 W~ T 25— m—“ n— 15 1 )Z sa ÍO 2.0 21 )T 3 3 )ÍL s? 10 1 25 W ETF M ii '22 T s k W~ iy )o W y /V )°> 5~ )0 )5 3 JO TT~ V ISÁ 2°) /9 3 w~ S? 5 22 II H H S? 28 1 C> 2$ 30 11 27- jr~ 14- 19 V J 2 2-F W~ ÍT~ 3 2H- L> 22. 24 2ó > 23 T~ 3 ’m— 19 S- I 2& TT- 3 .$£ )W~ IT )lo lb IT IT "3— lO TS~ H 2U- k )b II IO k ií¥— 32 1 &— ■g— H '3 io ’5 10 1 1 HJARTAGÁTAN FJÖLMIÐLAR Meiðyrði og guðlast Nokkrar kærar vegna íjölmiðla- efnis hafa litið dagsins ljós að und- anfömu. Meðal annars hafa eigend- ur Dags-Tímans (sem eins og allir víta era fóstbræðumir í DV og Stöð 2) kært gamlan fréttamola í Helgar- póstinum (frá því áður en núverandi eigendur tóku við), þar sem greint var ffá erfiðleikum í rekstri DT. Þá hefur Hreggviður Jónsson á Stöð 2 kært sama blað vegna skrifa þess um hlutabréfabrask sitt. Og blessaður biskupinn hefur komið af stað rann- sókn á því hvort Spaugstofumenn hafi í RÚV-sjónvarpinu 29. mars HELGARPÓSTURINN farið yfir velsæmismörk og ástundað guðlast. Um kæra DT er lítið að segja ann- að en að aðstandendur DT ættu að skammast sín og draga málið til baka. Það vita allir sem vita vilja að það er búið að vera bölvað basl hjá DT að markaðssetja sig - sérstaklega fyrir norðan. Það vita áreiðanlega allir í „Heita pottinum” sem sjá DT fyrir sögum. Lánadrottnar hafa áreiðanlega ekki kippt sér svo mikið upp við einhvem mola í Helgarpóst- inum. DT er í eigu DV sem er ná- tengt Stöð 2 og á þ eim bæjum hefur verið ákveðið að sparka í HP. Svo einfalt er það. Guðlastsmálið er öllu athyglis- verðara og feitara. Víst er að grín- þáttur Spaugstofumanna hefur farið verulega fyrir brjóstið á guðhræddu fólki. An efa getur ríkiskirkjan feng- ið dómara til að fella sektardóm í málinu, rétt eins og í Spegilsmálinu forðum. En var þetta svona agalega slæmt? Er það kannski fyrst og fremst framsetningin og tímapunkt- urinn sem fékk hina guðhræddu til að roðna af vandlætingu? Er ekki hægt að fyrirgefa svona tiltölulega meinlaust grín? í útvarpsviðtali nefndi Þórir Stephensen dæmi um guðlast: Brandarann um að blindir fái „Sýri’.Var þetta þó einna skásti brandarinn í þættinum og sá þeirra sem sfst gæti flokkast sem guðlast. Nærtækara dæmi hefði verið svið- setningin á síðustu kvöldmáltíðinni. Þórir Stephensen þekkir sjálfur til meiðyrðalöggjafarinnar. Fyrir nokkram áram fékk hann Hall Magnússon blaðamann dæmdan vegna skrifa um sig sem staðarhald- ara og frímúrara. Hallur var dæmdur í háar sektargreiðslur og var mál hans efst á baugi þegar málfrelsis- sjóður var stofnaður í kjölfarið. Reyndar hafa fáir menn stundað eins mikið guðlast á síðustu tímum og sjálfir forsvarsmenn ríkiskirkj- unnar. Öll deilumálin hafa verið með þeim endemum að guð hefur áreiðanlega sjálfur íhugað að leggja fram kæru. Ófáir dauðlegir menn kærðu með því að ganga úr hinni evangelísk-Iúthersku þjóðkirkju. Enda eykst fjárstreymið í Háskóla- sjóð, en þangað fara sóknargjöld þeirra sem era utan trúfélaga. Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá örnefni. Lausnarorð kross- gátunar í síðasta blaði er: Bjarghús

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.