Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Síða 9
„Búdda baðherbergisins“, ögrun viðtek-
inna gilda eða nýjar leiðir í listsköpun?
Mynd Stieglitz vakti umræðu um fagurfræðilega
hlið Gosbrunnsins, nokkuð sem annars vegar er
hafnað af hálfu Duchamps en hins vegar ekki al-
veg, sem er dæmigert fyrir listamanninn. Það er
staðreynd að hann sneri veggskálinni á hvolf og
setti hana á stall, birti form hennar á nýjan hátt.
Verkið var ma. nefnt Búdda baðherbergisins
vegna ákveðinna formrænna eiginleika sem birt-
ust við þetta og gera það að verkum að hægt er
að sjá í listaverkinu líkindi með Búddastyttu.
Skuggi sem fellur á verkið á ljósmynd Stieglitz
kallar fram hugmyndir um blæju á myndum af
Maríu mey.
Vafalítið má telja að Duchamp hafi verið sér
meðvitaður um þessa formrænu eiginleika, en þá
bar hæst í samtímaumræðunni um verkið. Með-
mælendur þess réttlætu verknaðinn með því að
Duchamp hefði komið auga á nær guðdómlega
fegurð í hversdagnum.
En í yfirlýsingu um Gosbrunninn sem birtist í
Blinda manninum undir titlinum Mál Richards
Mutt, yfirlýsingu sem ætla má að Duchamp hafi
verið sammála, er aðaláherslan lögð á þá nýjung
að hér sé það val listamannsins sem skapi verkið
en ekki handbragðið, fomrænir eiginleikar eru
ekki nefndir. Listamaðurinn hafi hér tekið hlut
úr sínu venjulega umhverfi og umbreytt honum
þannig að ný hugsun varð til, hluturinn birtist í
nýju ljósi, en þetta nýja ljós snýst ekki um fag-
urfræði. Duchamp sjálfur virðist hafa haft að
markmiði ofar öllu að birta nýjar hugmyndir um
eðli sköpunar. Hann sagði sjálfur um “ready-
made“ verk sín að við gerð þeirra leitaðist hann
við að finna eitthvað sem væri gersneytt góðum
eða vondum smekk, eitthvað algerlega hlutlaust.
Að afgreiða listaverkið sem einfalda ögrun eða
stríðni eða tilraun til að færa út mörk listarinnar
væri einnig ofureinföldun. Samtími Duchamps
tók örum breytingum, tækninni fleytti fram en
listamenn unnu enn með sams konar penslum og
fimm hundruð árum áður. Hann gat ekki sætt sig
við það og vildi finna listinni nýjan farveg, ekki
aðeins eigin list heldur listinni sem slíkri. Du-
champ leitaði sífellt nýrra leiða í sköpun og
“readymade“ verkin voru aðeins ein af þeim.
Ljóst er að nokkrir aðskildir þættir hafa orðið
til þess að þessi ákveðni hlutur varð fyrir valinu í
þetta sinn. Auðvitað var Duchamp vísvitandi að
láta reyna á hið meinta tjáningarfrelsi sýning-
arinnar umræddu þegar hann sendi verkið inn,
undir dulnefni til að hafa ekki áhrif á stjórnina.
Með vali á þessum tiltekna hlut gat hann verið
viss um að ná fram hámarksáhrifum. Hann kunni
að velja stað og stund til að koma verkinu á fram-
færi – að gera mikið úr litlu var dyggð úr upp-
vextinum.
En einnig má nefna þætti sem eru óháðir
þessu tiltekna tilefni og tengjast list Duchamps,
t.d. fagurfræðileg hrifning hans og aðdáun á full-
komnun framleiddra hluta í anda funktionalisma
sem kemur fram í fleiri “ready made“ hlutum
hans, sbr. hrifningu hans á flugvélarhreyflinum.
Í kringum 1917 eru líka ýmsir myndhöggvarar
að vinna verk sem dásama ávalar, hreinar og
klárar línur, svo sem Brancusi sem hann þekkti.
Ennfremur er að finna í Gosbrunninum vísun í
þá dularfullu erótík sem er undirliggjandi í list
Duchamps, hér má sjá ávalt kvenlegt form sem
hefur upphaflega það hlutverk að taka á móti
karlmannsbunu. Kannski má líta á titilinn sem
vísun í að hversdagslegir hlutir geti verið upp-
spretta sköpunar, með því að líta á merkingu
orðsins Fountain sem uppsprettu.
Gosbrunnurinn endurtekur sig
í sífellu í nýjum myndum
List Duchamp er auðvitað allt annað og meira en
Gosbrunnurinn og ekki fjallað um hana hér, en
þetta eina listaverk hefur orðið að tákni sem
listamenn vísa til stöðugt síðan. Á sjöunda ára-
tugnum þegar pop-listin og hugmyndalistin kom
fram öðluðust “reaadymade“ listaverk Duchamp
nýtt líf í nýju samhengi. Sem dæmi má nefna
Andy Warhol sem notaði m.a. hversdagslegar
súpudósir sem fyrirmyndir að verkum sínum.
Seinni tíma listamenn á borð við Jeff Koons sem
sýndi ma. körfubolta sem listaverk, Damien
Hirst sem sýndi hákarl eða Tracy Emin sem
sýndi óumbúið rúmið sitt – ekkert þeirra hefði
unnið að list sinni á sama hátt án brautryðjand-
ans Duchamps.
Hann var listamaðurinn sem alltaf spurði sig
“Af hverju?“ og gerði það að verkum að lista-
menn dagsins í dag geta ekki látið það vera að
spyrja sjálfa sig slíks hins sama.
Anne D́Harnoncourt og Kynaston McShine (ritstj.): Marcel
Duchamp (1973), The Museum of Modern Art and Phila-
delphia Museum of Art, Prestel, – önnur útgáfa, 1989.
Pierre Cabanne Duchamp & Co., Terrail, English edition, copy-
right 1997.
Rudolf E. Kuenzli and Francis M. Naumann (ritstj.): Marcel
Duchamp, Artist of the century, The MIT Press, Cambridge,
Massachusetts, London, England, Second printing 1990,
Pierre Cabanne Dialogues with Marcel Duchamp, The Docu-
ments of 20th Century Art, Thames and Hudson, First published
1971.
Höfundur er myndlistargagnrýnandi við
Morgunblaðið.
Mutt og Jeff Duchamp fékk nafnið „Mutt“ úr skop-
myndunum sem báru heitið Mutt og Jeff og voru feiki-
vinsælar í Bandaríkjunum á öðrum áratugnum.
Í HNOTSKURN
»Snemma á 20. öld kom franski listamað-urinn Marcel Duchamp fram með hug-
takið „readymade“ sem fól í sér grundvall-
arbreytingu á því hvað getur kallast list.
Hann rauf aldalanga hefð sem tengdi list
handbragði listamannsins.
» „Readymade“ er hlutur sem tekinn er úrsínu venjulega umhverfi og settur fram
sem list í listrænu samhengi. Eitt frægasta
„readymade“ Duchamps var Gosbrunnur-
inn, veggskál framleidd fyrir karlasalerni.
»Gosbrunnurinn vakti mikla athygli á sín-um tíma þó hann hafi aldrei komist inn á
listsýningu.
»Upprunalega verkið er löngu glatað en ásjöunda áratugnum samþykkti Duchamp
endurgerð þess sem sjá má í dag, m.a. á Tate
Modern listasafninu í London.
»Fá listaverk hafa haft jafnmikil áhrif áviðhorf listamanna og almennings til
listar og sköpunar, bergmál þess ómar stöð-
ugt í list samtímans.
Duchamp „Alla ævi hafði Marcel Duchamp siðferðisleg gildi franskrar bænda- og borg-
arastéttar um aldamótin 1900 í heiðri – þagmælsku, háttvísi, heiðarleika, réttvísi og rök-
hyggju, óbeit á óhófi, heilbrigða skynsemi og jarðbundinn húmor.“
» Seinni tíma listamenn á
borð við Jeff Koons sem
sýndi ma. körfubolta sem
listaverk, Damien Hirst sem
sýndi hákarl eða Tracy Emin
sem sýndi óumbúið rúmið sitt
– ekkert þeirra hefði unnið að
list sinni á sama hátt án
brautryðjandans Duchamps.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 9