Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2008, Qupperneq 15
Morgunblaðið/Ómar
Þórarinn Mælir með State of Mind með Raul Midón sem er að mestu leyti þægileg blanda af
poppi, soul og jazz og einkennist helst af rosalegri rödd Rauls og sérstökum kassagítarleik.
Hlustarinn
Ein af mínum uppáhalds plötum og platasem ég mæli hiklaust með fyrir alla tón-
listarunnendur er platan State of Mind með
Raul Midón. Platan er að mestu leyti þægileg
blanda af poppi, soul og jazz og einkennist
helst af rosalegri rödd Rauls og sérstökum
kassagítarleik hans. Lögin á plötunni eru mis-
góð en flest eru þau frábær og þrátt fyrir að
hann flakki heilmikið á milli tónlistarstefna
nær hann alltaf að halda sama anda og ein-
lægni í gegnum plötuna. Ég hef þann leið-
inlega eiginleika að geta auðveldlega fengið
leiða á lögum en þetta er plata sem ég fæ bara
ekki leiða á.
Tilvalið lag til að byrja á er titillagið. Í því lagi
má segja að hann líki eftir trommum og bassa
með einkennandi gítarspili meðan hann syng-
ur, auk þess sem lagið skartar einhverju
svakalegasta munntrompetsólói sem ég hef
heyrt.
Þórarinn Guðnason, gítarleikari í
Agent Fresco.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 15
Lesarinn
Ég keypti verðlaunabókina um ljóð Sig-fúsar Daðasonar, Ljóðhús eftir Þor-
stein Þorsteinsson um daginn og les hana nú
mér til skemmtunar. Ég hafði frestað því að
lesa hana af því að menn voru að hæla henni
opinberlega fyrir að vera teoríulaus bók-
menntafræði, einstaklega auðlesin og garg-
andi snilld. Sem betur fer er hún ekkert af
þessu. Ljóðhús er lærð bók sem gengur út
frá vel völdum teoríum sem lesandi þarf þó
ekkert að vera sammála. Þetta er vel skrifuð
og vel hugsuð bók og Þorsteinn er ein-
staklega góður lesandi og túlkandi. Fimm af
eftirlætisskáldum mínum eiga líka merk-
isafmæli á árinu – ó, að þau gætu öll fengið
svona bækur!
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Íslands.
Morgunblaðið/Ómar
Dagný „Þetta er vel skrifuð og vel hugsuð bók og Þorsteinn er einstaklega góður lesandi og
túlkandi,“ segir Dagný um Þorstein Þorsteinsson og bók hans Ljóðhús.
ÞAÐ er hægt að hugsa sér feril listamanns í
líkingu við spíral þar sem list hans þróast og
breytist, en af og til verða til snertipunktar við
fortíðina sem birtist þá aftur í nýrri mynd.
Eitthvað slíkt má ímynda sér að gerist í nýjum
ljósmyndum Sigurðar Guðmundssonar mynd-
listarmanns. Hann gerði töluvert af ljós-
myndaverkum á áttunda og níunda áratug síð-
ustu aldar en hefur síðan lagt ljósmyndina á
hilluna þar til nú.
Í Listasafni Reykjavíkur sýnir Sigurður um
20 stór ljósmyndaverk og tvö myndbandsverk.
Myndefnum á sýningunni má skipta í nokkra
flokka en það eru: kínverskt götufólk, misfatlað
og lemstrað og illa farið eftir erfitt líf, stillt upp
í stúdíói. Naktar, ungar, kínverskar konur,
sömuleiðist í stúdíói. Vestrænar (klæddar), dá-
leiddar konur og menn, í stúdíói eða herbergi.
Fólk að biðja bænir á óskilgreindum stað. Upp-
stillingar eins og menn og egg eða kona, sjór,
fiskur – úti í náttúrunni. Einnig má nefna vís-
anir í eigin feril.
Vara skal þó taka við bókstaflegum lýsingum
sem þessum því listamaðurinn nálgast mynd-
efnið, a.m.k. að hluta til, sem „fundinn hlut“
sem öðlast nýja tilvist í samhengi listar hans.
Miðað við þetta eru „kínverskar, naktar konur“
ekki myndefnið heldur óskilgreind sýn lista-
mannsins, það er því ekki gefið að segja hvað
myndirnar birta í raun og veru.
Auk ljósmyndanna er tveimur myndböndum
varpað á glerhleðslur á borð við þær sem Sig-
urður hefur notað í höggmyndir sínar og eru
hér bæði sem skjáir og eins konar hirslur fyrir
hreyfimyndir sem birtast í glerinu líkt og
myndir í spákúlu en annað verkið sýnir einmitt
konu með slíka kúlu. Hitt birtir kannski sýn
hennar, jakkafataklæddan mann á gangi í húsi
sem gæti verið listasafn þar sem hver gang-
urinn tekur við af öðrum, hver beygjan af ann-
arri, síendurtekið.
Stefnumót áhorfanda og listaverks
Sýningin í heild er grípandi og nær tökum á
áhorfandanum, hinar óvenjulegu samsetningar
myndefnis vekja upp fjölbreytileg hughrif.
Sumar ljósmyndirnar minna á fyrri verk Sig-
urðar frá áttunda áratugnum þar sem Sigurður
stillti hlutum eða fólki upp samkvæmt skil-
greiningum á skjön við gildandi flokkunarkerfi
samfélagsins og kallaði til dæmis „Ljóð“ eða
„Fullt hús“ eins og í spilum. Einnig nú stillir
Sigurður myndefni sínu upp samkvæmt leik-
reglum sem áhorfandanum eru huldar. Titlar
myndanna eru ekki þýddir á íslensku heldur er
sýning Sigurðar öll á ensku utan titilsins Mál-
lausir kjarnar, en hér hefði farið betur á því að
þýða titla verkanna fyrir íslenska áhorfendur.
Það má líta á margar myndanna sem ljóð, í
anda listar Sigurðar í gegnum tíðina. Eins má
sjá í myndum af fólki að biðja bænir vangavelt-
ur um leit mannsandans og það hvernig lista-
maður getur birt hið ósýnilega á mynd. Sig-
urður notar samspil texta og myndar til að gefa
áhorfendum ákveðnar upplýsingar og skipta
stundum titlar verka sköpum fyrir áhorfand-
ann. Það gildir um verkin þar sem hann hefur
látið mynda fólk undir dáleiðsluáhrifum, bæði
menn og konur, sem dæmi má nefna titilinn
„Hypno: Balloon Flying“, (Dáleiðsla: Flogið í
loftbelg. Þýð. RS.) Hér skapast spenna vegna
þess sem áhorfandinn ímyndar sér að konan
sjái í dáleiðslunni. Ekki skiptir máli hvort
myndirnar sýna raunverulega reynslu eða
ekki, listaverkið á sér stað, „gerist“ ef svo má
segja, þegar áhorfandinn horfir á myndina, les
textann og skapar síðan sína eigin mynd. Það
er einmitt á því augnabliki, þessu skapandi
stefnumóti þegar hugur áhorfandans mætir
listaverkinu og það verður raunverulega til í
öllum sínum myndum, að áleitnar spurningar
vakna.
Uppstillingar Sigurðar af kínversku götu-
fólki og ungum, nöktum, kínverskum konum
eru eins og verk hans frá fyrri tíð, á skjön við
það gildismat eða flokkunarkerfi sem við
þekkjum. Eins og sagði í upphafi er ekki einfalt
að segja hvað verkin birta, en myndefnið er að
sjálfsögðu hluti af þeirri mótsagnakenndu heild
sem listaverkin eru.
Valið á myndefninu er vægast sagt áleitið,
því hinn hvíti, ríki, miðaldra, vestræni karl sem
lætur mynda kínverskar konur naktar, dáleiðir
vestrænar konur (en líka karla) og myndar þær
svo, fær með öðrum orðum konur til að afsala
sér stjórn og valdi á kringumstæðum áður en
hann myndar þær, – hann ögrar og kallar upp
spurningar.
Hann ögrar þeirri pólitískri rétthugsun sem
hefur verið ríkjandi í samtímalistum í um þrjá
áratugi og hefur oft að markmiði að vekja at-
hygli á málstað minnihlutahópa. Slík hugsun
hefur líka verið gagnrýnd sem heftandi fyrir
listina. Hvað sem um það má segja er víst að í
huga áhorfandans kemur óhjákvæmilega upp
þessi mynd af karlinum sem myndar kínversk-
ar konur gegn borgun, og sú mynd er óþægi-
leg. Sama er uppi á teningnum hvað varðar
götufólkið sem hrifið er úr erfiðum kring-
umstæðum og stillt upp í hvítu, hreinu stúdíói
hins vestræna listamanns.
Spurningin sem vaknar snýst um frelsi lista-
mannsins, tjáningarfrelsi listarinnar og hvort
listamenn ættu í víðum skilningi að lúta við-
urkenndum, siðferðislegum gildum samfélags-
ins í list sinni. Auðvitað getur enginn sem ann
listum skrifað undir slíka ritskoðun.
Og auðvitað er Sigurði frjálst að mynda kín-
verskar konur naktar, stilla þeim upp í röð, láta
þær blása sápukúlur. Rétt eins og áhorfand-
anum er frjálst að mynda sér sína eigin skoðun
á verkum hans, þegar þau eru komin úr vinnu-
stofu og einkaheimi listamannsins og í almenn-
ingsrými sýningarsalarins, sem þó er enn
verndað af áru listarinnar. Það væri athyglis-
vert að sjá hvernig viðbrögð ljósmyndir Sig-
urðar fengju væri þær límdar á strætóskýli, ut-
an hins hefðbundna listrýmis sem verndar
listrænt frelsi listamannsins.
Fyrirsæturnar taka völdin
Hið ómstríða samspil listræns frelsis lista-
mannsins annars vegar og samfélagslegra
kringumstæðna fólksins á myndunum hins
vegar er sá þáttur sem verður einna áleitnastur
á sýningunni. Á endanum tekur myndefnið
völdin ef svo má segja og mállaus andlit fyr-
irsætanna verða kjarni sýningarinnar.
Ómstrítt samspil
Morgunblaðið/Valdís Thor
Á skjön Uppstillingar Sigurðar af kínversku götufólki og ungum, nöktum, kínverskum konum
eru eins og verk hans frá fyrri tíð, á skjön við það gildismat eða flokkunarkerfi sem við þekkjum.
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
Til 27. apríl. Opið alla daga kl. 10–17. Aðgangur
ókeypis.
Mállausir kjarnar, Sigurður Guðmundsson
bbbmn
Ragna Sigurðardóttir