Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Síða 3
Eftir Úlfhildi Dagsdóttur
varulfur@centrum.is
H
ann var kallaður
‘ljóti biðillinn’ í
kvikmynd Jane
Champion, The
Portrait of a Lady,
en hún var byggð á
samnefndri skáldsögu Henry James.
Árið var 1996 og tíðarandamyndir
voru í mikilli uppsveiflu, meðal ann-
ars vegna vinsælla kvikmyndana á
skáldsögum Jane Austen. Sagan er
skrifuð árið 1881 og segir frá auðugri
bandarískri stúlku, ástum hennar og
biðlum. Hún er á ferðalagi um Evr-
ópu til að finna sjálfa sig en myndin
fjallar öðrum þræði um breytt við-
horf til kynhlutverka í aldarlok, við-
fangsefni sem var Champion hug-
leikið.
Árið áður hafði Viggo Mortensen
leikið djöfulinn í hrollvekjunni The
Prophecy (1995), og sama ár dundaði
hann sér neðansjávar í kvikmynd
Tony Scott, Crimson Tide. Þar lenti
hann í eldlínunni milli (kalda)
stríðsóða skipstjórans (Gene Hack-
man) og fulltrúa varúðarinnar (Den-
zel Washington). Hann efast um að-
ferðir skipstjórans og hallast frekar
að Denzel (gerum við það ekki öll?).
Þetta hlutverk styrkti stöðu leik-
arans mjög en fyrsta kvikmynda-
hlutverk hans var tíu árum áður, lítið
hlutverk bróður hins vonsvikna von-
biðils í mynd Peter Weir, Witness
(1985). Witness var á sínum tíma
mest umtöluð fyrir að vera fyrsta
bandaríska kvikmynd þessa frábæra
ástralska leikstjóra, en margir ótt-
uðust að hæfileikar Weir myndu ekki
lifa Hollywood af og höfðu rétt fyrir
sér. Hinsvegar má þarna sjá fyrstu
ummerki þess að Mortensen höfðar
til sérviskulegra leikstjóra, sem síðan
hafa leikið lykilhlutverk í því að
skapa honum nafn. Þar eru aug-
ljóslega efstir á blaði hinir bresku
Scott-bræður, kolóði Nýsjálending-
urinn Peter Jackson og Kanadamað-
urinn David Cronenberg.
The Prophecy er eitt fjölmargra
dæma um tengsl Mortensen við hið
eðla form hrollvekjunnar, árið 1990
lék hann afar óeftirminnilega í þriðju
Texas Chainsaw Massacre-myndinni
og átta árum síðar, 1998, var hann
kærasti sturtu-atriðis-dömunnar
Marion Crane í illræmdri endurgerð
Gus Van Sants á Pscyho Hitchcocks.
Þar var hann sannarlega ekki lengur
ljótur biðill, heldur ástæðan fyrir því
að Marion stal peningum, flýði og
faldi sig á Bates-mótelinu, bara til að
vera slægð í sturtu af frægasta morð-
ingja kvikmyndanna, hinum dagfar-
sprúða Norman Bates. Og þrátt fyrir
að Hringadróttinsmyndirnar teljist
tæplega til hrollvekja þá var leik-
stjórinn fyrst og fremst þekktur sem
hrollvekjumaður, en áður en Jackson
endurskapaði þessa nútímagoðsögn
bókmenntanna í kvikmyndaformi
hafði hann getið sér sérlega góðan
orðstír (sem deyr aldrei) fyrir dásam-
lega gróteskar hrollvekjur.
Ári áður en Mortensen ýtti Marion
Crane út í dauðann lék hann aftur
hermann, að þessu sinni var hann al-
gert ódó í kvikmynd Ridley Scott,
G.I. Jane (1997) sem er ein af fjöl-
mörgum myndum sem gerði út á lík-
ama aðalleikkonunnar Demi Moore.
Myndin er áhugaverð fyrir þá mis-
skildu femínisku sýn sem hún býður
uppá, en þar er fjallað um tilraun til
að gera herinn kvenvænni með því að
sýna að herkona geti allt sem sér-
þjálfaðir hermenn geta. Og herþjálf-
aranum Viggo líst ekki á blikuna og
leggur sitt af mörkum til að gera
Moore lífið leitt – en gleðja hinsvegar
þeim mun meira þá kvenkynsáhorf-
endur sem höfðu lítinn áhuga á sílí-
konbrjóstum aðalleikkonunnar.
Eftir þessa uppsveiflu kom klast-
ur. A Perfect Murder (1998) var einn-
ig endurgerð á kvikmynd Hitchcock
(Dial “M For Murder 1954), en því
miður afar misheppnuð. Enda leik-
araúrvalið slappt, Michael Douglas
og Gwyneth Paltrow sem leika (ó)
hamingjusöm hjón. Hún er rík og
hann vill losna við hana og Viggo var
listræni elskhuginn í vöruskemmunni
sem leikur tveimur skjöldum. Hann
lék reyndar einmitt tveimur skjöld-
um í myndinni, birtist sjálfur sem
listmálari, myndir elskhugans eru
hans og lofuðu hreint ekki góðu. Ekki
hætta í dagvinnunni þinni hugsaði ég
á sínum tíma, en sem betur fer hefur
Mortensen síðan ekki aðeins þróast
sem leikari heldur líka sem myndlist-
armaður.
En svo kom Hringadróttinssaga
og eftir það var ekki aftur snúið. Það
þarf tæplega að hafa mörg orð um
þessa kvikmyndatrílógíu Peter Jack-
sons, en fyrir utan þau áhrif sem
myndirnar höfðu á feril leikaranna
þá sköpuðu þær ný viðmið í gerð æv-
intýra- og fantasíukvikmynda og
juku mjög á virðingu fyrir slíkum.
Eins og frægt er orðið var Morten-
sen fenginn til liðs fyrir föruneytið á
síðustu stundu, aðallega fyrir það að
vera gamall (hvernig tilfinning ætli
það sé?), en leikstjórinn áleit þann
leikara sem hann hafði fyrst valið, Ír-
ann Stuart Townsend, vera of ungan.
Viggo var þarna 42 ára, en hann er
fæddur árið 1958 og verður því fimm-
tugur í ár, hinn 20. október (hann er
vog, enda vogir alræmdar fyrir fág-
un, fegurð og smekkvísi). Fyrsta
myndin var frumsýnd árið 2001 og
þrátt fyrir að ýmsir hafi verið kallaðir
þá var það Viggo Mortensen sem var
hinn útvaldi, aðalhetjan Aragorn,
hinn eini sanni hilmir, enda af-
skaplega konunglegur með kámugan
maskara, síðar krullur og sveiflandi
sverði. Þarna fóru af stað goðsagnir
um ‘aðferðir’ hans, en þær fólust í
ákafri innlifun í hlutverkin, meðal
annars með því að ‘vera í þeim’ utan
tökustaðar. Sjálfsagt hefur þetta
heilkenni verið hluti af listamanns-
dæminu í A Perfect Murder, en eins
og áður hefur komið fram óx drengn-
um ásmegin og þessi aðferð hans hélt
áfram að nýtast honum í þeim kvik-
myndum sem eiga ekki síður eftir að
halda nafni hans á lofti meðal kvik-
myndanörda, en það eru myndirnar
tvær sem hann hefur (hingað til) gert
með Cronenberg.
Áður en að þeim kafla er komið
verður þó að týna til hina afskaplega
misheppnuðu ævintýramynd Hi-
dalgo (2004), sem er óskiljanlegt val
eftir velgengni Hringadróttinssögu
og alveg út takti við þá breidd sem
leikarinn hafði sýnt að hann byggi yf-
ir. Þar leikur Mortensen drykk-
felldan kúreka sem er trámatíser-
aður eftir að hafa horft upp á
útrýmingu indíána, vina sinna, og
ákveður að taka þátt í frægu eyði-
merkurkapphlaupi.
Sem betur fer vænkaðist hagur
strympu fljótlega og árið eftir, 2005,
sendi leikstjórinn David Cronenberg
frá sér kvikmyndina A History of
Violence, með Viggo Mortensen í að-
alhlutverki. Myndin er byggð á sam-
nefndri myndasögu og segir frá fjöl-
skylduföðurnum Tom Stall sem
virðist eiga sér fullkomið friðsælt líf í
amerískum smábæ. Stall rekur
skyndibitastað og eitt kvöldið koma
þar inn glæpamenn sem ætla sér
ekki aðeins að ræna staðinn heldur
myrða alla. Stall bregst snarlega við
og slátrar báðum og við það breytist
hann í ameríska hetju sem fjölmiðl-
arnir elska. Nema bjart ljós fjöl-
miðlanna vekur einnig athygli maf-
íósa sem álíta Stall einn af sínum
mönnum, sérlegan drápara sem
hvarf fyrir áratugum. Það þarf ekki
að koma þeim sem þekkja Cronen-
berg á óvart að auðvitað er Stall þessi
týndi bófi og við taka átök við bófana,
fjölskylduna, sem skelfist skiljanlega,
og svo fyrri fjölskyldumeðlimi, eldri
bróður sem á harma að hefna.
Við hittum Stall fyrst fyrir þar sem
hann huggar dóttur sína, en hún
hafði vaknað við martröð um
skrímsli. Hér eru engin skrímsli seg-
ir góði pabbinn og faðmar barnið, en
svo kemur auðvitað í ljós að það er
hann sjálfur sem er skrímsli, óður
drápari. Þannig fjallar myndin, eins
og aðrar myndir Cronenberg, um of-
beldi og óvætti og mörk milli heima;
það sem býr undir hinu dagfarsprúða
yfirborði.
Þó er A History of Violence um
margt ólík fyrri myndum Cronen-
berg, hún virkar mun hefðbundnari
og höfðar meira til meginstraumsins.
Þannig er hún kannski meiri Viggo
Mortensen mynd, en þrátt fyrir allt
hefur hann haldið sig réttum megin
meginstraumsins, þó að vissulega
hafi hann daðrað við hið (hæfilega)
óvenjulega. Það er eitthvað sem
þrælsmellur saman í samstarfi þess-
ara tveggja manna, Cronenberg með
sína bjöguðu sýn á veruleikann og
Mortensen sem hin óvenju blæ-
brigðaríka ‘ameríska hetja’. Enda
hélt samstarfið áfram í kvikmyndinni
Eastern Promises (2007), en þar lék
Mortensen aftur mafíósa í dul-
argervi. Myndin gerist í London og
fjallar öðrum þræði um mansal, en
kona flækist í mál erlendrar stúlku
sem deyr af barnsförum. Barnið lifir
og móðirin skilur eftir sig dagbók á
rússnesku og í ljós kemur að neyða
átti hana í vændi. Aftur tekst Cro-
nenberg á við tvo ólíka heima, yf-
irborðið þar sem allt gengur sinn
vanagang og svo það öfugsnúna sem
býr undir niðri, nema nú, líkt og í A
History of Violence, er hið falda ekki
lengur fantasíukennt heldur blákald-
ur veruleiki. Mortensen leikur bíl-
stjóra sonar aðalmafíósans, en sá er
samkynhneigður og hrífst af Viggo
(eðlilega). Viggo er hinsvegar metn-
aðargjarn og ætlar sér að komast
langt. Líkami hans ber ummerki
skrautlegs ferils en hann er allur
tattóveraður með táknum sem segja
til um ævi og fyrri störf í fangelsum
og glæpum.
Þessi líkamlega áhersla ætti ekki
að koma aðdáendum Cronenbergs á
óvart en nú ber svo við að þessi húð-
flúrasýning (sem hefur gert garðinn
frægan, ekki síst þar sem í henni felst
að nakinn líkami leikarans er ítrekað
í forgrunni) er hugmynd Mortensen,
sem lagðist í mikla undirbúnings-
vinnu fyrir myndina. Hinsvegar er
óhætt að segja að fáir leikstjórar
hefðu unnið jafnvel úr þessum efni-
viði og Cronenberg sem hefur lagt
mikla áherslu á hið líkamlega, hryll-
ing og grótesku, í myndum sínum. Á
sínum tíma ögraði Cronenberg gagn-
kynhneigðum aðdáendum has-
armynda þegar hann kvikmyndaði
sæberpönkaða skáldsögu vís-
indasagnahöfundarins J.G. Ballard,
Crash (1996), en þar undirstrikaði
hann mjög hómóerótíska undirtóna
sögunnar. Á sama hátt spilar Cro-
nenberg hér á áhrifaríkan hátt með
hómóerótík, sem leikararnir, Mor-
tensen og frakkinn Vincent Cassel,
fanga af tærri snilld.
Snilld er þó ekki endilega það orð
sem fangar leikaraferil Mortensen,
til þess er hann of mistækur. Annað
sem veikir hann sem leikara er að
það vantar nokkuð upp á húmor í
þeim hlutverkum sem hann hefur
tekið að sér, eins og ljóst má vera af
ofangreindu. Undantekningu er þó
kannski að finna í rómantísku gam-
anmyndinni um drykkjusýki, 28 days
(2000), en hana gat ég ómögulega
haldið út og get því ekki dæmt um
hæfileika leikarans sem gamanleik-
ara, að öðru leyti en því að í alvarlegri
hlutverkum vottar óþarflega lítið fyr-
ir því að hann sýni smáhúmor fyrir
sjálfum sér – en segja má að þessi
grafaralvara sé hluti af prófíl amer-
ísku hetjunnar. Á hinn bóginn er
Mortensen alveg laus við þá sjálf-
umgleði sem einkennir svo marga
fræga karlleikara Hollywood í dag og
annað sem er óvenjulegt er að hann
kann að skapa hlýju í kringum per-
sónur sínar sem er ekki endilega al-
gengt meðal amerískra hetjuleikara.
Þó á hann það til að ganga of langt og
hverfast yfir í væmni (sbr. söng-
atriðið í Hilmir snýr heim). Þessi galli
eru þó léttvægur miðað við það sem
hann gerir vel og það er svo margt
annað en að koma nakinn fram.
Litli ljóti andarunginn sem
varð að tattóveruðum mafíósa
Harðskeyttur Í Eastern Promises leikur Viggo harðskeyttan bílstjóra.
Viggo Mortensen er þekktur Hollywood-leikari, en færri vita að hann
er ljósmyndari og opnar sýningu á verkum sínum í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í dag kl. 14. Í tilefni af því ætlum við að rifja upp leikferil
Mortensens sem er lengri og fjölbreyttari en margur heldur.
En spurningin er þessi: Er Viggo Mortensen góður leikari?
» Á hinn bóginn er Mortensen alveg laus við þá
sjálfumgleði sem einkennir svo marga fræga
karlleikara Hollywood í dag og annað sem er
óvenjulegt er að hann kann að skapa hlýju í kring-
um persónur sínar sem er ekki endilega algengt
meðal amerískra hetjuleikara.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 3
VIÐURNEFNI Í VESTMANNAEYJUM
Einstök bók um Sæma
afturábak og áfram,
Gústa bauk,
Jón alýfát,
Koppa-Mundu, Sigurgeir
æskulýðsbruggara og
tæplega 700 aðra.
holar@simnet.is