Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Qupperneq 13
það að segja og síðan taka menn að þrasa sitt á hvað um hvort þetta nemi sjö eða sjötíu prósentum í þeirri frábæru aukaatriðaumræðu þar sem mér sýnist að við Íslend- ingar stefnum að því að verða þjóða fremstir. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei skilið til fulls umræðuna um lýðræðishallann á hinu formlega sviði; í fyrsta lagi er kosið til Evrópu- þingsins eins og annarra þinga og framkvæmdastjórnin er skipuð fulltrúum lýðræðisríkja og má kannski segja að þar sé fremur mis- skipt að því leyti að smáríki hafa meira að segja þar miðað við mann- fjölda. En menn gleyma allt of oft hver grundvöllur skoðanafrelsis og lýðræðis er, en hann felst að miklu leyti í því að geta tjáð sig á móð- urmálinu um hin aðskiljanlegustu mál. Lýðræðisvæðing Vesturlanda hófst að miklu leyti með móðurmáls- hreyfingunni, sem ég hef nefnt svo, við upphaf nýaldar, því þegar menntaelítan og yfirstéttin hafa ekki vald yfir tungumáli stjórnsýslu, sem alþýðan kann ekki, aukast mögu- leikar alþýðunnar á að hafa áhrif. Þetta var alls ekki einfalt ferli, en ég held þó að allir séu sammála því að til þess að lýðræði sé yfirleitt hugs- anlegt þurfi þátttakendurnir að geta bæði skilið og notað það tungumál sem notað er í stjórnvaldsákvörð- unum, lögum og dómum. Málfrelsið hefst á móðurmálinu. Það er einmitt á þessu sviði sem Evrópusambandið hefur kannski unnið sitt stærsta lýðræðisafrek. Í reglugerð númer 1/1958 var ákveðið að opinber mál Evrópubandalagsins skyldu vera opinber mál aðildarríkj- anna og við hverja stækkun hefur opinberum málum nýrra aðildarríkja verið bætt við, að undanskilinni írsku, sem fékk ekki opinbera við- urkenningu fyrr en nýlega, þegar Ír- ar áttuðu sig á því að þessi við- urkenning á stöðu tungumálsins innan ESB er hreinlega lífs- nauðsynleg fyrir lítið tungumál. 21. grein stofnsáttmála Evrópu- bandalagsins kveður síðan á um að hver borgari ESB megi skrifa lyk- ilstofnunum sambandsins á opinber- um málum þess og fá svar á sama máli. Þetta, ásamt því að fulltrúar aðild- arríkjanna í Evrópuþinginu og fram- kvæmdastjórninni eiga rétt á túlkun, sem og borgararnir fyrir Evr- ópudómstólnum, er lykillinn að lýð- ræði og jafnræði þegnanna innan Evrópusambandsins. En þetta er einnig lykillinn að vexti og viðgangi hvers opinbers tungumáls ESB eins og Írar voru að átta sig á nýlega og áður var nefnt. Með þessu kemst tungumálið í meistaradeild Evrópu ef svo má segja og heldur og vinnur fjölmörg umdæmi sem annars glöt- uðust eða fengjust aldrei. Fyrir þjóð sem byggir fullveldi sitt á menning- arlegum grunni tungunnar, heldur meira að segja upp á hátíðisdag hennar ár hvert með pomp og prakt, sýnist mér þetta hafa jafnmikla ef ekki töluvert meiri þýðingu en mörg önnur svið sem sífellt er talað um. Tungumál, ekki „vandamál“ Viðkvæðin um tungumálagnótt ESB sem „vandamál“ eru margtuggin og afsönnuð. Það fyrsta snertir kostn- aðinn. Mörgum, ekki síst mennta- mönnum sem lært hafa dálítið í ensku og kannski öðru máli líka, finnst óþarfi að vera að eyða pen- ingum í svona óþarfa eins og þýð- ingar og túlkun, það kunni hvort eð er allir ensku. Burtséð frá því að það er misskilningur og að ekki einu sinni hinir hámenntuðu eru alltaf mjög sterkir á svellinu í því heims- máli, t.d. þegar þeir eru að kljást við einhvern sem hefur ensku að móð- urmáli, þá er þetta einfaldlega alls ekki dýrt miðað við hvað er í húfi. Túlkun og þýðingar á vegum Evr- ópusambandsins alls kosta innan við 1% af fjárlögum þess og þarf ekki að ræða hvað aðrir póstar kosta í sam- anburði. Annað viðkvæði er að þetta sé fyr- irhöfn, þegar hvort sem er allir kunni ensku, sem heldur er ekki rétt og auk þess velja margir embættis- og stjórnmálamenn að nota móð- urmál sitt þegar t.d. er staðið í samn- ingaviðræðum eða pólitískum um- ræðum og gildir einu þótt þeir tali reiprennandi ensku. Menn standa á eigin landi á móðurmálinu og það er styrkur þegar tekist er á um málefni. Þriðja viðkvæðið er að þetta sé hreinlega ekki hægt, þetta sé svo flókið. Mér er tjáð að þetta sé sagt við hverja stækkun og samt sem áð- ur gangi þetta snurðulaust. Mögu- legar túlkunarsamsetningar voru að- eins 12 í upphafi en eru orðnar 506, en núna eru 23 opinber tungumál viðurkennd hjá ESB og það eru áreiðanlega 23 mikilvægustu tungu- mál Evrópu nú um stundir. Auðvitað er ekki túlkað á öll mál við öll tæki- færi, aðeins í þinginu, fram- kvæmdastjórninni og hjá dóm- stólnum er það skylda. Á öðrum vettvangi er það takmarkað við nokkur mál og/eða þá sem vinnu- fundi sækja, uppruna eða þörf fyrir túlkun. Samt sem áður heyrast oft efa- semdarraddir og koma menn með tillögur um að takmarka málafjöld- ann, t.d. við ensku og frönsku, eða kannski 5-6 tungumál í mesta lagi, svona eins og hjá Sameinuðu þjóð- unum. Samanburðurinn við Samein- uðu þjóðirnar eru athyglisverður í þessu sambandi. Þar er nefnilega töluvert meiri lýðræðishalli en hjá ESB og hann endurspeglast sér- staklega í tveimur atriðum: fasta- fulltrúum öryggisráðsins og að á þeirra vettvangi eru aðeins 6 opinber tungumál, arabíska, kínverska, rúss- neska, enska, franska og spænska. Hvað tilfinningalegu rökin snertir, að þetta sé rugl og vesen, þá er ein- falt að spyrja hvar eigi að draga lín- una. Við ensku og frönsku? Dettur mönnum í hug að t.d. Þjóðverjar, Ítalar eða Spánverjar sættu sig við það? Eða ensku, frönsku, þýsku, spænsku og ítölsku? Þætti smáþjóð- unum það góð býti? Nei, útilokunin væri ekki aðeins ólýðræðisleg, hún myndi einmitt vera skerðing á menn- ingarlegu fullveldi aðildarríkjanna. Þingmaður á Evrópuþinginu á að geta tjáð sig um hvaðeina á móð- urmáli sínu og sama gildir um full- trúana í framkvæmdastjórninni, að ekki sé talað um borgarana sjálfa í tengslum við dómstólinn. Menn þurfa meira að segja að taka tillit til slíkra hluta á vinnufundum þar sem ekki er túlkað á öll mál. Frændur okkar Finnar komust að því með fremur óheppilegum hætti þegar þeir voru í fyrsta sinn í for- svari fyrir ESB árið 1999. Þá ákvað einhver praktískur pólitíkus eða embættismaður í finnska stjórnkerf- inu að túlkun á mörg mál væri óþörf á vinnufundum stjórnmálamanna og embættismanna og Finnar ákváðu að aðeins yrði túlkað á milli finnsku, frönsku og ensku á þessum fundum. Þetta varð stórpólitískt mál, þýski kanslarinn og fleiri ráðherrar snið- gengu vinnufundi sem haldnir voru af Finnum og spillti þetta mjög fyrir þessu verkefni hjá Finnunum. Þetta var enn undarlegra mál þegar hugs- að er til þess að móðurmálsást og málstefna Finna er afar lík hinni ís- lensku eins og sést t.d. í nýyrðastefn- unni sem fylgt hefur verið á báðum tungum um áraraðir. Málstefna ESB Það er engum blöðum um það að fletta að málstefna ESB breytist ekki þótt fleiri ríki komi inn í sam- bandið, því þýðingar og túlkun á veg- um þess eru aðeins praktískt úr- lausnarefni sem leitt hefur til gríðarlegrar auðgunar þeirra tungu- mála sem þátt taka. Það er líka vel að svo sé því að með þessari málstefnu staðfestir ESB í raun virðingu sína fyrir þeirri stofnun sem þjóðríkið er og einum af grundvallarþáttum þess, því þjóðtungur Evrópu mynda einn af hornsteinum þjóðríkja Evrópu. Menn þekkja jú hvar brennur helst á milli manna innan þjóðríkjanna núna, það er vegna trúarbragða eða tungumála, eins og dæmi Belgíu ný- lega sýnir best og sannar, en ekki var hægt að koma saman ríkisstjórn þar mánuðum saman vegna deilna milli frönsku- og flæmskumælandi Belga. Í ljósi Evrópuumræðu undanfar- inna missera hef ég líka leyft mér að- hugsa um það hvaða áhrif innganga okkar Íslendinga hefði á íslenska tungu. Við höfum að vissu marki séð það í hinu gríðarlega starfi Þýðinga- miðstöðvar utanríkisráðuneytisins, sem er þó engan veginn jafn um- fangsmikið og yrði á vegum ESB með þýðendum og túlkum í Brussel og víðar. Hingað til lands kom fyrir skömmu yfirmaður finnsku túlka- deildarinnar hjá Evrópuþinginu og hann fræddi okkur á Hugvís- indaþingi um umfang starfseminnar í grófum dráttum. Andstæðingar ESB aðildar segja stundum að við Íslendingar séum ekki undir það búnir að ganga inn vegna þess að efnahagssveiflan sé öðruvísi og við séum ekki tilbúin þess vegna og ann- að í þeim dúr. En kannski erum við miklu síður undir það búin að taka þátt í starfi ESB þegar litið er til þeirra túlk- unar- og þýðingaþarfar sem við það myndast. Í tilefni ofangreindrar heimsóknar skrifaðist ég á við Olgu Cosmidou framkvæmdastjóra túlk- unar hjá Evrópuþinginu og hún benti á að ef Íslendingar ætluðu að ganga í Evrópusambandið yrðu há- skólar og stjórnvöld að hefja und- irbúning mörgum árum áður til þess að standast þær miklu kröfur sem gerðar eru til túlka þar á bæ. Ég ætla ekki að spá því hér hvort af inngöngu Íslands í ESB verður, en ég veit það eftir að hafa kynnt mér málstefnu ESB vandlega að það myndi mikil áhrif á stöðu íslenskrar tungu, til hins betra og þannig myndi menningarlegt fullveldi þjóðarinnar verða enn sterkara en áður; kannski eru það einmitt sælu vindarnir þýðu sem blása að sunnan frá Evrópu og sjá til þess að þrenningin eina og sanna haldist. Málfrelsið hefst á móðurmálinu Með málstefnu sinni staðfestir ESB virðingu sína fyrir þeirri stofnun sem þjóðríkið er og einum af grund- vallarþáttum þess, því þjóðtungur Evrópu mynda einn af hornsteinum þjóðríkja Evrópu. » Það er engum blöðum um það að fletta að málstefna ESB breytist ekki þótt fleiri ríki komi inn í sambandið, því þýðingar og túlkun á vegum þess eru aðeins praktískt úrlausnarefni sem leitt hefur til gríðarlegrar auðgunar þeirra tungumála sem þátt taka. Höfundur er dósent í þýðingafræðum við Háskóla Íslands og formaður Bandalags þýðenda og túlka. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.