Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Síða 1
Íslenskar samtímabókmenntir Bókmenntir tímans lækna ekki, þær færa okkur engar lausnir, en þær kanna sárin, sýna og greina og túlka. Ekki veitir af á þessum óljósu tímum. » 4
Laugardagur 29. 3. 2008
81. árg.
lesbók
GOSBRUNNUR DUCHAMPS
HVAÐ ÞÝDDI HANN? HVERNIG VARÐ HANN TIL?
HVERJU BREYTTI HANN? HVAÐ ÞÝÐIR HANN NÚ? » 8
„Don’t stop me now!“ er ekki lengur kokhraust hróp, heldur klökk bæn » 2
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Bjöguð enska Lúdmílu eftir breska rit-höfundinn DBC Pierre er sér-kennilega heillandi lesning. Pierreskrifar eins og afdalamaður sem sér
heiminn í fyrsta skipti, allt er nýtt og við það að
reyna að koma orðum yfir framandleikann
verða til setningar og líkingar sem gera lesand-
ann nánast að útlendingi í eigin tungumáli.
Bókin segir annars vegar frá síamstvíbur-
unum Blair og Bunny Heath sem nýlega hafa
verið aðskildir 33 ára að aldri. Fyrir þeim opn-
ast algerlega nýr heimur, þeir höfðu alist upp á
ríkisrekinni stofnun í Norður-Englandi en eru
nú komnir til London. Viðbrögð þeirra eru ólík,
Blair vill ólmur kynna sér alla möguleika hins
opna markaðssamfélags, ekki síst fjölbreytta
kynlífsþjónustuna, en Bunny vill helst af öllu
snúa aftur á hælið þar sem hann er öruggur.
Hins vegar er sögð saga hinnar fögru Lúdmílu
sem þráir heitast að komast burt úr stríðs-
hrjáðum heimkynnum sínum í
Kákasus til hins opna vesturs.
Báðir þessir söguþræðir
varpa ljósi á galla hins vest-
ræna samfélags, markaðs-
hyggjuna sem skapar falska
frelsiskennd, einkavæðingu
heilbrigðiskerfisins sem gerði
reyndar aðskilnað tvíburanna
að veruleika en útilokar þá
sem verst eru staddir, hnattvæðinguna og öll
þau innlimunar- og útilokunarkerfi sem hún
stendur fyrir og er kannski endurspegluð í
tungumáli sögunnar.
Þetta er önnur skáldsaga DBC Pierre en fyr-
ir þá fyrstu, Vernon God Little, hlaut hann Boo-
ker-verðlaunin árið 2003. Sú bók fór sigurför
um heiminn, var meðal annars þýdd á íslensku.
Það er erfitt að fylgja eftir slíkri velgengni og
reyndar eru gagnrýnendur ekki á einu máli um
að það hafi tekist með bókinni um Lúdmílu og
tvíburana. Sumum þykir stíllinn of áreynslu-
mikill hjá Pierre og gagnrýnin á hnattvæðing-
una og markaðshyggjuna eintóna og klisju-
kennd. Að mínu mati er bókin talsvert afrek og
þá ekki síður þýðing Árna Óskarssonar. Hún
kemur skrýtnu orðfærinu vel til skila og gerir
þessa bók að nýstárlegri lestrarreynslu.
Útlendingur í eigin tungumáli