Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 11
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Brú/Forlag hefur gefið út ljóða-bókina Að kveikja sér í vindli
með þýðingum á ljóðum eftir Char-
les Bukowski. Þýðandi er Hallberg
Hallmundsson. Þetta er áttunda
bókin sem Brú
gefur út í flokkn-
um Bandarísk
skáld.
Hallberg skrif-
ar inngang að
úrvalinu um ævi
og störf Bu-
kowskis. Charles
Bukovski fæddist
1920 í Andernach
í Þýskalandi en
ólst upp í Los Angeles og átti þar
heima mestalla ævina. Hann tók að
yrkja árið 1955 og þegar hann lést
nærri fjörutíu árum síðar lét hann
eftir sig rúmlega fjörutíu ljóðabæk-
ur sem margar hverjar voru á milli
tvö og þrjú hundruð blaðsíður.
Mestum hluta ævinnar eyddi Bu-
kowski í drykkjuskap og flæking –
utangarðs meðal róna og gleði-
kvenna. Hann skrifaði um líf sitt og
annarra sem eins var ástatt um í
hráum, stundum grófyrtum en ein-
földum ljóðum.
Samhljómur nefnist ljóðabók ell-efu skáldkvenna. Þetta er átt-
unda ljóðabókin sem hópurinn gef-
ur út undir ritstjórn Þórðar
Helgasonar. Þær sem eiga ljóð í
bókinni eru Inga Guðmundsdóttir,
Ragna Guðvarðardóttir, Guðrún G.
Jónsdóttir (Edda), Ólöf Stefanía
Eyjólfsdóttir, Heiður Gestsdóttir,
A. Helga Sigurjónsdóttir, Sig-
urbjörg Björgvinsdóttir, Sigurlaug
Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Jóns-
dóttir, Guðfinna Lilja Gröndal og
Bergþóra Jónsdóttir. Höfundar
gefa út.
Útgáfa Forlagsins á klassískumkiljum heldur áfram. Í vik-
unni kom út Samastaður í tilver-
unni eftir Málfríði Einarsdóttur
eins og sagt hef-
ur verið frá í
blaðinu og einnig
Ástin á tímum
kólerunnar eftir
Gabriel García
Márquez er einn-
ig komin út í er-
lendri klassík en
það er Guð-
bergur Bergsson
sem þýðir. Ástin
á tímum kólerunnar er ástarsaga
um Florentíno Aríza sem verður á
unga aldri gagntekinn af hinni
ómótstæðilegu Fermínu Daza og
bíður hennar í hálfa öld.
Sú þrá að þekkja og nema …nefnist bók sem inniheldur
greinar um og eftir séra Jónas Jón-
asson frá Hrafnagili. Árið 2006
voru liðin 150 ár
frá fæðingu Jón-
asar Jónassonar
prests og fræð-
manns sem
kenndi sig við
Hrafnagil í Eyja-
firði og var þess
þá minnst á ýms-
an hátt bæði
norðan og sunn-
an heiða. Sýn-
ingar um ævi og störf séra Jónasar
voru settar upp og málþing haldin,
allt undir yfirskriftinni „Sú þrá að
þekkja og nema“, en þannig hefst
erfiljóð Matthíasar Jochumsonar
um Jónas. Ljóðlínan þótti lýsa við-
fangs-efninu vel. Hér eru prentaðar
fjórar ritgerðir Jónasar sjálfs um
þjóðfræðileg málefni, sem birtust
fyrst á árunum 1908 til 1915, erindi
sem haldin voru um séra Jónas á
afmælisárinu og ritaskrá hans.
Greinarnar gefa góða mynd af
þjóðfræðingnum, guðfræðingnum
og rithöfundinum séra Jónasi Jóns-
syni frá Hrafnagili sem þekktastur
er fyrir brautryðjenda verk sitt ís-
lenska þjóðhætti.
BÆKUR
Charles Bukowski
Jónas Jónasson
frá Hrafnagili
Málfríður
Einarsdóttir
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Þiþek er frekar fyrirb¿ri en heimspek-ingur,“ segir breski bókmenntafræðing-urinn Terry Eagleton í ritdómi í TimesLiterary Supplement um nýja bók Sla-
vojs Žižeks, In Defense of Lost Causes. Eagleton
hefur þó augljóslega lúmskt gaman af Žižek og
raunar segir hann að Žižek sé ekki bara fyndinn
heldur nokkuð frambærilegur menningar-
gagnrýnandi. Ritdómur Eagletons er þó með moð-
kenndustu textum sem ég hef lesið eftir hann.
Hann virðist ekki geta gert það upp við sig hvað
Žižek er eða hvernig.
Það verður að hafa í huga að Eagleton og Žižek
eiga það sameiginlegt að vera hallir undir marxísk
fræði og hafa megnustu fyrirlitningu á póstmód-
ernískum fræðum svokölluðum. Ritdómurinn ber
þessa merki.
Žižek er sonur slóvensks kommúnista og um-
fram allt lacanisti – raunar kallar Eagleton hann
fulltrúa franska sálgreinandans Jacquez Lacan
(1901-1981) hér á jörðu. Með því að kalla hann fyr-
irbæri á Eagleton við að Žižek hefur ferðast um
heiminn í tvo áratugi (meðal annars tvisvar til Ís-
lands) líkt og „rokkstjarna gáfumannanna“ og
safnað að sér hópi aðdáenda. „Hann er svívirðileg-
ur, ögrandi og skemmtilegur,“ segir Eagleton.
„Hann langaði, að eigin sögn, til að kynna sig með
eftirfarandi hætti á einni bóka sinna: Frístundum
ver Žižek í að leita að barnaklámi á Netinu og
kenna ungum syni sínum að slíta lappirnar af
köngulóm.“
Eagleton segir b¿kur Þiþeks vera samansafn
hugmynda, eins konar klippiverk þar sem vísað sé
til Kants jafnt og tölvunarfræði, Ágústínusar
kirkjuföður og Agötu Christie. Fátt virðist Žižek
óviðkomandi. Og iðulega tapi hann þræðinum í eig-
in bókum eins og lesandinn. Umræðuefnið eigi það
til að hverfa í móðu hugmyndavensla og tenginga
sem stundum komi efninu lítið við. Í ofanálag séu
bækur Žižeks alltaf að verða meiri að umfangi.
Eagleton dregur þá ályktun að Žiþek sé eitt
helsta d¿mið um póstmódernískan heimspeking í
Evrópu nú um stundir. Hann sé á mörkum þess að
vera gúrú og suðandi fluga, vitringur og skemmti-
kraftur. Að hætti póstmódernista skrifi hann verk
sem skari bæði há- og lágmenningu. Hann sé
menntaður heimspekingur í Ljubljana og París en
starfi sem kvikmyndagreinandi, fræðimaður á
sviði sálgreiningar, trúarbragðafræðingur og
stjórnmálaskýrandi.
En þótt bækur Žižeks séu póstmódernískar í að-
ferðafræðilegum skilningi telur Eagleton þær
„eigi að síður skrifaðar á skiljanlegu máli“. Að því
leyti stingi hann upp í alla þá sem haldi því fram að
meginlandsheimspekingar séu upp til hópa mál-
haltir. „Texti Žižeks er skýr og lesendavænn.“
Hið sama er ekki hægt að segja um ritdóm
Eagletons. Stuttu seinna í grein sinni segir hann
að Žižek sé hreint enginn póstmódernisti. Hann
kallar það annan tveggja brandara Žižeks á kostn-
að lesenda: „Í raun og veru er hann mjög andvígur
þeim hugmyndastraumi eins og kemur fram í bók-
inni. Þótt hann klæði sig í föt póstmódernista hef-
ur hann megnustu andúð á fjölmenningu þeirra,
afstæðishyggju, fræðilegri sundurgerð og menn-
ingarþráhyggju.“
Eagleton segir að In Defense of Lost Causes
andmæli þeirri hugmynd að hugmyndafræði sé
ekki lengur til, að stórsögur séu búnar að vera, að
tími allsherjarlausna sé liðinn. Hann segir að
Žižek sé full alvara með skrifum sínum. Það sé
nefnilega hinn brandarinn á kostnað lesenda hans
að hann virðist skemmtilegur og sé það að mörgu
leyti en hann sé líka mjög djúpur hugsuður með
rætur í merkilegri hefð evrópskrar heimspeki.
Með þeim orðum hittir Eagleton naglann á höf-
uðið. Žižek á það nefnilega sameiginlegt með evr-
ópskum póstmódernískum fræðimönnum eins og
Michel Foucault, Jacquez Derrida, Jean Baudrill-
ard, Júlíu Kristevu og fleirum að standa styrkum
fótum í evrópskri heimspekihefð. Og eins og þau
hefur hann umfram allt fengist við að endurskoða
þá hefð. Žižek er þó öðruvísi að því leyti að hann
virðist flæktari í hið póstmóderníska menningar-
ástand sem hann rannsakar en áðurnefndir fræði-
menn. Sennilega veldur það þokunni í ritdómi
Eagletons.
Hvað er Žižek?
»En þótt bækur Žižeks séu
póstmódernískar í aðferða-
fræðilegum skilningi telur Eagle-
ton þær „eigi að síður skrifaðar á
skiljanlegu máli“. Að því leyti
stingi hann upp í alla þá sem
haldi því fram að meginlands-
heimspekingar séu upp til hópa
málhaltir. „Texti Žižeks er skýr
og lesendavænn.“
ERINDI
Eftir Ólaf Guðsteinn Kristjánsson
olafurgudsteinn@googlemail.com
C
lemens Meyer er fæddur í bæn-
um Halle (Saale) í Saxlandi-
Anhalt árið 1977. Ólst hann þó
upp í Leipzig þar sem hann býr
enn. Það var því heimamaður
sem hlaut verðlaunin í ár. Hann
er sem sagt Austur-Þjóðverji og ber frumraun
hans, skáldsagan, Als wir träumten (Þegar okk-
ur dreymdi) þess merki. Hún fjallar um fjóra
unglingsstráka í Leipzig eftir fall múrsins sem
alast upp milli skólans og götunnar, ólöglegra
diskóteka og „swinger“-klúbba, fangelsis og
öldurhúsa í hverfi þar sem ofbeldi, áfengis- og
eiturlyfjaneysla eru alvanalegir þættir tilver-
unnar og glæpir tíðir. Sem sagt frekar dökk
mynd af eftir-múrfalls-árunum í Austur-
Þýskalandi og öllu myrkari en sú sem landi
hans og verðlaunahafi umræddar bókamessu
síðasta árs Ingo Schulze hefir dregið upp í
verkum sínum, þótt ekki samanstandi sú mynd
beint af gylltum litum.
Eftir stúdentspróf benti fátt til þess að
Meyer hlyti frama á rithöfundarbrautinni.
Hann kemur enda úr svipuðu umhverfi og sögu-
persónur hans í Als wir träumten. Meyer vann
um hríð við byggingarvinnu og búslóðaflutn-
inga, en sakir bakverkja varð hann að hætta í
þeim geira. Árið 1998 venti hann sínu kvæði í
kross og hóf nám við þýsku bókmenntastofn-
unina í Leipzig (Deutsche Literaturinstitut),
þar sem meðal annars Íslandsvinurinn Saša
Stanišiæ og þýsk-íslenski rithöfundurinn Krist-
of Magnússon lærðu.
Árið 2006 leit svo frumraun hans dagsins ljós.
Hana setti hann saman með aðstoð félagslegs
styrks og bókmenntastyrkja. Aflaði hún honum
góðs orðspors og var hann til að mynda til-
nefndur til Leipziger-verðlaunanna það árið.
Fyrir utan þessi tvö verk hafa birst eftir hann
sögur í þó nokkrum tímaritum. Hefir hann og
hlotið góðan hluta þeirra fjölmörgu bókmennta-
verðlauna og styrkja sem útdeilt er í Þýska-
landi á ári hverju.
Sigurverkið
Í kjölfar velheppnaðar bókar; bókar sem kemur
manni á kortið, er óhjákvæmilegt að ástund-
aður sé einhvers konar samanburður við þá
sem á eftir fylgir. Oftast felst í þeim sam-
anburði mat á því hvor bókin sé betri. Það er
þó ekki síður áhugavert að skoða innihalds- og
formlegan mun; hvort höfundarverkið taki
breytingum og svo framvegis. Í tilfelli Meyers
er augljóslega formlegur munur. Fyrri bókin er
528 blaðsíðna skáldsaga og sú síðari 272 síðna
sagnasafn. Og líkt og gefur að skilja er stíll
þeirra síðarnefndu knappari og hnitmiðaðri.
Hefir stíl bókarinnar til dæmis verið líkt við stíl
amerískra sagnahöfunda eins og Richards
Fords og Hemingways.
Innihaldslega séð er fjölbreytnin og meiri. Og
þrátt fyrir að allar sögurnar nema ein segi frá
karlmönnum er víða komið við í samfélagsstig-
anum. Sögupersónurnar eiga það þó sammerkt
að hafa upplifað betri daga og eiga í erfiðleikum
með lífið, hvort sem það felur í sér að geta ekki
borgað reikningana, almenn hegðunarvandræði,
sjálfskipaða útilokun frá umheiminum eða fang-
elsisvist.
Til að mynda er greint frá vínsölumanni sem
vaknar upp í lest og veit ekki hvernig hann hef-
ir lent þar, hollenskum boxara sem hefir það
hlutskipti að tapa bardögum til að byggja upp
sjálfstraust fyrir mótspilarann, kennara sem
verður yfir sig hrifinn af ellefu ára kvenkyns
nemanda sínum, manni er fellur algerlega í
stafi fyrir vændiskonu frá Litháen og virðist
tilbúinn að fórna öllu fyrir hana, hundaeiganda
sem veðjar aleigu sinni á hlaupabrautinni til að
afla fjár fyrir dýrri aðgerð fyrir hund sinn, at-
vinnulausum manni sem upp úr þurru fær bréf
frá gömlum félaga sínum sem óvænt hefir kom-
ist í álnir og skrifar honum frá Kúbu þar sem
hann nýtur lífsins, gömlum manni sem jarðar
dýr sín áður en hann sjálfur kveður, fyrrum
viðskiptamanni, listaverkasafnara og nú lista-
manni sem staddur er í svítu á fimm stjörnu
hóteli og þjáist af súrrealískum ofskynjunum
sem eiga rætur að rekja til þeirra málverka
sem hann hefir haft með að gera …
Þessar innihaldslýsingar láta kannski ekki
mikið yfir sér. Engu að síður tekst flestum sög-
unum að vísa út fyrir sig og segja meira en þær
láta yfir sér. Þannig skiptir hið ósagða ekki síð-
ur máli en hið sagða. Á þetta ekki bara við um
þýskan veruleika (eða Leipzigar veruleika), eins
og í Als wir träumten, heldur um sammann-
legan veruleika; einmanaleikann, hamingjuleit-
ina, sjálfseyðingarhvötina og að mistakast. Sög-
ur bókarinnar eru enda um margt staðlausar,
þótt flestar eigi sér klárlega stað í Þýskalandi.
Meyer segist enda sjálfur fyrst og fremst skrifa
um venjulegt fólk úr sínu nánasta umhverfi og
sé sama um alla pólitík og stéttir og vill ekki að
slengt sé pólitík eða félagslegum áróðri á sög-
urnar, þótt vissulega mætti freistast til þess.
Hefir honum í því samhengi verið líkt við landa
sinn rithöfundinn Ralf Rothmann.
Við þetta skal bæta að andrúmsloft sagnanna
er það sem kalla mætti í rökkrinu. Allar, nema
ein, gerast þær um kvöld eða nótt og skapar
það, ásamt oft á tíðum óvæntum vinklum og
uppákomum, mystískan og drungalegan blæ.
Dómnefnd messunnar vildi enda meina að
Meyer hefði tekist að binda saman á dul-
úðarfullan hátt virðingu fyrir persónum sínum
sem drifnar eru áfram í einsemd sinni, sjálfs-
eyðingarhvöt, þrám og blekkingum og að í
þessum fimmtán sögum væri að finna efnivið í
jafnmargar skáldsögur.
Meyer virðist alltént um margt vera von-
arstjarna á hinum þýska bókmenntahimni og er
úthrópaður sem öðruvísi hóll í bókmenntalands-
laginu, enda er hans frásagnarvinkill um margt
öðruvísi, hrárri og myrkari en gengur og gerist
í þýskum samtímabókmenntum.
Rökkursögur um venjulegt fólk
Hinn 13. mars síðastliðinn var verðlaunum bóka-
messunnar í Leipzig úthlutað í fjórða sinn. Í
flokki fagurbókmennta var rithöfundurinn Cle-
mens Meyer hlutskarpastur fyrir sagnasafn sitt
Die Nacht, die Lichter (Nóttin og ljósin). Sló
hann þar við þeim sjö hundruð og fimmtíu bók-
um, sem upphaflega komu til álita, þótt einungis
hafi fimm bækur lent á hinum svonefnda „short-
list“; Das dunkle Schiff eftir Sherko Fatah,
Heimsuchung eftir Jenny Erpenbeck, Liebes-
brand eftir Feridun Zaimoglu og Teil der Lös-
ung eftir Ulrich Peltzer. Meyer er tiltölulega nýr
af nálinni í þýsku bókmenntalandslagi. Í þessum
greinarstúf verður sagt aðeins frá höfundinum
og verðlaunaverki hans.
Nóttin, ljósin „Meyer virðist alltént um
margt vera vonarstjarna á hinum þýska bók-
menntahimni.“