Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Page 1
lesbók Laugardagur 17. 5. 200881. árg. INDIANA JONES SNÝR AFTUR AÐDÁENDUR MYNDAFLOKKSINS HAFA SETIÐ SVEITTIR VIÐ ÁGISKANIR Í TÆPLEGA 20 ÁR EN NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ » 6 Kyn varnarmálaráðherra Spánar vekur athygli, ólétta og aldur líka » 2 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Listahátíð í Reykjavík fór alveg ein-staklega vel af stað á fimmtudags-kvöld með tónleikum Amiinu í Hafn-arhúsinu. Amiina lék þar jafnvægislistir sem tala til þessara jafnvæg- islausu tíma af svo miklum sannfæringarkrafti að eftir er tekið um víðan heim. Tónlist Amiinu er eins og rennandi vatn, eins og vindurinn í trjánum, eins og blóðið í æðunum. Það vantar ekkert og engu er ofaukið. Merkilegt er að hlusta á þessa tónlist í sömu mund og hinu svokallaða Tilraunamaraþoni myndlistarmanna er hleypt af stokkunum á vegum Listahátíðar í Hafnarhúsinu. Þar hittast listamenn og vísindamenn af ýmsu tagi til þess að leita að einhverju sem virðist óskilgreint en er ef til vill jafnvægið sem tónlist Amiinu hefur fært okkur af svo miklu áreynsluleysi. Tilraunamaraþonið hófst í gær með sjö tíma langri dagskrá í Hafnarhúsinu þar sem fjöldi myndlistarmanna og vísindamanna gerði til- raunir og útskýrði viðfangsefni sín. Önnur slík dagskrá verður á morgun sunnudag milli kl. 10 og 15 í Hafnarhúsinu. Eru lesendur hvattir til þess að mæta og fylgjast með leitinni og taka þátt í samræðunni um hana. Af öðrum atburðum helgarinnar á Listahátíð er ástæða til að benda á opnun sýningar á kín- verskri samtímalist í Listasafninu á Akureyri í dag en fjallað er um sýninguna í Lesbók í dag. Á morgun verður svo opnuð sýning Kjarvals- stöðum sem nefnist Draumar um ægifegurð í ís- lenskri samtímalist en þar verða kannaðar margs konar hugmyndir um náttúru og nátt- úrufyrirbæri með ljósmyndum og mynd- bandalist. Meðal sýnenda eru Hreinn Friðfinns- son, Gjörningaklúbburinn, Ólafur Elíasson og á sýningunni verður sett upp í fyrsta sinn eitt af höfuðverkum Kristjáns Guðmundssonar Blá færsla. Einstök byrjun Morgunblaðið/G.Rúnar Amiina í Hafnarhúsinu Tónlist Amiinu er eins og rennandi vatn, eins og vindurinn í trjánum, eins og blóðið í æðunum. Franski rithöfundurinn Hélène Cixousheldur fyrirlestur í Vatnasafninu íStykkishólmi laugardaginn 24. maí í tilefni af ársafmæli safnsins. Roni Horn, sem er höfundur Vatnasafns- ins, og Cixous hafa, að frumkvæði þeirrar fyrrnefndu, átt í samstarfi um nokkurra ára skeið. Umfjöllunarefni Cixous í fyrirlestr- inum verður frumefnið, í bókmenntum, heim- speki og list en einnig um samsvörun og sam- vinnu þeirra stallsystra. Þar leikur vatn lykilhlutverk og um það segir Cixous í viðtali við Irmu Erlingsdóttur í Lesbók í dag: „Hægt er að líta á Vatnasafnið sem vitnisburð Horn, ekki bara um blessun vatnsins heldur einnig þá hættu sem stafar að því og af loftslags- breytingum. Roni hefur sérstakt næmi, skynjun og skilning á því sem hún fjallar um. Ógnin, sem felst í eyðileggingu náttúrunnar er eins konar sjálfsónæmi mannsins en Roni hefur þennan sérstaka hæfileika til þess að taka á móti og meðtaka skilaboðin sem eru ekkert annað en skilaboð dauðans.“ Og vatnið leiðir Cixous víða, hún fjallar meðal annars um grát: „Gráturinn er fyr- irbæri sem er í senn menningarlegt og nátt- úrulegt en grátur fer í og úr tísku. Eins og Derrida talar um í bók sinni Mémoires d’a- veugle. Það eru til menningarhópar þar sem karlarnir gráta og aðrir þar sem þeir gera það ekki, þar sem tárin eru bæld og karlar kunna ekki að gráta lengur. Til dæmis í Frakklandi þar sem goðsögn karlmennsk- unnar er þurr. Í eina tíð máttu menn brynna músum en í lok átjándu aldar hættu menn að gráta, sakir karlmennskunnar.“ Og um hættuna sem steðjar að náttúrunni segir Cixous: „Við komum því miður alltaf að sömu hörmungunum sem eru alls staðar þær sömu, í öllum hagkerfum, öllum löndum og felast í blindu arðráni á náttúrulegum auð- lindum. Þetta er það sem ég kalla sjálfs- ónæmi sem grefur undan manni sjálfum og komandi kynslóðum. Menn telja sig uppskera smá stundargróða en hrifsa framtíðina frá komandi kynslóðum. Þarna er manninum rétt lýst: að eyðileggja allt það besta í honum sjálfum, í heiminum.“ Ljósmynd/Roni Horn Cixous í Vatnasafninu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.