Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Page 15
Listasafn Kópavogs – Gerð- arsafn YFIRSKRIFT sýningarinnar „Tværogein“ sem nú stendur yfir í öllum sölum Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, vísar til þess að þar sýna nöfnurnar Kristín Geirsdóttir og Kristín S. Garðarsdóttir, ásamt Ólöfu Einarsdóttur. Þær vinna í ólíkum miðlum – olíumálverki, leir og textíl (spjaldvefnað) – en eiga það sameiginlegt að miðla næmri tilfinningu fyrir efnivið sínum. Efniviðurinn felst að mörgu leyti í miðlunum sjálfum og eiginleikum þeirra, og inn í vinnuferlið fléttast hughrif frá náttúrunni eða öðrum áhrifavöldum. Kristín Geirsdóttir sýnir stór málverk í vestursal. Kristín býr yfir sterkum rannsókn- aráhuga sem knýr hana sífellt inn á nýjar lendur í málverkinu þar sem hún þaulkannar hina fagurfræðilegu möguleika. Jafnframt heldur hún ávallt jarðsambandi við fyrri verk. Yfirlitssýning á ferli Kristínar, sem vissulega hefur sérstöðu í íslensku málverki, væri vitaskuld til þess fallin að varpa ljósi á áhugaverða þróun hennar. Að þessu sinni kannar hún ferli endurtekn- ingar – sem er í senn nátengt athafna- málverkinu og ákveðinni stóískri rósemd. Vinnubrögðin byggja ýmist á því að dropar af olíu– og terpentínublandinni málningu eru látnir falla á yfirvegaðan og jafnan hátt á myndflötinn (sem liggur þá á gólfinu) eða/og málningartaumar látnir renna niður eftir myndfletinum. Ferlið er því í senn stýrt og tilviljunum háð. Útlit (fullunnina) verkanna er mynsturkennt og þau búa yfir ríkulegum blæbrigðum lita og birtu, mikilli efnis- og rýmiskennd: þau virkja hreyfingu áhorfand- ans í rýminu og miðla mismunandi hug- hrifum eftir því hvaðan horft er á þau, þ.e. með breytilegri sjónskynjun. Í verkinu Ar 1–3 má t.d. sjá hvar sumar „doppur“ stökkva í forgrunn verkanna en við grannskoðun myndflatarins fer augað handan þeirra, lengra inn í verkið sem virðist búa yfir kosm- ískum skírskotunum, himni sem er í efn- islegu djúpinu. Ólöf Einarsdóttir sýnir í austursal safnsins spjaldvefnað úr hör, hrosshárum og sísal. Líkt og Kristín, nýtir hún rýmið og birtuskil- yrði þess einkar vel við uppsetningu verk- anna. Úr lofti hanga sérstæð verk sem búa yfir gagnsæi, sem er breytilegt eftir stöðu sýningargestsins, og fínlegum litbrigðum og efnisáferð. Verkin hafa sterka skírskotun til náttúrunnar, form eins þeirra minnir jafnvel á fjall, en sú vísun er þó að mestu óhlut- bundin og minnir jafnvel á náttúrutengd mynstur og form frumbyggjamenningar í N- Ameríku. Það býr einhver jarðbundinn fram- andleiki í verki á borð við hið vel heppnaða veggverk Skruðningur. Vefnaðurinn þar byggist að mestu á blátóna þráðum en lista- maðurinn „lyftir“ því með skærbláum þráð- um í bland við skærrauða í neðsta hluta verksins, sem snertir gólfið. Veggverkin, sem minna á snigla, búa ekki yfir sama léttleika, en hið smáa verk Tvennd hefur nánast „feimnislega“ en þó sterka nærveru. Á neðri hæðinni sýnir Kristín S. Garð- arsdóttir verk sem samanstanda af jap- önskum steinleir og ljósmyndum. Efnistök eru fjölbreytt og í verkin einkennast af glöggskyggni á efnisáferð. Í birtunni, við glugga rýmisins, hefur hún komið fyrir „hópi“ skyldra muna sem kallast á við vegg- verk þar hjá. Þessi framsetning virkar mjög vel, ekki síst í verkinu Þrettán þar sem sam- einast tilfinning fyrir jarðbundnum eig- inleikum leirsins og huglægur þáttur ímynd- unaraflsins. Kyrrlát uppstilling dökkleitari verkanna líður hins vegar fyrir ákveðna of- hleðslu verka inn í rýmið; þau truflast dálítið af ljósleitum veggverkum á löngum vegg- köflum á milli glugganna, sem virðast af öðr- um toga (og gætu staðið sér, sem önnur sýn- ing). Verkin lýsa engu að síður hugmyndaríki í útfærslu forma og sterkri frásagnarþörf. Á köflum yfirgnæfa þó ljósmyndir eða mynstur, sem brennd hafa verið inn í yfirborð verka, frásögnina sem býr í forminu sjálfu. Hér er um að ræða fagmannlega unnar sýningar – þrjár einkasýningar sem eiga at- hyglisverða samræðu, einkum í útfærslu end- urtekninga: stefjum, mynstri, vefnaði. Stef, mynstur, vefnaður MYNDLIST Skruðningur Ólöf Einarsdóttir sýnir spjaldvefnað úr hör, hrosshárum og sísal. Anna Jóa Til 8. júní 2008. Opið þri. – sun. kl. 11–17. Aðgangur ókeypis. Tværogein – Kristín Geirsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Kristín S. Garðarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 15 Þorvaldur Mælir með A Quiet Place (1983), hjónabandsdrama, eftir Leonard Bernstein. Hlustarinn Leonard Bernstein(1918-1990) var snill-ingur. Hann var hljómsveitarstjóri í fremstu röð sinnar samtíðar og innblásinn al- þýðufræðari: milljónir Bandaríkjamanna fylgdust hugfangnar með sjónvarpsfyr- irlestrum hans og hljómleikum í Carnegie Hall í New York. Sem söngleikjaskáld varð hann heimsfrægur fyrir West Side Story (1957), en Wonderful Town(1952) er litlu síðri: þaðan barst „Allir dansa konga“ norður fyrir miðbaug. Upptaka Wonderful Town með Berl- ínarfílharmóníunni (2003, stjórnandi Simon Rattle) býr yfir þvílíkum sprengikrafti, að það er eiginlega ekki hægt annað en dansa upp um alla veggi. Bezti söngleikur Bernsteins fyrir mína parta er grafalvarleg ópera, A Quiet Place (1983), hjónabandsdrama. Bernstein hafði lagt Broadway að fótum sér fyrir 1960, en New York sýndi nýja verkinu engan áhuga, svo það var frumflutt í Texas og féll. Árið eftir var það flutt með nokkrum breytingum í La Scala í Mílanó og gekk þá vel og nokkru síðar í Washington og Vín, þar sem óperan var hljóð- rituð og Bernstein stjórnaði sjálfur. Upptakan er löngu ófáanleg, ég hafði eftir langa leit upp á síðasta eintakinu í New York um daginn (út- gefandi Deutsche Grammophon, 1986). Þetta er ljóðræn ópera, eins og framhald af Puccini og Erich Korngold með seiðandi dansmúsík innan um aríur og samsöng, enda felldi Bern- stein einþáttung sinn, Trouble in Tahiti (1952), inn í A Quiet Place; þaðan berst fjörið. Fáein eintök eru nú til sölu á amazon.com. Þorvaldur Gylfason, prófessor. Lesarinn Ég var nýlega í Berlín og keypti á spottprísþrjú gul, lítil hefti Reclam-útgáfunnar: Sögubækur Heródótusar hins gríska. Hann fæddist um 480 fyrir Krists burð, og er kall- aður „faðir sagnfræðinnar“. Þetta er innihaldsrík bók, bráðskemmtileg og vekjandi. Heredótus gefur okkar bestu sagna- riturum, eins og Snorra og Sturlu, ekkert eftir nema síður sé. Ég hef þann sið (eða ósið) að lesa stundum nokkrar bækur samtímis. Á náttborðinu er líka Óp bjöllunnar, snilldarverk Thors Vil- hjálmssonar. Þar þenur skáldið vængi hugar- flugsins. Ýmsum finnst Thor torlesinn, en ekki er ég því sammála. Sumt „skil“ ég að vísu ekki. En „skilur“ maður nokkurn tíma hin bestu skáldverk til hlítar? Ég „fíla“ þau bara í botn. Best er væntanlega að fíla og skilja sam- tímis. Svo hef ég líka verið að grípa niður í sorg- arleikinn Manfreð eftir Byron lávarð í ægifag- urri þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Allt eru þetta miklar bókmenntir, hafnar yfir tíma og rúm. Snilld höfundanna gerir þá að samtímamönnum okkar allra. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. Atli Heimir Hefur verið að glugga í Sögubækur Heródótusar hins gríska. Hann fæddist um 480 fyrir Krists burð, og er kallaður „faðir sagnfræðinnar“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.