Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 15 Haukur „Ég hélt að hljómsveitin héti „súdí“, sagði öllum að uppáhaldshljómsveitin mín væri „súdí“. Það hafði enginn heyrt á þá sveit minnst,“ segir Haukur en hann átti við Suede. Hlustarinn Ég nýt þeirra forréttinda aðgeta tekið strætó til og frá vinnu; hann stoppar við Melaskóla og ekur eftir krókaleiðum upp í Útvarpshús. Ferðin tekur tæpt korter og það nota ég til að hlusta á tónlist; stundum skoða ég blöðin eða fletti bókum. Undanfarið hef- ur tónlist frá menntaskólaárum mínum verið í uppáhaldi. Uppá- hald er samt eiginlega ekki rétt orð því sumar af þessum hljóm- sveitum þoldi ég illa þá og það hef- ur ekki breyst. Þannig hef ég hlustað á hverja Blur-plötuna á fætur annarri án þess að fá annað út úr því en minningar um busa- ball sem haldið var í kafaldsbyl á Tunglinu sem brann og grillveislur í sólskini á heimili vinar míns. For- eldrar hans voru í heimsreisu og við slógum ekki allan þann tíma sem þau voru í burtu. Við týndum krikkett-setti í grasinu. Græna kúlan kom í leitirnar þegar pabbi vinar míns fór að slá. Sú sláttuvél sló ekki meir. En Blur hljómaði oft í bakgrunni þetta sumar og við skemmtum okkur vel þó tónlist þeirra höfði ekki sérstaklega til mín. Modern life is rubbish er samt flottur titill. Fyrstu tvær plötur Suede eru mér enn eins kærar og þegar þær komu út. Ég varð unglingur daginn sem ég sá koverið á smáskífunni „The Drow- ners“ árið 1992 í Steinar músík og myndir við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Ég hélt að hljóm- sveitin héti „súdí“, sagði öllum að uppáhaldshljómsveitin mín væri „súdí“. Það hafði enginn heyrt á þá sveit minnst. Þessar minningar rúmuðust í korterinu í vagninum í dag, fimmtudaginn 15. maí 2008. Ég veit ekki hvað rifjast upp á leiðinni heim síðdegis. Haukur Ingvarsson, útvarpsmaður. Lesarinn Fyrir fáeinum áratugum var Franz Kafkaáberandi í bókmenntaumræðunni en síðustu árin hefur verið fremur hljótt um hann. Sennilega hefði hann sjálfur kunnað vel að meta það. Það verður líka að segjast alveg eins og er, að hann varð á endanum frosið tákn fremur en lifandi bókstafur. Það eru einum of kaldhæðin örlög fyrir höfund sem skrifaði að bókmenntir ættu að vera exi sem bryti upp ísinn í hausnum á okkur. En Kafka hefur öðlast lífsandann aftur, hann hefur endurheimt sál sína, eða réttara sagt, við lesendur höfum fengið í hendur leiðarvísi sem lífgar þennan magnaða höfund við. Í fyrra keypti ég mér myndasöguútgáfu af Kafka eftir bandaríska teiknarann Robert Crumb en textinn er tekinn saman af David Zane Mairowitz. Crumb, þessi erkitýpa bandarískra teikmyndaöndergrándsins, nær ótrúlega vel að endurskapa sögusviðið í Prag, hugarheiminn í verkum Kafka og lík- amsheim hans sjálfs með Müllersæfingum, grænmetisfæði, sterkum tilfinningum en varfærnum ástarsamböndum. Refsinýlendan, hungurlistamaðurinn, söngkonan Jósefína, málaferlin og maður sem breytist í skorkvik- indi. Þetta er þarna allt saman og líka ógn- vekjandi, risastór faðir sem virðist geta lagst yfir heilu löndin og heimsálfurnar þegar hann breiðir úr sér. Hann ávarpar son sinn aldrei öðru vísi en Herr Sohn! Hjálmar Sveinson útvarpsmaður. Morgunblaðið/RAX Hjálmar Mælir með myndasöguútgáfu af Kafka eftir bandaríska teiknarann Robert Crumb en textinn er tekinn saman af David Zane Mairowitz. Frá Sýrlandi til Íslands Arfur Tómasar postula Tómasarguðspjall, Tómasarkver og Tómas saga postula eru rit tileinkuð heilögum Tómasi postula. Sá meiður sem þau mynda í flóru frumkristinna rita er einstakur. Hér fæst innsýn í sum elstu varð- veitt ummæli Jesú frá Nasaret þar sem upprisa Jesú frá dauðum er hvergi nefnd. Það er ekki písl- arvætti frelsarans sem er lykill að guðsríkinu heldur þekking. Helsti þrándur í götu mannsins að sannri þekkingu reynast vera ástríður holdsins en ekki siðferðileg álitamál á vog syndar og af- lausnar. Leiðin að þessari guðlegu þekkingu er ekki gjöf heldur þrotlaus barátta við öfl þessa heims, þar sem meinlæti og hófsemi verða tákn hinnar nýju kynslóð- ar Guðs. Í Tómasarkristni gefur að líta eina af elstu túlkunum á persónu Jesú frá Nasaret og orðum hans. Sú túlkun átti ekki upp á pallborðið hjá kirkjulegum yfir- völdum á fjórðu öld né lengi síðan. En þessi rit eiga erindi til samtímans þar sem þröngsýni fortíðar víkur fyrir nýjum viðhorfum. Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson 406 bls. 5.490 kr. Kilja Hugur 19/2007 Tímarit um heimspeki Þema þessa heftis er heimspeki menntunar. Í Hug kveða sér hljóðs þrír íslenskir heimspek- ingar sem mjög hafa látið sig menntamál varða: Ólafur Páll Jónsson og Kristján Krist- jánsson. Annað efni að þessu sinni er ekki síð- ur safaríkt. Í áleitnu viðtali rekur Róbert Jack garnirnar úr einum helsta sérfræðingi Íslend- inga á sviði forngrískrar heimspeki, Eyjólfi Kjalari Emilssyni, og fær hann til að hugsa með sér upphátt um viðhorf sín til heimspek- innar með bæði fróðlegum og skemmtilegum hætti. Páll Skúlason og breski heimspekingur- inn Bryan Magee fjalla báðir um þann vanda að skilja heimspekinga. Jón Ásgeir Kalmansson, gagnrýnir siðfræðinga samtímans, Stefán Snævarr beinir sjónum sín- um að þeim veruleika sem hagfræðin fæst við. Tvær greinar um bækur: Náttúru, vald og verð- mæti eftir Ólaf Pál Jónsson, Bréfi til Maríu eft- ir Einar Má Jónsson. Geir Sigurðsson, ritstjóri 187 bls. 3.600 kr. Kilja Hugsað með Mill Greinasafn Óhætt er að fullyrða að breski heimspekingurinn John Stuart Mill haft mjög mikil áhrif á íslenska heim- speki og stjórnmálaumræðu hér á landi. Þrjár af merk- ustu bókum hans, Frelsið, Nytjastefnan og Kúgun kvenna hafa verið þýddar á íslensku og hugmyndir hans því Íslendingum handgengnar. Í bókinni er að finna fræðigreinar eftir 10 íslenska heim- spekinga þau Guðmund Heiðar Frímannsson, Gunnar Harðarson, Kristján Kristjánsson, Mikael M. Karlsson, Róbert H. Haraldsson, Salvöru Nordal, Sigríði þorgeirs- dóttir, Sigurð Kristinsson, Svavar Hrafn Svavarsson og Vilhjálm Árnason. Bókin er afrakstur málþinga sem haldin voru í Reykjavík og á Akureyri í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Mills á síðasta ári. Salvör Nordal, Róbert H. Haraldsson og Vilhjálmur Árnason, ritstj. 160 bls. 3.200 kr. Kilja Eftir skyldu míns embættis. Prestastefnudómar Þórðar biskups Þorláksson Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenn- ingar Þórður Þorláksson er þekktastur fyrir bók sína um Ísland árið 1666, hljóðfæraleik, garðræktartilraunir og kaup á kryddi er- lendis frá. Ekki var hann atkvæðamikill sem biskup en vandaði verk sín og naut virðingar meðal annarra ráðmanna. Hér birtast dómar sem Þórður lét ganga á prestastefnum á Þingvöllum og í héraði. Þeir sýna kirkjustjórn hans og afskipti af siðferði landsmanna, en ekki síst hagi og hegðun presta, sem margir hverjir voru skrautlegir náungar. Bókinni fylgir yfirgripsmikil skrá yfir nöfn og atriðisorð. Gunnar Örn Hannesson og Már Jónsson tóku saman 276 bls. 3.600 kr. Kilja Sú þrá að þekkja og nema Greinar um og eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili Nýlega voru liðin 150 ár frá fæðingu Jónasar Jónassonar prests og fræðimanns sem kenndi sig við Hrafnagil í og var afkastamikill á mörgum sviðum menningarlífsins og hafði komið víða við áður en hann sneri sér að söfnun ís- lenskra þjóðhátta. Hann var sílesandi og sískrifandi jafnframt því að vera prestur í fjölmennri sókn, prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi, kennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar og ritstjóri. Hér eru prentaðar fjórar ritgerðir Jónasar sjálfs um þjóð- fræðileg málefni, sem birtust fyrst á árunum 1908 til 1915, erindi sem haldin voru um séra Jónas á afmælisárinu og rita- skrá hans. Greinarnar gefa góða mynd af þjóðfræðingnum, guðfræðingnum og rithöfundinum sera Jónasi sem þekktastur er fyrir brautryðjandaverk sitt Íslenska þjóðhætti. Rósa Þorsteinsdóttir ritstjóri 176 bls. 3.500 kr. Kilja Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði Fræðigreinin sem hér er fjallað um e rung en hef- ur skapað sér fastan sess í háskólum Vesturlanda. Í bókinni er fjallað um helstu viðfangsefnin og tengsl hennar við aðrar fræðigreinar. Skýrt er hvers vegna skólaspeki viðtekinnar hagfræði og hagrænnar frjálshyggju er gagnslítil til skýringa á hreyfiöflum nýsköpunarstarfsemi. Jafnframt er fjallað um snertifleti hennar við sálfræði, félagsfræði og stjórn- málafræði. Gerð er grein fyrir helstu kenningum og rannsóknum innan nýsköpunar- og frumkvöðlafræða og fjallað um stjórnunaraðferðir nýsköpunar- og frum- kvöðlastarfsemi. Í lok bókarinnar setur höfundur fram kenningu um sam- ræna nýsköpunarstarfsemi sem leggur áherslu á að ný- sköpun er fyrst og fremst samstarfsferli Ívar Jónsson 278 bls. 3.900 kr. Kilja Tálmar og tækifæri Njóta nemendur með þroskahöml- un sambærilegrar menntunar á við ófatlaða nemendur? Hvaða kröfur eru gerðar til þeirra í námi og hegðun? Hvernig er kennslan, námsskipulagið og námsmatið? Hvernig er félagslegum samskipt- um nemenda háttað? Hvert er samstarf skóla við foreldra, sér- fræðinga og aðrar stofnanir? Hvernig er staðið að undirbún- ingi undir starf? Hvernig skilja starfsmenn og foreldrar náms- möguleika nemenda með þroskahömlun? Bókin gerir grein fyrir rannsókn sem leitaði svara við ofan- greindum spurningum - og mörgum fleiri. Gretar L. Marinósson, ritstjóri 301 bls. 3.900 kr. Kilja www.haskolautgafan.is Háskólaútgáfan gefur út fjölbreytt frumsamin og þýdd ritverk er varða rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og stofnanir hans. Háskólaútgáfan gefur að jafnaði út um 60 rit á ári hverju Háskólabíó við Hagatorg i 107 Reykjavík i Sími 525 4003 i Fax 525 5255 i hu@hi.is i www.haskolautgafan.hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.