Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 15

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 B 15 Starfsmanna- og gæðastjóri Staða starfsmanna- og gæðastjóra er laus til umsóknar Í starfinu felst ábyrgð á stefnumótun í starfs- mannamálum, umsjón með ráðningum, framkvæmd og eftirfylgni starfsmannastefnu og umsjón með gæðahandbók Fiskistofu. Hæfniskröfur:  Háskólamenntun sem nýtist í starfi  Góð hæfni í upplýsingatækni  Þekking á gerð gæðahandbóka  Hæfni í mannlegum samskiptum Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður, faglegur og nákvæmur í vinnubrögðum og hefur frumkvæði í starfi. Viðkomandi ein- staklingur þarf hafa góða stjórnunar- og samskiptahæfileika. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar til Fiskistofu merktar "Staða starfsmanna- og gæðastjóra" fyrir 10. janúar. Einnig er hægt að senda umsóknir til: gerdurb@fiskistofa.is. Upplýsingar veitir Gerður Bárðardóttir í síma 569 7900. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Fiskistofu við ráðningar. Umsóknir sem berast að umsóknar- fresti loknum verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar um Fiskistofu má finna á heimasíðu: http://www.fiskistofa.is Reykjavík, 18. desember 2007, Fiskistofa www.fiskistofa.is Dalshrauni 1 – 220 Hafnarfjörður. Sími: 569 7900 - fax: 569 7991. Starfsmaður við Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar að ráða starfsmann í 40% starf við Framhaldsdeild skólans á Patreksfirði. Starfið felst í aðstoð við nemendur deildarinnar, en þeir stunda dreifnám frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfileika og er lipur í samskiptum. Einnig er mikilvægt að viðkom- andi sé fljótur að tileinka sér nýjungar og sé vel tölvufær. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins. Nánari upplýsingar veita Guðbjörg Aðal- bergsdóttir skólameistari, gudbjorg@fsn.is, s. 864 9729, og Friðbjörg Matthíasdóttir deildarstjóri, frida@fsn.is, s. 898 2563. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði eða á netfangið gudbjorg@fsn.is í síðasta lagi 25. janúar 2008. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.