Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Blaðsíða 1
Ný plata Sigur Rósar Fólk á eftir að verða hissa, segir Arnar Eggert Thoroddsen um væntanlega plötu Sigur Rósar. Hann fékk að fylgj-
ast með æfingu sveitarinnar og heyra ofan í Georg Holm bassaleikara um efni plötunnar og vinnslu sem er með öðrum hætti en áður. » 4
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
lesbók
ESB, ÞJÓÐ OG TUNGA
MYNDI AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA MIKIL ÁHRIF
Á STÖÐU ÍSLENSKRAR TUNGU TIL HINS BETRA? » 12
Viggo Mortensen er laus við sjálfumgleði margra frægra karlleikara Hollywood » 3
VIÐURNEFNI Í VESTMANNAEYJUM
Einstök bók um Sæma
afturábak og áfram,
Gústa bauk,
Jón alýfát,
Koppa-Mundu, Sigurgeir
æskulýðsbruggara og
tæplega 700 aðra.
holar@simnet.is
Háskólabíó við Hagatorg • 107 Reykjavík • Sími 525 4003 • Fax 525 5255
hu@hi.is • www.haskolautgafan.hi.is
Frá Sýr-
landi til
Íslands
Arfur
Tómasar
postula
Tómasarguð-
spjall, Tóm-
asarkver og Tómas saga postula eru rit
tileinkuð heilögum Tómasi postula og
veita innsýn í sum elstu varðveitt ummæli
Jesú frá Nasaret þar sem upprisa frá
dauðum er hvergi nefnd. Lykill að guðs-
ríki er þekking á ástirðum holdsins, ekki
píslarvætti frelsarans og siðferðileg álita-
mál á vog syndar og aflausnar. Í Tómas-
arkristni gefur að líta eina af elstu túlkun-
um á persónu Jesú frá Nasaret og orðum
hans. Sú túlkun átti ekki upp á pallborðið
hjá kirkjulegum yfirvöldum á fjórðu öld né
lengi síðan. En þessi rit eiga erindi til
samtímans þar sem þröngsýni fortíðar
víkur fyrir nýjum viðhorfum.
Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guð-
jónsson. 406 bls.
5.490 kr. - Kilja
Ungmenni
og ættar-
tengsl
Skilnaður for-
eldra er oftast
áfall fyrir börn,
sem yfir 1000
þeirra upplifa
árlega á Ís-
landi. Því skiptir
miklu að skilja aðstæður og líðan ung-
menna í kjölfar skilnaðar foreldranna. Hér
er greint frá rannsókn meðal skilnaðar-
barna sem tjá viðhorf sín og eigin
reynslu. Fjöldi barna þarf að aðlagast
breytingum eins og búsetuskiptum, lakari
fjárhag og minni fjölskyldustuðningi.
Móðirin virðist áfram gegna lykilhlutverki
í lífi þeirra. Hlutverk föðurins virðist óljós-
ara og tengslin veikjast eftir skilnað og
þau telja hann ekki til síns nánasta kjarna
og hafa síður áhyggjur af aðstæðum hans
og framtíð en móður sinnar.
Sigrún Júlíusdóttir Jóhanna Rósa Arnar-
dóttir og Guðlaug Magnúsdóttir. 76 bls.
1.990 kr. - Kilja
Eftir
skyldu
míns
embættis
Presta-
stefnudómar
Þórðar
biskups
Þorláksson
Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar
Þórður Þorláksson er þekktastur fyrir bók
sína um Ísland árið 1666, hljóðfæraleik,
garðræktartilraunir og kaup á kryddi er-
lendis frá. Ekki var hann atkvæðamikill
sem biskup en vandaði verk sín og naut
virðingar meðal annarra ráðmanna. Hér
birtast dómar sem Þórður lét ganga á
prestastefnum á Þingvöllum og í héraði.
Þeir sýna kirkjustjórn hans og afskipti af
siðferði landsmanna, en ekki síst hagi og
hegðun presta, sem margir hverjir voru
skrautlegir náungar. Bókinni fylgir yfir-
gripsmikil skrá yfir nöfn og atriðisorð.
Gunnar Örn Hannesson og Már Jónsson
tóku saman. 276 bls.
3.600 kr. - Kilja
Mál mál-
anna
Mikil gróska
hefur verið í
rannsóknum
innan hagnýtra
málvísinda.
Þar skipta
rannsóknir á
tungumála-
kennslu, tileinkun erlendra tungumála og
fjöltyngi sífellt meira máli enda varpa þær
ljósi á eðli máltöku, málbeitingar og starf-
semi mannsheilans. Sú þekking sem til
hefur orðið með rannsóknunum setur nú
svip sinn á umræðuna á þessu fræða-
sviði. Hér er fjallað um nýjar rannsóknir á
tileinkun og kennslu annars máls og er-
lendra tungumála. Fátt hefur verið ritað á
íslensku um þetta efni. Bókinni er ætlað
að koma á framfæri nýrri þekkingu í því
skyni að styrkja fræðasviðið og efla um-
ræðu um þessi mál á íslensku.
Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörns-
dóttir ritstjórar. 326 bls.
3.900 kr. - Kilja
Eftir Þröstur Helgason
throstur@mbl.is
Tónleikar afrísku hljómsveitarinnar SuperMama Djombo eru einn áhugaverðasti enjafnframt óvenjulegasti viðburður Listahá-tíðar að þessu sinni. Hljómsveitin kom hing-
að fyrst í nóvember síðastliðnum til þess að taka upp
plötu sem nú er komin út og er samnefnd hljómsveit-
inni.
Saga hljómsveitarinnar er samofin sögu lýðveld-
isins Gíneu-Bissá í Vestur-
Afríku allt frá byrjun átt-
unda áratugarins. Í henni
spila sjálflærðir tónlist-
armenn og syngja um sjálf-
stæði þjóðar sinnar og
framtíðardrauma en Gínea-
Bissá er meðal fátækustu
landa heims.
Tónlistin er blanda af
kreól og hefðbundnum gí-
neskum hljómum og gengur undir nafninu gumbé.
Hljómsveitin er sögð hafa verið helsti meistari í túlk-
un þessarar tegundar tónlistar. Lögin eru lýrísk og
kröftug í senn, tregablandin og kátleg með marg-
radda söng sem er studdur fjörugum áslátt-
arhljóðfærum og gítar.
Upprunalega hljómsveitin fór aðeins í eina upptöku
árið 1980 sem síðan hefur komið út á nokkrum plöt-
um. Hljómsveitin átti mikið efni óútgefið en leystist
upp árið 1986. Endurkoma hennar hér á landi er því
mikið fagnaðarefni.
Seinni tónleikar Super Mama Djombo fara fram á
Club Nasa í kvöld kl. 22.
Meistarar
gumbé
Laugardagur 31. 5. 2008
81. árg.